Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 4
: 1 ' 1 1 ; 1 i Hallœrisvika Úð VaP PSaSI iláll Þetta var hálfaerð hallæris- M — M M ■ M MMW M M Þetta var hálfgerð hallæris- vika og því líkast sem eitt- hvert slen hafi verið í stofn- VIKAN 7. TIL 13. JANÍÍAR uninni eftir annríki jólanna. Ungur klerkur að austan prédikaði við messu sunnu- dagsins. Hann lagði út af guðspjalii dagsins, sögunni um það er Kristur blessaði bömin, sem lærisveinarnir vildu reka burt. Rakti hann fyrst þýðingu blessunarinnar, eins og hún kom fram í trú og siðum fornra þjóða aust- ur þar. tók síðan að ræða hreinleika sálarinnar og komst þá inn á talsvert þungan sál- fræðilegan hugsanagang, sem ég botnaði ekki almennilega í, sökum þess að mig mun hafa brostið þá almennu und- irstöðuþekkingu í sáivísind- um er ég hygg að hafi verið nauðsynieg til þess að menn haettu að hafa hennar not. En er útlistunum þessum lauk fór hann að biðja og sagði svo amen. Ekki vontaus Um kvöldið flutti Sigurður Bjarnason alþingismaður er- indi um Sameinuðu þjóðirnar. í öndverðu var hann við sama heygarðshornið og þeir biskupinn og séra Jakob höfðu verið um áramótin. því hann ympraði eins og þeir á yfirvofandi eyðingu heims- byggðarinnar. En síðan tók hann að ræða um hlutverk hinna sameinuðu þjóða og virtist þegar allt kom til alls ekki vera aiveg vonlaus u.m að mannskepnan fengi borg- ið sér frá áðurnefndum ör- lögum fyrír þeirra tilstilli. Erindi þetta var alit frem- ur dapurlegt, yfirieitt hófsam- legt en dálítið hlutdrægt á köflum en þó ekki meir en vænta mátti. Síðan kom spumingaþáttur skólanemenda, ósköp sviplít- ijl að vanda. Prédikun Vilh}álms Á mánudagskvöldið talaði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson um daginn og veginn. Ég hef víst látið þess getið slundum ■ áður, að menn féllu helzt til oft í þá freistni að prédika þegar þeir ættu að rabba um dag og veg. Ræða Vilhjálms var ein samfelld prédikún frá upphafi til enda. En líklega fyrirgefst Vilhjálmi meira en öðrum vegna þess að prédikun hans var betri bæði að efni og byggingu, en pré- dikanir annarra áhugaprédik- ara. Hann lagði út af sögunni um manninn, sem fór austur yfir fjall og til æskustöðv- anna á gamlárskvöld, til þess að leita að sjálfum sér. Og þegar hann kom aftur upp úr áramótunum, fannst hon- um sem hann myndi að minnsta kosti hafa fundið eitthvað af sínum gamla manni austur þar. Niðurstaða Vilhjálms var svo sú að menn væru yfir- leitt rótslitnir og hefðu týnt meira og minna af sjálfum sér í ys og amstri hútíma- ..œienningarinnar með öllum hennar hraða og þetta sem menn hefðu týnt þyrftu þeir að reyna að finna, annað hvort með því að komast burt um sinn frá ysnum og hrað- anum út í kyrrláta náttúruna, eða ef þess væri ekki kostur að reyna að útiloka hraðann endrum og eins og eiga kyrr- látar stundir með sjálfum sér. Þetta er nú allt saman gott og blessað, en þó með þeim fyrirvara að við megum ekki taka það allt of bókstaflega, að við séum búnir að týna meira eða minna af sjálfum okkur. Slík lffsspeki gæti bein- línis leitt út í hreina vitleysu., og gæti þá farið fyrir okkur eins og