Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 7
gMÓÐVIÚIHN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Rltstiórari Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guömundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bimi 17-500 (ö línur). Áskriftarverð kr. 50.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Móðgun við verkamenn Jþað gerist margt einkennilegt þegar rithöfundum stjómiarblaðanna er skipað einu sinni eða tvisvar á ári að semja forustugreinar um verklýðsmál, eink- anlega i sambandi við kosningar í Dagsbrún. Þessir góðborgarar þebkja verkamenn rétt af afspurn; þeir hafa horft á þá vinna þegar þeir spóka sig á götum úti eða eigra niður að höfn í góðu veðri — en þeir vita ekkert um kaup verkamanna eða kjör, réttindi þeirra, lífsbaráttu og hugarfar. Þegar heildsalablaðið Vísir þarf að birta forustugrein um verklýðsmál verð- ur árangurinn því á þessa leið: Nú vita þeir verkamenn, sem vilja, aS hagur verka^ lýSsstéttanna er miklu jafnari og betri hin síðustu tvö 1 ánn, eftir aS viSreisnin er komin til framkvæmda. Hin mikla dýrtíS, sem skar burtu stóran hlut launa þeirra áSur fyrr, er stöSvuS. Nú vita þeir aS kaupmáttur hverrar krónunnar, sem upp úr launaumslagi þeirra kemur, er tryggSur, en ekki á faraldsfæti. |£in mikla dýrtíð er stöðvuð, segir málgagn heildsal- anna. Ekki eru þó nema nokkrir dagar síðan Hag- stofa Íslands skýrði frá því að vísitala fyrir vörur og þjónustu sem vísitölufjölskyldan motar hefði hækkað um 32% á tveimur árum — eða nærri þriðjung. Vísi- talan hækkar með hverjum mánuði sem líður, þannig að dýrtíðin magnast stöðugt, og Gylfi Þ. Gíslason hef- ur sjálfur skýrt frá því á Alþingi iað enn eigi um það bil fjórðungur af áhrifum síðustu gengislækkunar eft- ir að koma fram. Og svo segir málgagn heildsalanna að dýrtíðin hafi verið stöðvuð um tveggja ára skeið! Slík skrif stafa ekki aðeins af fáfræði um kjör verka- manna, heldur mætti ætla að höfundur forustugrein- arinnar vissi hreinlega ekkert í sinn haus. En kannski á hann við það eina verðlag sem auðstéttin hefur áhuga ó: vinnuafl verkamanna er nú ódýrara en nokkru sinni fyrr. Qg hvað um kaupgetuna? Samkvæmt útreikningum Torfa Ásgeirssonar hagfræðings var kaupmáttur tímakaupsins 109 stig í janúar 1959 (miðað við 100 í stríðslok). Eftir að núverandi stjórnarflokkar tóku við hefur kaupgetan verið læikkuð svo mjög, að hún er nú ikomin niður fyrir 83 stig. Og hún heldur áfram að minnka með hverjum mánuði sem líður; krónurnar sem koma upp úr launaumslaginu verða sífellt minni og minni. Þessi skerðing jafngildir því að það tekur verkamann nú fjóra tíma að vinna fyrir sama vöru- magni sem hann fékk fyrir þriggja tíma vinnu í árs- byrjun 1959. Ckrif eins og þessi Vísisleiðari er móðgun við alla Dags- brúnarmenn. En raunar er það ekki ýkjamikið undrunarefni þótt einn lítill heildsaladindill við Vísi viti ekkert hvað hann er að skrifa. Hitt er stórfurðu- legt að það skuli finnast nokkur verkamaður — einn einasti einn — sem taki slíkan málflutning gildan og styðji hann með framboði eða atkvæði í stéttarfélagi sínu. Jafnvel þótt menn séu einlægir stjórnarsinnar eiga þeir að hafa þá