Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 12
STJÓRNIN? ( « ( ( 1 i 0 ÞJÓÐVILJINN hefur nú margsirinis jS’-fl .. '■ . ' '' spurt hvert sé erindi nefndar þeirrar sem send var til Bonn fyrir rúmri viku til við- ræðna við vesturþýzk stjórnarvöld. Fyrst laug ríkisstjórnin því til að nefndin væri að kanna túlkunaratriði og skýringar á ákvæð- um Rómarsamningsins um Efnahagsbandalag Evrópu, en eftir að sýnt hafði verið fram á að sú saga stæðist engan veginn, hafa mál- gögn stjórnarinnar þagað sem fastast. ® Af hverju stafar þessi þögn? ® iÞegar ÞJÓÐVILJINN skýrði frá því að vitað væri að vesturþýzkir aðilar hefðu þreifað fyrir sér um aðstöðu til héræfingá- stöðva á íslandi, ruku forustumenn stjórnar- flokkanna upp til handa og fóta í einn dag. En síðan ekki söguna meir. Það hefur ekki verið minnzt einu orði á „níðingsverk ÞJÓÐVILJANS" í stjórnarblöðunum í heila viku! ® Fannst Vesturþjóðverjum ef til vill nóg um þá athygli sem uppljóstranir ÞJÓÐVILJ- ANS vöktu? Hafa þeir krafizt þess af ríkis- stjórrtinni að hún þegi sem fastast og spari sér allar fullyrðingar um það dularfulla makk sem nú á sér stað? Fyrsfa bindi af rímna* safni Siprðar Breiðfjörð Trístransrímur, fyrsta bindið sem út kemur af rímnasafni Sig- nrðar Breiðfjörð, er ein af ný- ustu útgáfubókum ísafoldar- prentsmiðju h.f. I þessari bók, sem verður 3. ibindi í rímnasafni Sigurðar Breiðfjörð, eru Rímur af Ás- mundi og Rósu, Rímur af Hans og Pétri, Ríma af Alkon Skeggjabróður, Ferjumannaríma og Emmuríma. Bókin er 216 tolaðsíður. i I næsta bindi ritsafnsins verða Númarímur, en alls orti Sigurð- ur Breiðfjörð um 30 rímnaflokka ■og hafa nokkrir elztu rímna- flokkarnir glatazt. Ætlunin er að á næstu 4—5 árum komi út 6—8 bindi af safni þessu eða fullir 20 rímnaflokkar með skýringum og formálum. Einnig er hug- myndin að gefa út eitt bindi með ýmsum fróðleik um rímur Sig- urðar: Yfirlit um bragarhætti, kenningar, mál og skáldskap og margt fleira, sem varþar ljósi á vinnubrögð skáldsins og list. Rímur þær sem geymzt hafa eftir Sigurð Breiðfjörð eru ortar á árunum 1818—1843. Sveinbjörn Beinteinsson skáld sér um útgáfu rímnasafnsins og ritar formála fyrir hverju bindi, en Jóhann Briem listmálari hef- ur teknað myndir í útgáfuna. Fjölsott sýnikennsla í meðferð gúmbáta á Vestfjörðum Undanfarið hefur farið fram sýnikennsla í meðferð gúmmí- björgunarbáta og annarra björg- unartækja á Vestfjörðum á veg- um Slysavarnafélags Islands og Ssttur úr stzrfi NEW YORK 1/12 — Iranum Conor O'Brien hefur verið vik- ið úr starfi sínu sem fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Katanga í Kongó. Hann hefur dvalizt í New York að undanförnu og gefið framkvæmdastjórn SÞ skýrslu. O'Brien hefur verið uajög gagnrýndur fyrir stjórn sína á málum SÞ og samninga sína við Tshombe og kom brott- , vikning hans því ekki á óvart. skipaskoðunar ríkisins. Kennsl- una önnuðust þeir Óli Bardal og Jón Jónsson. Var farið á eftir- talda staði: Flateyri, Isafjörð, Súgandafjörð, Þingeyri, Bíldu- dal og Patreksfjörð. Flutning mannanna og kennslutækja milli staða annaðist Landhelgisgæzlan. Aðsókn að sýningum þessum fór langt fram úr því, sem menn höfðu gert sér vonir um. Samtals sóttu námskeiðin nær 700 manns. Var sumsstaðar frest- að róðrum, og felld niður vinna til að sem flestir gætu notið kennslunnar. I ráði er að halda sýnikennslu þessari áfram u.m allt land í ýmsum verstöðvum, og mun hún næst verða hér á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. björguoarsveifin iifr starfsemi sína Merkjasöludagur Flugbjörg- unarsveitarinnar er í dag. Verða þá seld merki um land allt og tilgangurinn að afla fjár til kaupa á nýjum sjúkra- gögnum fyrir sveitina og nauðsynlegum tækjum. Einn meginþáttur í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar er að þjálfa flokka til ferðalaga Bcncdikt