manninum sem leitaði að hattinum sínum, unz hon- um var bent á að hann væri með hattinn á höfðinu. Komsf loks oð efninu Þá flutti Selma Jónsdóttir erindi um skreytingu enskra handrita til forna, vafalaust fróðlegt erindi, þó maður fái ekki almennilega áttað sig á, hver not hægt sé að hafa af slíkri fræðslu. Á þriðjudagskvöldið var flutt leikritið Sólskinsdagur, áður útvarpað í sumar leið. Þetta er nauða ómerkilegt og mætti segja efni þess með hinni alkunnu vísu: Man ég okkar fyrri íund, forn þó ástin réni, nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Eiríkur Sigurbergsson flutti . þriðja erindi sitt um ný ríki' í Suðurálfu, og komst hann nú loks að efninu og sagði frá Fílabeinsströndinni. Og nú eftir að hann raunverulega var kominn af stað, reyndist frásögn hans lipur og lífræn með hæfilegum hraða, er hann brá upp myndum af landi og þjóð. Miðvikudagur skilaði sinni kvöldvöku. Eyrbyggjulestur í öndverðu: þá flutti Berg- sveinn síðari hluta sinn af lýsingu Höskuldseyjar og fléttaði sagnir inni í þá lýs- ingu. á skemmtilegan og smekklegan hátt. Það er með ey þessa, sem m'arga aðra staði. á landi hér, að ekki einungis hver bær á sína sögu heldur einnig hver blett- ur. Þá flutti Þorsteinn frá Hamri. erindi um Hákonar- mál Eyvindar skáldaspillis og las kvæðið eftir að hafa rak- ið sögu Hákonar Aðalsteins- fóstra, hins bezta kóngs er frændur okkar Norðmenn hafa átt að öðrum kóngum þeirra ólöstuðum. Erindakvöld Fimmtudagskvöldin eru kvöld hinna mörgu erinda, þrjú er- indi, gjörið þið svo vel, og hefur margur boðið upp á minna. Fyrst flutti Sturla Friðriks- son fimmta erindi sitt um erfiðir og talaði að þessu sinni meðal annars um það hvern- ig kynferði ákvarðast og kom það upp úr kafinu að það eru karldýrin sem eiga ákvörðun- arréttinn um hvort afkvæmið verður karlkyns eða kven- kyns. Væri ekki athugandi fyrir kvenréttindahreyfinguna, að hefja baráttu fyrir því, að fá þessu úrelta náttúrulögmáli breytt og heimta jafnréttisað- stöðu á þessu sviði sem öðr- um gagnvart karlkyninu? Næstur talaði Lúðvík Krist- jánsson um Þorlák O. Johns- son og sjómannaklúbb hans. Lúðvík er löngu þjóðkunnur fyrir rannsóknir sínar á hag og menningarsögu þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldar, og er- indi hans um þessi efni hafa orðið vinsæl og vakið athygli. Var þetta erindi ekki síður athyglisvert en hin fyrri. Honu.m tekst alltaf að vekja athygli hlustandans og fá hann til að lifa sig inn í þá atburði sem hann er að lýsa. Örnólfur Thorlacius flutti hið þriðja erindi, og fjallaði það um fjarskynjanir, eða nánar tiltekið skýrði höfund- ur frá vísindalegum athugun- um sem gerðar höfðu verið á þessum fyrirbærum er ekki verða skýrð eftir þeim lög- málum náttúruvísindanna, sem kunn eru. Var höfundur helzt þeirrar skoðunar að hér væru að verki einhver þau lögmál sem enn væru ókunn en yrðu sennilega uppgötvuð í náinni framtíð. Draugasaga Á miðviku- og fimmtudags- kvöld eftir síðari fréttir var lesin saga eftir Rósu B. Blöndal, er nefnist Stjörnu- steinar. Saga þessi byrjaði sem róm- antísk ástarsaga, en endar sem d.raugasaga. Ungur og