Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1961, Blaðsíða 6
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — ^ Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Rítstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskríftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Baráttan gegn friðarsamningum ^Jm fátt hefur verið meira talað í fréttum undanfarn- ar vikur en Berlínarvandamálið svokallaða. Hefir verið látið óspart í það skína, að það geti jafnvel leitt til kjarnorkustyrjaldar. En eins og altítt er hjá áróð- urspressu hinna vestrænu auðvaldsblaða, er lítið tal- að um hina raunverulegu og upprunalegu ástæðu til þessarar ,,spennu“. í þess stað eru búin til önnur hug- tök gerólíkrar merkingar og þau eru endurtekin þang- að til fjöldi lesenda hefir gleymt hinum upprunalegu. jþannig hefir verið að farið í þessu máli gagnvart öll- um útvarpshlustendum og miklum meiri hluta blaðalesenda á Vesturlöndum. Sem aæmi má nefna ummæli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins s.l. sunnu- dag. Þar er komizt svo að orði: „að eina vonin, til að haldið verði aftur af Sovétstjórninni, urn ofbeldi gegn Vestur-Berlín byggist á því, að utanríkisráðherra hennar verði komið í skilning um það, að af þvílíku ofbeldi mundi leiða kjarnorkustyrjöld“. Þótt þessi um- mæli séu engin bein ályktun ritstjórnar Morgunblaðs- ins, heldur margþvæld tugga hinnar sameiginlegu vestrænu áróðursvélar, þá er hún ei að síður fram sett í því trausti, að flestir eða allir lesendur blaðsins, svo og útvarpshlustendur um land allt, hafi gleymt hinni raunverulegu ástæðu Berlínardeilunnar. Skal það nú rökstutt. (^.1. vor voru liðin 16 ár frá því að styrjöldinni lauk. Þá var slegið á frest friðarsamningum við Þýzka- land. Þetta ófriðarástand, sem ennþá ríkir hefir verið einn höfuðaflvaki kalda stríðsins í Evrópu, og öllum, sem af skynsemi hugsa þau mál, verið fullljóst, að því lengur sem það héldist, því meiri hættur, mundi það skapg fyrir friðinn. Fyrir nokkrum vikum til- kynnti sovétstjórnin það, iað hún teldi þetta ástand óviðunandi lengur, og ef ekki næðist samkomulag um að létta því af, hvað allt Þýzkaland snerti þá mundi hún gera friðarsamning við Austur-Þýzkaland eitt fyr- ir næstu áramót. Hvernig voru nú viðbrögð Vesturveld- anna við þessari yfirlýsingu um fyrirhugaða friðar- samninga? Þau, að Atlanzhafsbandalagið hótaði kjarn- orkustyrjöld. Síðan var búið til slagorðið um ofbeldi gegn Vestur-Berlín, þótt 'fyrir liggi sú staðreynd að hennar staða þyrfti ekki að breytast á annan hátt en að landar Vestur-Berlínarbúa taki við af Sovétríkjun- um. Friðarsamningar samkvœmt Potsdamsamningnum eiga að kosta gereyðingarstríð! J^agblaðið Tíminn birtir alloft greinar um erlend stjórnmál eftir bandaríska fréttaritarann Walter Lippmann. Er hann sem kunnugt er einn af allra fremstu blaðamönnum Bandaríkjanna er um alþjóða- mál rita, enda eru greinar hans að jafnaði bezta efni, sem Tíminn birtir. En svo vill til, að þennan sama dag sem umrædd klausa birtist í Morgunblaðinu, birtir Tíminn grein eftir Lippmann, undir fyrirsögninni „Sú staðreynd verður ekki umflúin að til eru tvö þýzk ríki“. Þessi skoðun hefur fyrr komið fram hjá Lippmann, og einnig Nehruog fleiri helztu stjómmálamönnum heims. En Lippmann gerir meira. Hann leiðir rök að því að þetta sé orðin skoðun helztu stjórnmálamanna í Vestur- Evrópu. iHann hefur það eftir háttsettum embættis- manni