Gíslason Spilakvöld Sósíalista- félagsins Spilakvöld Sósíalistafélags Reykjavúkur hefst kl. 8.30 i kvöld í Tjarnargötu 20. Auk félagsvistarinnar flytur Benedikt Gíslason frá Hofteigi frásagnaþátt. Góð kvöldverðlaun verða að vanda veitt fyrir beztan árangur í félagsvistinni — og svo skal minnt á heildarverðlaunin fyrir veturinn. Kaffiveitingar á boð- stólum. Menn ættu að athuga að koma tímanlega til að tryggja sér sæti, því að aðsókn var mjög mikil að síðasta spilakvöldi. VILIINN Sunnudagur 3. desember 1961 — 26. árgangur — 279. tölublað RÆTIST DR A T0G- UM VESTRA? Islenzku togararnir eru nú að aflinn tregur. Hafa þau siglt með veiðum við Vestfirði, en þar hafa verið stöðug illviðri undanfarið. Skipin hafa lítið verið að og Msstc morðvika í Alsír í sjö ár ALGEIRSBORG 2/12 — Þessi vika hefur verið versta morðvika í Algeirsborg í sjö ár. Síðan á laugardag hafa 65 menn verið drepnir hér, en um 250 hafa særzt. Langflestir þessara manna féllu fyrir vopnum leynihers hægrimanna, OAS. I dag tókst mörgum hægri- mönnum sem handteknir höfðu verið að sleppa úr fangelsis- sjúkrahúsi í nágrenni Algeirs- borgar. Um eitt þúsund evrópsk- ir landnemar söfnuðust saman við sjúkrahúsið og leystu félaga sina úr haldi. Plastsprengjur voru sprengdar og munu margir menn hafa særzt. Aldarafmælis Ilanncsar Haf- steins minnzt Samkoma sú, sem Stúdentafé- lag Reykjavíkur, Stúdentaráð og Almenna bókafélagið efna til í dag til að minnast aldarafmælis Hannesar. Hafsteins hefst kl. 2 síðdegis í Háskólabíói. Erindi flytja Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og Tómas Guð- mundsson skáld, Karlakórinn Fóstbræður syngur, einnig verður einsöngur og upplestur. Aðgöngu- miðar eru seldir við innganginn. GENF 2/12 — Stjórnir Sovétríkj- anna og Bretlands sem skipa sameiginlega formenn alþjóðaráð- stefnunnar um Laos sendu í dag Laosprinsunum þremur orðsend- ingu þar sem þeir eru hvattir til að ganga , hið bráðasta frá myndun þjóðlegrar samsteypu- stjórnar í landinu. Þess er einnig farið á_ leit að þeir sendi nefnd til Genfar til að taka þátt í lokastörfum ráðstefnunnar, en sagt er að samkomulag sé þar á næsta leiti. 100—120 tonn á Þýzkalands- og Englandsmarkað og fengið þar sæmilegt verð miðað við afla. Heldur virðist vera að rætast úr með veður, sem vonandi helzt. Engar togaralandanir hafa ver- ið í Reykjavík undanfarið, skipin hafa aðeins komið við í sigling- um. Ný mynda- getraun Eins og Iesendur Þjóðvilj- j ana munu minnast birti blað- j ið myndagetraun í sambandi j við 175 ára afmæli Reykja- j víkur, er nefndist: Þekkirðu j bæinn þinn? Getraun þessi l varð mjög vinsæl, og barst mikill f jöldi svara, þótt hún væri eðlilega aðeins sniðin fyrir Reykvíkinga eða þá, sem vel þekkja til hér í bænum. Blaðið hefur nú ákveðið að efna til annarrar myndaget- raunar fyrir jólin og hefst hún í blaðinu eftir helgina. Að þessu sinni verður efni getraunarinnar skip, gömul og ný, og skipshlutar. Er þetta j því efni, sem lesendur um i land allt, þ.e.a.s. við sjávar- r i síðuna, geta spreytt sig a. j Getraunamyndirnar verða 15 j að tölu og lýkur henni því j rétt fyrir jólin, en frestur til í að skila svörum verður fram j yfir áramót og verður til- j kynnt nánar um hann síðar. j Góð verðlaun verða veitt fyrir j ráðningu getraunarinnar og j verður dregið um þau úr rétt- j um lausnum sem berast. Blað- j ið vonar, að þessi getraun j verði ekki síður vinsæl en hin j fyrri og verði lesendum þéss góð dægrastytting í jólafrí- : við misjöfn skilyrði, því að enginn veit fyrirfram hvert nauðsynlegt reynist að senda björgunarleiðangur ef slys ber að höndum. Myndin hér fyrir ofan var tekin sl. sumar, þeg- ar hópur manna úr Flugbjörg- unarsveitinni var við æfingu.. í skriðjöklinum ofan við jök- ullónið við Eyjafjallajökul.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.