Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 1
MOSKVA 16/10 — Sovétmenn skutu margra þrepa eldílaug út á Kyrrahaf s.l. sunnudag. Eld- flauginni var skotig 12.000 km. vegalengd. Fór hún nákvæmlega fyrirfram reiknaða braut og hitti í skotmark mei'l mikilli ná- kvæmni, segir Tass-fréttastofan» ® MikEar brevtingcr ákveðnar í mœ!i Þjóð- viljans Unnið er nú að því j að stórbæta vélakost I Prentsmiðju Þjóðvilj- j ans, jafnframt því sem blaðið verði stækkað r. til mikilla muna og jsí aðstaða ritstjórnarinn- ar bætt. Hefur verið ákveðið að kaupa nýja j -prentvél — rotation- , | vél — ennfremur fyr- j irsagnaietursvél og ■ j setningarvél. Þessar j breytingar gera það j kleift að stækka Þjóð- j viljann, og er áformað j að stækkunin nemi um það bil þriðjungi, j þannig að Þjóðviljinn \ verði á nýjan Ieik j annað stærsta blaðið | á íslandi. j Framkvæmdir þess- ! ar eru tengdar aldar- j f jórðungsafmæli blaðs- j ins, og eiga þær að I koma til framkvæmda I snemma á næsta ári. j En til þess að svo megi j verða þarf blaðið að j njóta stuðnings les- j enda sinna í ríkara j mæli en nokkru sinni I fyrr. ■ ■ ■ Það hefur lengi verið brýn : þörf að bæta aðstöðu Þjóðvilj- • nns. ekki sízt eftir að öll önn- j ur dagblöð í landinu hafa • fengið stóraukinn vélakost og • bætta aðstöðu á öllum svið- um. Hefur verið að þessu málið unnið um iangt skeið af miðstjórn og framkvæmda- nefnd Sósíalistaflokksins og ýmsar leiðir kannaðar, m.a. kaup á nýjum húsakynnum eða nýbygging. En að lokum var ákveðið að blaðið yrði á- fram á Skólavörðustíg 19, nýj- um vélakosti yrði komið þar fyrir og húsnæðið endurbætt. Ný prentvél Mesta veilan í prentsmiðj- unni hefur verið prentvélin. Hún er meira en hálfrar ald- ar gömul og skilar oft mjög slæmu verki, eins og lesend- um Þjóðviljans er bezt kunn- ugt. Auk þess ágerast nú mjög alvarlegar bilanir og er útgáfa Þjóðviljans í beinni hættu meðan svo er ástatt. f stað þessarar úreltu véiar hefur verið ákveðið að kaupa rotationvél, sem nú er í eigu Arbetartidningen í Gautaborg. Vél þessi er þýzk, framleidd 1935, en var ekki tekin í notkun fyrr en eftir stríð er hún var keypt til Svíþjóðar. Þar hefur hún verið tiltölulega lítið notuð miðað við aíkasta- getu, þannig að hún er óslit- in með öllu og hinn bezti gripur. Síðustærðin í þessari vél er allmiklu stærri en síðustærð Þjóðviljans, þannig að tólf síðna blað í hinu nýja broti verður um það bil þriðjungi stærra en Þjóðviljinn nú. Hægt verður að prenta einn lit auk svarta litsins, og raun- ar væri síðar hægt að bæta fleiri litum við með sérstökum útbúnaði, ef ástæða þætti til. Vél þessi er ekki stærri en svo að unnt er að koma henni fyrir í kjallaranum á Skóla- vörðustíg 19, bar sem Prent- smiðja Þjóðviljans er nú, með þviý að grafa gólfið nokkuð niður, og réð það úrslitum um að hægt var að notast áfram við sömu húsakynni. Setning og umbrot Þjóðvilj- ans verður hinsvegar flutt upp á miðhæðina, og hefur litla prentsmiðjan sem þar var áður verið flutt burt fyrir nokkru. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að " kaupa fyrirsagnaletursvél, sem Þjóðviljann hefur skort til- finnanlega, en slík vél er skil- yrði fyrir því að unnt sé að hafa útlit blaðs fjölbreytilegt og smekklegt. Þá hafa einnig verið fest kaup á nýrri setj- aravél, auk þess sem annar tæknilegur útbúnaður verður endurnýjaður. Breyting á husakynnum Að sjálfsögðu þarf að gera verulegar breytingar á húsa- kynnum á Skólavörðustíg 19, bæði í sambandi við þessar framkvæmdir í prentsmiðju blaðsins og t.'l þess að bæta starfsskiiyrði ritstjórnarinn- ar. Jafnframt mun ritstjórn- in að sjálfsögðu leggja á ráð- in um það hvernig efni biaðsins verði gert sem bezt og fjölbreytilegast í sam- ræmi við hina nýju tækni- legu möguleika. Á valdi /es- endanna Þjóðviljinn á kost á greiðslufresti á hluta af and- virði hinna nýju véla og góð- um skilmálum. Engu að síður kosta þessar umfangsmiklu endurbætur að sjálfsögðu geysimikið fé nú þegar. Því eru allar framkvæmdir háðar því að lesendur Þjóð- viljans leggi sig alla fram til þess að tryggja þessar óhjá- kvæmilegu breytingar með eins skjótum liætti og verða má. Happdrætti Þjóðviljans er ein mikilvægasta leiðin til þess að tryggja blaðinu næg- ar tekjur til þess að standa straum af breytingunum. Einnig stendur nú yfir söfn- un á auknu hlutafé í Prent- smiðju Þjóðviljans. Og enn verður le'tað til vina blaðs- ins eftir öðrum leiðum. Treystir Þjóðviljinn því að lesendurnir veiti honum sem öflugastan stuðning, nú eins Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.