Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 9
Afmælisnefnd ÍSI, talið frá vinstri: Sigurgeir Guðmannsson, Jón Magnússon, Gísli Halldórsson,
formaður, Þorsteinn Einarsson, Axel Jónsson og Hermann Guðmundsson.
Hafnflrðlngar hafa ekki
ráðii sínum gerðum enn
50 ára afmæli ISÍ
Afmælisnefnd ISÍ og fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ hafði nýlega
viðtal við íþróttafréttaritara og
skýrði nokkuð það sem til
stendur í sambandi við hin
merku tímamót sambandsins.
Hafði formaður nefndarinnar
Gísli Halldórsson mest orð fyr-
ir ÍSÍ-mönnum.
if Opinberar móttökur vel-
unnara ÍSÍ í dag
Eins og getið var á fimmtu-
daginn þá hefjast hátíðahöld
þessi í dag klukkan 3 í Sjálf-
stæðishúsinu, þar sem fram-
kvæmdastjórnin tékur á móti
velunnurum sambandsins, og
væntir stjórnin þess að sem
flestir komi, enda er þetta opið
öllum. Er gert ráð fyrir að þar
verði margt manna, og að þar
verði samankominn stór hópur
fyrirmanna í íþróttamálum al-
staðar að af landinu, og munu
koma þar fulltrúar frá öllum
héraðssamböndum landsins. Þar
verður og sambandsráð, og eru
þar með taldir formenn sér-
sambanda.
Er gert ráð fyrir að bar verði
fluttar kveðjur íþróttaaðila inn-
anlands, og að öllum líkindum
verða þær margar. Þá er gert
ráð fyrir að þar verði afhentar
gjafir frá þeim aðilum sem
hugsa sér að minnast afmælis
sambandsins. Það má því segja
að 'þetta verði hinn opinberi
móttökudagur sambandsins við
þetta hátíðahald.
if Hátíöasýningin á morgun
Á morgun kl. 2 fer fram í
Þjóðleikhúsinu hátíðasýning,
þar sem með nokkrum svip-
myndum er sýnd þróun íþrótta-
máianna á íslandi. Hafa um 180
manns tekið þátt í æfingum
undir sýningu þessa, en Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi
hefur haft forustu um þessar
æfingar, og um fyrirkomulag.
Sagði Þorsteinn að erfitt væri
að koma þessu fyrir, en með
áhuga fólksins, mjög góðri að-
stoð starfsmanna leikhússins,
og afnota af fimleikahúsi Jóns
Þorsteinssonar, hefði þetta
gengið s,æmilega. Þarna verða
sem sagt svipmyndir frá: glímu,
handknattleik, leikfimi kvenna,
knattspyrnu, frjálsum íþróttum,
judo, körfuknattleik, leikfimi
drengja, róðri, skíðum, golfi, og
inná milli verður komið fyrir
þjóðlegum dönsum. Á þetta að
taka um 50 mín. svo það verð-
ur að hafa hraðan á.
Þarna flytur Gísli Halldórs-
son ávarp, og leikinn verður
í fyrsta sinni ISÍ—mars eftir
Karl O. Runólfsson.
Aðalræður flytja Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
og Ben. G. Wáge forseti Isí.
Þulur verður Rúrik Haralds-
son leikari og sagnaþulur Jón
Sigurbjörnsson, en Loftur Guð-
k
mu.ndsson rithöfundur hefur
tekið saman sagnaþátt.
if Hátíöaveizla annað kvöld
Annað kvöld er efnt til mik-
illar hátíðar að Hótel Borg, og
verður þar margt fyrirmanna
samankomið, og er þar fyrstan
að nefna verndara ISl, herra
Ásgeir Ásgeirsson forseta Is-
lands og frú. Erlendir gestir
frá hinum fjórum Norðurlönd-
unum verða þar einnig, en þeir
koma hingað í dag, en það eru:
Frá Danmörku Aksel Pedersen
í stjórn danska sambandsins,
Ebbe Schwarts form. danska
knattspyrnusambandsins. Frá
Noregi A.P. Höst forseti norska
sambandsins, og varaformaður
þess J.C. Scönhyder. Frá Sví-
þjóð Henry Aliard forseti fram-
kvæmdastjórnar sænska sam-
bandsins, og Tore Brodd skrif-
stofustióri þess. Frá Finnlandi
Erkki Kivelaa úr stjórn finnska
sambandsins, og getur verið að
fleiri komi frá Finniandi, og
munu þeir flytja ávörp frá
löndum sínum.
I hófi þessu flytur forseti Is-
lands ávarp, og ennfremur
flytur þar áyarp Geir .Hall-
grímsson hnrgarstjóri, en fyrir
minni afmælisbarnsins mælir
Eiríkur Eiríksson formaður
Ungmennasambands Islands.
