Þjóðviljinn - 03.09.1961, Side 3
>£?SSSSgft:j£!
•WfMftí
’wS&jSí
.viix&'í!
jgipSSfiíÍjí;
Sigurður Róbertsson
Eins og áður hefur verið
getið í fréttum munu sýning-
ar í Þjóðleikhúsinu hefjast
með fyrrá móti í haust. Fyr-
ír helgina" 'átti. Þjóðvíljinn
tal við Guðláug Rósinkranz
þjóðleikhússtjóra og innti
hann frttta af viðfangsefnum
léikhússins næsta leikár.
Guðlaugur kvað enn ekki
að fullu gengið frá verkefna-
skránni. Fyrsta leikrilið. sem
tekið verður tM sýningar. er
gamanleikurínn AUir komu
þeir aftur. Iipfúndur hans er
amerísk kona, fra Livin.
Verða hafnar sýningar á
leiknum um..f3. september en
venjulega hafa sýningar ekki
hafizt hjá leikhúsinu fyrr en
um 20.. september. Leikrit
þetta var.íuljæft í vor.
Næsta varkefni leikhússins
verður svo Strompleikurinn
eftir Hálldór Kiljan. Æfingar
á þvl leikrhi hófust 22. ág-
úst en venjulega hafa æfing'-
ar ekki byrjað hjá Þjóðleik-
húsinu fýrr en í september.
Leikstjóri verður Gunnar
Eyjólfsson. Ætlunin er að
frumsýna leikritið 5.—6.
september, sagði þjóðleik-
hússtjóri. Hunu áreiðanlega
margir bíða þessa leikrits
með eftirvæntingu.
Fréttamaðurinn spurði þjóð-
leikhússtjóra eftir öðrum
nýjum verkum íslenzkra höf-
unda, Sehi leikhúsið hefði i
hyggju að sýna á næstunni.
Sagði hann, að leikhúsið hefði
hú samið um flutning á tveim
nýjum leikritum eftir þá
nafna Sigurð A. Magnússon
og Sigurð Róbértsson. Verð-
ur a.m.k. annað þeirra sýnt
síðara hluta vetrar. Leikrit
Sigurðar A. Magnússonar er
verðlaunaleikrit hans frá í
fyrravetur: Gestagangur.
Leikrit Sigurðar Róberts-
scnar nefnist Dimmuborgir.
Er það fyrsta leikrit höfund-
arins, sem tekið er til flutn-
ings, en hann mun eiga í fór-
um sínum 3—4 önnur ófull-
gerð. Hefur Sigurður lagt
stund á leikritun nú um
skeið. Um efni leikritsins er
b’aðinu það eitt kunnugt, að
nafnið á bví mun gefa nokkra
v'sbendingu um það. Það
fjallar um það sem gerist. í
manninum sjálfum. sálarlíf-
inu, bar sem möreum verð-
ur villugjarnt. Gerist leikur-
inn jöf^um höndum í nútíð
og fortíð.
I leikritinu munu vera 10
meiriháttar hlutverk auk
nokkurra smærri. Veniuleg
þáttaskil eru ekki í bvi, en
það skiptist í 10 sýningarat-
riði. Leikstjóri verður Gunn-
ar Eyjólfsson og Magnús
Blöndal Jóhannsson mun
semja tónlist við leikritið,
sem flut.t verður mi'li sýn-
ingaratriða. Leikritið skrifaði
Sieurður að mestu í fyrra-
sumar en hefur brej'tt því
nokkuð síðan.
Af öðrum leikritum, sem
flutt verða í Þjóðleikhúsinu
í vetur nefndi þjóðleikhús-
stióri leikri'ið Húsvörðurinn
eítir Harold painter. en það
var sýnt í London í fyrra-
vetur og vakti þar mjög
mikla athygli.
Um aldaraðir hafa stærstu
fá’.lvatn á íslar.tli rnnnið óbeizl-
u ð til sjávar, og þrátt fyrir
nokkrar virkjanir á síðusíu ár-
um eru þær ekki nema dropi í
he.fi miðað við virkjunarmögu-
lcjkana sem fyrir hendi eru.
