Þjóðviljinn - 07.11.1961, Blaðsíða 7
HlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjóra, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00,
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
---------------------------í
Alþingi og dánarbætur sjómanna |
VVvað eftir annað hefur Þjóðviljinn flutt hað sanngirnismál
íslenzku sjómannastéttarinnar að ALLIR sjómenn njóti
a.m.k. 200 þús. kr. sérstakra dánarbóta og örorkutryggingar.
Málið liggur nú fyrir Alþingi til afgreiðslu sem frumvarp, er
tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Geir Gunnarsson og
Hanniþal Valdimarsson flytja. Rök málsins ítrekaði flutn-
ingsmaður Geir Gunnarsson í framsöguræðu á fundi neðri-
deildar í gær, og sagði þá m.a.;
„V kjaradeilu sjómanna á vélbátaflotanum s.l. vetur gerðu
sjómenn kröfu til þess, að þeim yrðu tryggðar 200 þús.
króna bætur vegna fullrar örorku eða dauðaslysa, umfram
bætur almannatrygginganna. Þessa sértryggingu höfðu þá ým-
is önnur samtök sjómanna fengið með kjarasamningum. f
kjaradeilu sjómanna á vélbátaflotanum sömdu ýmis sjó-
mannafélög, án þess að fá fram ákvæði í samningum um
sértryggingu þessa, en önnur höfðu sigur i málinu eftir nokk-
urt verkfall. Þess vegna er svo háttað um líftryggingu sjó-
manna í dag, að sumir þeirra njóta 200 þús. króna sértrygg-
ingar en aðrir ekki.
IVTaumast ætti að þurfa að færa fram rök fyrir því, að sann-
’ gjarnt er, að sjómenn njóti sérstakrar líftryggingar fram
yfir aðra landsmenn. Allir landsmenn eiga afkomu sína og
lífskjör undir starfi hinna tiltölulega fáu sjómanna. Lífsaf-
koma þjóðarinnar, allt sem landsbúar geta veitt sér, en sjó-
menn þó minnst notið, er háð því að einhverjir og nægilega
margir þegnar þjóðfélagsins fáist til þess að hætta lífi sínu
og limum við sjósókn. Öll þjóðin nýtur þeirra verðmæta, sem
, sjómenn afla í þjóðarbúið, og sú þjóð sem þannig nýtur starfa
þessara manna, á sem heild að tryggja'það, að fjölskyldur,
sem eiga fyrirvinnu sína á sjónum, búi að minnsta' kosti
við nokkra fjárhagslega tryggingu, ef sjósóknin ko.star þá
fyrirvinnu lífið. Það er í rauninni hið allra minnsta sem
hægt er að ætlast til.
VVætturnar sjálfar, sem starfi sjómanna fylgja, er ógerlegt
■*■ að koma með öllu í veg fyrir. Við vitum það öll, sem
fasta landið höfum undir fótum, ekki síður en sjómenn sjálf-
ir að í byrjun hverrar vertíðar er það fyrirfram líklegast,
að hin harða og óhjákvæmilega sjósókn kosti mannslíf, þessi
yfivofandi hætta verður þó ekki til þess, að sjómenn dragi
sig í hlé og hverfi til áhættuminni starfa í landi, en VEGNA
hennar hafa þeir orðið að taka upp baráttu fyrir því að
fjölskyldur þeirra hljóti að minnsta kosti nokkrar fjárbætur,
ef illa fer, svo að slysin kalli ekki, auk alls annars, yfir
fjölskyldur þeirra algert oryggisleysi og fjárhagsvandræði.
það er leitt til þess að vita, að störf sjómanna skuli enn
ekki vera metin meir en það, að fyrir líftryggingu þeirra
er ekki betur séð en svo, að verulegur hluti sjómanna á
vélbátaflotanum nýtur engrar sértryggingar, og sú trygging,
sem aðrir sjómenn hafa þó sjálfir náð fram, styðst aðeins
við ákvæði í uppsegjánlegum kjarasamningum. Og þar
sem kjarasamningar sjómannafélaga ná ekki til sjómanna
á bátum undir 12 tonn að stærð, þá fæst sértrygging sjó-
manna, sem á þeim vinna, ekki frám á þann hátt, og er
lífshættan á þeim þó ekki minnst.
það er fráleitara en svo, að um þurfi að ræða, að upphæð
fjárbóta til þeirra, sem fyrir hörmulegum áföllum verða
við sjóslys, skuli vera háð því, á hvaða báti fyrirvinnan
hefur verið, og bætur til sumra aðstandenda sjómanna skuli
ekki vera nema þriðjungur af því, sem aðrir fá. Þess eru
jafnvel dæmi, að sjómenn njóta á sama bátnum sértrygging-
ar á dragnótaveiðum en ekki á öðrum yeiðum. Allt er þetta
fyrirkomulag óréttlátt og til vansæmdar og kominn tími til
þess að lögfest verði sérstök líftrygging til allra sjómanna.
Upphæð bótanna, 200 þúsund krónur, er í frumvarpi þessu
hin sama, og um er að ræða í,. kjarasamningum sjómanna-
félaga. Sú upphæð er þó sannarlega lægri en vera bæri,
, paumast hálft íbúðarverð, og nú þeggr verðminni en þegar
frumvarpið var flutt s.l. vetur“.......
E
1
I
Eftir Árna Bergmann
Þinghöllin nýja í Kreml þar sem tuttugasta og annað flokksþingið stóð í hálfan mánuð.
/
MOSKVU 1. nóv. —
í gær lauk 22. þingi Komm-
únistafiokks Ráðstjórnarríkj-
anna, og hafði bað staðið í
hálfan rnánuð.
Áðalmái þingsins var vissu-
lega hin nýia stefnuskrá
flokksins. Að vísu var umræð-
um um hana ekki þann veg
háttað að fram væru bomar
breytingartjiJöeur við hana,
þær umræður höfðu farið fram
um land allt áður en þingið
skyldi hefjast, og vann sérstök
nefnd úr þeim tillögum sem
bárust. en þær voru margar.
Á þinginu töluðu menn um
stefnuskrána frá sjónarhóli
síns starfsviðs eða héraðs.
Ræðumenn sögðu frá ástandi
og horfum hver á sínu sviði,
og gerðu margir hverjir at-
hugasemdir um það hvernig
ýmsum greinum atvinnul'fsins
mætti verða betur stjórnað,
aðrir s^rengdu heit um fram-
kvæmdir. Auðvitað voru allir
mjög ánæsðir með framtíðina
og stefnuskrána: það er ekki
margt að því að hafa í hönd-
um trúverðust skial um það,
hvernig líf bitt og barna þinna
mun fara hraðbatnandi með
hverju ári.
Á þessum dögum fengu efri-
bekkingar í barnaskólum það
verkefni að skrifa um komm-
únismann. Ritgerðirnar eru
auðvitað mjög fróðlegar. Marg-
ir tala fyrst og fremst um
geimferðir og önnur undur
tækninnar, einkum strákar.
Galína Ginsburg, sem ætlar að
verða kennslukona, lýsir svo
skóla sínum: ..í fr'mínútunum
er kvpikt á skóiasjónvarpinu á
annarri hæð. Tjaldið er jafn-
stórt og kvikmyndatjöld gerð-
ust í eamla daga. Siónvarps-
stöð skólans sendir út síðustu
skólafréttir; Á eftir lesa skáld-
in í níunda bekk A upp ljóð
sín. Vunrt bovví—’ir hafa líka
sitt sjónvarp, en þeir njóta að-
stoðar eíribekkinga.“ Það er
lika athyglisvert, að Galíiva viU
að þá lesi hver nemandi þrjú
erlend tungumál. Ljúdmíla Av-
erina lætur sig drevma um það
að ráðin verði bót á öllum
sjúkdómum. Hún vill líka, að
fundnar verði upp ódauðleika-
pillur ,.bvi annars er heimur-
inn eitthvað svo heimskulega
skipulágður. Maðurinn lifir og
svo deyr hann. Til hvers að
deyja! Bara að g’eypa pillu —
og lifa eins lengi og þér sýn-
ist. Ef þú ert breyttur á lífinu,
geturðu hvílt þig, og svo lifað
aftur“.
Ljúdmíla talar l'ka um það,
einsogmargir aðrir, hve menn-
irnir verði góðir í kommún-
ismanum. ,,Þeir munu ekki
særa hver annan út af smá-
munum eins og nú. Þeir munu
virða aðra og fyrst hugsa ura
aðra, svo um sjálfa sig“. Alla
Drapkína skrifar um sama
efni og lýsir manni framtíðar-
innar á þennan veg: ,,Þessi
maður á ekki einn kópeka í
sparisjóði, en heima á hann
heilt fjall af bókum. Og á
kvöldin, þegar vinir hans koma
í heimsókn, munu beir iesa
saman bækur og deila, deila
deiia . . .“
Það væri gaman að skrifa
lanet mál um þessar ritgerðir
sovézkra skólanemenda, eink-
um til frdðioiks f.vrir kristna
•^enn íslenzka, sem halda að
kommúnisminn hafi siðspili-
andi áhrif á æskuna. En því
er nú á bessar ritgerðir minnzt,
að það er mjög erfitt að skrifa
um allar þær hagfræðilegu
staðreyndir, sem komu fram í
umræðum um nýja stefnuskrá
Kommúnistafiokks Sovétríkj-
anna. Og svo er stefnuskráin
iíka samin handá ungu íólki
fyrst og fremst.
II
Það hefur auðvitað vakið
heimsathygli, að á þessu flokks-
þinei var tekinn upp þráðurinn
frá 20. þinginu — rætt um al-
ræði StalínS; afleiðingar pers-
ónudýrkunarinnar. - ,
Það var byrjað á því að
minnast á „klofningsmennina“
Molotoff, Kaganovítsi, Malen-
koff og, aðra: fyrst var meira
talað um neikvæða afstöðu
þeirra til ýmissa þjóðþrifa-
mála (t.d. ræða Mikojans).
Síðan töluðu margir um pers-
ónulega ábyrgð þeirra á ýms-
um afbrotum, frömdum ó Stal-
'ntímabilinu; næstum því á
hverjum degi voru tilfærðar
nýjar staðreyndir og margar ó-
fagrar. Og það var talað um
það, hvernig neikvæð afstaða
klofningsmanna gegn nýjum
framkvæmdum, nýrri stjórnar-
stefnu, var nótengd hoilustu
þeirra við anda og starfsað-
ferðir Stalíntímabilsins. Enda
höfðu Molotoff og félagar hans
sagt þvert nei við því, að
persónudýrkunin yrði afhjúpuð
á 20. flokksþinginu, og létu
ekki undan fyrr en Krústjoff
sagði: Þá spvríum við þingfull-
trúana milliliðalaust.
Þessum málum öllum lauk
svo, að samþykkt var að taka
lík Stalíns úr grafhýsinu við
Rauðatorg. Um það mál voru
haldnar fjórar stuttar ræður.
Það var átakanlegt að heyra
Lazúrkínu, fjörgamla konu,
sem hefur verið í flokknum
síðan 1902. Hún iýsti andrúms-
lofti ársins 1937, andrúmslofti
tortryggni, ályga o.g svívirði-
legra yfirheyrslna. „En það
voru margir sem glötuðu ekki
sinni bolsévistísku sál og skrif-
uðu aldrei undir neinar játn-
ingar“, sagði hún og salurinn
fagnaði vel þessum orðum. Hún
sat inni í sautján ár. og trúði
al’taf á Stalín, — allt þar til
. 20,, þingið tók persónudýrkun-
ina til njeðíeríí.ar. .
Já, það hafa margir þung-
ir steinar verið lagðir í aotu
kommúnista, og ekki endilega
af stéftaróvinum. ■
Margij- hljóta að velta þv:
fyrir sér, hvers vegna einmitt
núna, á þessu þipgi, sé svo
mikið rætt um Staiínstímann
og klofningsmennina.
Sjelepin, formaður Öryggis-
nefndar ríkisins. sagði: „Þessar
alvarlegu umræður hér á þing-
inu sýna þroska flokksins,
styrkja sovézka bo.rgara í vissu
þeira um bað. að hin þung-
bæru afbrot, sem tíðkuðust á
t'mum persónudýrkunarinnar
munu aldrei, aldrei endurtaka
sig“. Og fleiri tóku nokkuð í
sama streng: þetta má aldrei
endurtaka sig, það verður að
setja punktinn yfir i-ið. Þessar
ástæður eru veigamiklar. 20.
flokksþingið ræddi ekki þessi
mál fyrir opnum tjöldum, þar
eð þjóðin var alveg óundirbú-
in, og auk þess voru þá enn
miklar deilur innan miðstjórn-
ar um það hverjum tökum bæri
að taka þetta mál. Þá var fyrst
lesin leyniræða á þinginu, síð-
an var hún lesin fyrir flokks-
deildir, síðan fyrir Komsomol,
og svo koll af kolli. (Eftir h.u.b.
fimm vikur kom röðin að er-
lendum stúdentum við Moskvu-
háskóla). Þó var margt ósagt:
Stalín lá í grafhýsinu við hlið
Leníns, sama og ekkert var
minnzt á ábyrgð nánustu sam-
starfsmanna Stalins. Nú hafa
þessum málum semsagt verið
gerð full slcil.
Önnur hlið þessa máls er sú,
að senn mun hafizt handa um
útgáfu sögu flokksins í mörg-
um bindum og um nýja útgáfu
sovézku alfræðiorðabókarinnar.
Umræðurnar á flokksþinginu
hafa auðvitað úrslitaáhrif á
túlkun mikils tímabils sögu
Sovétríkjanna í þessum verk-
um, sem ætlað er að tjalda
lengur en til einnar nætur.
Ekki hef ég hitt fyrir neinn,
sem efast um sekt Molotoffs,;
Malenkoffs og Kaganovitsj.:
Einkum er mönnum lítill sökn-
uður í Malenkoff og Kakan-
ovitsj, menn vissu að þeir stóðu
næst Stalín, o.g lengi hafa geng-
ið manna á milli frásagnir af
harðneskju þeirra. Molotoff
hefur hins vegar notið nokk-
urrar virðingar frá fyrstu tíð,
en þar fyrir mun leit á þeim
manni, sem vill sjá hann í
áhrifastöðu nú. Vorosjiloff var
einnig allmikið gagnrýndur, en
hann er maður fyrir ýmsra
hluta sakir töluvert vinsæll,
þótt auðvitað sé hann ekki
hvítur hrafn, >— og munu marg-
ir hafa varpað öndinni léttar
þegar Krústjoff tók hann svo
til í sátt í ræðu sinni á föstu-
daginn.
Ekki kemur til mála að ætla,
að svo mikið hafi verið talað
um „klofningsmennina“ á þing-
inu vegna þess, að þeir séu
eitthvað hættulegir núverandi
flokksforystu. Hitt er svo ann-
að mál, að þegar maður heyrir
talað um fastheldni þeirra við
forna siði, um skoðanir Molot-
offs á utanríkismálum o.s.frv.
— þá læðist ósjálfrátt að sú
spurning, hvort hér sé ekki —-
meðal annars — verið að rök-
ræða undir rós við kínverska
kommúnistaflokkinn, en Kín-
verjar fylgja, eins og kunnugt
er, strangri ste.fnu. Þetta er
vissulega eins og hver önnur
getgáta, en samt ekki fráleit.
III
í sambandi við ofangreind
mál, var mikið talað um það,
að nú væri búið að endurvekja
hina leninsku starfshætti i
flokknum. Krústjoff minnti á
fordæmi Leníns: viðbrögð hans
við yfirsjón Zínovéffs og Kam-
énéffs, sem rétt fyrir október-
byltinguna lögðust andvígir
uppreisnaráformum og skrif-
uðu jafnvel um málið í fjand-
samleg blöð. Lenín gagnrýndi
þessa menn harðlega, en þeg-
ar þeir höfðu viðurkennt mál
sitt rangt lagði hann sjálfur til,
að þeir tækju aftur sæti í
flokksforystunni. Bar Krústj-
off þetta mál saman við
hörmulegar starfsaðferðir Stal-
íntímans og lagði ríka áherzlu
á það, að einmitt á þennan
lenínska máta ætti að leysa öll
ágreiningsmál innan flokksins.
Meðal annarra orða —
Krjústjoff. Ræðumenn á þing-
inu gættu margir lítils hófs í
því að nefna nafn hans og
sæma hann ailskonar háfleyg-
um lýsingarorðum; sannur len-
ínisti, óþreytandi baráttumaður
fyrir friði, ágætasti vinur sam-
yrkjubænda o.s.frv. Krústjoff
er vissulega mikilhæfur og
undir hans flokksforystu hefur
margt breytzt til batnaðar. En
þessi orðaflaumur hlaut samt
að hafa heldur leiðinleg átírif.
Það er því góðra gjalda vert,
að Krústjoff skyldi taka þetta
mál fyrir sjálíur í ræðu sinni
á föstudaginn.
Hann sagðist vilja undir-
strika það mjög rækilega, að
allt sem hefði verið sagt um
sig persónuléga bæri að telja
allri miðstjórn flokksins til
tekna. Við virðum leiðtoga
flokksins, sagði Krústjoff „en
rangt væri að skipa einhvern
leiðtoga í sérstakt sæti, greina
hann frá forvstunni yfirleitt,
hrósa honum fram úr öllu hófi
. . • Sannir marxistar-lenínist-
ar hrósa ekki sjálfum sér, og
þeir undirstrika ekki, ýkja ekki
fram úr hófi hlutverk einstakra
leiðtoga“.
Flokksþinginu lauk í gær.
Þar var kosin miðstjórn og í
forsæti miðstjórnar. Þangað
komu nýir menn: Voronin,
Podgorní frá Úkraínu, en
Fúrtseva og Aristoff voru ekki
endurkjörin, og aðrar breyt-
ingar urðu. Sjálfsagt munu
vesturblöð tala um það, að nú
sé einhver fallinn í ónáð; en
benda verður á það, að sam-
kvæmt nýjum lögum flokksins
verður að skipta um a.m.k.
fjórðung allra meðlima í mið-
stjórn og forsæti miðstjórnar,
-— og gildir þessi meginregla
reyndar allt niður í frumein-
ingar flokksins.
Krústjoff sagði í gær: ,.Til
að kommúnisminn sigri, þarf
traustan efnahagsgrundvöll og
gnægðir efnalegra og andlegra
gæða. Þessu verður ekkj náð
með áheitum og slagorðum.
Kommúnisminn verður byggð-
ur upp með starfi, starfi og
aðeins með starfi milljóna
manna". Og að lokum sagði
hann: “Markmið okkar liggur
ljóst fyrir, verkefni okkar höf-
um við ákveðið. Til starfa fé-
lagar, fyrir nýja sigra komm-
únismans“.
Svo var þingi slitið.
7. nóvember-
somkoma að
Hétei Borg
í kvöld efna Menningartengsl
íslands og Ráðstjórnarríkjanna
til samkomu að Hótel Borg í til-
efni af fertugasta og fjórða af-
mælisdegi verkalýðsbyltingarinn-
ar í Rússlanidi. Hefst samkoman
kl. 20,30.
Þórbergur Þórðarson mun
setja samkomuna en síðan flyt-
ur sendiherra Sovétríkjanna,
Alexandroff, ávarp. Þá flytur
Björn Þorsteinsson sagnfræðing-
ur ræðu og bví næst verður ein-
söngur. Fyrst syngur Guðmund-
ur Jónsson óperusöngvari en síð-
an Valentína Maximova ein-
söngvari við Akademiska óperu-
og ballettleikhúsið í Leningrad.
Undirleikari hennar er frú
Podolskaja frá Moskvu, en þess-
ar ágætu listakonur eru komnar
hingað í boði MÍR samanber
frétt á öðrum stað í blaðinu. Að
lokum verður stigin dans.
Páll Kristjáasson
og Ingi R. Helga-
son taka sæti
á ASþingi
Tveir varaþingmenn Alþýðu-
bandalagsins, Páll Kristjánsson
og Ingi R. Helgason, tóku sæti
á Alþingi í gær. Koma þeir í
stað Hannibals Valdimarssonar
og Eðvarðs Sigurðssonar, sem
fóru utan í gær til að sitja sem
gestir þing færeyskra alþýðusam-
taka.
Kjörbréf Páls hafði áður verið
samþykkt. Kjörbréf Inga R.
Helgasonar var samþykkt með
samhljóða atkvæðum.
Togarinn Fylkir seldi afla
133 lestir, fyrir 112 þús. mörk í
Bremerhaven í Vestur-Þýzka-
landi í gær.
Staðreyndir í stnttu máli um aístöðu
íslenzkra llokka til kjarnorkusprenginga
Þegar safnað var undirskriftum á Islandi und-
ir „Stokkhólmsávarpið“, þar sem mótmælt var aliri
notkun kjarnorkuvopna, þá voru þeir sem vildu bendla
nafn sitt við þau mótmæli hundeltir af þeim aðilum
og dagblöðum, sem nú þykjast vera mestir andstæð-
ingar kjarnorkuvopna. Þá var það stimplaður stuðn-
ingur við Rússa og kallað friðardúfuhjal að vera á
móti tilraunum með kjarnorkuvopn.
•^- Árin 1953 og 1954 framkvæmdu Bandaríkja-
menn stórfeltdar kjarnorkuvopnatilraunir á Kyrrahafi,
m.a. á Bikini og á helztu fiskimiðum Japana, mestu
fiskveiðiþjóðar heims. Fiskur sem þá veiddist við
Japan var hættulega geislavirkur vegna sprenging-
anna og sjómenn urðu fyrir lífs- og heilsutjóni. Þá
báru þingmenn sósíaiista fram tillögu á Alþingi um
mótmæli gegn tilraunum með kjarnorkuvopn, SÚ
TILLAGA FÉKKST EKKI SAMÞYKKT. Þeir flokk-
ar, sem nú þykjast mestir kjarnorkuvopnaandstæðing-
ar, gátu ekki hugsað til þess að kjamorkuvopnatil-
raunum væri mótmælt, og tillögunni var snúið upp í
áskorun til Sameinuðu þjóðanna um allsherjarafvopn-
un.
^ Árið 1959 höfðu stærstu kjarnorkuvopnarisarn-
ir, Bandaríkin og Sovétríkin, hætt tilraunum með
kjarnorkusprengjur og vonir glæddust um að þær
yrðu ekki hafnar að nýju. Þá byrjaði Nató-ríkið
Frakkland kjarnorkuvopnatilraunir í Sahara og hélt
þeim áfram þrátt fyrir aðvaranir um, að þær spreng-
ingar gætu valdið því að stórveldin hæfust handa að
nýju. Eftir að Frakkar hófu sprengingar gerðu Banda-
ríkjamenn samning við þá um gagnkvæm skipti á
upplýsingum um kjarnorkumál. Þessum kjarnorku-
sprengingum Frakka, sem eyðilögðu samkomulag stór-
veldanna um að fella niður frekari tilraunir, mót-
mæltu hinir nýbökuðu kjarnorkuvopnaandstæðingar
í Nató-flokkunum hér á landi ekki í einu eða neinu.
•^- Eftir að Rússar hófu sprengingar að nýju var
borin fram á Alþingi þlngsályktunartillaga um að
mótmæla þeim. Þingmenn Alþýðubandalagsins, sem
allir hafa vcrið andvígir öllum tilraunum mcð kjarn-
orkuvopn, voru samþykkir þvi að tilraunasprenging-
um Rússa yrði mótmælt og þær víttar, en vildu að
auk þess kæmi fram i þingsályktunartillögunni, að
fslendingar mótmæltu öllum kjarnorkuvopnatilraun-
um. Það gátu Nató-flokkarnir alls ekki fallizt á. Af-
staða þcirra hefur, cins og að framan er rakið, allt-
af miðazt við það eitt hverjir sprengdu kjarnorku-
sprengjurnar. Þeir eru ekki andvígir kjarnorku-
sprengingum almennt, heldur einungis sprengingum
Rússa. Með því að greiða atkvæði gegn því að í þings-
ályktunartillögunni kæmi fram andúð á öllum kjarn-
orkusprengingum, afhjúpuðu þeir fullkomlega loddara-
leik sinn. f stað þess að taka þátt í því að sameina
alla fslendinga um kröfuna um að öllum kjarnorku-
vopnatilraunum verði hætt, þá misnotuðu þeir þessi
mál til einhtiða pólitísks áróðurs, þannig að naum-
ast er við því að búast að þjóðir heims taki alvarlega
rödd íslands í kjarnorkuvopnamálum.
•^- Með frammistöðu sinni fyrr og síðar hafa Nató-
flokkarnir unnið þjóðinni hið mesta ógagn með því
að skipa fslendingum í áróðurssveit í kalda stríðinu,
í stað þess að þeír beri klæði á vopnin og geri
jafna kröfu til allra, og þá ekki sízt til sjálfra sín,
með því að Iýsa yfir því að á fslandi muni aldrei
leyft að geyma kjarnorkuvopn og aldrei verði heim-
ilað að kjarnorkuvopnum verði beitt frá stöðvum á
fslandi. En tillögu um svo sjálfsagða yfirlýsingu af
hálfu fslands þegar það mótmælir kjarnorkuvopnum,
FELLDU stjórnarflokkarnir á Alþingi hinn 27. október
sl. og kórónnðu með þvi skrípaleik sinn.
•mrm
— ÞJÓÐVILJINN —* Þriðjudagur 7.. nóvember 1981
Þríðjudagur 7. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN
M1
■ftípHI