í Bonn „að á síðustu 15 árum hefðu þýzku rík- in fjarlægzt svo hvort annað, að það sé fjarstœða nú að tala um endursameinvngu undir einni stjóm“; að- spurður, hvort ekki væri enn háskalegra að staðfesta aðskilnað þeirra um aldur og ævi svaraði hann því, að sameining yrði „að vera hægfara og táka jafnvel mannsálduf1‘. Þetta sýnir aðeins það að baráttan gegn friðarsamningum við þýzku ríkin hvort í sínu lagi er háð til þess að halda kalda stríðinu áfram. SÍBERÍUFÖR - SJÖUNDA GREIN legri en aðrar borgir austur þar. að auki varð hún fyrir því mikla láni að brenna árið 1879, og er fátt um gömul timbur- hús í miðhluta hennar. Ég sá eitt af elztu leikhúsum Síber- íu, ég sá landstjórahöllina, sem nú er píónerahöll. Það er eitt af því góða við verkalýðsbylt- ingar, að þær breyta kaup- mannahöllum í barnaleikhallir. svipaðar sögur áður á Islandi. heima seg- ir tíðindi af Hasek og kaup- moeeitm Og kiettarnir spegluðu sig í vatninu, stoltir af ágæt: sínu sem vonlegt var. Eftir Árna Bergmann Tsjékhsf hefui sagt: Vestur-Síheiía ei ébimdið mál. Við Bækalvatn hefst hinn sibeiíski skáldskapui. Heilagt iiaf Ég hafði horft á fiskafljótið Amúr, dansfólk í Tsjíta, búr- jatska bogmenn og arðberandi gullskóflur í Balei. En þar með var Síberíu.förinni ekki lokið. öðru nær. Ég vakna af værum blundi einn fagran morgun, þegar lestin Vladivostok-Moskva kom að Bækalvatninu mikla, sem kallað hefur verið perla Síberíu. Þá kyrjaði bassinn Míkhælof í lestarútvarpið gam- alkunnan söng: Heilaga Bækal, ó dýrðlega haf Skipið mitt góða og omúl- tunna Bargúzín frændi, — blástu í seglið Kappinn á skammt til strand- ar Þessi söngur þarfnast skýr- inga. Af hverju er stöðuvatn kallað haf? Vegna þess, að það er stórt, stærsta ósalta stöðu- vatn heimsins, 31.5 þúsund fer- kílómetrar að flatarmáli. Og í hæðunum kringum það búa margir vindar, sem ýfa upp brattar og háskalegar öldur, sem hvert úthaf mætti öfunda Bækal af. Og vatnið er furðu- lega d.júpt, reyndar alveg botn- laust í þjóðtrúnni, en svo fór að lokum að þolinmóðir menn fundu botninn á 1740 metra dýpi. Þarna er því svo mikið vatnsmagn saman komið, að það mildar óhemjuskapinn í loftslaginu í kring. Þar í hér- aði eru vetur mildari og sumur svalari en annarsstaðar í Sí- beríu. En heilagt ■ er þetta haf líklega fyrir fegurðar sakir. Reyndar hafa mongólar kallað það Dalai-nor, — Helgahaf, en ekki veit ég hvemig á því stendur. En hver er þá Bargúzín? Bargúzín er austanvindur, sem ' kappinn biður að hjálpa sér vestur yfir, því hann er stroku- fangi frá btýnámunum í Tsjítahéraði. Þetta er gamall söngur. Og nú siglir kappinn sem sagt yfir Bækal. Hann hefur bæði leikið á kúlurnar, sem hvinu í kringum hann, og á gráðug dýr villiskógarins. Hann gekk dimma nótt og bjartan dag og skyggnist um hvössu auga áður en hann gengi fram ti.l byggða, og sem betur fór varð hann ekki hjálp- arvana: Bændakonurnar gæddu mér á brauði Góðir drengir gáfu tóbaks- bita Að líkindum hefur stroku- maðurinn komizt alla leið. Ann- ars hefðu þessar vísur varla kveðið sig inn í söngdagskrá þjóðarinnar að fornu og nýju. Míkhælof hélt áfram að syngja og lestin hélt áfram að renna. Fjórir samferðamenn horfðu út um gluggann: iþrif- leg og notaleg hermannskona með lítinn dreng, sem flatti út nef sitt við rúðuna, spenntur og hrifinn; feimin og grönn Um náttuniverfiid Þetta 636 kílómetra langa vatn er fyrir marga hluti um-- talsvert. Jarðfræðileg saga þess.. er