Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1962, Blaðsíða 6
þlðÐVlLJINN Ötgefandl: SamelnlnBarflokkur alþýBu - Sóstallstaflokkurlnn. — Rltstíðrari Magnús Kjartansson (&b.), Magnús Torfl Olafsson, SigurSur OuSmundsson. — Fréttarltstjðrar: ívar H. Jðnsson, Jðn Bjarnason. — Auglýsingastjðrl: GuSgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsinear, prentsmiðja: Skðlavörðust. 19. Biml 17-500 (5 linur). Áskrlftarverð kr. 50,00 & m&n. — Lausasöluverð kr. 3.00. Frentsmlðja Pjóðviijans h.f. Afl alþýðimnar |Jndanfarna daga: þegar íhaldsblöðin h-afa sótzt fast- ast eftir fylgi Framsó’knarflokksins við innlimunar- áformin og afsal íslenzks sjálfstæðis, hafa ritstjórar 'Morgunblaðsins og Vísis látið þau hreystiyrði á prent, að tækist að fá liðsinni Framsóknarflokksins til þeirra verka, skipti engu um afstöðu kommúnista, en með því °rði er í þessum blöðum að jafnaði átt við Sósíalista- flokkinn, Alþýðubandalagið og raunar alla þá sem and- vígir eru erlendum herstöðvum og erlendri ásælni á Íslandi. Hér kemur enn fram sú ósfehyggja afturhalds- ins 'að það geti farið sínu fram, én tillits til hinnar róttæku verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtafea al- þýðunnar. j^eynsla afturhaldsins á íslandi um þriggja áratuga skeið hefði raunar átt að kenna forvígismönnum þess, að það hefur efeki getað farið sínu fram eins og hin róttæka verkalýðshreyfing væri ekki til. Það eru orðin um þrjátíu ár frá þvi hinn ungi og fáliðaði Komm- únistaflokkur íslands skipulagði baráttu atvinnuleys- ingjanna og verkalýðsfélaganna með þeim árangri, að afturhald landsins varð að taka fullt tillit til og kom ekki fram kúgunartilraunum og kjaraskerðingaráform- um vegna árvefeni og baráttu stéttvísasta hluta al- þýðunnar. ||vað eftir annað á þessu þrjátíu ára tímabili hefur íslenzkt íhald og afturhald reynt að gera óskhyggju sína að veruleiba, talið sér trú um að hægt sé að stjórna landinu eins og 'hin róttæka verkalýðshreyf- ing væri ekki þjóðfélagsleg staðreynd. Með þræla- lögum hefur verið reynt að lama verkalýðsfélögin, löggjafarvald Alþingis verið misnotað til freklegra kjaraskerðinga, leiðtogar hreyfingarinnar fangelsaðir og kveðnir upp yfir þeim stéttardómar, sem eru eins og svartur blettur á heiðri Hæstaréttar og annarra þeirra dómstóla, sem létu hafa sig til að dæma þá. Gerðar hafa verið á Alþingi hinar fáránlegustu hunda- kúnstir til að hindra að sósíalistar nytu réttinda sem þingmannatala þeirra heimilaði ótvírætt. Til þess beittu „lýðræðisflokkarnir“ sem svo nefna sig, jafn spaugi- legum aðferðum og þeim, að setja nokkrum sinnum í lög að tilteknar nefndir og stjómir skyldu skipaðar samkvæmt vilja þriggja stærstu þingflokkanna. En það snjallræði var litlu fyrr fundið upp en sú stað- reynd blasti við að Sósíalistaflokkurinn var orðinn einn þriggja stærstu þingflokkanna, og þurfti þá að breyta lögunum aftur í skyndi! Þannig hefur farið með hverja tilraunina af annarri til einangrunar og réttindasvipt- ingar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hún hefur með afli alþýðunnar sprengt af sér hverja þá fjötra sem íhald og afturhald hefur reynt að leggja