Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 7
o
„ísland er með allra beztu
löndum í heimi til grasræktar.
Hér þarf góða sláttuvél og tæt-
ara^ÆT:,- ^«og. .traust, á isjenzku
grösin, það eru beztu grösin,
Þau þola misjafnt árferði og
gefa jafnmikið og erlend.
%
Það er ekki veðurfarið sem
,er erfiðast hér, heldur vantrú-
in á landið“.
ur drunurnar frá æfingum
þýzkra herskipa.
— Hvað gerðirðu aðallega
hér?
— Ég hef lengstaf unnið í
sveit, en annars lagt hönd á
margt, verið vélsmiður gervi-
smiður, unnið í frystihúsi, ver-
ið hafnarverkamaður í Kefla-
vík og uppþvoari á Keflavíkur-
flugvelli, — var rekinn fyrir að
leggja hendur á bandarískan
verkstjóra.
.......O, blessaður vertu, það
var mikið skelfilegt fjaðrafok
út af því. Ég reif kjaft í skrif-
stofunni hjá þeim, og þegar ég
sagði að það væru ekki Amerí-
kanar sem réðu á íslandi, hér
giltu íslenzk lög, þá var ég um-
svifalaust rekinn! Þegar ég
kom niður úr skrifstofunni beið
mín lögregluþjónn, sem kvaðst
hafa skipun um að flytja mig
út af vellinum.
— Hvað gerðu vinnufélagar
þínir?
— Það varð voðalegt uppi-
stand hjá starfsbræðrum mín-
um, þeir lögðu niður vinnu í
mótmælaskyni — en lyppuðust
síðan niður fyrir fortölum.
— En segðu mér hvernig þú
uppgötvaðir þennan dal?
— Ég vann í 4 ár í Fagra-
skógi hjá Stefáni, þá uppgötv-
aði ég þennan dal, ég var í
Fagraskógi árin 1939—1943.
— Hvenær fórstu að búa
hér?
— Það var í stríðslok að mér
datt í hug að fara að búa hér.
þá ' var ekki eins,. auðvelt,.,að,,
fá jörð og nú er. Árið 1950 fór
ég svo að búa hér, en það var
ekki aðgangur að neinu iáns-
fé og því fór ég burtu aftur
til að vinna mér fyrir búi.
— Hvernig gekk það?
— Það var einkennilega lít-
ið eftir af kaupinu þegar ég
hafði greitt allan kostnað hér
íyrjr sunnan. En ég hafði ekki
eirð í mínum beinum af löngun
eftir að komast heim í dalinn.
Ég hef búið hér frá því 1956.
— Og búið nú?
— Ég hef 9, mjólkandi kýr
og kvígur bera að vori, og
svo hef ég kálfa og naut til að
slátra.
— Þú hefur engar hlöður
hér?
— Nei, ég hef eingöngu vot-
hey. Ég slæ, garða, læt heyið
í giTfjur og sker það síðan á
veturna eins og rúgbrauð.
— Þú hefur trú á votheys-
gerð?
— Já, en sumir vilja ekki
reyna hana. Votheysgerðar er
fyrst getið á prenti árið 1842,
það var í Lettlandi. Árið 1869
sagði franskur prófessor í vís-
indaakademíunni frönsku frá
niðurstöðum af tilraunum sín-
um með votheysgerð. Bretinn
kom næstur með votheysgerð,
þá Ameríkumenn. Votheysgerð
mun fyrst hafa verið reynd hér
á landi á Miðfelli í Kjós árið
1887, ef mig rangminnir ekki.
— Reynist þér þetta gott
fóður?
— Þetta er allt í stakasta
lagi ef maður gefur lýsi og
steinefni, — en þáu fást ekki.
Ég vil fá efnagreiningu á heyi.
Á meðan hún er ekki gerð er
fóðrun byggð á ágizkun einni
saman.
— Hvað er orðið stórt ræktað
land hjá þér?
— Ég hef sléttað 9 ha og
einnig borið á sléttar grundir
og vinn nú 11 ha. af ábornu
landi.
— Var ekki túnið lítið þegar
þú komst?
— Túnið var lítill kragi
kringutn bæinn og ekkert slétt
1 því, enginn girðingarspotti —
og enginn vegur nema gamall
hreppavegatroðningur. Fyrsta
verkið var að fara með haka
og skóflu og gera sneiðinga í
börðin svo ég kæmist hingað
með dráttarvél. Nú er vegurinn
slarkfær heim á holtið f-yrir
utan.
— Hvernig fluttirðu mjólk-
ina meðan var alger vegleysa?