svo merkileg, jurtalíf og fiskalíf í því svo sérkennilégt, að reist hefur verið sérStök- vísindastofnun til að leysa að- 1 skiljanlegar gátur þess. Vatnið er auðugt af fiskij og er . þar> frægastur omúlinn, sem um er getið í vísunni, niikið hnoss- gæti. Og þetta er fallegt vatn, sem fyrr segir, ög því mikil freisting ferðamönnum. Þegar Eisenhower skyldi heimsgékja: Sovétríkin, sællar minningarpr. var gert ráð fyrir því, að.hannV sigldi um Bækal og biti í-féykb— an omúl. Bækal hefur í seViTnf tíð óft' verið til umræðu í s|mb.andi ■ úrunnar eru samt vantrúaðir ó efndir. Svo er mál með vexti, ,^ð. fiskaiífi hefur stórhnignað í mörgum ám landsins sakir þess að úrgangi frá allskonar verksmiðjum hefur verið veitt í þær, og furðumargir forstjór- ar hafa kosið að greiða sektir fyrir þetta glæpsamlega athæfi heldur en að koma sér upp fullgildum hreinsunartækjum. Las ég í blaði fyrir skömmu áskorun þess efnis, að öll þjóð- in taki væntanlega sellulósafa- brikku við Bækalvatn undir s.trangt eftirlit. Þar í Irkútsk eru líka hús. keisari annar uppi á minnis- varðanum, en bolévikum þótti engin prýði að svoleiðis manni og tóku hann því niður. Þetta minnismerki er á rétt- um stað, því Irkútsk varð snemma höfuðmiðstöð sam- gangna og verzlunar í Síberíu og héðan var landnámi landsins stýrt. Og hér var frá því fyrsta _ alvarlegt landnám, snemma var hér allmikill landbúnaður en ekki aðeins veiðiskapur og gull- leit eins og í hinum eystri héruðum. Hér sat landstjórinn, hér bjuggu margir ríkir kaup- menn, miklir dólgar og svíð- ingar. Það sést fljótt, að ír- kútsk stendur á gömlum merg, — hún er, og hefur verið, reisu- Ég spurði sagnfræðinginn Skor- okhodof, hvort hann gæti ekki sagt mér frá þessum frægu sí- bírísku kaupmönnum, sem skjóta alltaf öðru hvoru upp kollinum í klassískum rússnesk- um bókmenntum og svalla miklu stórfenglegar en aðrir menn. | Jújú, í skjalasöfnum. hafði hann rekizt á margt fróðlegtj um þessa' náunga, sem græddu. morðfjár á því að hella brenni- víni oní fákæna veiðimenn ogj gullþvottamenn og keyptu sérj orður, múndíra og aðgang að[ fínu fólki með allskonar góð- gerðarstarfsemi. Þegar síbírísk-j ur kaupmaður vildi skemmtaj sér, lét hann breiða dýrmætl teppi yfir eðju götunnar svo^ hann gæti gengið inn í veit-|> ingasalinn með hæfilegumi virðuleik. Síðan keypti hann; upp salinn, rak þá út sem hon-^ um geðjaðist ekki að, dældi vínflaumi í allan mannskapinn* og skipaði hljómsveitinni að'' leika uppáhaldslagið sitt þrjátíu" sinnum. Þegar vínkjallarinn var þrotinn, var heilt hóruhús tek-| ið herskildi með ferlegum öskr-'t um, nautnakrafti og ótrúlegum" leiksýningum. En á sunnudög-. um lá kaupsi grátandi í kirkj- unni og reyndi að múta guði sínum með 1000 gullrúblum. Svona hagar kapítalisminn sér, einkum þegar hann er ungur og lífsþyrstur. Ég hef heyrt Annars voru kaupmenn ekki uppáhaldsviðfangsefni Skorok- hodofs. Hann var kominn á slóð , tékkneska rithöfundarins Jaro- slavs Haseks, höfundar góða dátans Sjveiks. Margt útlend- inga börðust með Rauða hern- um gegn keisaragenerálnum Koltsjak í borgarastyrjöldinni í Síberíu, þar á meðal margir fyrrverandi stríðsfangar úr austurrísk-ungverska hernum. Einn þeirra var meistari Hasek. Hann vann þá mikið og gott starf sem áróðursmaður meðal þessara útlendinga, ritstýrði blöðum fyrir þýzka, tékkneska og ungverska rauðliða. Hann gaf jafnvel út smáblað fyrir innbyggjara héraðsins, búrjat- ana, og