Þjóðviljinn - 20.01.1962, Side 3

Þjóðviljinn - 20.01.1962, Side 3
29 af 32 í timavinnu eða ákvœðisvinnu Fyrirbærið Eyjólfur Konráð Jónsson bregður ekki vana 1 sínum. í 4ra dálka fyrirsögn 1 í Mogganum í gær varð hann , að segja ósatt. Þar segir: ..Kommúnistar einir vilja að gengið sé að öllum kröfum verkfræðinga". Auðvitað veit Eyjólfur Konráð að þessi orð < hans eru staðleya. Hitt er margframtekin stað- reynd: fulltrúar Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn Reykja- víkur vildu þegar f upphafi verkfræðingadeilunnar s.l. vor að reynt yrði að ná samning- um við verkfræðingana, — og myndi það hafa orðið bænum hagstæðara að ganga eitthvað til móts við kröfur verlc- fræðinganna þá heldur en að þurfa nú að borga eftir tíma- vinnutaxta þeirra eða borga einkafyrirtækjum álag á vinnu verkfræðinganna. Borgarstjóri lét á sér skilja að hann teldi að verk- fræðingum bæri hærri laun en þeir höfðu, Hversvegna í ósköpunum reyndi hann þá ekki að semja við þá? Nei, í þess stað þverskall- aðist hann gegn því að samn- ingar væru reyndir. Afleið-. ingar urðu þær að af 32 verk-' fræðingum sem unnu hjá bænum fyrir verkfallið vinna nú 29 samkvæmt tímavinnu-’ taxta eða ákvæðistaxta, sem| er bænum miklu óhagstæðara. | En hugsjón borgarstjóra hef-j ur verið framkvæmd: bærinn, skal borga einkaframtakinu prósentur af allri vinnu verk-’ fræðinga sem unnin er fyrir | bæinn. Sautján nýir félagar gengu í Sósíal- istafélag Akraness á aðalfundinum Glæsilegt félagsheimili teídð í notkun á árinu Munur á hæsta og lægsta tilboði 5 millj. 300 þús. Síðastliöinn mánudag var haldinn aðalfundur Sósíal- istafélags Akraness. Var hann haldinn í hintnn glæsi- legu nýju húsakynnum félagsins, félagsheimilinu Rein, og gengu 17 nýir meöHmir í félagið á fundinum. For- maður félagsins var endurkjörinn Ársæll Valdemarsson, — Ingi R. Helgason mætti á fundinum og ræddi stjórn- málaviðhorfið og undirbúning bæjarstjórnarkosninganna. í upphafi fundEirins voru inn- tökubeiðnir frá 17 manns bornar upp og samþykktar í einu hljóði. Höfðu iþá á árinu gengið í félagið 20 félagar. Formaður bauð þá velkomna og flutti því næjt skýrslu fráfarandi stjórnar. Þar bar hæst bygging félagsheimilis- ins og starfræksla þess, sumar- ferðalag og málfundastarfsemi. Formaður flutti þakkir öllum iþeim, sem hönd hefðu lagt á plóginn, en með hinu mikla átaki hefðu sósíalistar á Akranesi skapað sér virðingu og álit. Gjaldkeri, Þórður Valdemarsson las reikninga félagsins, sem sam- þykktir voru samhljóða. Félagsheimilið Rein Halldór Backman formaður fé- lagsheimilisstjórnar hafði fram- sögu um byggingu félagsheimilis- ins og starfrækslu þess fyrsta ár- ið og í framtíðinni. Benti hann á, að um leið og sósíalistar á Það mœtti vera hér minni rigning og meira sólskin Bandarískir unglingar á íslandi: Fréttamenn voru í fyrradag kynntir fyrir þrem bandarískum ungmennum, sem dveljast hér árlangt á vegum íslenzku þjóð- kirkjunnar í skiptum fyrir 9 ís- lenzk ungmenni, er dveljast í Bandaríkjunum árlangt. Biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Einarsson og Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, skýrðu frá því að Þjóðkirkjan væri aðili að al- þjóðlegum kirkjulegum samtök- um er stuðluðu að kynnum ungs fólks af ýmsum þjóðernum. 