Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1961, Blaðsíða 4
FISKIMANNAFÉLAG FÆREYJA 50 ÁRA II hluti • I Klakksvík Klakksvík liggur sunnarlega á Borðeynni. Bæjarstæðið er eitt hið e'nkennilegasta sem þekkist cg stirbrotið í meira lagi. Þegar komið er inn á höfniííá sér hvergi til hafs. Það er eins og skipið sé kom- ið í öræfaferð og hafi nú varp- að akkerum í „fjallavötnin fag- urblá“. Þar liggur það um- kringt fjöllum á alla vegu. Baerinn stendu.r beggja megin . f jarðarins, aðeins örmjótt eiði skilur Bcröeyjarvik að sunnan og Pollinn oð norðan. Yfir gnæfa hlíðar Mvrkjaneyrar- fjalls og Háafjalls en Kun- eyjargafl lokar dyrum. Það er aðeins tveggja tíma sigling með skipi frá Þórshöfn til Klakksvíkur, í skemmsta lagi fyrir þá sem dönsuðu í nótt til kl. 5 og þurftu að vera komn- ir um borð í Tjald kl. 7. En þannig var því háttað með förystumenn Fiskimannafélags- ins og gesti þeirra að morgni hins 15. nóvember. Ég held á- fram að spyrja og Hannibal verður fyrir svörum: • „Svo það gleymist ekki“ — Og hvernig voru móttök- urnar í Klakksvík og á hverra vegum voruð þið þar? — Við vorum þar á vegum bæjarstjórnarinnar. Bæjar- stjórinn tók á móti okkur af mikilli prýði. En í þessari ferð var öll stjórn Fiskimannafé- lagsins og þeirra konur. Þegar við komum frá borði stigum við upp í bifreiðar, sem óku okkur gegnum bæinn. Þá hitt- um við ýmsa af forystumönn- um verkalýðsfélagsins á staðn- um og áttum tal við þá. Á þessari bæjarreisu komum við þar sem verkamenn voru að Rœtf víS forseta A.S.I. og formann Dagsbrúnar um Fœreyjaför Frá Klakksvík hlaða listilegan kirkjugarðs- vegg. Þeir hlóðu úr höggnu grjóti og svo vel felldu þeir steinana saman, að brún féll að brún og ekki hársbreidd á milli hvar sem litið var á vegginn. Síðan var hann hlað- inn tvöíaldur og sement látið inn á milli, en það kom hvergi út, enda þótt enginn steinn væri lagður í sement, svo vel var grjótið höggið. Að ofan var veggurinn hníískörp egg, lárétt brún. — Já, segir Eðvarð, — Það var gaman að sjá þetta hand- bragð; steinarnir af margskon- ar lögun, en svo vel höggnir og valdir að veggurinn var slétt- ur eins og fjöl og samskeyt- in eins og blýantstrik, sem höfðu verið gerð eftir reglu- stiku. Sá, sem stjórnaði verk- inu var gamall maður, — hann Frá havinum kom henda tjóð til havs hon tráa vil, ímeðan rennur fþroyskt blóð, og tjóðin er til. Tey mið vit r0ktu, tey hov vit s0ktu, til vón og veg, Tær dýru leiðir, sum tjóðin eigur, tær rópia teg. — Lat veingir lyftast, lat súðir syftast um allan sjógv, tá vexur vegur og — hond ið hevur tú .veiðir nógv. Hvar enn tú flýtur. - um grúnnur t'rýtúr — í tíni súð, á havsins víddum loftlitaskrýddum tú eigur bú. (Úr Prolog S. Joensen við opnun hátíðahaldanna). kunni þessa list og kenndi þeim sem ungir voru og miðaldra. Hann sagði okkur, að þetta væri nú ekki ábatasamur at- vinnurekstur, en þeir gerðu þetta til þess að það félli ekki í gleymsku að hlaða svona veggi. Hann sagðist vera orð- inn ónýtur til vinnu — „ég segi þeim bara til“. • Kjölbro, Kjölbro — Og þegar við höfðum kvatt vegghleðslumennina við mannvirki þeirra, segir Hanni- bal, — þá ókum við enn í gegnum bæinn og sáum Kjöl- bro, Kjölbro, Kjölbro á öllum húsum, nema kirkjunni eins og sagt hefur verið um Akureyri og KEA. Að lokinni þeirri ferð vorum við leiddir í eitt for- kunnar glæsilegt sjómanna- Erlendu gestirnir: Eovarð Sigurðsson, Halstein Rasmussen, Hannibal Valdimarsson heimili, sem reist hefur verið fyrir samskotafé sjcmanna og velunnara þeirra. Þetta er stór- myndarleg stofnu.n. — Er það ekki Indremission- in, sem að því stendur? — Jú, það eru kristileg fé- lög, sem hafa haft forgönguna, en fénu befur verið safnað m^ð ýmsum hætti og margir aðilar lagt þar hönd að verki. Það er óhugsandi annað en bessi stofn- un hafi kostað mikið fé, svo stór er hún í sniðum og bún- aður allur vandaður. Þarna eru í hverju herbergi húsgögn úr mahogny, harðviðar-hurðir og þiljur víða. — Mjög fallegt. — Eins vistlegt cg hér hjá ykkur á ný.iu skrifstofunni? — Já, það er eiginTeaa í stíl við bað, — svarar Hannibal, og u.m. leið lítur hann út um gluggann og hefur fyrir aug- um eitt dýrlegasta útsýni í þessum bæ. — Þarna voru svo veitingar í boði borgarstiórans, ávörp flutt og ræðst við. • Að læra á nútímann — En að því loknu fórum við að skoða barnaskólann í Klakksvík. Það er einnig ný- tízku stórbygging. Þar sáum við m.a. kennslustofu fyrir eðlisfræði- og efnafræðinám, sem var að öllum búnaði með fullkómnara nýtízkusniði en ég heí nokkurn tíma séð áð- ur. Þarna voru. mjög vönduð nemendaborð með upphækkuð- um sætum — stórt tilraunaborð fyrir framan og kennslutafla fyrir aftan. En þetta var aðeins í helming stofunnar, því í aft- ari hluta hennar voru bæði gas- og rafleiðslur að mörgum tilraunaborðum nemenda, þar sem þeim var ætlað að gera sjálfstæðar tilraunir í eðlis- og efnafræði. Á afturvegg þessarar stofu var svo safn margskon- ar efna, eðlisfræðitækja og tækniáhalda. — Var þessi kennsla miðuð við nokkrar sérstakar atvinnu- greinar, að því er ykkur virt- ist? — Það voru margskonar vél- ar og tæki, sem hlutu að vekja áhuga unga fólksins og gera það nokkurs kunnandi í tækni- framförum nútímans, — svarar Hannibal. — Að minnsta kosti, — segir Eðvarð, — til þess að gera nemendum vel Ijós öll grund- vallaratriði í tæknivæddum at- vinnurekstri. — Fyrir hvað gamla nemend- ur var þessi kennsla ætluð? — Hún var miðuð við gagn- fræðaskclastigið, — upp til 16 ára aldurs. — Þetta var hið annað stórglæsilega barna- skólahús, sem við sáum í Fær- eyium. Hitt var barnaskóiinn í Þórshcfn- með hinum fagra há- tíðasal. 't’að er mjög myndar- leg stofnun. — Þetta var nú bað helzta sem við skoðuðum í Klakksvík. Þar er sýnílega mikill þróttur í atvinnulífinu og staðurinn í örum vexti. ® Það minnir mig á Látrabjarg — Hvað dvölduð þið lengi í Klakksvík? — Við stóðum þar .við fram á kvöldið, segir Hannibal, — svo sigldum við um nóttina að Vogi á Suðurey og erum| þar á fimmtudagsmorgni 16. nóv- ember. Það fyrsta sem við skoðuðum þar var lóraiistöð, sem er þarna frá stríðsárunum og er nú rekin af hafnarmála- stjórninni dönsku. Þessi stöð Framhald á 10 síðu. 'fa) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 3. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.