naut til þess aðstoðar kennara nokkurs af mongólsku kyni. I þessu blaði reyndi hann eftir föngum að útskýra mark- mið byltingarinnar fyrir þessu fáfróða fólki. Þetta er mjög merkilegt, sagði Skorokhodof, því Hasek stóð sig 'síðarmeir mjög misjafnlega í pólitík, gat átt það til að setja upp hunds- haus. En hér í byltingunni hag- aði hann sér eins og endur- fæddur maður. Þetta sagði Skorokhodof okk- ur meðan við gengum um lysti- garðinn í frkútsk. í þeim garði var það ein skemmtun manna að stökkva í fallhlíf ofan úr þrjátíu metra háum turni. Það var komið fram á kvöld og djasshljómsveit lék á palli, bara þokkalega. Þegar við gengum þaðan sáum við stúlkur stre.vma að neðan úr bænum hetjulega fáklæddar þrátt fyrir íslenzkt hausthitastig. Það hefur lík- lega orðið töluvert fjör á ball- inu. Og þegar ég nú hugsa um þessar stúlkur man ég, að ír- kútsk var sú síbrísk borg, sem bezt tollir í tízkunni. FróSleiksmolar - * Eins og áður var sagt, er ír- kútsk reisulegri en aðrar síbrísk- ar borgir sem ég sá. Og þar er líka töluvert byggt. Ekki Frarrthald á 10. síðu. '<?>- íleilagi Bækal ó dýrlega haf. stúlka. sem ,ætlaði alla leið til Eistlands að.gifta sig, — og égi Við sátum og horfðum á skáld- skap Síberíu. Vatnið var tært og grænt í botninn, vindarnir sváfu upp í, f jöllum,. og marg- ar skrítnar kæ-nut dottuðu við ströndipa,-; Hinum- megin voru grænar floshæðic- og svört fjöll, hvít í toppinn, .öðru hvoru komu klettar, sem spegluöu sig í vatninu, hreyknir af ágæti sínu eins og vonlpgt var. Þetta var fagur morgurxú- Uppi í ,efri kqj.u sat maður frá þúsund vatna landi og hamraði á ritvél,.^ ■ • við náttúruvérnd. . JÞað hefur verið kvartað oíúíöb ofveiði í vatninu og ekki>. að>ástæðulausú,^ a.m.k. var orgúl gófáanlegur í, Ifkúsk. Nú evw óftir miklar deilur, farið a.ð: .þysgj a pappírs- og sellulósafabvikifju á bakká' vatnsins, en súnfEamleiðsla er; mjcg eitruð qg.i því óttazt að öllu lífi í .-vayiiúU stórhnigni íyrir vikið. Rpcmðamenn ;yænfc anlegrar- verHsjriiðju lofa 'hins-J vegar. öllu fftgíur, segjast ,ímunú; koma sér uþþtifiáþærum hreiÆ1 lætistækjum gg&g ekki |]eppi neirium óþveraanút' i< þettEÚ taarJ asta vatn heíijisms. yinTrf/natfj ; I L:;Ég kom til írkútsk nokkru áð- úf en taorgin hélt upp á 300 ára aihiæii sitt með íþróttahátíð, lúðrablæsti, kórsöng og fýr- v’érki. Þetta er einhver mesta borg Síberíu, íbúar 381 þúsund. Sorokhodof heitir ungur sagn- fÉáeðingúr, sem fylgdi okkur um böfgiria, Sorokhodof þýðir: sá sem gengur hratt, Léttfeti, og vár peíia réttnefni, því mað- urinn var mjög snarlegur, enda meistari í körfuknattleik. Hann gekk úfléð okkur fram á ár- bakkarin 'og benti á minnis- merkíÍJ A því voru þrjú höfð- ingleg.og skeggjuð andlit: Ér- maky sem braut Síberíu undir keisaranri, Speranskí, sem var umbótamaður og steypti ýmsum glæpsámlegum embættismönn- um dg Múravjof-Amúrskí I greífi; sem átti ríkan þátt í -landnámi austurhéraðanna. Sem aagt r-f þrír síbíriskir frömuð-, ir, en .