Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 12
stefnt ísienzkum báta-
útveg í stórkostlegan voða
Á einum fjölmennasta fundi, sem hald-
inn hefur verið í samtökum skipstjórnar-
marna á ísafirði, var á dögunum samþykkt
ályk.íun þar sem mótmælt er hverskonar til-
slök or.um frá núgildandi landhelgi íslend-
inga.
© * ályktun þessari, sem samþykkt var
sarnhijóða á fundi Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Bylgjunnar 9. þ. m., var skorað á
þ;ng og stjórn að samþykkja engar tilslakan-
ir frá þeim áfanga, sem náðst hefur í land-
heigismálum Islendinga. „I sambandi við
ofangreint“, segir í samþykktinni „vill fund-
urirm benda á, að hugmynd sú að hleypa
ísltrzkum togurum inn í landhelgina til
veiða. gæti stefnt íslenzkum bátaútvegi í stór-
kostlegan voða, svo og íslenzkri landhelg-
issögu. Ennfremur lítur fundurinn svo á, að
ef islenzkum togurum yrðu leyfðar veiðar
innan núgildandi takmarka, yrðu afleiðing-
arnar niðurrif á þeim áfanga, er náðst hef-
ur í uppbyggingu bátaútvegsins hér á Vest-
f jörðum.“
Húsnædisfavsi er
enn víirvofandi
ÞlÓÐVILIINN
Laugardagur 20. janúar 1962
27. árgangur
16. tölublað
K0H60HERMENN ÚGNA
TRÚBOBSSTOBINNI
Meins 541 fullgerð íbúð í Reykjavík á s.l. áil Afleiðing aí skertum
lífskjörum. vaxfaokri og óðaverðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar
@ Tilfinnanlegur húsnæðisskortur er enn framundan'
í Reykjavík ef þróunin heldur áfram á sömu braut og
eíðustu ár.
® Aðeins 541 íbúö var fullgerð á s.l. ári hér í Reykja-
vik, eða rúmu hundraði færri en árið áður og nokkuð
á fjórða hundrað færri en 1958, síðasta ár vinstri stjórn-
arinnar.
® Á s.l. ári var byrjað á aðeins 391 nýrri íbúð í Reykja-
vík svo að á næsta ári á tala fullgerðra íbúða enn eftir
að lækka frá því sem nú er.
Guðmundur Vigfússon gerði
þessa ískyggilegu þróun að um-
talsefni á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur s.l. fimmtudag og
ílutti tillögu um að borgarstjórn-
in beitti sér fyrir auknum lán-
um til íbúðabygginga, afnámi
vaxtaokursins og skattlagningar
rikisstjórnarinnar á nýjar íbúðir.
Guðmundur minnti á að á ár-
um vinstri stjórnarinnar og einn-
ig 1959 meðan enn gætti áhrifa
frá gerðum vinstri stjórnarinnar
voru byggðar í Reykjavík nokkru
fleiri íbúðir en talið er að þurfi
til að mæta árlegri fólksfjölgun,
og þar með bætt nokkuð úr þeim
tilfinnanlega húsnæðisskorti sem
lengi hafði verið ríkjandi.
Þróunin í þessum efnum sem
fíðrum hefur snúizt við í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar og eru í-
búðabyggingar aftur komnar nið-
ur fyrir það að fullnægja þörf-
um vegna árlegrar íbúafjölgunar.
kjörum almennings sem stefna1
ríkisstjórnarinnar hefur leitt af
sér, sagði Guðmundur. Á tveimur
árum hefur ríkisstjórnin fram-
kvæmt tvennar gengislækkanir.
Lánsfjármöguleikar eru ófull-
nægjandi, sem bezt sést á því að
út á rúml. 400.000 kr. íbúð var há-
markslán húsnæðismálastjórnar-
innar á s.l. ári 100 þús. kr. eða
Ú4 af byggingarkostnaðinum;
hinum kostnaðarhlutanum urðu
menn að sjá fyrir sjálfir á ann-
an hátt.