hana í. fjað hefur stórtafið sókn verkalýðslhreyfingarinnar til * stjprnmálavalda á íslandi að ranglát kjördæma- skipun hefur fram á síðustu ár skammtað þeim flokk- um sem verkalýðshreyfingin hefur myndað langtum miinni áhrif á löggjafþrstarf, stjórnairmyndianiir og stjórnarstefnu en þeir hafa átt rétt til samkvæmt fylgi sínu í landinu. Enda þótt núverandi kjördæmaskipun og ikosningalög séu langt frá fullkomin, eru þau svo frjálsleg, að íslenzkri alþýðustétt er vorkunnarlaust » að stórauka áhrif sín á Alþingi iþegar á næstu árum, og sanna afturhaldinu enn einu sinni með stærra þing- flokki og afli alþýðusamtakanna utan þings að það er meiri óskhyggja nú en nokkru sinni fyrr um þrjátíu ára skeið að hægt sé að stjórna þessu landi og verzla með frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði eins og hin róttæka verkalýðshreyfing væri ekki til. — s. LÆKNIR SKRIFAR: llm bólusótt og bólusetningu Arið 1721 gerðust liau tíðindi Montagu kom með hana tii Bólan (variola) og kúabóla börn eru þriggja til níu mán- í Englandi að lafði Wortley Evrópu. (vaccina) stafa af náskyldum aða. Kétt þykir að fresta frum- Montagu kynnti fyrir Iöndum Svo bar það við árið 1774 veirum. Kúabóluveiran veldur bólusctningu hjá börnum og sínum aðgerð sem tiðkaðist í að bóndi að nafni Benjamin öflugri mótefnamyndun í manns fulíorðnum með vissa kvilla, Tyrklandi og nefnist „variola- Testy í Dorset á Englandi bólu- líkamanum og það mótefni er eins og til dæmis húðkvilla og tion“. Var hún fólgin í því að setti konu sína og tvo syni vörn við bólusótt í báðum hitasóttir af ýmsum orsökum. bera smitefni úr bélum frá með kúabóluefni. Er hann sá myndum hennar. Vægari mynd- Sé frumbólusetningu frestað til vægi'.m tilfellum af bólusótt í fyrsti sem það hefur gert svo in cr kennd við Evrópu og skólaaldurs eða fullorðinsára, húðrispur á fólki, sem ekki hafði skjalfest sé. kölluð variola minor, eða litla aulcast Iíkur á aukaverkunum tekið sýkina. Þessi aðferð var Enn liðu nokkur ár, og 1798 bóla, en hin svæsnari mynd og fylgikvillum við bólusetn- ekki hættulaus, talið var að birti Jenner, enskur læknir í sjúkdómsins er kennd við Asíu inguna. Talið er að bólusetn- einn af hverjum 300 sem sett Gloucestershire, rit um kúa- og nefnd variola major eða ing gerð um meðgöngutímann var bóla á þennan hátt biði bólusetningu. Hann hafði tekið stóra bóla. gcti valdið fósturdauða, og bana af sýkingunni, en þótti eftir því að mjaltakonurnar, . þykir því rétt að bólusetja ekki þó tilvinnandi því Iífshættan sem fengu kúabólu, vaccina, menn o use nmg og end- vanfærar konur. af sýkingu jmeð venjulegum fengu ekki bólusótt úr því. Fólk m o use 11 mf 1 a vu la ‘l °" Til að tryggja ónæmi og forð- hætti var langtum meiri. Þeir til sveita í Englandi hafði um . ast aukaverkamr við bolusetn- Jenner, höfundur kúabólusetningarinnar Það er ekki nógu almcnnt læti meðan bólan er að koma kunnugt að kúabóluefni er smit- út og gróa. Bétt er að fara gæti- . , ,, , . , . , . in gegn bólusótt. . sem svona voru syktir gátu langan aldur truað a aunnið o- ingu, þarf að lata endurbolu- einnig smitað út frá sér, nema næmi við bólusótt. Tilraunir í skýrslu brezka heilbrigðis- setja sig á fimm ára fresti. Þó sérstakar varúðarráðstafanir Jenners sýndu, að hugmyndir málaráðuneytisins 1952 segir sir er talið nægilegt, ef frumbólu- væru gerðar, og var aðferðin sveitafólksins komu heim við John Charles, að bólusetning sett er á fyrsta ári, að endur- bönnuð með lögum í Englandi vísindalegar staðreyndir. við bólusótt sé 70% fátíðari en bólusctja í upphafi skólaaldurs efni, Hægt er að smita sjálfan lega með sig eftir bólusetningu, 1840. Bólusetning við bólusótt með hún ætti að vera. Bólusetning- og að lokinni barnaskólagöngu. sig og aðra, ef smitefni það og þeim sem fá hita er ráð- .r . . ,. . kúabóluefni er jafnan talin arskylda var afnumin í Eng- Þá sem starfa síns vegna þurfa sem bólusett er með cr borið lagt að liggja og hafa handlegg ario a lon v ir ís a a í e;nn af stærstu sigrum mann- Iandi 1948. að umgangast bólusóttarsjúk- með fingrum á næma staði á þann sem bólusettur var í fatla, az i Kína og á Indlandi frá kynsins í baráttunni við sjúk- Heppilegasti tími til frum- linga, þykir rétt að endurbólu- eigin líkama eða annarra. Ber ef þroti er í kringum staðinn því á áttundu öld, en lafði dóma. bólusetningar er talinn þegar setja árlcga. því að viðhafa varúð og hrein- þar sem bólusett var. Engin ástæða fréttist til lorns Bólusóttarsjúklingur Undanfarna daga ihefur tölu- verður hluti Reykvíkinga verið haldinn múgæði. Afgreiðsla Heilsuverndarstöðvarinnar var dag eftir dag troðfull af fólki, sem virtist áh'ta að líf þess væri undir því komið að fá tafarlausa kúabólusetningu. Degi áður en bólusetning hafði verið auglýst fyllti-st allt út úr dyrum á bólusetningarstaðnum, svo við sjálft lá að börn træð- ust undir. Börnin grétu af hræðslu við bólusetningarrisp- una, konur grétu af æsingi og nærri stappaði að karlmenn berðust um hvor fyrr fengi af- greiðslu. Börn og veikburða kvenfólk féll í yfirlið í troðn- ingnum. Þess eru dæmi að há- aldrað fólk hefur rifið sig upp úr kör til að komast í biðröð- ina eftir bólusetningu í Heilsu- verndarstöðinni. Nú er bólusetning sjálfsögð heilbrigðisráðstöfun, en engin skynsamleg ástæða er finnanleg fyrir bólusetningaræðinu sem hér greip um sig. Að vísu hef- ur bólusótt stungið sér niður £ nálægum löndum en slíkt er ár- legur viðburður og hefur ekki valdið fólki á íslandi neinum verulegum óróa fyrr en allt í einu á því herrans ári 1962, þegar rétt 90 ér eru liðin síðan bólusjúkur maður dvaldi. síð- ast í landinu. Líkumar á að bólusótt berist hingað nú frá Bretlandi eða Þýzkalandi eru hverfandi litlar, engu meiri en margsinnis á liðnum árum þeg- ar líkt hefur á staðið. Aðsúgurinn að borgarlækni og starfsfólki hans undanfarna daga stafar að nokkru leyti af því að lögskipuð bólusetning, áð minnsta kosti frumbólusetning, hefur verið í ólestri hér í Rvík nokkur undanfárin ár. Sam- kvæmt lögum ber að frumbólu- setja hvert barn áður en það nær þriggja ára aldri, en um nokkurt skeið hefur ekkert ver- ið gert að gagni til að vekja athygli foreldra á bólusetning- arskyldunni eða hvetja þá til að færa börn sín til bólusetningar. Þegar svo fregnir bera-st um að bólusótt sé'farin að stinga sér niður í nálægum löpdum, vakna foreldrarnir upp við vondan draum, muna allt í einu eftir að börnin eru óbólusett og flykkjast með þau í Heilsu- verndarstöðina. En það er ekki aðeins barna- fóík með afkvæmi sín sem hópazt hefur að borgarlækni og starfsfólki hans undanfarna daga. Fólk á öllum aldri, bæði frumbólusett og endurbólusett, hefur streymt á staðinn. Engu er líkara en fregnirnar um ból- una úti í löndum hafi komið við kviku í þjóðarvitundinni. Lærisveinar Jungs í sálarfræði munu vafalaust telja fyrirbær- ið sanna kenningar lærimeist- ara síns um sameiginlega dul- vitund kynstofnsins sem geymi reynslu kynslóðanna. öðrum getur nægt sú skýring, að bólan er á íslandi nafnfrægust drep- sótt næst svarta dauða og öðru hvoru eru hervirki hennar á íslenzku fólki rifjuð upp, nú síðast í hinu útbreidda riti Öld- in átjánda. Bólusótt hefur verið land- læg í Austurlöndum svo lengi sem sögur herma, en í Evrópu er hennar fyrst getið á 6. öld og þá í Frakklandi. Ekki er þó óyggjandi að þar hafi verið um Sveinn Pálsson bólusótt að ræða, og hafa sum- ir fyrir satt að hún bærist fyrst til Norðurálfu þegar Serkir réð- ust inní Spán á 8. öld. Svo mik- ið er víst að fyrstur manna á Vesturlöndum til að lýsa bólu- sótt skilmerkilega var arabiski iæknirinn Rhazes í riti sem hann samdi árið 920. 1 riti sínu Sóttafar og sjúk- dómar á Islandi segir Sigurjón Jónsson læknir, að svo til einu faraldrar sem treysta megi að nokkurn veginn rétt séu skráðir í annálum séu bólusóttarfaraldr- ar, og valda því sérkenni sjúk-^ dómsins.* I því sem hér fer á eftir er að mestu fylgt riti Sig- urjóns. Sjúkdóms sem ætla má að sé bólusótt er fyrst getið á ís- landi árið 1240 og er nefndur farkonusótt. Espólín getur þriggja bólufaraldra á fjórtándu öld, en lítið er um þá vitað. Síðan herjar bólan alltaf öðru hvoru á Islandi allt fram á 19. öld, oftast með mannsaldurs millibili. Manndauðinn er venjulega því meiri sem lengra er um liðið frá næsta faraldri á undan og því stærri hluli þjóðarinnar næmur fyrir sótt- inni. Á fimmtándu öld er getið tveggja bólusóttarfaraldra, fjög- urra á sextándu öld, þriggja á sautjándu öld, íjögurra á þeirri átjándu og síðasti bólusóttar- faraldur kom á íslandi árið 1839. Bólan var misjafnlega mann- skæð. Fyrst er tilfærð dánar- tala um faraldurinn 1431 og segir að í honum hafi látizt 8000 manns. Þá var bólan hálft þriðja ár að fara um landið, segir í annálum, og var það al- títt að sóttin tíndi þannig upp héruðin á alllöngum tíma. Oft er þess getið hvernig smitunin barst til landsins, venjulega með sjómönnum á erlendum skip- um. Bólan 1616 kvað til dæm- ir hafa komið út með ensku skipi undir Jökli, 1635 kom hún út í Vestfjörðum, 1655 með ensku skipi í Dýrafirði og 1741 með hollenzkri duggu sem for- gekk fyrir Austfjörðum. Um bóluna 1512 segir að hún „tók hvern fertugan mann og þaðan af yngri“ en næsti bólu- sóttarfaraldur á undan gekk einmitt 1427. Faraldurinn 1512 fór óvenju geyst, gekk yfir land ið á tæpum ársfjórðungi eftir því sem annálar herma. Mjög var misjafnt hve skæð bólusóttin var í einstökum landshlutum. Þess er getið um bóluna 1655, að hún varð 20 mönnum að bana í allri Húna- vatnssýslu vestan Blöndu, en lagði 220 menn í gröfina í ein- um þrem kirkjusóknum á Suð- urnesjum. 1 þessum faraldri náði bólan í fyrsta skipti til Grímseyjar og var skæð eftir því, aðskildi átján hjón í eynni. Faraldurinn sem gekk frá miðju sumri 1707 og næstu ár á eftir, hefur hlotið nafnið stóra bóla og ekki að ástæðu- lausu. Þá var liðin hálf öld frá því bólusótt gekk næst á und- an og fólk flest illa fyrirkallað eftir undanfarandi hallæri. Sýkingin kom til landsins með fötum Gísla Bjarnasonar frá Ási í Holtum, stúdents sem andaðist á heimleið frá Kaup- mannahöfn. Líkinu var sökkt í sjó en fatakista hans kom með skipinu til Eyrarbakka. Sagan segir að skipstjórinn hafi boðið föður Gísla 20 ríkisdali til að fá að sökkva kistunni með öllu sem í var, en gamli maðurinn neitaði boðinu. Kom upp bólu- sótt á heimilinu eftir að fötin komu þangað, barst brátt um Árnessýslu og út u.m landið með fólki sem sótti Alþingi. Svo ör varð útbreiðsla sóttarinnar að enginn kostur var víða að hiúkra þeim sjúku, því að allir lögðust nær samtímis. „Varð því siúka . . . fólki víða ekki þjónað sem burfti; var og hald- ið að í s.ióplássum hafi sumt dáið af aðbúnaðar- og hjúkrun- arleysi; gp.fu.st og dæmi. það í sumum afdölum var allt fólk andvana, nema einhver örvasa karl og kerling eða ungbarn, sem ekkert lið gat veitt, þá til var komið af næstu bæjum, ‘ sesir í Fitiaannál. I Keflavik í Þingeyjarsýslu er sagt frá 11 ára telou sem missti föður sin úr bólu, mátti vera ein yfir líkinu í sex vik- ur, og loks begar gesti bar að var hún Sjálf orðin sjúk af ból- unni. Þetta sumar voru Páll lög- maður Vídalín og Árni Maenús- son á yfirreið u.m Snæfellsnes í jarðabókarerindum. Engin stftrf var hægt að vinna, svo Páll sneri heim og Árni fylgd.i honum á veg. Páli segist svo frá: „Er þeir komu til Staðarstað- ar stóðu þar tvö lík. Þeir gengu til kirkju og gerðu bæn sína. Þá þeir stóðu upp, var komið hið þriðja líkið. Þar bjó þá ... séra Þórður Jónsson ... Hann var að þjónusta sjúka, og því efeki heima. Kvinna hans, Margrét Sæmundsdóttir, er ný- lega uppstaðin var úr bólunni ... kom að gegna gestum, og þá er hún fylgdi þeim til bæj- arins, kom hið fjórða lík. Þeir töfðu mjög litla stund í bænum, og er þeir gengu út, kom hið fimmta lík til kirkjunnar, og á meðan þeir stigu á hestbak, hið sjötta líkið. öll þessi dvöl var- aði þó ekki yfir hálfa eykt, eð- ur eina og hálfa klukkustund." Frá því er skýrt að í stóru bólu hafi’ 19 lík veriö jarðsett sama dag frá Ingjaldshólskirkju og 34 á Kálfatjörn. Alls er tal- ið að drepsóttin hafi fellt rúm- an þriðjung íslendinga eða 18000 manns. í Dalasýslu dóu 707, Snæfellsnessýslu 1500 og Borgarfjarðarsýslu 930. Gamla fólkið sem lifað hafði af síðasta bólusóttarfaraldur slapp við þennan. en þeir sem yngri voru hrundu niður. „Þó helzt dó úr henni fimmtugt fólfe og yngra ... og víðast hið efni- legasta til vitsmuna og karl- mennsku og mannvænlegasta fólkið. hvort það var ungt eða gamalt, eins og blómi eða kiarni landsins væri útvalinn." Þetta segir höfundur Fi.tiaannáls. og ofbýður svo mannfalbð meðal uneu kvnclóöarinuar að honum f;nnst sótiin skæðust þeim sem hraustastir voru. 'k Seint á sHmu. ftld kom bólan enn. á nv til íslands. en bá var komi.n til sö.sunnpr vitneskia u.m varnarráðstafanir. Jón Sveinsson landlæknir tók að setia mönnum bólu, sýkia þá af ráðnum hug með bóluefni úr siúklineum sem höfðu væga ból.usótt. Þá var vi.ð nám hjá Jóni Sveinn Pálsson, hinn kunni náttúrufræðineur og læknir. Brá h.ann við vori.ð 1786 og sendi föður sínum bóluefni. norð- u.r á Steinsstaði f Skaeafirði til að set.ia svstkmurn sínum bólu. Þeear bó.Iusótt kom upp í Skasafirði um sumarið var boluefninu sem Svei.nn sendí s’mnan kennt um, og Stefán Thorarensen amtmaður kærði hann með hftrðum orðum. Kan- selliið sýknaði Svein, en Vil- mundur Jónsson fvrrum land- læknir, sem skrifað hefur um betta mál, telur á.ct.æðu til að æH.a að amtmaður hafi haft rétt fyrir sér. Næsta ár voru svo sett ákvæði um bólusetningu af bessu tagi, en ákvæði um kúabólusetningu 1802, fjórum árum eftir að sú ónæmisaðgerð var kunngerð al- ■menningi erlendis. Frá árinu 1810 hefur átt svo að heita að skyldubólusetning væri á ís- landi ,bótt mi.stbrestasöm hafi framkvæmdin orðið bæði fyrr og stöar. Þó hefur íslendingum tek- izt að ver.iast bólusótt með öllu síðan 1839 og síðustu bólusjúku mennirnir sem í landinu hafa dvalið voru erlendir siómenn sem settir voru á land 1872, en þeir voru svo ræki.lega einanar- aðir að sýkina barst ekki frá þeim til landsmanna. M. T. Ö. Liðsforingjar sem pynduðu serk neska konu til bana sýknaðir 1 S“ í Þriggja áia fangelsi fyrit aS hijfðu pyndað serkneska hðsmna serkneskum flóttamönnum konu með rafstraiun svo hún beið bana af. Nokkrum dögum áður hafði annar dómstóll í höfuðborg Frakklands dæmt kaþólskan prest til langrar fangelsisvistar fyrir að liðsinna Serkjum á flótta undan frönsk- um yfirvöldum. Ákæran á hendur liðsforingj- unum þremur var á þá leið að þeir hefðu ,,af gáleysi“ valdið serknesku konunni Saadia Me- barek áverka sem dró hana til dauða 26. maí 1960 í Algeirs- borg. Líkskoðunarskýrsla frá þrem læknum var lögð fram í rétt- inum. Var þar skýrt frá að konan hefði látizt eftir að raf- straum hafði hvað eftir annað verið hleypt gegnum líkama hennar frá rafleiðslum sem festar voru við fingurgómana, tærnar, geirvörturnar og kyn- færin. Banameinið var hjarta- lömun, sem læknarnir segja að annað hvort hafi stafað „af ítrekuðum rafmagnshöggum eða ótta“. Sakborningarnir heita Robert Maindt, Jean Blaine og Al- phonse Sanchez. Þeir eru allir lautinantar i franska hernum. Málaferlin yfir þeim fóru fram fyrir luktum dyrum. Saksókn- arinn krafðist fimm til tíu ára fangelsis, en liðsforingjarnir sem dórninn skipuðu sýknuðu þremenningana. Heyrði kvalaóp Málið gegn kaþólska prestin- um Robert Daveziés var rekið fyrir opnum t.iöldum en um það fiallaði einnig herdómstóll. Presturinn var ákærður fyrir „þátttöku í samsæri‘‘ og fyrir að „veikja öryggi ríkisins“. Hann bar ekki á móti því að hafa árið 1958 hjálpað nokkrum Framhald á 10. síðu. ’Sj) ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 20. janúar 1962 Laugardagur 20. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN (71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.