Þjóðviljinn - 01.08.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.08.1961, Blaðsíða 10
gUj — ÞJÓÐVILJINN — Þiiðjudugur 1. ágúst 1961 --- F' Þar er Grænland grænt Framhald a£ 7. síðu. skapa nýjar þa-rfir hjá fólkinu í Narssaq, en þar eru hæstar r.ieðaltekjur í Grænlandi. Mán- aðarkaup óbreytts starfsfólks í verksmiðjunni, karla og lívenna. er um 500 danskar krónur. í kaupstaðnum hefur Círænlandsverzlunin reist fyrstu Ljörbúðina á Grænlandi. Þar fæst ailt rriögulegt frá dönsk- ium rjómaís til ísskápa. Þessi deildaverzlun á Grænlandi tek- ur stórum fram í húsrými og ,-ý-öruvali beim verzlunarstöðv- um sem skipulagsyfirvöld , Heykjavíkur telja áð nægi út- •hverfunum í höfúðborg' Is- lands. Um tíma voru horfur á að •siðmenningin myndi ganga af ‘Grænlendingum dauðum. Þeg- ar þeir hættu að lifa á gæðum iandsins og tóku að sækja lifsbjörg s.’na í verzlanirnar, .kom reynsla kynslóðanna í matarverkun og matarvaii ekki Jengur að haldi. Hveiti og' syk- Tir gat ekki komið í stað sel- spiks og kæstrar rjúpu. Húsin sem Grænlendingar reistu í verzlunarstöðvunum voru gerð af miklum vanefnum. Vannæring og óholl húsa- kynni ruddu berklaveikinni 'braut. Þrátt fyrir allt sem gert heíur verið á síðari ár- um til að stemma stigu við hvíta dauðanum eru berklar enn landplága á Grænlandi. Viðkoma Grænlendinga er mik- ii en barnadauðinn iíka ægileg- i;r. í byggðarlögunum sem við ierðaféiagarnir heimsóttum mátti sjá kirtlaveikieinkenni á xniklum hluta barnanna. ★ Grænlendingar kjósa sér nú landsþing og tvo menn á r:k- isþingið í Kaupmannahöfn. iEngir stjórnmálaflokkar starfa í landinu, og þeir Grænlend- ingar sem ég talaði við gáfu ekkert út á það þegar spurt var hvort þeir óskuðu eftir siíkum samtökum. Vera má að það sé rétt hjá Dönum að mörgum Grænlend- ingum þyki það ails ekki eft- irsóknarvert að hafa yfir öðr- um að segja, en unga fólkið sækist eftir menntun. í hverju byggðarlagi er barnaskóli og í stærri kaupstöðunum unglinga- og gagnfræðaskóiar. Árlega fara fiögur til sex börn úr byggðarlaginu við Garða i framhaldsskólann í Juliane- haab. Æðsti skóli i Grænlandi er kennaraskólinn í Gothaab. Frekari menntun verður .að sækjaHil Danmerkur. Myndar- leg. grænlenzk stúlka sem gekk um beina í hótelinu í Narsars- suak stundar nám á vetrum i Danmörku bæði í fóstruskóla og leikfimikennaraskóla. * Á gangi um Narssak í sudda- rigningu barst allt i einu rokk- lag að eyrum okkar, nokkurra ferðafélaga. Þegar betur var að gáð revndust tónarnir koma út um glugga á löngu húsi með óskiljanlegri, grænlenzkri á- letrun á framhlið, en uppi á mæninum mátti lesa orðið B A R myndað úr neonljósum. Liðið var að brottfarartíma, en ekki kom til máia að sleppa þessu tækifæri til að líta inn í grænlenzka drykkjukrá. Þeg- ar inn var komið blasti við uppljómaður plötusjálfsali, en hann þagnaði brátt og var sem betur fór ekki vakinn tii líi's- ins meðan við stóðum við. Við barinn í einu horninu stóðu nokkrir Danir í hóp en Grænlendingur aígreiddi þá um leið og hann stjórnaði frammistöðustúlkunum. Þær voru á sífelldum jjönum með öl og ákavíti. Við borðin sat fólk á öllum aldri. alvörugefn- ir piltar, kankvíslegar stúlkur. ö’.druð hjón. næsi-im eingöngu Græniendingar. Andrúmsloftið v.ar einna likast því sem ger- ist í enskum pub í verka- mannahverfi. Svo segir í fornsögum að eitt sinn er Jeið að jólum tók Eiríkur rauði ógleði mikla. Þegar gestir hans gengu á hann kom í ljós að hann sá bess eng- an kost að jói yrðu drukkin í Erattahlíð að því sinni. Kaupmenn leystu þá varning. sinn og buðu honum allt sem hai'a þurfti til öigerðar. Var þar hin sæmilegasta drykkja um jólin, og kváðust menn trauðla séð hafa þvílíka rausn i fátæku landi. segir sagan. Mætti Eir.'kur líta upp úr gröf sinni gæti hann alltaf glatt sig við að ekki skortir ölföng í firð- inum sem hann nam fj'c'.r nær þúsund árum, þótt cr.n megi landið fátækt kallast. M.T.