1 sumar hafa fariö fram rann-
sáknir á fjórum stöðum hér
simnanlands, vcgna fyrirhug-
aðra virltjana, og talin er brýn
nauðsyn á að hefja strax á
næsta ári framkVæmdir við
nýtt raforkuver ti! að geta full-
nægl rafmagnsþörf landsmanna
næstu íirin. Ekki er cnn ákveð-
ið, hvar næsta virkjun verður
gerð, því að liætta cr talin á
ef ráöizt verur í síóra virkjun
að ckki verði hægt að fullnýta
a!!t rafitiagnið næstu áratug-
ina. Ef ráðizt verður hinsvegar
í gerð Htillar virkjunar er álit-
ið að liún innni fljótt. reynast
of líiíl og þá verði fljótlega
aftur að hefjast handa.
Staðirnir sem helzt koma til
greina nú cg hafa verið rann-
eakaðir eru: Hvítá, Þjórsá, Ifest-
vatn og Hvítárvatn. Á öllum
þessum stöðum hafa verið fram-
kvæmdar boranir og jarðvegs-
rannsóknir til að fá fullnægj-
andi og áreiðanlega vitneskju
um, hvort unnt sé að reisa raf-
orkuver þar.
Fyrir skömmu fór einn af
blaðamönnum Þjóðviljans aust-
ur að Þjórsá, þar sem Þjórsár-
virkjunin er fyrirhuguð, og
fylgdist með stáffi v-innuflokks-
ins þar hluta úr degi.
Haukur Tómasson jarðfræð-
ingur. er sér um framkvæmdir
þar austur frá, var svo velvilj-
aður að levfa blaðamanninum
að verða samferða sér austur,
þótt vel væri áskipað í jeppann
hiá bonum. 1 ferðiVini voru auk
Ilauks 03 blaðamannsins. Ray
l aRusso 'bandarískur jafðíræð-
ingur og ia.fnframt sérfjæðingur
í stífluge'r'5. og bróðif Hauks.
Jens Tómasson .iarðfræðingur.
3 Við rætur Búrfefls
Vinnuflokkurinn hafði aðset-
ur sitt vcstan Þjórsár, undir
BúrfeUi, við lfrk einn lítinn er
nefnirt Bjarnarlækur. Við læk-
inn var stór bor í gangi og
tvp'r rninni uppl í hlíðum Búr-
fe1’.;. Borarnir eru notaðir lil
að finna fast grunniag undir
stífluna, en Hekluhráunin og
vikurinn eru m.ikill brándur í
göt.ij, bví að marga t.ugi metra
niður í jörðina sk'ntast á hraun
og vikurlög og iUmögulegt er
að finna fast og traust grunnlag.
Mennirnir. sem barna voru
við vinnu líktust me.'r sjómönn-
u.m á hafi úti en jarðvegsrann-
sóknamönnum. því að heita
mátti að skýfall væri allan dag-
inn og þeir klæddir háum stíg-
vélum. stökkum og hjálmum.
Við Bjarnarlækinn höfðu þeir
komið sér upp þrem skúrum,
tveim til að sofa í og einn var
notaður sem eldhús og matsal-
Sig'urður matRveinn — al'Jtaf aö
baka jólaköku.
ur. Ennfremur voru nokkur
birgðatjöld.
Þrátt fyrir óhagstætt veður,
voru jarðfræðingarnir þrír, sam-
ferðamenn blaðamannsins. óð-
ara kcmnir upp í hlíðar Búrfells.
Jens bar með sér skóflu og
plastpoka, en hinir tveir fóru
að jarðýtu. er þar var að
verk.i, og virtu fyrir sér jarð-
voginn sem ýtan rótáði upp.
