Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 12
Samhykki fjölmenns Dagsbrúnarfundar:
Dagsbrún segir upp
gjaldsúkvœðum samninga
Á fjölsóttum Dagsbrúnarfundi
í Iðnó sl. sunnudag var samþykkt
einróma að segja upp kaupgjalds-
ákvæðum gildandi samninga við
atvinnurekendur í því skyni að fá
fram þær breytingar á samningun-
um, að kaupmáttur launanna verði
eigi lægri en hann var fyrir 1. júlí
sl. og þau ákvæði verði sett í
samningana, er tryggi varanleik
kaupmáttarins.
Tillaga stjórnarinnar um upp-
sögn samninganna var aðaldag-
ekrármál fundarins og var hún
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum gegn einu, en fund-
inn sótti talsvert á fimmta
iiundrað manns og var þátttakan
í atkvæðagreiðslunni mjög mikil.
Tillagan var svohljóðandi:
„Fundur í Verkamannafclag-
inu Dagsbrún, haldinn 15.
október 1961, samþykkir eftir-
farandi:
1. Að segja upp kaup-
gjaldsákvæðum í gildandi
samningum félagsins við at-
vinnurekendur.
2. Að leitað verði eftir
breytingum á samningunum
með það fyrir augum, að
kaupmáttur launanna vcrði
eigi Iægri en hann var 1. júlí
sl. og að sett verði ákvæði i
samningana, er tryggi varan-
leik kaupmáttarins."
Fundurinn hófst stundvíslega
ld. 2 e.h. og fóru fyrst fram kosn-
ingar í uppstillingarnefnd og í
kjörstjórn.
Á fundinum voru margir hafn-
srverkamenn, sem voru að vinna,
■en hlé var gert á vinnu á milli
kl. 2—4 vegna fundarins.
Að loknum kosningunum var
aðalmál fundarins tekið fyrir og
flutti Eðvarð Sigurðsson, form.
Ðagsbrúnar, framsögu fyrir til-
lögu stjórnarinnar. Hóf hann
máls á því, að þrír og hálfur
mánuður væri síðan síðasti
fundur hefði verið haldinn í fé-
laginu, en það var fundurinn er
camþykkti samningana í lok
verkfallsins í sumar. Á dagskrá
þessa næsta fundar væri ein-
mitt að segja þessum samning-
um upp.
Eðvarð rakti síðan meginástæð-
urnar fyrir verkfallsbaráttunni í
vor og sumar, kaupskerðingarn-
ur 1959 og 1960, en það voru
þær, sem verkamenn voru að
reyna að vinna upp í vor. Rakti
hann aðdraganda samninganna
og það tækifæri, sem atvinnu-
rekendum og ríkisstjórninni var
gefið til þess að semja með
friðsamlegum hætti.
Kauphækkunin, er verkamenn
fengu, 10—12°/0, jafnaði aðeins
hluta af þeirri skerðingu, er áð-
ur var orðin á kjörum þeirra.
Síðan hefur þessi kauphækkun,
sagði Eðvarð, verið notuð til þess
að hella yfir nýju dýrtíðarflóði,
bæði gengislækkun og skefjalaus-
um verðhækkunum öðrum, og nú
er svo komið, að framfærsluvísi-
Framhald á 11. síðu.
Tvísýsi úrslit í
Tyrklandi
ANKARA 16/10 — Enginn flokk-
ur virðist ætla að fá hreinan
meirihluta í fyrstu þingkosning-
unum sem haldnar hafa verið
í Tyrklandi síðan harðstjórn
Menderes var steypt í maí 1960.
Repúblikanaflokkurinn og h'nn
svokallaði Réttlætisflokkur hafa
mjög svipað fylgi, en sá síðar-
nefndi er undir forystu áhang-
enda Menderes. Endanlegar töl-
ur hafa enn ekki borizt.
Þriðjudagur 17. október 1961 — 26. árgangur — 237. tölublqið
Hveragcrði í gær; frá frétta.
ritara — í gær kom upp eldur
í hlöðu Péturs Jónssonar bónda
að Þórustöðum í Ölfusi. Tókst
fljótlega að ráða niðurlögum
e’dsins en í nótt tók eldurinn
sig upp að nýju. Búizt er við að
um 400 hestar af heyi hafi
eyði'agzt í brunanum.
Eldsins varð fyrst vart um kl.
5.30 í gærdag og kom brunalið
frá Hveragerði á vettvang um
klukkutíma síðar. í fyrstu var
haldið að búið værj að ráða
niðurlögum eldsins, en hann tók
sig upp aftur undir morgun og
var unnið að björgunarstörfum
alla nóttina og kl. 4.30 í dag
var enn unn'ð að björgun.
Hér var um sjálfsíkviknun að
ræða niður við gólf hlöðunnar.
Eldurinn komst í súgþurrkunar-
stokka og læsti hann sig eftir
stokkunum og gerði það björg-
unarstörf erfiðari.
Þegar slökkviliðsmennirnir
átta fóru fyrst inn í hlöðuna
veiktust þeir allir af gaseitrun.
Magnús Ágústsson læknir kom
þá á vettvang, en engum hafði
orðið meint af eitrun.nni, og
var hættan af henni úr sögunni,
þegar búið var að rjúfa gat á
jjak hlöðunnar.
Talið er að um 400 hestar if
heyi hafi eyðilagzt, en í hlöð-
unni voru um 1200 Hestár. ’Sfaíf
hlaðan er lítið skemmÆyt'Hey.ð
var vátryggt. Búið. varnað ná
allmiklu af heyi úr hlöðunni í
dag oe er búizt við. að úr þessu
verði hægt að halda eldinum
niðri.
Kckkcncn Finnlandsforseti kom
í dag í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna. Kennedy for-
seti tók á móti honum í -'Wash-
ington. -■t'íoos'
---------------•—;—vird'K’
U Tliaiif verður
frauikvænufcsfiðri
Áburðarverk-
smiðjan eign
ríkisins
Einar Olgeirsson hefur nú
lagt fram á þingi frum-
varp sitt um breytingu á
áburðarverksmiðjulögunum,
sem hann hefur flutt á
undanförnum þingum. Er
frumvarp þetta flutt til þess
að taka af öil tvímæli um
það, að Áburðarverksmiðj-,
an stærsta fyrirtæki Iands-
ins, sé ríkiseign.
22.þing Kommúnistafiokks
Sovétríkjanna hefst i dag
MOSKVU 16/10. — Á morgun,
þriðjudag, hefst 22. þing Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna. Þing-
ið mun hafa míkilvægari sögu-
lega þýðingu en nokkurt annað
þing síðan byltingin var gerð
1917. Höfuðviðfangsefni þings-
ins verður hin nýja stefnuskrá
flokksins, ný flokkslög og kosn-
ing nýrrar miðstjórnar.
Krústjoff, forsæt'sráðherra,
mun á morgun flytja skýrslu
miðstjórnarinnar um stefnu Sov-
étstjórnarinnar í innanríkis- og
utanríkismálum og um starf
flokksins síðan 21. þingið var
haldið 1956.
Síðastliðna tvo mánuði hafa
höfuðv'ðfangsefni þingsins verið
rædd meðal þjóðarinnar, og hafa
þeir Sovétmenn, sem ekki eru
í flokknum, fjallað um málin
ekki síður en flokksfélagar, enda
er hér um máleíni allrar þjóð-
arinnar að ræða. Hin nýja
stefnuskrá leggur grundvöllinn
að framkvæmd sjálfs kommún-
ismans í Sovétríkjunum og skýr-
ir fyrir þjóðinnj þau verkefni og
þau lífskjör sem framundan
eru. Miðstjórn Kommúnista-
flokksins samþykkti stefnu-
skrána með nokkrum breyting-
um.s.l. laugardag. Var það síð-
asti fundur fráfarandi mið-
stjórnar.
Rúmlega 4500 fulltrúar munu
vera á þinginu, en í Kommún-
istaflokknum eru um átta millj-
ón félaga. Þingið er haldið í
nýrri þinghöll í Kreml. Þetta er
hin veglegasta bygging, tekur
7000 manns í sæti og verður
notuð sem hljómleikahöll og
-kvikmyndahús og fyrir aðra
menningarstarfsemi.
í gær streymdu þ'ngfulltrúar
til Moskvu og margir höfðu
kqmið þegar um helgina. Mik-
ill fjöldi útlendra gesta situr
þingið. Meðal þeirra eru fjórir
fulltrúar frá flokki Nkrumah í
Ghana.
Þetta er langstærsta þ'ng sem
Kommúnistaflokkur Sovétríkj-
anna hefur haldið. Síðasta þing
stóð í 10 daga, en búizt er við
að þetta standi enn lengur þar
sem gert er ráð fyrir miklum
umræðum og viðfangsefnin eru
óvenju mikilvæg og umfangs-
mik:l.
Þess skal að lokum getið, að
þeir Guðmundur Vigfússon og
Eggert Þorbjarnarson sitja þing-
ið sem gestir frá Sósíalista-
flokknum.
NEW YORK 16/10;. |4.)|f4í'vkd-
in í austri og vestri hiafa náð
samkomulagi um það hver vera
skuli eftirmaður Hammarskjölds
sem framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna. Einnig hefur náðst
málamiðlunarsamkomulag um
æðstu framkvæmdastjórn sam-
takanna.
Framkvæmdastjóri verður U
Thant frá Burma, og gegnir
hann því embætti til ársins
1963, en þá rennur kjörtímabil
Hammarskjölds út. Sovétríkin
féllu frá kröfunni um þr'ggja
manna framkvæmdastjórn, en
vesturveldin féllust á að skip-
aðir yrðu 5—7 aðstoðarfram-
kvæmdastjórar.
U Thant er 52 ára. Hann hef-
ur starfað hjá Sameinuðu þjóð-
unum í fjögur ár. Hann er ann-
ars lítt þekktur en stórveldin
öll bera það traust til hans áð
þau hafa fallizt á hann í þessa
mikilvægu stöðu.
Dregið í A-flokki
Happdrættisláns
ríkissjóðs
í gær var dregið í A-flokki
Happdrættisláns ríkissjóðs.
Hæstu vinningarnir kornu á
eftirtalin númer:
75.000 kr.
Nr. 133289
40.000 kr.
Nr. 93180
15.000 kr.
Nr. 59551 y •
10.000 kr. :
Nr. 43518, 122764, 135915.
(Birt án ábyrgðar).
UMFERÐARSLYSIN ORÐIN1546
Samkvæmt upplýsingum
umferðardeildar rannsóknar-
lögreglunnar í gær hafa það
sem af er þessum mánuði
orðið 113 árekstrar hér í
Reykjavík og næsta nágrenni.
Og á sama tíma hafa samtals
18 eða 19 manns slasazt alv-
arlega, þar af einn maður til
bana.
Þetta eru óvanalega háar
tölur og hafa umferðarslysin
aldrei verið fleiri en það sem
af er þessu árj. Eru þau nú
orðin 1546 og eru það mun
fleiri slys heldur en urðu á
öllu árinu í fyrra. Enn er þó
eftir dimmasti og hættuleg-
asti tími ársins, skammdegið,
svo að þessi tala á vafalaust
eftir að hækka verulega enn.
Megn'ð af þessum árekstr-
um verður vegna óaðgæzlu og
of hraðs aksturs og virðist
hvort tveggja fara mjög í
vöxt. Sérstaklega ber mikið á
því, að menn gæta sín ekki,
þegar veður er lakara og
ökuskilyrði eru þar af leið-
andi verri en vanalega.
Að sjálfsögðu eiga gang-
andi vegfarendur einn:'g oft
sök á slysunum vegna óað-
gæzlu, einkum börn.
Þessi tíðu umferðarslys eru
hins vegar orðin vandamál,
sem allir verða að sameinast
um að reyna að leysa.
Nú um helgina urðu nokk-
ur umferðarslys og er sagt
frá þeim stærstu á þriðju
slðu blaðsins í dag.
★
★ ★
Þessi ljósastaur stóð tein-
réttur við Tjarnarbrúna þar
til ekið hafði verið á hann
um helgina — og þá leit liann
út eins og myndirnar sýna.
(Ljósm. Þjóðv. A.K.)