Ó. Þ V I N G U R , margar gerðir og síærðir. Ódýr SKRÚFSTYKKI ímr.gar stærðir. JBP Sími 15300 Ægisgötu 4 Fjölskyldu- bótum rœnt Framh. af 7. síðu Frá þessum vanda hefur nú ríkisstjórnin leyst þessa vini sina og stuðningsmenn. Skattar faátekjumanna og auðmanna hafa verið Jækkaðir um tugi þúsunda og útsvar þeirra hefur því sannarlega færst til betri •vegar. Þeir eiga nú auðvelt með að gefa upp hærri eigin tekjur en áður. Ótti skatt- og útsvarsstigans hefur verið frá ]þeim tekinn. Og mörgum þeirra mun hafa fundizt timi til kominn og öruggara að geta gert trúlega grein fyrir ■eignasöfnun sinni. Tímarnir eru ekki alltof tryggir. Ég ætla að með þessu hafi •verið varpað nokkurri birtu á orsök þess að útsvarsstiginn í Heykjavik gaf nú 16,7% hærri xjpphæð en 1959. En þá um leið svarað þeim blekkingum stjórnarblaðanna að tekjur bæjarbúa hafi hækkað sem af- leiðing af framkvæmd „við- Teisnarinnar“ og fyrir heilla- vænleg áhrif stjórnarstefnunn- G.V. Lögtðksúrskurður Hérmeð úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygginga- gjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júni el., framlög sveitarsjóða til Tryggingastofnunar ríkisins og atvinnuleysistrygg- ingasjóðs á árinu 1961, söluskatti 4. ársfjórðungs 1960, 1. ársfjórðungs 1961 og 2. ársfjórðungs 1961 svo og öllum ógreiddum þinggjöldum og trygginga- gjöldum ársins 1961, tekjuskatti, eignarskatti, náms- bókagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, atvinnuleysistrygg- ingasjóðsgjaldi, kirkjugjaidi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur bif- reiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátrygginga- gjaldi ökumanna, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar sl.„ svo og skipulagsgjald af nýbyggingum, skipaskoðunargjaldi, rafstöðvagjaldi, vélaeftirlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanm, auk dráttarvaxta og dögtakskostnaðar. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn ‘í Kópavogi, 26. júlí 1961. SIGURGEIR JÓNSSON Fyrsti barsiaSeikTOiiPjr • inn á Seltjarnarnesi Rarnaleikvöllur verður opn- aður í Seltjarnxrneshreppi í dag, liinn fyrsli þar í sveit. Leikvöllurinn er á lóð hins nýja Mýrarhúsaskóla og verður þar höfð barnagæzla kl_ 2—5 síðdegis fyiir börn á aldrinum 2—8 ára. Að þessu sinni verð- ur leikvöllurinn opinn i ágúst og september, en síðar alla sumarmánuðina. Sjálfstæðisfélag Seltirninga hefur beitt sér fyr:r fjársöfn-- un til kaupa á leiktækjum og mun þegar hafa safnazt fyrir tækjum á 3 leikvelli. Leiktækin á þennan fyrsta völl eru gjöf frá manr.ii, sem vill ekki láta nafns síns getið, en gjöfin er til miningar um unga telpu, Elisabet Jónsdóttir, sem lézt af slysförum á sl. vori_ Smurt brauð snittur MIÐGARÐUR ÞÓRSGÖTU 1. Samkvæmt upplýsingum Jóns Tómassonar sveitarstjóra í Sel- tjarnarneshrepii er nú unnið að því að sem fyrst verði unnt að taka fleiri leikvelli þar í svsit i notkun. StsfsiG de Gaulle Framhald af 12. síðu. Þjóðarráð serknesku Þjóð-. frelsishreyfingarinnar hefur ve-rið kvatt saman. t'l furdar, í. Túnisborg 6. ágúst til að draga ályktanir af þeim nýju forsend- um sem skapazt hafa við að samningarnir í Evian fcru út um þúfur Um 70 fulltrúar hreyfingarinnar munu sitja fundinn, þ. á m. fulltrúar sam- taka serkneskra stúdenta og verkalýðshreyfingarinnar. Trúlofunarhriniidr, Etein- hriDifir, hálsmcn, 14 0( 1* kt. trnli Seltjarnarnes Bamaleikvöllur á skólalóðinni við Mýrar- húsaskóla verður opnaður þriðjudaginn 1. ágúst Barnagæzla íyrir börn 2—8 ára verður mánudaga til íöstudaga kl. 2—5 e. h., mánuðina ágúst og september. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. Auglýsing Hér með er auglýst eítir tilboðum í prent- un Bæjatals á íslandi. Tilboðin óskast send fyrir 10. ágúst 1961 til Sveins G. Björnssonar, deildarstjóra, Póststofunni í Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. Reykjavík, 31. júlí 1961. Póst' og símamálastjórnin. Bezt — útsala — Bezt Kjólar, blússur, pils, sundbolir, hanzkar og margt fleira. Beztj Klapparstíg 44. ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.