fátæk- ur sveinn fær óstöðvandi ást á leiksystur sinni, en þegar hún er svo að föðurráði gefin sýslumanninum fyllist hann óumræðilegri ástarsorg og hverfur til Ameríku, eftir að hafa þó heitið vinkonu. sinni að koma í brúðkaup hennar. En svo kemur hann í brúð- kaupið uppbúinn, en er þá orðinn að draug, tælir brúð- ina með sér úr veizlunni út á illa lagt vatn og rennir sér með hana niður um vök. Þetta var vel af sér vikið, og hafa líklega ekki aðrir draugar gert betur á voru landi, og líklega þó víðar væri leitað að minnsta koosti gerði Don Raminó, sem höfundur virð- ist hafa haft í huga, þó ekki annað en að dansa við brúð- ina. Hver öSrum leiSinlegri Á föstudagskvöldið var þeim Björgvin og Tómasi gef- ið frí. en í þess stað minnzt fimmtíu ára afmælis Alliance Francaise og hugði ég að þau skipti myndu verða hlu.stend- um hagstæð. Þó efast ég um að svo hafi reynzt, því segja má að karlarnir sem komu fram í þessum franska þætti, hafi verið hver öðrum leiðin- legri og síður en svo orðið ti.1 að vekja áhuga eða aðdá- u.n manna á þessu ágæta landi Frakklandi og þeirri þjóð er það byggir. Þetta kvþld var og lesin útvarossagan. sem byrjaði upp úr áramótunum og heitir Seiður Satúrnusar. eftir Priest- lev, þýdd og lesin af Guð- jóni Guðjónssyni. Engu skal um það spáð hversu. saga þessi muni ráðast, en í byrj- un virðist hún vera nokkuð langdregin og vafalaust verð- ur hún spennandi. -Lesturinn er ekki upp á það bezta. en þó nokkurn veginn Viðunandi, og ekki ósennilegt að lesarinn eigi eftir að taka sér fram. Fengi nýr Ibsen inni? Á laugardagskvöld var svo endurtekið leikrit Ibsens, Þjóð níðingurinn, er var flutt í hið fyrra skiptið milli hátíð- anna. Nú er Ibsen dauður fyrir löngu, en Þjóðníðingurinn •með sina þjóðfélagsádeilu, markvissa og miskunnarlausa, þykir fróðum mönnum senni- lega eitt af því bezta í heims- bókmenntunum, sinnar teg- undar, svo að ég noti enn orðalag útvarpsins. En ef einhver Ibsen risi upp einn góðan veðurdag og skrifaði annan Þjóðníðing, gripinn beint út úr okkar samtíð, á sama hátt og Þjóð- níðingur Ibsens var gripinn úr hans samtíð, en að því skapi stærri í sniðum sem öll þjóðlífsvandamál hafa vaxið síðan á dögum Ibsens, myndi þá ekki mörgum bregða í brún? Eða hvort myndi slíkt verk hafa orðið jólaleikrit út- varpsins okkar, undir stjórn Vilhjálms Þ.? , effár SKÚLA GUÐJÓNSSON fró Ljótunnarstöðum Gengislœkkunarmeim Húsnœðisleysi Eramhald af 1. síðu. að vera á listanum! Einnig vek- ur það athygli að nú er ekki talið ráðlegt að bjóða upp á neinn af þeim stuðningsmönnum ríjíisstjórnarinnar sem Dags- brúnarmenn þekkja og helzt hafa haft sig í frammi undan- farin ár. í staðinn er gripinn nýr maður — og kosturinn við hann einmitt talinn sá að Dags- brúnarmenn þekki hann ekki. Þetta nýja formannsefni ríkisstjórnarinnar heitir Björn Jónsson og er. frá Mannskaða- hóli í Skagafirði. Björn er maður hátt á sextugsaldri og mun hafa verið í Dagsbrún í fáein ár. Aidrei hefur hann haft nein afskipti af málefn- um félagsins og ekki mætt á félagsfundi svo vitað sé. Ekki er heidur kunnugt að hann hafi nokkurn tíma starfað að verkalýðsmálum