Fyrstu árin bar ég mjólk-
ina oft á bakinu eða dró hana
á skíðasleða til næsta bæj-
ar . . . Já, ég bar líka foður-
bætinn og matinn á bakinu
heim.
— Hvað er langt út á veg-
inn?
— Það eru 4 km út á þjóð-
veginn en 2 km að næsta bæ.
— Og hér ertu aleinn, unrir
hag þínum vel og leiðist ekki?
— Nei, ég get ekki sagt að
mér leiðist beinlínis. Ég er
áskrifandi að 7 eða 8 búnaðar-
ritum — og hef auk þess fjölda
af bókum um ýmisleg efni. Víst
vildi ég búa öðruvísi. Ég veit
ósköp vel hvernig á að búa, en
hef ekki getu til þess. Búskap-
ur er ekki fyrir einstakling
heldur félagssamtök. Menn eiga
ekki að hokra þetta hver í sínu
horni og gera sig merkilega
heldur hafa fclagsbúskap, ef
hann á að ganga vel og skila
fullum arði.
Við höfum gengið upp í hól-
ana, „kleifina“ fyrir ofan bæ-
inn. Innan kleifarinnar opnast
djúpur dalur. Þar eru enn
græn tún þriggja bæja sem yf-
irgefnir voru fyrir þrem til
fiórum áratugum: hér eru
Grund, Hrafnagil og Kúgil. Hér
inni er Fagrahlíð og að baki er
Sælufjall — og Derrir. Austan
ár, innan við þrengslin í daln-
um er enn eitt eyðibýli —
nafnlaust. Þeim megin eru ýtur
að leggja akveg fyrir sauðfé
strandbændanna. Þeir hafa ein-
mitt" valið vegarstæðið þvert
ppgnum rústir þessa gleymda
býlis.
— Hvernig er með veg þín
megin ár? spyr ég fornvin
minn, Einar Petersen (sem lík-
lega verður að kalla Pétursson).
— Hann á að koma í haust.
Gegnt Kleif er lítil þúst og
grænn blettur. Jótinn fræðir
mig um að þessar minjar öéu
frá landnámsöld — og tilfærir
íslendingasögur sem heimíld.
Það ber ekki hátt á Kleif
ittan frá veginum séð — en
þaðan má h'ta umrót í holjtinu
ofan sléttunnar; þar hefur Ein-
ar grafið grunn að húsi fram-
tiðerinnar.
Vjð kveðjumst hjá bylgjandi
grasinu, niðri með sléttunni.
Einar þrantmar haegum skref-
um ,upp í dalinn. Hann
lítur ekki til baka. J.B.
SKALD ÞROTTAR
OG LÍFSGLEÐI
í upphafi níunda tugs síð-
ustu aldar var mikið harðæri
hér á landi, frost og fár, sjúk-
dómar og óáran herjuðu á
þjóðina, lögðu suma að velli
en stökktu öðrum úr .landi til
Vesturheims. Á bessum dapur-
legu árum sendu fiórir islenzk-
ir stúdéntar í Kaupmannahöfn
heim til íslands tímarit, sem
átti eftir að verða frægt í ís-
lenzkri bókmenntasögu, þótt
skammlíft yrði, eða aðeins
eitthefti. Þetta gerðist árið 1882
og tímaritið nefndist Verðandi.
Það hófst á kvæði að nafni
Stormur og er fyrsta erindi
þess svohljóðandi;
,.Ég elska þig, stormur, sem
geisar um grund
og gleðiþyt vekur í blaðstyrk-
um lund,
en gráfeysknu kvistina bugar
og brýtur
og bjarkirrtar treystir um ' leið
°g þú þýtur“.
í þessu kvæði er gustur
nýrrar stefnu, er átti eftir að
marka tímamót í íslenzkum
bókmenntum, þótt aldrei bæri
hún algeran sigur af hólmi.
Höfuindur þessa kvæðis var
rösklega tvítugur lögfræðinemi,
Hannes Hafstein að nafni, amt-
mannssonur frá Möðruvöllum í
Hörgárdal, bráðþroska atgerv-
ismaður til líkams og sálar,
alinn uod við betri kjör en al-
mennt tíðkuðust þá hér á landi,
nýseztur við menntabrunna
Kaupmannahafnarborgar, þar
sem hann svalg byrstum huga
nýjustu menningarstrauma
sunnan úr Evrópu, enda sér
ekki þúst á kveðskap hansl í
Verðandi.