1 júlímánuði 1961 fóru 9 ís- lenzkir unglingar, á aldrinum 16—18 ára, til Bandaríkjanna (7 frá Reykjavík, 1 frá Akureyri og 1 frá Keflavík) og hingað komu þrír bandarískir unglingar er dvelja í Reykjavík, Keflavík og Hafnarfirði. Bandarísku ung- lingarnir eru nú búnir að dvelja hér i hálft ár og eru þegar farn- ir að bjarga sér í íslenzku. Þeir eru hér í skóla og eiga íslenzka kjöríoreldra, sem bera ábyrgð á þeim sem sínum eigin bömum og láta þau hafa frítt fæði, hús- hæði og vasapeninga. Margaret Weidler, er býr í Keflavíkj sagði að sér fyndist að tungumál væru betur kennd hér en í Bandaríkjunum, en reikningur lakar. Nicholas Hörmann, sem er frá H.awaii, hafði aldrei séð snjó og er hann fór í fyrsta skipti á skauta, var hann einn á Tjörn- inni. Hann er í menntaskólan- um og lærir þar í fyrsta skipti latínu. Hann sagði að samband nemanda og kennara væri miklu nánara í heimalandi sínu, en hér þekkti hann engan kennara per- sónu.lega. JDavid (Seaiy kunni vel við sig í Flensborgarskóla. Hann fór á skíði um jólin og fanrist skrítið að karlmenn og kvenfólk skyldu sofa saman í einum sal í Skíða- skálanum. öll eru þau ánægð með dvöl- ina hér. Þau vi’du gjarnan hafa minni rigningu og meiri . sól. Guðsþjónustur fannst þeim vera hátíðlegri hér en heima, en fó)k- ið feimið að ta.la u.m krist’n- dóm. Einnig er safnaðar’u'f miklu fjöibreyttara í Bandaríkjunum en hér. AE íslenzku unglingunum í Bandaríkjunum er allt, gott að frétta, þeir hafa skrifað heim og Framhald á 11. síðu. Akranesi hefðu með byggingu fé- lagsheimilisins' stórbætt aðstöðu sína til félagslegra og pólitískra starfa, hefði Rein komið í góðar þarfir fyrir önnur félög á staðn- um og orðið eftirlætis skemmti- staður unga fólksins. Þakkaði Halldór einnig öllum er hlut áttu að byggingu og starfrækslu heim- ilisins, Ásgerður Gísladóttir gjaldgeri félagsheimilisstjórnar gat ekki mætt á fundinum, en Ingi R. Helgason, sem hafði endurskóðað reikninga félagsheimilisins las þá í hennar fjarveru og skýrði. Reikningamir sýndu, að félags- heimilið. bygging bess og starf- ræksla. byggist á fórnfúsu sjálf- boðaliðsstarfi. Rekstursreikningur svndi um 20% hagnað af veltu. Óskaði Ingi fundarmönnum til hamingiu með þessa millón krónu eign sba á bezta stað í bænum, sem félaginu hefði áskotnazt á einu ári. og sýndi hvað býr í sósíalistum. ef samtaka er tekið á. — Reikningarnir voru síðan samþykktir í einu hljóði. Stjórnarkosning Fór því næst fram stjórnar- kosning og urðu nokkrar brevt- ingar í forustuliðinu með tilliti til nýrra starfskrafta, sem félag- inu höfðu bætzt. ( Stíórn félagsins skipa nú þess- ir félagar: Ársæll Valdemarsson, formað- nr. Halldór Backman, varaform., Sigurður Guðmundsson, ritari, PáU Jóhannsson. gialdkeri, Árni Tnsimundarson. meðstjórnandi og Hafsteinn Sigurbiöi’nsson til vara. Félagsheimilisstjórn skipa þess- ir rnenn:.....téíiMÚ'kt » Ha'tdór Backman, formaður, Þórður Valdemarsson. Ásgerður O’Uadóttir. Unnur Leifsdóttir. Ouðmundur Pálmason og Einar Kristiáhs«r>n til vara.. Fndurskoðendur voru kosnir HaUdór Þorsteinsson og Knútur Gunnarsson. Stjórnmálaástandið Að lokum var rætt um stjórn- málaástandið og bæjarstjórnar- kosningarnar. Urðu um þau mál miklar og fjörugar umræður, sem t stóðu til að ganga 2 um nóttina. . Kom þar f ram áhugi og sóknar- ‘hugur sósíalista á Akranesi. A síðasta borgarráðsfundi var samþykkt að taka tilboði Svein- bjarnar Sigurðssonar bygginga- meistara í byggingu tveggja fjöl- býlishúsa við Álftamýri 38—44 og 46—52. Verða þetta fjögurra hæða blokkir með alls 64 íbúð- um, 48 þriggja herbergja og 16 tveggja herbergja. Bygging húsanna var boðin út á tvennan hátt, sagði Valgarð Briem forstjóri Innkaupastofn- unar Reykjavíkur í viðtali við Þjóðviljann í gær. Annars veg- ar tilboð miðuð við að skila íbúðunum fullbúnum 15. desem- ber 1962. Hins vegar við að skila íbúðunum fullbúnum 15. marz 1963. 7 tilboð bárust miðuð við fyrri skilmálana en 10 við þá síðari. Tilboð Sveinbjarnar var miðað við síðari skilmálana og var það lægst af þeim tilboðum. Hljóð- aði það upp á 16 millj. og 600 þús. krónur. Næst var tilboð frá Brú h.f., 17 millj. 