nokkursstað- ar á Iandinu og ekki haft önn- ur afskipti af félagsmálum en þau að hafa jafnan tiltæk hross á járnum þcgar hann þurfti að smala fyrir íhaidið í Skagafirði. I sæti varaformanns er Jóhann Sigurðsson, verkfallsbrjóturinn frægi úr Glerverksmiðjunni. Mun hann hafa sótt mjög fast að komast í formannssætið en íhald- ið ekki talið þorandi að bjóða upp á hann. Þannig er álit í- haldsins sjálfs á þessum áhuga- sama liðsmanni sínum — hvað mættu þá aðrir segja? Gengislækkunarlisti lEn þótt skipan listans veki athygli, er hitt þó furðulegra að slíkur listi sku.li boðinn fram. Það hefði sannarlega verið á- stæða til þess að ætla að aðeins fáir Dagsbrúnarmenn fengjust til að þjóna undir ríkisstjórnina að þessu sinni - eftir reynslu síðasta árs. Þá voru allir Dagsbrúnar- j menn einhuga um kröfur sínar sem lágmarkskröfur, og þær nutu raunar stuðnings alls almennings. Engu að síður reyndu atvinnu- rekendur og ríkisstjórn að níðast sérstaklega á Dagsbrúnarmönn- 'um, reynt var að neita peim um réttindi sem samið var greiðlega um við aðra. Þegar Dagsbrún hafði náð samningum eftir harða baráttu var samið við fjölmarga aðra baráttulaust um mun meiri kauphækkanir. Síðan lækkaði ríkisstjórnin gengið og miðaði gerigislækkunina við það að öll kauphækkunin skyldi tekin af Dagsbrúnarmönnum á nokkrum mánuðum. Þeir menn sem bjóða fram rík- isstjórnarlista í Dagsbrún eftir þessa reynslu eru að leggja gengislækkunina og aðra fram- komu stjórnarvaldanna undir at- kvæði félagsmanna. Þeir eiga skilið að fá makleg málagjöld. Framhald af 12. síðu. svo að úthlutun og afhending Ióða til íbúðabygginga í ár geti að mestu farið fram í marzmán- uði n.k. og sumartíminn nýtist ó- skertur til framkvæmda“. Borgarstjórh viðurkenndi að „þróunin í íbúðabyggingum und- anfarin ár er óhagstæð“, en vildi kenna vinstri stjórninni (!) um það að á valdaárum núverandi stjórnar hafa nýjar fullgerðar íbúðir verið mörgum hundruðum færri en í tíð vinstri stjórnar- innar!! Þá var hann einnig svo ógæt- inn að rifja upp gaml.a tíma, þá tíma þegar ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins setti hér á bann við byggingum íbúða, samkvæmt bandarískum fyrirmælum, í Upp- hafi síðasta áratugs. Það tók sósíalista og almenning nokkurra ára baráttu að fá það bann af- numið, en þá var húsnæðjsskort- vofir yfir urinn orðinn svo þjakandi að mikill fjöldi manna réðist í í- búðabyggingar. Þennan smánar- blett í sögunni vildi Geir svo túlka sem fjörkipp „undir for- ustu Sjálfstæðismanna“! Sýnir það bezf óverjandi málstað að Geir Ilallgrímsson skuli neyddur til að grípa til slíks rökstuðnings. Þorvaldur Garðar Kristjánsson flutti enn einu sinni sömu Heim- dallarpiltslexíuna um vonzku vinstri stjórnarinnar og kommún- ista, (má mikið vera ef hann flytur hana ekki líka upp úr svefninum heima hjá sér), eru jafnvel flokksmenn hans farnir að geispa undir þessari gömlu þulu. Að loknum umræðum var til- lögu Guðmundar vísað til borg- arráðs með 11 atkvæðum íhalds- ins og Magnúsar 11. gegn 4 at- kvæðum Alþýðubandalagsmanna o.g Framsóknar. — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.