Á morgun er aldarafmæli
Hannesar Hafsteins. Sjálfur er
hann löngu fallinn í valinn,
en verk hans lifa enn góðu lífi
með þjóðinni, enda markaði
hann með lífi sínu og starfi
merkileg spor, ekki aðeins í
bókmenntasö^unni, heldur og í
þjóðarsögunni. Það átti sem
sagt ekki fyrir þessu unga og
efnilega skáldi að liggja að
helga sig einvörðungu skáld-
skapnum, hann rækti hann
mest á Hafnarárum sínum. Eft-
ir heimkomuna til íslands' gerð-
ist Hannes fljótt opinber emb-
- ættismaður, tók að gefa sig að
stjórnmálum og varð þar brátt
leiðtogi, enda vel til foringja
fallinn sökum glæsimennsku
sinnar og gáfna. Hann - varð
sýslumaður, bankastjóri, al-
. þingismaður og síðar fyrsti ráð-
! herra íslenzkur og gegndi því
í virðulega embætti tvívegis.
• Síðustu ár ævi sinnar var
: Hannes farinn að heilsu, eri.
j hann andaðist 13. desember
• 1922 61 árs að aldri.
! Af kvæðum sínum í Verð-
[ andi varð Hannes landsfrægt
• skáld, enda eru sum ’þeirra
| meðal beztu og kunnustu
; kvæða hans og má segja. að
! hann yrki ekki miklu betur
| síðar á ævinni. Hann hafði þá
• þegar náð fullum þroska og
[ þar kama glöegt fram beztu
• einkenni hans, bróttur, lífsgleði
• og hraði, en það er fyrst pg
[ fremst - þetta þrennt. ‘sem ber
• kvæði hans upni. Við íslend-
: ingar höfum átt mörg skáld,
ær hafa lagzt dýpra í hugsun
eða kveðið af meiri andagift,
innfjálgi, innilegri tilfinningu
og meiri listfengi, en þrátt fyr-
ir allt þetta eru það fá íslenzk
skáld, er eiga slíku láni að
fagna sem Hannes, að tiltölu-
lega jafnmikill hluti ljóða
þeirra lifi enn í góðu gengi á
vörum þjóðarinnar. Því veldur
karlmennskan og Hfsgleðin er
'
WtSSSi
Hannes Hafstein
ríkir í kvæðum hans. Hvaða fs-
lendingur kannast t.d. ekki við
kvæðin Skarphéðinn í brenn-
unni, Undir Kaldadal, Sprett-
ur, Við Valagilsá, Stormur,
Aldamótin, Áfram og Þótt
hann rigni, svo að nokkur séu
nefnd. Önnur, eins og t.d. Sjá
roðann á hnjúkunum háu og
Þar sem háir hólar munu óma
lengi í söng vegna þýðleika
síns og léttleika.
Hannes var einnig, eins og
að líkum lætur, mikið skáld
lífsnautnar og lífsgleði og orti
mörg ástar- og drykkjukvæði.
Ásltarkvæcjin bera flest ein-
kenni baráttu- og sigurgleði,
líkt o.g Svalar veigar, Lofnar
logar, bótt hann gæti einnig
slegið á þýðari og innilegri
strengi svo sem í kvæðinu til
Ragnheiðar konu sinnar. Stúd-
enta- og drykkjukvæði Hannes-
ar, er birtust í „Brennivíns-
bókinni“ svonefndu, söngbók
stúdenta frá 1894, eru mörg
hver orðin sígild gleðiljóð, sem
óspart eru sungin, hvar sem
fjör og kæti eru á ferðum. t.d.
Gunnukvæði (Fyrst allir aðrir
þegja), Hrafninn flýgur um
aftaninn, Sálmur yfir víni (Guð
lét fögur vínber vaxa), Þórður
kakali og Adam sagði Eva.
Þannig mætti lengi telja.
Hannes orti einnig alvarlegri
og persónulegri kvæði, þar sem
hann færist meira í fang, eru
kvæðin Landsýn og í hafísn-
um meðal kunnustu lióða hans
þeirrar tegundar. Eftir konu
siria orti hann einnig innileg
‘tre’galjóð, þótt annars slái hann
sjaldan á þá strengi, en frá-
fall hennar var honum mikið
áfall. Bera kvæði hans frá
þeim tima því vitni, að þá er
lífsþrótturinn og' gleðin nokkuð
farin að dvína.
Hér hefur aðeins verið drep-
ið á helztu einkenni skáldskap-
ar Hannesar Hafsteins og skal
ekki meira fiölyrt um hann,
þótt margs sé enn ógetið, þar
sem þetta greinarkom á ekki
að véra nein bókmenntaleg
skilgreining á verkum Haimes-
ar. Þess er þó vert að geta, að
Framhald á 10. síðu.
mimákm
4»
Sunnudagur 3. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN
,(?i