552 þús. kr. og þá tilboð frá Ingimari Haralds- syni, 17 millj. og 600 þús. kr. Hæsta tilboð í bessum flokki var 21 millj. og 900 þús. kr. Lægsta tilb. í fyrra fl. var frá Brú hf., 17 millj. og 552 þús. kr. eða sama upphæð og tilboð fyrirtækisins í seinna flokknum. Ingimar Har- aldsson bauð 17 millj. 705 þús. kr. í þessum flokki og Böðvar Bjarnason 17 millj. 952 þús. kr. (bauð 17 milli. 806 þús. kr í seinni flokknum). Hæsta tilboð í þessum flokki var 22 millj. 240 þús. krónur. Sveinbjörn gerði ekki tilboð í fyrri flokknum. Eitt Nýtt heimsmet MOSKVU 19/1 — Sovézki skauta- hlauparinn Evgeni Grisin, hljóp 500 metrana í gær á 39,8 sek. í sömu keppni, sem fór fram í borginni Alma Ata í Sovétlýð- veldinu Kirghisistan, setti Irina Yegarova nýtt heimsmet í 500 metra skautahlaupi kvenna, hljóp vegalengdina á 45,3 sek. tilboð barst, sem var lægra en tilboð Sveinbjarnar, en það var byggt á misreikningi og var tek- ið aftur. Verðtilboðin eru miðuð við að skila öllu sameiginlegu í húsun- um fullfrágengnu en íbúðunum sjálfum ómáluðum. Áætlað er að heildarkostnaðarverð stærri í- búðanna verði um 390 þúsund krónur en minni íbúðanna tæp 300 þúsund. Þar af er áætlað að stærri íbúðirnar muni kosta 320 þúsund eins og verktaki skilar þeim en fullnaðarfrágangur kosti um 70 þúsund krónur. Valgarð sagði að lokum, að eft- ir væri að ganga formlega frái samningum við Sveinbjörn en það yrði gert á næstunni. Myndi verktaki fljótlega fara að hefja undirbúning að bvggingu hús- anna en framkvæmdir úti myndu þó ekki hefjast fyrr en seint í marz. Ætla að byggja sambýlishús í tilreuneskyni Fyrir síðasta borgarráðsfundi lá umsókn frá íslenzkum að- alverktökum um lóð við Kapla- skjólsveg undir 6 sambýlishús. Þjóðviljinn sneri sér til fram- kvæmdarstjóra félagsins, Thórs Ó. Thór, og spurðist fyrir um það, hvort félagið hyggðist nú fara að snúa sér að bygginga- framkvæmdum hér í bænum. Sagði framkvæmdastjórinn að svo væri ekki. Félagið ætlaði aðeins að byggja þessi sambýlishús í til- raunaskyni til þess að reyna nýja byggingaraðferðir, er ættu að geta minnkað byggingakostn- að til mikilla muna frá því sem nú er. Kvaðst hann ekki geta gefið nánari upplýsingar um þess- ar fyrirhuguðu byggingafram- kvæmdir að svo komnu máli en blöðunum myndu látnar í té upp- lýsingar um þessar nýjungar sem félagið hefur á prjónunum, þeg- ar lóðirnar væru fengnar. Geng- islækkun Fátt er jafn hverfult í ver- öldinni og gengi íslenzku krónunnar. Hún hefur verið moluð og sörguð í sundur æ ofan í æ; lengi vel var það siður að klípa úr henni mis- stóra bita á svo sem tíu ára fresti, en nú eru stjórnar- völdin farin að gera þetta ár- lega, og kannski kemur senn að því að ráðamennirnir skrái gengið oft á dag eins og gert var í Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina fyrri. En þótt íslenzk króna sé möluð mélinu smærra, er þó annað gengi á fslandi sem rýrnar ennþá hraðar — það er gengi þeirra manna sem afturhalds- flökkarnir bjóða fram í Dags- brún. Við höfum séð það á úndanförnum árum hvernig þeir hafa skoppað fram á sjónarsviðið eins og vel fægð- ir og kringlóttir gullpeningar, og gildi þéirra hefur veriff skráð í hámarki. en yfirleitti hefur gengið rýrnað um 100% í einum kosningum, þánnig að ekki hefur verið unnt að bjóða upp á þá framar. Það er aðeins úrvalspeningur á borð við Jón Hjálmarsson sem getur þraukað í 2—3 ár, en nú er gengi hans einnig þrot- ið að fullu. Og sá er einnig munurinn á krónunum og frambjóðendum atvinnurek- enda í Dagsbrún, að krónun- um fjölgar þó jafnóðum og þær smækka. en alltaf verð- ur erfiðara og erfiðara að finna nýja frambjóðendur. Nýjasti frambjóðandi geng- islækkunarmanna í Dagsbrún heitir Björn Jónsson. Hann kennir sig réttilega við Mann- skaðahól. — Austri. ib., t Laugardagur 20. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN (í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.