á'fjórðu hlið minnisvarð- I ~ ans, var höggvinn stór ránfugl og á. gogg hans hafði vinsam- r Ijegur þrpstur tyllt sér stund- arkorn./Eorðum stóð Alexander ÞAÐ SEM SÝNIST, ER ÞAÐ SEM ER" IStrompleiknum lætur Hall- dór Kiljan Laxness hnúta- svipu sína ríða á ýmsum ömur- legustu meinsemdum íslenzks þjóðfélags um þessar mundir: svikum, sýndarmennsku og hé- gómaskap. Kveinstafirnir bera því vitni að undan svíður, enda blasir sú óhrjálega mynd sem Halldór bregður upp í leikr.ti sínu hvarvetna við okkur, jafn- vel þar sem s.’zt skyldi. Þannig hafa þeir stjórnmálamenn sem hvað ákaflegast hafa lýst á- húga sínúm á endurheimt hand- ritanna nú sannað í verki, að þeir fylgja kjörorði- Stromp- leiksins; „Það sem sýn:st, það er, það sem er“, og þurfti það raunar ekki að ko.ma á óvart, svo fjarlægar sem athafnir þessara manna eru orðnar þeim menriingararfi sem tengd- ur ér handritunum. E.tt helzta képpikefli þerra hefur verið það að handritunum verði komið fyrir í glerbúruiri austur í Skálholti sern einskonar mont- gripum, þar, sem unnt væri að státa' af áfrekum forfeðranna án þess að leggja nokkuð af mörkum sjálfur, líkt og vald-a- mennirnir væru að koma sér upp nýjum he'ðursmerkjum utan á eyður verðleik- anna. Stjórnarblöðin hafa meira að segja verðlagt endurheimt handritanna í dollurum, og hví skyldu þau ekki geta orð- ið föl eins og ættjörðin? En þegar að því kemur að v!ð eig- um að sýna í verki að við sé- um menn til bess að varðveita handritin á þann einn hátt sem verðugur er, með því að marg- fa'da vísindarannsóknir og út- gÉfustörf, þykjast stjórnarherr- arnir atlt í - e-kiu eteká vera"borg- > unarmenn fyr.'r því sem þeir sóttust eftir, frekar en Inn- flvtiandinn í Strompleiknum. — Há'f milljón kr. erþað sem þeir bjóða, en það er kostnaðurinn við eina minniháttar veizlu eða árslaun eins aukasnobbara á óþörfu sendiráði úti í löndum. Þjóðviljinn hefur fært rök að því að hálf mrlijón króna sé aðeins brot af því sem til þarf ef tryggj>a á nægilega mörgum fræðimönnum aðstöðu til starfa, standa undir vísindaleg- um rannsóknum, útgáfustarf- semi og annarri iðju sem myndarleg handritastoínun verður að annast. Þessum rök- um hefur ekki ver.'ð svarað einu orði, en málgagn mennta- málaráðherrans talar í staðinn um „yfirboð“ og segir um handritamálið: „Þjóðin verður að hafa það eins og skynsamir menn sem bjóða út verk“. Þar er semsagt lit:ð á handritamál- ið eins o.g hvern annan bisniss. MBrgunblaðið notar hinsvegar tækifærið tíl þess að hrakyrða Jóh Helgason prófessor, for- stöðumann Árnasafns, þann mann sem með öllu ævistarfi sínu hefur sannað hvern rétt íslend'ngar eiga til handrita sinna og hvernig þeim ber að halda á þeim rétti. Sök Jóns er í því fólgin að hann á þann metnað fyrir hönd þjóðar sinn- ar að hánn hefur talið óhjá- . kyæmilegar margfalt hærri ■ fiái'hæðir en r:k:sstjórnin býð- ur. Sllkum manni telur mál- gagn forsætisráðherrans ekki ástæðu til að vanda kveðjurn- ar, og mun það lengi geymt sem dæmi um menningarlegan lubbaskap þessara ára. Þessi viðbrögð sýna að til- gangslaust mun að rökræða við stjórnarblöð;n um þarfir handritastofnunar. En stjórnar- herrarnir ættu samt að vara sig. Hættulegustu rök andstæð- inga okkar hafa verið þau. að fslendingar hefðu hvorki bol- magn né reisn til þess að trj’ggja jafn myndarlega vís- indastarfsemi og nú er unnin í Ámasafnj í Kaupmannahöfn. Þessi vopn andstæðinganna er ríkisstjórnin að brýna með hin- um skammsýnu Qg fátæklegu hugmyndum sínum; hún er sjálf að balla yfir okkur nýjar haettur í handritamálinu, ein- mitt þegar sigurinn átti að vera í sejlingarlengd frá okkur. Vilja ekki ráðherrarnir íhuga- „þessa hættu, jafnvel þótt þeir ■ skiljj lítið annað en monthlið- ina á handritamálinu? .— m. ' yipZJ'. :• - g) — ÞJÓÐVILJTNN — Þriðjudagur 17. október 1981 rái': Þriðjudágur 17. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.