Hætturnar af samdrætti íbúða-
bygginga eru augljósar: húsnæðis-
skortur og hækkandi húsaleiga.
Eigi að stöðva þessa ískyggi-
legu þróun, sagði Guðmundur, er
nauðsynlegt að stórauka fram-
lög til ibúðabygginga. Jafnframt
ber að lækka þá okurvexti sem
nú eru í gildi og gera mönnum
erfitt að taka jafnvel hin lægstu
lán. Slík vaxtakjör sem hér til
Þetta orsakast af skertum Iífs- íbúðabygginga munu hvergi þekkj-
ast kringum okkur í heiminum.
Einnig þarf að fella niður sölu-
skatt og innflutningsgjöld a.f efni
til íbúðabygginga, en sá skattur
nemur nú 30 þús. kr á meðal-
íbúð.
Þá þarf borgarstjórnin sjálf
að greiða fyrir undirbúningi og
úthlutun byggingarlóða þannig
að úthlutun geti farið fram í
marz, svo sumarmánuðirnir,
bezti byggingatíminn, komi
byggjendum að fullum notum. í
því sambandi ræddi Guðmundur
þá lömun tæknideilda bæjarins
sem bæjarstjórnarmeirihlutan-
um hefur nú tekizt að valda, —
og var það atriði rætt í Þjóð-
viljanum í gær.
Varðandi byggingamálin flutti
Guðmundur eftirfarandi tillögu:
„I tilefni þeirrar alvarlegu
þróunar í íbúðabyggingum í
borginni, er fram kemur í yfir-
liti byggingarfulltrúans í Reykja-
vík yfir byggingar, sem lokið
hefur verið við á árinu 1961,
ályktar borgarstjórnin:
a) að skora eindregið á Al-
þingi og rikisstjórn að gera ráð-
stafanir til að stórauka lána-
starfsemi til íbúðabygginga og
lækka vexti slíkra lána niður í
4%.
b) að skora á sömu aðila að
gera ráðstafanir til að fella nið-
ur aðflutningsgjöld og söluskatt
af byggingarefni til íbúða, sem
falla undir útlánareglur hús-
næðismálastjórnar.
c) að gera sjálf nauðsynlegar
ráðstafanir til að hraða undir-
búningi nýrra byggingasvæða,
Framhald á 4. síðu.
Leopoldville 19,1 — Gizenga,
varaforsætisráðherra Kongó,
verður fluttur til Leopoldville
með flugvél í nótt, segir í frétt
frá Sameinuðu þjóðunum.
Þá sagði talsmaður S.Þ. í dag
að ein af flugvélum S.Þ. hafi
komið auga á hersveitir Kongó-
manna í grennd við Sola, sem
er stór kaþólsk trúboðsstöð á
Kongolasvæðinu, en þar voru 12
trúboðar drepnir fyrir skömmu.
í Sola-stöðinni eru 30 hvítir
prestar og auk þess fjölmargar
nunnur af Fransisku-reglunni.
Þá eru óstaðfestar fregnir á
kreiki um að kongóskir hermenn
hafi drepið fjóra trúboða og 11
starfsmenn við Kaboga, um 500
km. fyrir norðvestan Elisabeth-
ville.
Tveir af nánustu starfsmönn-
Hvernig fórsl
um Gizenga hafa verið handtekn-
ir. Annar þeirra er Pakassa
ofursti.
Talsmaður S.Þ. segir að óeirðir
hafi brotizt út í Albertville, og
eigist þar við andstæðir hópar
innan Kongóhers.
I
Verja Gizenga
Tilkynnt hefur verið í Kairó,
að hópur kunnra lögmanna frá
ýmsum löndum ætli að taka að
sér vörn fyrir Gizenga í málinu
sem ríkisstjórnin í Leopoldville
hefur höfðað gegn honum.
NDOLA 19/1 — Skammbyssa lá
við lík Hammarskjölds, er það
fannst í frumskóginum við
Ndola, sagði eitt vitnið við rétt-
arrannsóknina á flugslysinu.
