Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 1
Spreng- ingar á síldar- miðum 1 fyrrinótt var veður heldur óhagstætt á síldar- miðunum, ,en feikna mikil torfa fannst í suðurkantin- um á Jökultungunum og var hægt að kasta á hana snemma í gærmorgun, eða kl. 4—5. Torfan var svo stór, að bátarnir áttu í hinum mestu erfiðleikum að ná inn aflanum og margir sprengdu. Sem dæmi um hið geysi- lega síldarmagn, má nefna það, að Stapafellið frá Ólafsvík féklc svo mikið í nótina, að nægt hefði í 3—4 báta. Karlarnir náðu 100 tunnum, en síðan sprakk nótin og kom á hana 100 faðma löng rifa. Auk þess sprengdu 3 Keflavíkurbátar, 2 eða 3 Akranesbátar auk allra þeirra sem blaðinu er ekki kunnugt um. Aflahæstur síldveiðibáta í gærmorgun, var Auðunn frá Hafnarfirði. Hann fékk 1600 tunnur. Annars var aflinn sem hér segir: ★ Rcykjavík Halldór Jónsson 1400 tunriur, Pétur Sigurðsson 1100 tunnur, Víðir II 1000 tunnur, Jón Trausti 800 tunnur, Guðmundur Þórð- arson 700 tunnur, Bjarnar- ey 650 tunnur, Svanur 550 tunnur, Helga 500 tunnur, Arnfirðingur II 450 tunnur, Rifsnes 350 tunnur, Björn Jónsson og Leifur Eiríksson voru með 250 tunnur hvor, Runólfur frá Grafarnesi var með 300 tunnur, Dofri með 100 tunnur, Stapafellið var með 100 tunnur og Ingiber Ólafsson var að losa 700 tunnur í togaran Neptún- us í gær. ★ Akranes Haraldur og Skírnir sprengdu báðir og óvíst var hvort Sæfari næði sínu kasti. Höfrungur fékk 300 tunnur, Sigurður SI og Heimaskagi fengu 250 tunn- ur hvor. ★ Kcflavík Pálína sprengdi, en náði 700 tunnum. Eldey og Árni Geir sprengdu sömuleiðis. Inn komu 4 bátar með 6—700 tunnur hver. k Sandgerði Þangað komu 2 bátar, Jón Gunnlaugs með 800 tunnur og Jón Garðar með 200 tunnur. Guðbjörgin fékk 5—600 tunnur, en fór með það annað. öll er þessi síld stór 'og góð, fer í frystingu og salt, eða í togara til útflutnings. Laugardagivr 20. janúar 1962 — 27. árgangur — 16. tölublað Gengislækkunarmenn ram í Dagsbrún! Fnn ein bylting hefur gerzt í San Domingo WASHINGTON og SANTO DOM- INGO 19/1 — Enn hafa orðið sniigg umskipti í Dóminikanska Iýðvcldinu. Herforingjaklíkunni, sem hrifsaði til sín völdin, var steypt af stóli í nótt eftir aðeins tveggja daga valdatímabil. Klíka þessi, sem í voru gamlir samstarfsmenn Trujillos einræð- isherra, hafði svarið að haida völdum í eitt ár. Sjömannaráðið, sem sat við stjórnvölinn fyrir valdarán herforingjaklíkunnar er nú aftur tekið við stjórn lands- ins, en Rafael Bennelly varafor- seti tekur nú við embætti Balag- uers forseta. Ofursti í flughernum lét í nótt handtaka öflugasta manninn í valdaránsklíkunni, Pedro Echav- arria, í flugstöðinni Isidro. Jafn- framt var leystur úr haldi fyrrv. varaforseti, Rafael Bennelly. All- ir meðlimir sjömanna-ráðsins höfðu verið handteknir af her- foringjaklíkunni. Mannfjöldi gekk fagnandi um gjöturnar í Santo Domingo í nótt, þegar það fréttist að valda. rán skósveina Trujillos hafði farig út um þúfur. Kirkjuklukk- um var hringt, verksmiðjusíren- ur ýlfruðu og skip þeyttu blístr- ur sínar. Sjömanna-ráðið tók við völd- um s.l. þriðjudag, og aðeins sól- arhring síðar reyndu Trujillo- sinnar að hrifsa til sín völdin. Urðu þá blóðug átök í Santo Domingo og biðu átta menn bana í átökunum en margir særðust. LANGFERÐABIFREIÐA- STJORAR L VERKFALLI Vcrkfall hófst íi miðnætti sl. hjá bifreiðastjórum á sérleyfis- lciöinni Reykjavík — Kcflavík — Sandgerði. Bifreiðastjórafélögin Fylkir í Keflavík og Frami í Reykjavík sögðu kaup- og kjarasamningum bifreiðastjóranna upp 1. október sl. Margir samningafundir hafa verið haldnir með aðilum að und- anförnu og síðast í gærdag hafði sáttasemjari fund með þeim en án þess að samkomulag tækist. íhaldið stjakar Alþýðuflokknum til hliðar j, í gær rann út framboös- frestur í Dagsbrún og komu fram tveir listar til stjórn- arkjörs: A-listi, sem er borinn fram af stjórn og trúnaöarráöi og B-listinn, sem er borinn fram af stuöningsmönnum gengis- lækkunar innan Dagsbrún- ar. Þaö vekur sérstaka at- hygli aö íhaldiö stjakar nú Alþýöuflokksmönnunum til hliðar á lista sínum og leggur bæði undir sig sæti formanns og varaformanns. Listi stjórnar og trúnaðarráðá er þannig skipaður: Formaður: Eðvarð Sigurðsson. Varaformaður: Guðmundur JL Guðmundsson. Ritari: Tryggvi Emilsson. Gjaldkeri: Tómas Sigurþórsson. Fjármálaritari: Kristján Jó- hannsson. Meðstjórnendur: HalIdóB Björnsson, Ilannes M. Stephcnr scn. Varastjórn: Skafti Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Guð-: rnundur Valgeirsson. Ennfremur kjósa Dagsbrúnar- menn endurskoðendur í félagi sínu, stjórn vinnudeilusjóðs og trúnaðarráð sem skipað er 100 aðalmönnum og 20 mönnum til vara. Er það mestmegnis skipað trúnaðarmönnum sem kjörnir eru á hinum einstöku vinnustöðvum og eru nokkur mannaskipti í ráð- inu af þeim ástæðum. Þá verður nú í fyrsta skipti kosin sérstaklega stjórn Styrktar-i sjóðs Dagsbrúnarmanna. f I fhaldið tekur forustuna Ríkisstjórnin lét einnig skilai lista sinum í gær. Þar vekur það athygli að Sjálfstæðisflokkurinn tekur algerlega forustuna og stjakar Alþýðuflokknum til hlið- ar, þannig að t,d. Jón Hjálmars- son sem verið hefur í formanns- sæti undanfarin ár fær nú hvergi Framhald á 4. síðu^ Afleiðing af skertum lífskjörum og óðaverðbólgu ríkis- stjórnarinnar: Húsnæðisleysi er enn yfirvofandi SíöA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.