Þjóðviljinn - 01.08.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1961, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVÍLJINN — Þiiðjudagur 1. ágúst 1961 j FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld að hér liggja til grundvallar hrein viðskiptaafglöp i sölu á afurðum verksmiðjanna. „Austfirðingar virðast n,ú vera að koma inn í samskonar tímabil á sviði síldveiða og var ríkjandi þar um aldrmót, |ieg- ar síldin óð jöfnum höndum fyrir Austur- og Norðurlandi. Það er ekki ósennilegt að Austfirðingar komi ti| að upplifa upp- gangstíma á sviði síldveiða á næsfu árum.“ — Myndin er frá Seyðisfirði, tekin fyrir skömmu. — (Ljósm. G.S.). HVER ER GRUNDV BRÆÐSLUSILDARVI 7 • íslenzkt og norskt bræðslusíldarverð Síðan ég skrifaði í þennan þátt um íslenzkt og norskt bræðslusíldarverð 18. iúlí s.l., hafa ýmsir komið að máli við mig og óskað frekari upplýs- inga. Mönnum þykir að von- um m:smunurinn vera miki’l á verðinu, þar sem hann nemur hvorki meira né minna en kr. 39,86 á hverju sildarmáli eftir 1. júlí, án uppbóta, sé miðað við, að í löggilt viktað síldar- ynái fari 150 iítrar. sem óhætt er að gera ráð fyrir, af nýrri síld. Um norskt verð á bræðslu- síld get ég upplýst þetta: Síðan árið 1940 hafa norsku síldar- verksmiðjurnar búið við fast verð á síldarlýsi og mjöli, sem þó hefur tekið breytingum frá ári til árs, samkvæmt heims- markaðsverði. Þegar þetta fyr- irkomuiag var tekið upp, þá var stofnaður verðjöfnunar- sjóður til að mæta sveiflum á heimsmarkaðsverðinu, og í þennan sjóð greitt árlega á- kveðinn hundraðshluti af verð- inu. Eftir h;n miklu síldarár, var þetta orðinn geysilega rík- ur sjóður. Bak við verðlagn- ingu síldarverksmiðjuafurð- anna hverju sinni stendur norska ríkið, en verðið er mið- að við það heimsmarkaðsverð sem reiknað er með að ná hverju sinni. Þannig var verð- ið fyrir árið 1960 ákveðið kr. 105,00 norskra, eða kr. 559,65 ísl. fvrir 100 kg. af síidarmjöli, og verð á sildarlýsi kr. 1.45 n. fyrir kg., sem gera í ísl. krónum 7,73. Þetta verð var sett fyrir verðfallið á síldaraf- urðunum og var í gildi s.l. ár. • Nýtt norskt verð á síldarlýsi og mjöli Haust'ð 1960 eftir verðfallið á sildarafurðunum var sett nýtt verð á sildarlýsi og mjöli, fyrir árið í ár, og var það þetta. Fyrir hver 100 kg. af síldarmjöli skal greiða kr. 67,50 norskar, sem verða í ísl. krón- um 359,77, og fyrir hvert kg. af síldarlýsi kr. 1,13 n. eða í ísL kr. 6,02. Það var þetta af- urðaverð, sem lagt var til grundvallar þegar norska verð- ið á Íslandssíld var ákveðið til verksmiðjanna samkvæmt heimild í ferskfisklögunum í maímánuði s 1., er slitnaði upp úr samningum í bili við síld- arverksmiðjurnar. Tvær norsk- ar síldarverksmiðjur gerðu þá þegar, samninga við fjölda veiðiskipa, samkvæmt hinu setta verði sem var kr. 24,00 n. fyrir hektólítrann fram að 1. júlí, en eftir það kr. 26,00 n. fyrir hektólítra, þ. e. hverja 100 lítra af síld. Meirihluti verksmiðjanna taldi sig hins vegar ekki geta greitt þetta síldarverð að óbreyttu afurða- verði verksmiðjanna. Eins og ég sagði frá í þættinum 18. júlí, þá tólíust síðar samningar við allar síldarverksmiðjurnar um þetta sama hráefnisverð. eftir að fasta verðið hækkar um lcr. 10 n. miðað við hver 100 kg. Til grundvallar þessarir hækkun var lögð verðhækkun á síldar- mjöli á heimsmarkaði, sem orð- ið hafði frá því afurðaverðið var ákveðið s.l. haust. Þessi 10 króna hækkun á 100 kg. af mjöli var talin jafngilda 2 kr. n. á hverja 100 lítra af síld. Samkomulagið við verksmiðj- urnar byggðist á því, að þær fengju helming hækkunarinnar í sinn hlut, en hinn helming- inn 1. kr. n. á hektólítir, var ákveðið að Jeggja í sjóð til verðjöínunar fyrir útgerðar- menn og