Eitt vitnið, Afríkumaðurinn
T. J. Kankasa, sagðist hafa séð
tvær flugvélar yfir flugvellinum
við Ndola nóttina sem Hammar-
skjöld fórst. Önnur þeirra var
stór og með ljósum, en hin var
minni og ljóslaus. Skyndilega
beindi minni flugvélin kastljósum
á þá stærri og skömmu síðar
hurfu þær. Skotgöt fundust á
flakinu af flugvél Hammar-
skjölds og gætu þau hafa verið
frá orustuþotu.
Búið að bólu-
setja 11 þús.
menns í Rvík
1 gær var búið að bólu-
setja um 11 þúsund manns
hér í Reykjavík. Aðsókn
var fremur dræm í gær.
Engin bólusetning fer
fram í dag.
Næstu viku fer bólu-
setning fram í Heilsuvernd-
arstöðinni á mánudag kl.
1—3 fyrir börn og þriðju-
dag til föstudags kl. 2—7
fyrir fullorðna.
s
Sex bátar með 2100
tunnur til Eyja
Vestmannaeyjum, 19/1 — I dag
komu eftirtaldir bátar til Eyja
með síld. Kristbjörg 700, Hring-
ver 600, Leó 200, Gjafar 80 og
Hannes lóðs 600 tunnur. Fór
síldin öll í bræðslu.
3 togarar lesta síld
Það ríkti afskaplega skemmti-
legt andrúmsloft við togara-
bryggjuna í gær. Norðan strekk-
ingurinn næddi fýlulega í tó-
verki togEfranna og margar hend-
ur unnu létt verk við að afferma
drekkhlaðin síldarskipin, hverra
afli var ísaður oní lestar togar-
anna, Asks, Neptúnu-sar og Gylfa
frá Patreksfirði. Þeir eiga síðan
að beina stefnum sínum til Ad-
enauers og Brandts, eigandi það
vafasama hlutverk, að halda
skrokkum þeirra gangandi í
heimspólitíkinni. Þá er nú verra
af stað farið en heima setið.
Guðmundur Þórðarson lá rétt
aftan við Askinn og voru menn
að mjatla síldinni úr lest hans,
til að ísa hana oní forlestina á
Aski, sem leggur íann einhvern-
tíma í nótt. Líka er Askur með
eitthvað af sínu eigin fiskiríi um
borð, en varla er það mikið, því
hér var ’ann á vatninu.
Ekki er blaðinu kunnugt um,
hvenær hinir togararnir leggja
af stað, en Freyr kom inn kl. tvö
úr vel heppnuðum sölutúr til
Þýzkalands.
LEIKSÝNING HLÝTUR LOF
Fá leikrit hafa hlotið betri
dóma, bæði hjá gagnrýnend-
um og leikhúsgestum, en
„Húsvörðurinn“ eftir Harold
Pinter, leikritið sem Þjóðleik-
húsið sýnir um þessar mund-
ir. Hér er uni sérstætt leikrit •
að ræða og vandaða sýningu,
sem enginn leikhúsunnandi
ætti að láta fram hjá sér fara.
Nokkrar glefsur úr grein-
um gagnrýnenda:
Á. Hj. Þjóðv.: — Húsverð-
inum var ágætlega tekið og
sýnilegt að ærið margir nutu
mjög hins nýstárlega ferska
og snjalla sjónleiks.
S.A.M. Mbl. — Sýningin á
Húsverðinum er viðburður í
leiklistarlífi vsáfrarins og
verðskuldar fyllsta gaum
allra þeirra sem láta sig leik-
húsið einhverju skipta.
G.B. Vísi: — Leikur Vals
í hlutverki umrenningsins
Davies er eitt hinna mestu af-
reka, sem hér hafa gerzt á
leiksviði í háa herrans tíð.
— Myndin er af Val Gísla-
syni og Gunnari Eyjólfssyni
í hlutverkum sínum í „Hús-
verðinum11. Næsta sýning á
leikritinu verður annað kvöld.