Blaðamaðurinn öslaði yfir
móana á eftir þeim og reyndi
að fylgjast sem bezt með sam-
ræðum þeirra og niðurstöðum,
en fræðimálið er nokkuð flók-
ið og torskilið, og eftir nokkra
•st.und komst blaðamaðurinn á
þá skoðun, að mun skemmti-
legra váeri að tylla sér niður í
rennblautan méann og tína upp
í sig krækiuber.
Þegar Háukur Tóma.ssön er
ekki þarna uppfrá til að segja
fyrir verkum, er það borstjór-
inn, Jón ögmundsson, sem hef-
ur verkstjórn með höndum.
Þennan dag stóð ha.nn við
stærsta boninn og fylgdist með
boruninni.
— Hvað ertu kominn d.júpt?
— Við erum nú á 73. m.etran-
um. Þetta er eintómur vikur og
hraunlög tii skiptis. Ætlunin er
að bora niður úr þeim, niður
á grunnlag.
— Hvað eru þið nú margir
hérna núna?
— Sem stendur erum við 5,
Framhald á 11. síðu.
Þetta er stærsti borinn, sá sem stendur við Bjarnarlækinn,
hjá hoiuim eru kassar með jarðvegssýnishornuni.
And-
látsorðin
Þegar spámenn deyja fylgj-
ast lærisveinar þeirra með
andlátsorðunum af mikilli
eftirvæntingu; í þeim er tal-
in kristal'ast lífsreynsla
langrar ævi og sá boðskapur
sem á >að lýsa 1-angt inn í
óvissa framtíð. Því mændu
menn á varir Franks Buch-
mans, bess er boðaði siðvæð-
ingu í krafti dollarans, þeg-
ar hann skildi við fyrir
skemmstu. Og hann lét eftir
sig munnlega erfðaskrá, að
þvi er Vísir hermir í fyrra-
dag með stærsta fyrirsagng-
letri sínu á forsíðu; hún var
stuttorð og gagnorð: „Bjargið
Í5landi!“
Hvernig mátti það vera að
spámaður þessi, sem var
einkavinur Himlers heitins.
Sjangkæ Séks, Syngmans
Rhees, Kishis og annarra
þeirra líka um heim allan og
hafði að eigin sögn haft úr-
slitaáhrií á g'ang heimsmála
um langt skeið skyldi á
dauðastundinn; gleyma allri
dýrð og lífsreynslu langrar
ævi, nema þessu eina: „Bjarg-
ið íslandi“? Á því gefur Vís-
ir svohljóðandi skýringu:
„Buchman mun hafa fengið
sérlegan áhuga á því að sið-
væða íslendinga eftir för ís-
lenzka flokksÍQS til Mackin-
ac-eyjunnar i Bandar.kjunum
sumarið 1957. Sú kynnisför
gaf siður en svo góða raun
frá sjónarmiði siðvæðingar-
manna og mun Buchman
hafa fundizt tímabært að
hreyfingin sneri sér að ís-
landi.“
í kynnisför þeirri sem
hafði svo óafmáanleg áhrif á
Buchman var hei’l flugvélar-
farmur af Heimdellingum
undir forustu Magnúsar ósk-
ai'ssonar félagsmálafulltrúa.
Ýmsar sögur hafa farið afl
þeirri ferð, en hvernig sem
þeim er háttað er lióst að
þegar Buchman renndi hug-
anum yíir langa og viðburða-
ríka ævi þurrkaðist allt út
néma hin skelfilega mynd
af ísiendingunum. Ilann
gleymdi Asiu, Afríku og Suð-
ur-Ameríku, Berlín og Alsír,
kristindómi og kommúnisma,
dollurum og pundum, og sá
alla spillingu heimsins, raun-
ir hans og hrellingar, krist-
allast í Magnúsi Óskarssyni
og félögum hans. Því varð
það erfðaskrá hans og hinztu
orð að bjarga skyldi íslandi,
svo að siðvæddir menn þýrítu
aldrei framar að líta augum
svo ógnarlega sjón. *— Austri.
SUnnudagui' 3. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN —