Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 4
a Blinda Eysteins Jónssonar Tíminn reynir í íyrradag af veikum burðum að bera á móti því að forusta Framsóknar- flokksins hafi að undanförnu verið að breyta afstöðu sinni lil ríkisst.iórnarinnar og Tím- inn hafi sveigzt í afturhaldsátt. Allir vita þó að leiðtogar Fram- sóknarflokksins hafa formlega far ð fram á samvinnu við rík- ísstjórnina um afstöðuna til stærsta máisins sem nú biasir við bmðinni. Kfnahagcbanda- iagsins, og fengið jákvæð svör, og a'lir sem lesa Tímann sjá hamskipti hans. enda hafa stjórnarflokkarnir hælzt um yf- ir því að þeir hafi komið sér upp ..skipulögðu liði" innan Framsóknarflokksins. Ástæðan til þessarar ve'lu innan Fram- sóknarflokksins er sú að annar aðalleiðtogi hans, Eysteinn Jónsson, er afturhaldssamur í eðli sínu og honum er um megn að breyta skilningi sínum hvað svo sem reynslan kennir hon- um æ ofan í æ. Þessi blinda Eyste'ns Jóns- sonar kemur m.a. fram í því að hann virðist ekkert geta lært af reynslu vinstristjórnar- innar, þótt allur þorri Fram- sóknarmanna skilji nú að það var ekki sizt röng stefna Fram- sóknarforustunnar sem olli erf- jðieikum hennar. Eitt eftir- minnilegasta dæmið er það að Eysteinn Jónsson neitaði ger- samlega að fallast á kröfur Al- þýðubandalagsins um áætlun- arstjórn á fjárfestingunni, enda þótt engin nauðsyn væri brýnni ef v.'nstri stjórnin átti að geta framkvæmt stefnu sína. í staðinn lagði Eysteinn áherziu á það og fékk þvi ráð- ið með yf'rgangi sínum. að Vil- hjáimur Þór fengi sem næst einræðisvald í bankamálum — hann átti að koma í stað'nn fyrir áætlunarstjórnina! Slíkur var skilningur hans á þjóðfé- lagsmálum; slíkt var mat hans á bankakerfinu — og Vilhjálmi Þór. Sama blindan kom fram þegar Eysteinn Jónsson lét slíta vinstri stjórn'nni vegna þess að verkalýðshreyfingin neitaði að faliast á einhliða valdboð í efnahagsmálum. Þær tillögur í efnahagsmálum, sem Eysteinn hafði slíka ofurást á, voru samdar af Jónasi Haralz! Ey- ste'nn fórnaði þannig vinstri stjórninni fyrir ofurást á Jón- asi Haraiz og stefnu hans — þeirri stefnu, sem þjóðin þekk- ir nú af reynslunni. Þessi tvö dæmi, sem kristall- ast í persónunum V'lhjálmi Þór og Jónasi Haralz. sýna bezt hinar þröngu takmarkanir Ey- steins Jónssonaí. Ýmsir gerðu sér vonir um að hann hefði loksins lært af reynslunni eftir að viðreisn:'n hófst,- en síðustu atburðir sanna að svo er því miður ekki. Vilji Framsóknar- flokkurinn læra af reynslunni og gegna hlutverki sínu verð- ur það að gerast án Eysteins. Meða’ erlendra gesta á nýaf- staðinni hásk'ólahátíð var rekt- or háskóiáns í Bergen, dr. Holm-O'.sen. H.tti blaðamaður frá Þjóðvi’.jahum rektorinn að máli í siðustu viku, er hann var á förum heim aftur. og lagði f.vrir hann nokkrar spurn- ingar. — Hafið þér lengi verið rektor? — Eitt og hálft ár. Rektorar við skólann eru kosnir til þriggja ára í senn og ég er þriðji rektorinn. Ég kenni við skólann það sem við i Noregi köllum norrænu, þ.e. gamla málið. norsku og íslenzku. Ég kenni ekki nýíslenzku. Við höf- um send'kennara við háskól- ann, sem gerir bað. íslenzki sendikennarinn núna er Gunn- ar Sveinsson magister. en áður hafa gegnt því starfi Hreinn Benediktsson nú prófessor, Árni Böðvarsson cand. mag. og dr. Finnbogi Guðmundsson. — Hvað er það, sem stúd- entarnir eru látn.'r lesa í nor- rænu? — Þeir eru látnir lesa t.d. Eddukvæði. Heimskringlu, ís- lendingabók og Konungsskugg- sjá. Einnig talsvert af norskum textum, norsku homiliubókina vero núna“ ig.'fp g og norsk lög. Svo eiga þe r að lesa íslenzku og læra nút’ma- framburð. Það er skýlda fyrir alla, sem stunda norrænu. Annars • skiptir mestu, hvort stúdentarnir taka norrænuna sem aðalgrein eða aukagrein. Þeir. sem taka hana sem aðal- grein. iesa að sjálfsögðu meira en hinir. Framhald á 10. síðu. Holm-OIsen rektor • Upplýsingar um ítalska fiskmarkaðinn Samkvæmt frásögn í Fiskets Gang 14. sept. sl. skrifaði verzl- unarerindreki Kanada á Italíu til síns heimalands í sumar og gaf þar yfirlit um ítalska fisk- markaðinn. Samkvæmt þessari heimild, hefur innflutningur ít- ala á fiski og fiskafurðum ver- ið sem hér segir: Saltaður þorskur og líkur fiskur 1954 43,330 smál. 1959 44.163 smál. 1960 40,593 smál. Nýr og frosinn fiskur. 1954 22.988 smál. 1959 47,011 smál. 1960 66,073 smál. Niðursoðinn lax. 1954 1,394 smál. 1959 8130 smál. 1960 8470 smál. Innfluttar niðursuöuvörur samtals. 1954 25,497 smál. 1959 27,749 smál. 1960 28,017 smál. Heildar fisk- innflutningur 1954 106,106 smál. 1959 140,559 smál. 1960 162,099 smál. Þær þjóðir sem selja nýj- an cg frosinn fisk til Italíu eru: Japanir, Norðmenn, Danir, Svíar, Hollendingar, Belgía, og Frakkar. Síðastliðið ár fluttu Japanir. Norðmenn og Danir inn 33.000 smál. af frosinni styrju. Þeir sem flytja inn saltfisk eru: Danmörk, Þýzkaland, ísland, Noregur, Frakkland og Kanada. Niðursoðnar fiskafurðir eru að- allega fluttar inn frá Spáni, Portúgal, Hollandi og Belgíu. Á undanförnum árum hefur ítalía reynt eftir getu að auka fisk- veiðar sínar og fiskiðnað, en sú aukning hefur ekki getað haldið í horfi við aukna fclksfjölgun í landinu, og hefur því þjóðin þurft að auka fiskínnflutning sinn með hverju ári, og er bú- izt við að svo haldi áfram. Fiskveiðar og fiskiðnaður ítala nú á síðari árum færist meira og meira yfir á þann grundvöll, að þessi atvinnuvegur sé rekinn á samvinnugrundvelli í stærri og stærri stíl. Verzlunarerindreki Kanada segir að það séu möguleikar fyrir Kanada að auka sölu á léttsöltuðum fullþurrum fiski á ítalíu, og eins sé hægt að auka söluna á hvítum fullsaltmettuð- um fiski. Þá segir sami maður ennfremur, að eftirspurn eftir niðursoðnum fiskafurðum fari stöðugt vaxandi, en ef Kanada- menn hugsi sér að komast inn á þann markað, þá verði þeir að geta boðið þá vöru á svip- uðu verði sem aðrir innflytjend- ur. • Léttsaltaður 'fiskur. f skýrslu verzlunarerindreka Kanada er talað um léttsaltað- an fullþurrkaðan fisk. Það eru komin 2—3 ár síðan ég tók eft- ir því að Norðmenn og Kanada- menn flokkuðu saltfiskfram- leiðslu sína í léttsaltaðan og fullsaltaðan fisk. Hingað komu í fyrrahaust Spánverjar sem hugðu á fiskkaup, en hér var þá ekki fyrir hendi saltfiskur verkaður fyrir Spánarmarkað. Héðan fóru svo þessir fisk- kaupmenn til Kanada og keyptu þar léttsaltaðan þurran fisk, um þetta var getið í erlendum fiski- málatímaritum. Samkvæmt þessu virðist létt- saltaður fiskur vera orðin þekkt vara á ítalíu- og Spánarmark- aði, og það er vitað að bæði Norðmenn og Kanadamenn framleiða slíkan fisk, og máski fleiri. En þrátt fyrir þetta, hafa hvorki fiskmatið né þeir salt- fiskframleiðendur sem ég hef spurt, getað frætt mig á því, hvernig hagað væri verkun þessa léttsaltaða fisks. Það er alveg gefið mál, að verkun þessa fisks er framkvæmd með aðferð sem við ekki þekkjum. Ég vil segja það leiðinlegt fyrir jafnmikla saltfiskiðnaðarþjóð og Islendingar einu sinni voru, að ekki skuli vera fylgzt með því sem verið er að gera í þess- um málum hjá næstu nágranna- þjóðum okkar. Ég vil beina máli mínu til Fiskimálasjóðs, hvort stjórn hans þyki ekki ástæða til, að gera einhvern fagmann í salt- fiski út til að nema þessa létt- söltunaraðferð, en hann væri síðan fær um að kenna hana þegar heim kæmi. Ég álít að svo lengi sem við þurfum að hafa lífsframfæri þjóðarinnar af fiskveiðum og fiskiðnaði, þá sé það líka skylda að- með öllu sem verið er að gera í þess- um málum í næstu löndum. • Saltfisksala Islendinga til ftalíu Fyrir svo sem tiu árum var selt mikið af óverkuðum salt- fiski til Italíu. Síðan hefur sal- an á þennan markað farið sí- fellt minnkandi og var árið 1960 kominn niður í 5,513,7 smálestir. Þetta ár voru seldar á þenn- an markað héðan 27 smálestir af þurrkuðum saltfiski. Sam- dráttur á sölu íslenzks saltfisks á ítalíumarkaði hygg ég vera því að kenna að okkur hefur skort- heppilegan saltfisk fyrir þennan markað hin síðari ár. Síðan veiðar með línu minnk- uðu svo mjög og veiðar togar- anna urðu litlar sem engar á vetrar- og vorvertíð hér á heimamiðum, þá hefur skort þann fisk fyrir þenan markað sem þeir óska helzt eftir að fá keyptan. ítölskum fiskkaup- mönnum er illa við netafisk og kaupa ekki nema það albezta úr slíkri framleiðslu. Þeir vilja helzt kaupa 1. flokks fisk en hafa þó keypt nokkuð af 2. fl. fiski með. Lakari fisk að gæð- um_ vilja þeir ekki. Hinar stórauknu netaveiðar bátaflotans á kostnað línuveið- anna hafa ýtt undir þá þróun í sölu á saltfiski héðan, að meg- inhluta sölunnar á óverkaða ■frsiftntm,l■,''freftir -færzt vfir - á portúgalska markaðinn, frá It- alíumarkaðnum. Portúgalar eru ekki eins kröfuharðir um físk- gæði, en greiða hinsvegar tals- vert lægra verð, svo þetta verð- ur að kallast slæm þróun í salt- fisksölumálum. Þá er það einnig ekki jákvæð þróun í sölu á salt- ■ fiski, að við skulum vera hætt- ; ■ ir að verlca góðan saltfisk sem • hentar ítölskum neytendum, en ; seljum á sama tíma það bezta j ■ úr saltfiskframleiðslunni óverk- ■ að úr landi. Sé það hagkvæmt j fyrir Kanadamenn sem hafa ; verið með hærra hráefnisverð og hærra kaupgjald en hér í j fiskverkuninni, að selja verkað- ; an saltfisk á ítalíumarkað, þá ; þarf enga hagfræðinga til að j komast fram úr því reiknings- ; dæmi að slíkt hljóU að vera 5 ennbá hagkvæmara fyrir okkur. ; Svo er líka flutningsleiðin tals- j. vert lenari frá Kanada heldur en Islandi. j ■ ■ ■ Ef við ætlum að halda áfram saltfiskverkun, sem við hljótum j að að gera, þá verðum við líka ; að k.osta kapps um að vanda ! meira til þeirrar framleiðslu. En : undirstaða þess, að það sé hægt, eru sjálfar veiðarnar og veiði- aðferðirnar. Þar næst kemur sjálf meðferðin á framleiðslunni, j og þurfa báðir bessir liðir um- l m toóta við. Að síðustu skal þess ' | getið, að á sviði saltfiskfram- , j leiðslu hin síðustu ár, hnfa ekki ; orðið minni tæknilegar fram- ! farir heldur en í rekstri hrað-' ■ frystihúsa, en við íslendingar . • höfum ekki tileinkad okkur * 3 þessar tæknilegu nýjungar, en',. j hljótum að verða að gera það, ij ef við eigum ekki aö daga uppi ':i á 'þessu sviði. .. .V'; FISKIMAL - Effir Jóhann J. E. Kúld ^[) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. október 1961 t:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.