• T- - ;F|
if Iþróttamót í mörgum
greinum
Ákveðið hefur verið að frá
3. febr. og þar til 18. febr. verði
mörg kvöld keppni í ýmsum
greinum íþrótta. 3.—4. febr.
handknattleiksmót, þar sem 4
hverfi úr Reykjavík og 2 hverfi
úr Hafnarfirði tefla fram lið-
um. 6. febr. körfuknattleiks-
keppni. 7. innanhússmót í
knattspyrnu. 11. frjálsar íþrótt-
ir og sama kvöld badminton-
keppni. 13. sundmót. 17.—18.
skíðamót, en ekki er ákveðið
hvar það verður.
I júní verður svo knatt-
spyrnukeppni milli Reykjavíkur
og landsins, og einnig verður
keppni í frjálsum íþróttum
milli .sömu aðila. Sérráðin í
hverri grein sjá hvert um sína
grein, og- verður nánar sagt frá
þeim þegar þar að kemur.
I ráði er að út komi um helg-
ina afmælisrit um 150 síður í
stóru broti, þar sem rakin er
saga sambandsins og héraðs-
sambandanna. Rit þetta hefur
Giis Guðmundsson tekið saman.
ræður nýjan
og hyggur á
oq heimsóknir
Knattspyrnufélagið Þróttur
hefur enga sérstaka knatt-
spyrnudeild, en stjórnin ann-
ast mál knattspyrnunnar í fé-
laginu. Þar er í formannssæti
Haraldur Snorrason, mikill á-
huga- og eljumaður um knatt-
spyrnumál og mál félags síns,
og er fyrir það kunnur knatt-
spyrnumönnum hér í bæ.
Við höfu.m nýlega ráðið til
okkar þjálfara fyrir meistara,
fyrsta og annan flokk, en það
er Guðmundur Guðmundsson,
kunnur knattspyrnumaður úr
Fram. Er hann þegar fyrir
nokkru byrjaður æfingar og
bendir æfingasókn til þess að
áhugi sé góður, segir Harald-
ur.
1 5., 4. og 3. flokki hafa þeir
er Sigurðsson og Gunnar Pét-
ursson tekið að sér forustu og
munu þeir fá sér til aðstoðar
nokkra menn, eins og Hauk
Þorvaldsson, Eyjólf Magnússon,
og hyggjum við vel til þessara
leiðbeinenda og þjálfara, enda
leggjum við áherzlu á þessa
flokka.
Æfingar eru inni tvisvar í
viku og ætlum að reyna að fara
út þegar við getum fengið að-
gang að búningsklefum.
Ýmislegt höfum við á prjón-
unum hvað snei’tir ferðalög og
heimsóknir á vegum Þróttar,
heldur Haraldur áfram.
Við höfum náð sambandi við
danskt féiag sem Holbæk heitir
og ætlar það að senda hing-
að lið í 3. flokki sem við tök-
um á móti og munu þeir leggja
af stað frá Danmörku 14. júlí.
Þá hefur komið til orða að
annar flokkur fari einnig til
Danmerkur, og erum við þar
í sambandi við félag sem heit-
ir Svinningen, og er ekki frá
þessu gengið ennþá, en unnið
að þessu.
Þá hefur komið til orða að
meistaraflokkur Þróttar fari til
Siglufjarðar í sumar og leiki
við Knattspyrnufélag Sigiu-
fjarðar, en það verður 30 ára
í sumar en eftir að ganga frá
þessu máli.
1 Hafnarfirði hefur málum
þannig verið skipað undanfarið
að sérstakt knattspyrnuráð hef-
ur séð um knattspyrnumálin,
og var leitað til formanns ráðs-
ins, Axels Kristjánssonar, og
hann beðinn að gefa upplýs-
ingar um knattspyrnumálin í
Firðinum. Þó Axel hafi í mörgu
að snúast bæði til sjós og lands,
hefur hann um alllangan tíma
gefið sér tíma til að sinna þessu
áhugamáli hinna ungu Hafn-
firðinga.
— Satt að segja erum við ekki
farnir að ganga endanlega frá
knattspyrnumálum okkar, með
tilliti til undirbúnings undir
sumarið. Svolítil breyting virð-
ist hafa orðið þannig að Hauk-
ar' hafa stofnað sérstaka knatt-
spyrnudeild, en áður var þetta'; *
allt undir Knattspyrnuráði "
Hafnarfjarðar, og FH mun ‘
einnig hafa sína sérstöku deilcL "
Ég geri ráð fyrir að þegar tii <
þess kemur að útávið komi lið-
in sameinuð fram. Annars hef- ’
ur þetta ekki verið rætt í
knattspyrnuráðinu og okkur
ekkert tilkynnt um þessa ný-
breytni. Mér er heldur ekki
lcunnugt um að ráðinn hafi ver-
ið þjálfari fyrir félögin eða
sameiginlegan flokk.
