Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 3
Naudsyn á vaxandi samstarfi verklýðs- og samvinnufélaga Vaxandi samstarf verka- lýðshreyfingarinnar og sam- v'innuhreyfingarinnar er lífsnauðsyn íslenzkri alþyðu til sjávar og sveita, segir í einni ályktun flokksstjcrn- arfundar Sósíalistaflokksins. Ályktunin, sem fjallar um samstarf samvinnufélaga og verkalýðsfélaga, er í heild á þessa leið: I baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum hefur íslenzk alþýða notfært sér annars vegar verk- fallshreyfinguna en hins vegar samvinnu.hreyfinguna. Verkalýðs- félögin hafa verið aðalvopn al- þýðunnar í bæjunum, en sam- vinnufélögin í sveitunum. Fyrir alþýðuna í bæjunum er nauðsyn- legt að notfæra i baráttu sinni bæði verkalýðsfélög og samvinnu- félög. Verkalýðsfélög tii að knýja fram iaun í samræmi við tækni cg framleiðslugetu atvinnuveg- anna og kaupfélög til að hindra, að verzlunarauðvaldið hirði ágóð- ann af launabaráttu verkalýðs- félaganna. Flokksstjórnarfundurinn vill því leggja áherzlu á nauðsyn þess, að flokksmenn Sósíalista- TSL SJÓS OG LANDS ÞORGILS BJARNASON í Áburðarverksmiðjunni kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómanna- lélagi Reykjavíkur. — Hverra hagsmuna hefur hann að gæta? Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrif- stofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna B- iistann. X B-listi flokksins og fyigismenn um land ailt taki þátt í félags'starfsemi kaupfélaganna og beini viðskipt- um sínum til þeirra, hver eftir Sinni getu. Sérstaklega beinir fundurinn bví til forystumanna verkalýð- hreyfingarinnar að gera gildi og starfsemi samvinnuhreyfingar- innar að baráttumáli sínu í rík- ara mæ'i en verið hefur. Efnahagsaðgerðir núverandi ríkfsstjcrnar og átök þau sem órðið hafa á þessu ári um launa- kiör haía betur en áður leitt í l.ic-s nauðsyn allrar alþýðu til að stvrkja samtök sín, og beint hugum ýmissa frekár en áöur.að nauðsyn þess, að gagnkvæmur skilningur og samstarf sé á milii verkaiýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin og sam- vinnuhreyfingin eu tvær greinar á sama meiði. Alþýðunni til sjáv- ar og sveita er það lífsnauðsyn, að vaxandi samstarf og samvinna ríki á milli iþeirra og þátttaka og starf launþeganna jafn brýn í báðum. Þr/ár nýjar sland í er ein veglegasta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi. 20 nafnkenndir menn skrifa í hana greinar um land, þjóð og atvinnuhætti. 300 fyrirtæki kynna sögu sína og starfsemi og nærfellt 900 myndir prýða bókina. Þetta er tilvalin jólabók handa öllum, sem vilja afla sér vitneskju um land sitt, þjóð og atvinnuhætti. Einnig er hún einkar heppileg gjöf, íslendingum erlendis. Enska útgáfan verður tilbúin um áramót. Bókin fæst nú í öllum bókaverzlunum ,en þeim við- skiptavinum, sem ætla að nota rétt sinn, til að panta hana hjá forlaginu, er ibent á að gera það sem fyrst, þar sem upplagið er mjög\ takmarkað. LANDKYNNING h.f. Pósthólf 1373 sími 36626 Þrjár þýddar barnabækur eru 1 nýkonmar út hjá Skuggsjá. MiHý-MoIIí-Mandý augastcinn- inn allra er bók með myndum fyrir ungar telpur. Þetta er fimmta bókin um sömu aðalper- sonu. Vilbergu.r Júlíusson hefur þýtt söguna. Flugfreyjan og blómafestin er ætluð stálpaðri stúlkum og er fimmta bókin um flugfreyjuna Viku Barr. . Þýðándi er skúli Jensson. Skúli hefur einnig þýt! drengjabókina Kafbíllinn, sem er fjcrða sagan af ævintýru.m sögu- hetjanna Arnar og Donna. Imibrot framið í Vesturhöfn í fyrrinótt var brotizt inn i veitingastofuna Vesturhöfn og stolið þar allmiklu af vettling- um, bæði vinnuvettlingum, sjó- vettlingum og gúmmívettlingum, ennfremur um 15 pakkalengjum af sígarettum og nokkru af gos- drykkjum. Þá var brotin hurð og mikið rifið til og umrótað í veitingastofunni. •fc Sýning Leiltfélags Reykjavíkur á leikritinu „Kviksandi“ hefur blotið ágæta dóma og verið vel sótt. Nokkur sýníshorn leikdóma fara hér á eftir: Ásgeir Hjartarson í Þjóðviljanum: Áhorfendur tóku leiknum forkunarvel -og fylgdust með af slíkri athygli að heyra mátti flugu anda. Öddur Björnsson í Frjálsri þjóð: Leikstjórn, ásamt ágætum leik, listrænum sviðsútbúnaði og fallegri og orðhagri þýðingu, megna að lyfta leiknum í hátt Veldi. Indriði G. Þorsteinsson í Aiþýðublaðinu: .... er sýningin eftirminnileg í hæsta máta og víða framúrskarandi. Gunnar Dal í Tínianum: Á Leikfélag Reykjavíkur þakkir skilið fyrir iþetta nýja afrek sitt og ekki vafi á að ge-stir leikhússins munu meta það að verðleikum. Næsta sýning á Kviksandi er í kvöld, sunnudag kl. 8.30. — Myndin er af Steindóri Hjörleifssyni, Gísla Halldórssyni og Brynjólfi Jó- hannessyni í hlutverkum sínitm. >,SIéttbakurinrsw„ saga af hvalveiði- möiiHiisB eftir Peter Frenehen Bókaútgáfan Setberg heldur áfram að kynna íslenzkum les- endum bækur danska garpsins -Peters Freuchen. í þetta sinn kemur út, saga af hvalveiði- mönnum í norðurhöfum á dög- um seglskipanna 02' nefnist Sléttbakurinn í Þýðingu Jóns Heigasonar. Þarna segir frá hvalveiði- mönnum frá Bandaríkjunum sem stunda veiðar milli Grænlands og Hudsonfióa, skutla hvalina með handskutlum og eiga i lát- iausri baráttu við ís og haf. Varia fara aðrir en menn sem einskis annars eiga úrkostar af frjálsum vilja í þessar veiði- ferðir, þeim sem skortir á fulla skipshöfn er rænt. Aðalpersóna þókarinnar er hörkutólið og misyndismaðurinn Keller skipstjóri, sem dreymir um Gvendólínu sína og börnin heimá í Boston milli þess sem hann gengur af skipverjum sín- um dauðum. Eskimóar koma einnig mikið við sögu og margvísleg skipti þeirra við hvalveiðimennina. KÓPAV0GS- BÚAR Hef opnað skóvinnustofu að Borgarholtsbraut 5 (áður skó- vinnustofa Maríusar Pálsson- ar). Framleiði ballettæfinga- t skó, eftir pöntun. Við- reisn Fýrir nokkrum dögum birti Aiþýðublaðið á forsíðu nýtt dæmi um hin blessunarlegu óhrif viðreisnarinnar; ,,Nýj- asta sagan ©r frá Hamborg, og gerðist á einu íinasta hóteli borgarinnar. íslending- ur gisti þar og gleymdi skyrt- unni sinni þegar hann iór. í brjóstvasa skyrtunnar voru 15.000 þýzk mörk-eða hátt á annað hundrað þúsund krón- ur“, í sarna blaði var farið fögr- um orðum um ]?á rausn stjórnarvaldanna að hækka ellilíf&yri einstaklings •-um 165,60 kr. á mánuði. Það var ellilaunahækkun þúsund aldr- aðra íslendinga sem viðreisn- armaðurinn gleymdi í skyrtu- vasanum á hótelinu í Ham- borg. s Enska á sunnudögum Einn af stjórnarmönnum , , : » amenska felagsins skrifar grein í Vísi í gær og fer þar hóðulegum orðum ura þá sem eru andvígir bví að banda- ríska hernámsliðið fái -að starfrækja sjónvarp fyrir ís- lendinga. Hann seair: „Hér fyrr á órum töluðu ýmsir góð- ir íslendingar dönsku saman, þegar beir hittust á sunnu- dögum, svona til tilbreyting- ar. og þótti enginn verri mað- ur eftir. En tímarnir breytast — og mennirnir með. f dag eru meðal okkar miklir menn- ingarpostuiar, sem telja að mesta hættan, sem steðjar nú að íslenzku þióðinni komi sunhan frá Keflavíkurflug- velli. bar sem staðsettur er sa bÖlvaldur er sjónvarp nefnist og mælir á enska tungu“. Stjórnarmaðurinn í ame- ríska félaginu hugsar þannig með tilhlökkun til þess, aS góðir fslendingar tali ensku: saman, þegar þeir hittast á sunnudögum, og síðan alla aðra daga vikunnar. — Austri. x Sunnudagur 3. desember 1961 — ÞJÓÐVIUINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.