sjómenn , á milli bræðslusíldar og saltsildar. • Þjóðarbúskapur og lýðræði Hér á landi er glamrað mik- ið um lýðræði og ágæti þess. En í öllu þessu mikla glamri gleymist oft sá grundvöllur, sem lýðræðið verður að hvíla á, svo það missi elíki gildi sitt. í lýðræðisþjóðfélagi er það t. d. talið nauðsynlegt og sjálf- sagt, þegar hráefnisverð er á- kveðið af opinberum eða hálf- opinberum aðilum, að um leið sé birt það heimsmárkaðs- verð á fullunnum afurðum, sem lagt hefur verið til grund- vallar hráeínaverðinu. Þetta á sér sjaldan eða jafnvel aldrei stað hér, en á hinum Norður- löndunum sem oft er vitnað til, er þetta liinsvegar algild regla. Menn þurfa því ekki að vera í neinum vafa um. við hvað er miðað þar hverju sinni ef nýtt hráefnisverð er ákveð- ið (af opinberum aðilum). Þetta liggur allt ljóst fyrir, því að um það er skrifað í blöð og tímarit Þegar svona er á mál- um haldið, þá á almenningur hægara með að átta sig á hlutunum, en í því er einmitt gildi lýðræðisins fólgið. Þegar Síldarverksmiðjur ríkisins á- kváðu verðið á bræðslusíld nú í sumar kr. 126,00 fyrir málið, þá var ekki verið að skýra fyrir almenningi hvaða verð á síldarlýsi og miöli væri lagt til grundvallar þessu hráefnis- verði. Síldveiðimenn. bæði út- gerðarmenn og sjómenn eiga þó skýlausa kröíu á þvi að engin launung sé höfð um þessa verðlagningu. Undir réttu hrá- efnisverði eiga þeir alla sína hagsmuni. Vill eklci stjórn síld- arverksmiðjanna skýra frá því afurðaverði sem lagt var til grundvallar bræðslusíldarverð- inu nú í sumar? Sjómenn og útgerðarmenn eiga heimt- ingu á, að spilin séu þarna lögð á borðið í allra augsýn og engu leynt. Þá mun ltoma í ljós, hvort um hreint okur er hér að ræða frá hendi síldar- verksmiðjanna, sem hyggjast féfletta síldarútveginn í krafti einokunaraðstöðu sinnar, eða • Síldveiðar og fyrirhyggja Það má segja að norður- landssíldveiðarnar hafi gengið vel það sem af er. Síðustu daga hefur síld veiðzt jöfnum höndum út af Norður- og Aust- urlandi. Á tímabili barst engin síld frá vestursvæðinu og telja sumir Siglfirðingar orsök- ina vera vanrækslu síldarleit- arinnar að kenna, og að jafn- vel kenni hér hlutdrægni. Milí- il óánægja hefur verið ríkjandi út af þessu. Austfirðingar virðast nú vera að koma inn í samskonar tímabil á sviði síldveiða og var ríkjandi þar um aldamót, þegar síldin óð jöfnum höndum fyrir Austur- og Norðurlandi. Það er ekki ósennilegt að Austfirð- ingar komi til að upplifa upp- gangstíma á sviði síldveiða á næstu árum. Tunnuskortur hefur verið ríkjandi á síldar- söltunarstöðvum annað slagið austan ' lands og hefur það stundum háð söltuninni. Þá verður að víta harðlega hvernig síldarútvegsnefnd og ríkisstjórn hafa hagað sér gagnvart sölu á saltsíld, þar sem ekki voru notaðir þeir möguleikar til sölu á réttum tíma, er felast í við- sliiptasamningnum við Sovét- ríkin. Þó hefur það reynzt ör- lítil úrbót að Rússar keyptu 50 þúsund tunnur þegar í ótíma var til þeirra leitað. 1 Hverjum einstökum finnst kannski ekki muna m:kið um sinn skerf í jafn stóiu verkefni og Afmælishappdrætti Þjóð- viljans er, En það hefur ætíð sannazt, að sameinað átak allra stuðningsmanna Þjóðviljans ei- mikils megnugt. Og það er áriðandi að byrja söluna sem alli-a _____________________________________ fyrst. Hefjizt því handa strax 'í dag. Það er hægt að koma á skrifstofu happdrættisirn, Þórsgötu 1. Hún er opin kl_ 9—- 12 f. h. og 1—7 e. h. að skrifa til Afmælishappdrættis Þjóð- viljans, pósthólf 310, og tilgreina hve margar blokkir hver og einn vill fá. að hringja í síma 22396 eða 17500, og verða þá happdrættisblokkirn- ar sendar hið fyrsta. Al!ir til starfea fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.