sjálfsvirðingu til að bera að neita að gera málefni sín og stéttar sinnar að skrípaleik. — m. llarold Ross höfuðsmaður í Bandaríkjaher, einn af hernaðarráðu- nautum sem Bandaríkjasljórn lét hægri mönnum í Laos í té, að kenna skæruhernað. Fyrir tveim árum var stjórn hlutleysissinnans Súvanna Púma prins í Laos steypt af stóli að undirlagi Bandaríkja- manna. í staðinn var sett á laggirnar stjórn hægri manna undir forsæti annars prins, Bún Úm, sem kallaði til lands- ins bandaríska hernaðarsendi- nefnd og lýsti yfir að hann treysti á vernd Suðaustur-As- íubandalagsins til að verjast kommúnismanum. Af þessu hlauzt borgarastyrjöld í Laos, sem nú virðist í þann veginn að ljúka með myndun sam- steypustjórnar ófriðaraðila und- ir forsæti Súvanna Púma. Síð- ustu vikurnar hefur það verið helzta verkefni bandarískra stjómarerindreka í Laos að knýja Bún Úm og samherja hans til að fallast á að setjast í stjórn undir forustu hlutleys- issinnans sem þeir hjálpuðu honum áður til að hrekia frá völdum og við hlið fulltrúa vinstri hreyfingarinnar Pathet Lao, kommúnistann.a sem átti að útiloka frá áhrifum á stjórn landsins með valdaráninu fyr- ir tveim árum. Iborgarastyrjöldinni sem spratt af valdaráni hægri manna í Laos tóku höndum saman skæruher Pathet Lao, sem verið hefur við lýði síðan á dögum frelsisbaráttunnar gegn Frökkum frá 1946 til 1954, og hersveitir sem héldu tryggð við Súvanna Púma. Ein- ungis þær stjórnir sem fylgi- spakastar eru Bandaríkjunum viðurkenndu stjórn Bún Úm, aðrar töldu Súvanna áfram réttmætan forsætisráðherra La- os. Þeirra á meðal var sovét- stjórnin, sem lét herjum vinstri manna og hlutleysisins í té flugleiðis vopn og annan útbún- að. Bandaríkjamenn töldu hægri mönnum sigur vísan, þar sem þeir réðu yfir Mekong- dainum, þéttbýlasta hluta lands- ins, og höfðu til umráða gnægð bandarískra vopna og flutn- ingaleiðir til þeirra voru greið- ar. Raunin varð þó önnur. Her hægri manna fór hverjar hrak- farirnar eftir aðrar, vegna þess að hermennirnir höfðu safnazt undir merkin til að afla sér fjár en ekki til að hætta lífi sínu fyrir málstað sem þá skipti engu. egar svo-var komið í fyrra- vor að herir vinstri manna nálguðust óðum höfuðborgir La'os, sem eru tvær, konungs- borgin Luang Prabang og stjórnarsetrið Vientiane, sneri Bandaríkjastjórn við blaðinu og féllst á að kölluð yrði sam- an ráðstefna í Genf til að koma á friði í Laos. Áður höfðu ráðamenn í Washington hafnað margsinnis tillögum Bretlands, Indlands og Sovétríkjanna um að ríkin sem stóðu að friðar- samningum eftir hrun nýlendu- veldis Frakka í Indó Kína létu mál Laos til sín taka á ný. Prinsarnir þrír. Súvanna Púma, Bún Úm og Súvannavong, for- ingi Pathet Lao og hálfbróðir hlutleysingjaforingjans, komu saman í Zúrich og urðu ásátt- ir um að mynduð skyldi þjóð- stjórn í Laos undir forsæti Sú- vanna Púma. Síðan settist ráð- stefna á rökstóla í Genf til að ræða samning til að tryggja hlutleysi Laos. Um áramótin hafði ráðstefnan komið sér saman um meg- inatriði hlutleysissamnings, en þá var komið babb í bátinn í Laos. Hálfbræðurnir Súvanna Púma og Súvannavong komu til Vientiane frá aðalstöðvum sín- um í Xieng Kúang til fundar við Bún Úm, en ekkert varð úr viðræðum. Foringjar hægri manna Bún Úm og hermálaráð- herra hans Púmi Nosavan, lýstu yfir að þeir teldu Zúrich-sam- komulagið úr sögunni og neit- uðu að útnefna helming ráð- herra, þar á meðal innanríkis- ráðherra og landvarnaráðherra, og hlytu bar með yfirráð yfir lögreglunni og hernum. Þegar þessi tíðindi spurðust til Genf- ar, brugðu fulltrúar Bretlands og Sovétríkjanna við, en þeir gegna í sameiningu forsetastörf- um á ráðstefnunni. og stefndu prinsunum þrem á sinn fund hið skjótasta. Bún Úm þvertók fyrir að fara til Genfar, en þá tók bandaríska utanríkisráðuneyt- B) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. janúar 1962 BandQrikiasfiórn heitir fjárhags- þvingunum til oð knýja hœgri menn i rikisstjórn meS kommúnistum Súvanna Púma, tihonandi forsætisráðherra þjóðstjórnar Laos. Hann gr að virða fyrir sér Búddalíkneski, en flestir Laosbúar eru búddatrúar. ið til sinna ráða. Fjárframlög- um úr ríkissjóði Bandaríkjanna til stiórnar hægri manna í La- os var hætt, með þeim afleið- ingum að Bún Úm og kump- ánar hans gátu hvorki greitt embættismönnum laun né hernum mála. Ríkisbankinn neyddist til ,að stöðva gjald- eyrisfærslur, svo gengi gjald- miðilsins hrundi en vörur hækkuðu i verði dag frá degi. Algert fjárhagsöngþveiti blasti við. Sáu þá hægri menn sitt óvænna, og Bún Úm og Púmi Nosavan lögðu af stað til Genf- ar. Tók þá Bandaríkjastjórn á ný upp fastar greiðslur til hægri manna, um fjórar millj- ónir dollara á mánuði. Þegar til Genfar kom voru þeir Bún Úm og Púmi Nosavan enn við sama heygarðshornið og neit- uðu öllum viðræðum við hina prinsana. Bandarískir frétta- menn halda því fram að hægri <$--------------------------------- menn í Laos njóti stuðnings leyniþjónustu Bandaríkjanna og bandariskra hershöfðingja í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir vopnahlé og að land- ið verði lýst hlutlaust. Vilja lejmiþjónustan og herinn ekki beygja slg fyrir stefnu utan- ríkisráðuneytisins. En í Genf varð utanríkisráðuneytið yfir- sterkara að lokum. Bún Úm undirritaði samkomulag við Súvanna Púma og Súvanna- vong um skiptingu ráðuneyta í þjóðstjórn í Lao.s. Skulu fylgismenn Súvanna Púma, sem verður forsætisráðherra, fá tíu ráðherraembætti, en hægri menn og vinstri fjögur hvorir. Hægri menn gera enn í orði kveðnu kröfu til að fá yfirráð yfir lögreglu og her, en segj- ast muni sætta sig við ákvörð- un forsætisráðherra um það mál, en hann ætlar þá ráð- herrastóla báða sínum mönn- um. Hægri menn biðja til vara um utanríkismál, fjármál eða upplýsingamál, * en Súvanna- vong gerir tilkall til efnahags- mála og upplýsingamála fyrir hönd vinstri manna. Ekki náðist samkomulag í Ganf fvrr en Bandaríkja- menn settu þumalskrúfu á skjólstæðinga sína. Fréttaritari Nevv York Times segir svo frá: „Bandaríkin eru sögð hafa knú- ið hægrimenn til að fallast á skiptingu ráðherraembætta með því að tilkynna þeim að „ýtr- ustu þvingunarráðstöfunum“ yrði beitt til að hindra þá í að koma í veg fyrir myndun nýrrar stjórnar. Gera má ráð fyrir að í þessari hótun hafi falizt að stöðvaðar yrðu vopna- sendingar til liðsafla Púmi Nosavan hershöfðingja og hætt að greiða kostnaðinn af hern- um. Við brottförina frá Genf sögðu Bún Úm og hershöfð- inginn förunautur hans, að samkomulagið við hina prins- ana væri bundið því skilyrði að aðrir foringjar hægri manna heima i Laos féllust á það. Vit- að er að Púmi Nosavan ræður öllu sem hann vill ráða í her- búðum hægri manna, svo hann virðist ekki enn með öllu von- laus um aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar og hersins til að ónýta færirætlanir utan- ríkisráðuneytisins. Við heimkomuna til Laos sneri Bún Úm sér að því að brenna lík móður sinnar, en það tekur níu daga að sið Laosmanna. Með.an á útför gömlu konunnar stendur liggur stjórnmálastarfsemi af hans hálfu niðri, en um mánaða- mótin revnir á hve haldgott Genfarsamkomulag prinsanna er. Fulltrúar Sovétríkjanna o.g Bandaríkjanna á Genfarráð- stefnunni hafa báðir lýst yfir samþykki sínu við fyrirætlanir Súvanna Púma um skiptingu ráðherraembætta. Bandarikja- stjórn hefur fallizt á þá niður- stöðu embættismanna utanríkis- ráðuneytisins, að úr bví sem komið er verði Bandaríkin að sætta sig við að Laos verði hlutlaust ríki. Leyniþjónustan og sterk öfl innan hersins ótt- ast hinsvegar áhrifin af undan- haldi af hálfu Bandaríkjanna í Laos á aðrar afturhaldssam- ar rikisstjórnir í Suðaustur- Asiu, sem eiga völd sín að meira eða minna levti undir bandarískum hernaðarstuðn- ingi og fjárframlögum. M.T.Ó. GUÐMUNDUR VIGFOSSON: Þau tíðindi hafa nú gerzt í skipulagsmálum Reykjavík- urborgar að óhjákvæmilegt er að taka stjórn og framkvæmd þeirra mála til nokkurrar um- ræðu á opinberu.m vettvangi. Ég á hér við þá ákvörðun meirihluta borgarráðs og borg- arstjórnar að fela einkafyrir- tækjum og einstaklingum úr hópi arkitekta og verkfræð- inga ákveðin og mikilsverð verk- efni í skipulagi borgarinnar, sem fram að þessu hafa heyrt undir skipulagsdeild Reykja- víkur. Sjálfstæðisfiio-kkurinn lagði til forustuna fyrir þessari ákvörð- un, en nau.t til þess stuðnings fu.l.Itrúa Albýðuflokksins og Framsóknar í borgarstjórninni. Út af fyrir sig þarf það ekki að vera nein f.jarstæða að feia einstökum arkitektum og verk- fræðingum eða hópum þeirra úrlausn takmarkaðra verkefna innan ramma borgarskipulags- ins en grundvallarskilyrði þess að það sé rétt og fært er, að borgin sjálf Ieggi til ör- ugga og trausta leiðsögn í skipulagsmálum, að vel rek- in og vel mönnuð skipu- lagsdeild leggi til þá félags- legu hugsun og forustu sem skipulagið verður, að byggj- ast á eigi það að fullnægja tiigangi sínum og ætlunar- Verkefnin í skipulagsmálunum eru næg, jafnt í gömlu bæjar- hlutunum sem þeim nýju. HVERS VEGNA ERU TÆKNI- DEILDIRNAR LAMAÐARP verki í nútímaskipulagi vax- andi borgar. Heildarhugsun- in og þræðir allir þurfa að vera á hendi skipulagsdeild- ar borgarinnar sjálfrar, til þess að tryggja samræmi í skipulaginu og að félagsleg viðhcrf sitji í fyrirrúmi. Þetta grundvallarskilyrði er ekki fyrir hendi í Reykjavík og fæst ekki viðurkennt í reynd. og einmitt þess vegna er ákvörðun meirihluta borg- arráðs og borgarstjórnar van- hugsuð og hætíuleg. Skipulagsdeild borgarinnar er í rúst og verkfræðingadeildin er lömuð af mannaskorti. Sú skipulagslega forusta og tækni- lega þjónusta sem Reykjavík þarf á að halda við sín skipu- lagsverkefni, undirbúning þeirra og framkvæmd alla, hefur verið eyðilögð með van- hugsuðum ráðstöfunum borgar- stjórans og stuðningsmanna hans og er því ekki til staðar. En var þá nokkuð annað að gera en að gefast upp við að halda uppi sjálfstæðri skipu- lagsforustu. af hálfu borgarinn- ar og dheifa verkefnunum út til einkaframtaksins og einstak- linganna? Ég mun reyna að gera þeirri spumingu skil í annarri grein um ástand skipulagsmálanna. En íbúar og skattþegnar Reykjavíkur eiga kröfu á að fá vitneskju um hvers vegna skipulagsdeild borgarinnar er sama sem lögð niður og að borgarverkfræðingur stendur uppi. verkfræðingalaus með ó- grynni verkefna óleyst. Þegar skipulagsstjórastarfið var laust fyrir rúmum 2 árum átti bærinn kost á vel hæfum manni í það starf, manni sem sérstaklega hafði kynnt sér skipulagsmál í borgun ná- grannalandanna. Meirihlutinn h.afnaði þessum umsækjanda um starfið. eingöngu af póli- tískri þröngsýni og ofstæki. Þetta ofstæki meirihlutans hefur orðið Reykjavík og skipulasmálum hennar dýrt. Alla tíð síðan hefur leið starfs- mannanna á skipulagsdeildinni 'legið burt frá bænum og svo er nú komið að hún má heita mannlaus og fær litlu.m sem engum verkefnum annað. Þessi uppdráttarsýki hefur gert skipulagsdeildina óstarfhæfa. LTpp á þetta hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn og borgar- stjórinn horft án þess að kunn- ugt ssé að nokkurra úrræða hafi verið leitað til lausnar á öng- þveitinu. Óleyst en brýn verkefni í skipulagsmálum hafa samfara þessari upplausn skipulags- deildarinnar hrannast upp. Á þetta ekki aðeins við um heildarskipulag borgai'innar, sem ald.rei hefur verið gert svo nauðsynlegt sem það þó er, heldur og um einstök skipu- lagsverkefni, innan ramma hins byggða borgarhluta, svo sem miðbæjarskipulag, skipu- lag annarra bæjarhluta innan Hringbrautar og utan. Hefur þetta sleifarlag allt valdið bæj- arfélaginu sjálfu miklum óþæg- indum og einstökum Ióðareig- endum óbætanlegu tjóni og töf- vm, þar sem þeir geta hvorki byggt upp á lóðum sínum né ráðstafað þéim, vegna þess að enginn veit hvernig skipulagi verður háttað. Það var undir þessu öng- þveitisástandi sem ákveðið var að fá danska skipulagsfræð- inginn, prófessor Bredstorf, til þess að fjalla um útlínur í skipulagi Reykjavíkur og ná- lægra sveitarfélaga og til sam- starfs og leiðbeininga um skipu- lag miðbæjarins. Er enginn efi á að hann hefur, miðað við undirbúning, aðbúnað og að- stæður, unnið gott starf og lagt fram skynsamlegar tillög- ur og ábendingar. En geta má nærri um starfsaðstöðu prófess- orsins, með lamað bæjarskipu- Guðmundur Vigfússon lag sem stjórnanda og sam- starfsaðila. Og eitt er víst: að ótrúlega lítil hreyfing er á því að taka tillögur hans til af- greiðslu og staðfestingar. í næstu grein um þetta efni mun ég gera að umtalsefni hvernig Geir Hallgrímsson og flokksmenn hans hafa farið að því að svipta borgina starfs- kröftum verkfræðinganna og lama þannig verkfræðideildina til viðbótar upplausn skipu- lagsdeildarinnar. Guðmundur Vigfússon. oa Laugardagur 27. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.