En eins og fyrr segir hefur
ekkert verið um þetta rætt, eða
framtíðina en ég geri ráð fyrir
að það verði gert bráðlega.
Husnæðlsskortur hefur
truflað æfingar Fram !
Þegar röðin kom að Fram, og
haft var samband við formann
knattspymudeildarinnar þar,
kom í ljós að sagan er alltaf
að endurtaka sig. Ungir menn
að taka á sig ábyrgð, leysa þá
eldri af hólmi, taka forustu.
Þetta er í rauninni jafn
skemmtilegt og það er eðlilegt
og sjálfsagt. Og þó ungu menn-
irnir hafi litið á forustumenn-
ina „sínum augum“ er þetta þó
æfintýri, og um leið prófraun.
Þessi nýliði í hópi forustu-
manna kanttspyrnunnar í bæn-
um er Björgvin Árnason.
Knattspyrnuunnendur hér
kannast við hann úr liði Fram,
en þar hefur hann leikið mörg
undanfarin ár í meistaraflokki,
og farið gegnum alla flokka
Fram, svo hann kemur nokkuð
kunnugur málum félagsins og
þá sérstaklega knattspyrnunni.
Við höfum nú gert svolitla
breytingu á skipun knatt-
spyrnumála okkar, þannig að
knattspyrnumönnum er skipað
í tvær deildir, og er sérstök
nefnd sem sér um hvora fyrir
sig, segir Björgvin. önnur sér
um yngri flokkana og er for-
maður hennar Alfreð Þorsteins-
son og með honum eru þeir
Þorgeir Lúðvíksson, Hinrik Ein-
arsson, Sveinn Ragnarsson og
Böðvar Pétursson. Alfreð mun
siá um æfingar 5 flokks, með
aðstoð annars manns.
Aðalþjálfari félagsins verður
Guðmundur Jónsson og hefur
hann umsjón í öllum flokkum
nema 5. flokki. Iionum til að-
stoðar verða svo menn þeir
sem nefndir hafa verið og við
höfum von í að fá fleiri til að
aðstoða. Við höfum mikla trú
á Guðmundi, enda hefur hann
sýnt að hann kann sitt fag, og
ef þeir eldri vilja fara eftir
því sem hann segir ætti hann
eins að ná árangri í eldri flokk-
unum og þeim yngri, en það er
sem sagt undir leikmönnunum
sjálfum komið hver árangurinn
verður. Því miður höfum við
verið á hrakhólum með æfinga-
hús í vetur, og hefur það
skemmt vetrarstarfið hjá okkur,
en erum byrjaðir æfingar útf
á sunnudagsmorgnum til þess
að bæta það svolítið upp, og
munum við auka. útiæfingar
verulega þegar aðstaða leyfir.
Áhugi er yfirleitt mikill meðaí
piltanna, og vonum við að það
haldist.
Aðalverkefnin auk þess dag-
lega er að undirbúa ferð fyrir
2. flokk til Danmerkur í sumary
og svo að segja hefur verið
gengið frá þeim samningunru
Er Lyngby var eitt aðalliðanna
sem flokkurinn leikur við og
munu þeir koma hingað næsta
ár og endurgjalda heimsókn
okkar. Var það Edward Yde,-
sem svo oft áður hefur verið
íslenzkum knattspyrnumönnum
hjálplegur, sem kom þessu f
kring.
Við setjum vonir á annan'
flokkinn, og treystum því að
þeir haldi saman og árangur
þeirra undanfarið ætti að gefa
fyrirheit um góðan árangur.
En sem sagt, þetta er allt að
fara af stað og vonum við að
vetrarundirbúningurinn verði
það góður að árangur náist í
sumar, sagði Björgvin að lok-
um.
1 nefndinni sem sér um
meistara, fyrsta flokk og annan
eru auk B.iörgvins þeir Sæ-
mundur Gíslason og Karl
Bergsson.
Handboltinn '
I fyrrakvöid urðu úrslit í
handknattleiksmótinu sem hér
segir: 2. fl. Aa FH — ÍR 17:10:,
Valur — Ármann 14:9. Meist-
arafl. Kvenna T. deild Ármann
— Víkingur 9.7 og Valur —'
KR 10:6. ]
Á laugardagskvöld fara fram,
þessir leikir: 2. fl. Aa FH —1
IBK, 3. fl. Aa ÍBK — BreiðaJ
blik, mfl. karla 2. deild ÍA —
Haukar og mfl. 2. deild ÞróttuP
— ÍBK.
Á sunnudagskvöld leika ÍR
— FH í 3. fl. Ab, ÍA — Breiða-
blik í mfl. karla 2. deild og
Vaiur — FH í mfl. karla L;
deild.
Laugardagur 27. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —