Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 5
XvX-X'-
' :
v • '•
flilll
Fyrir 2003 árum var
innreið Kleópötru í
Róm íaffnaS með há-
tíðahöldum og gleðisýn-
ingum; En þessi mynd
er bara úr eftirlíking-
unni: 400 millj. króna-
kvilcmyndinni „Cleó-
patra“.
\'ÍA
«í . v:ý;
P|v,::
KsgWSSSSK?
jgggssggg
Aflaverðmœtí Breta
á Islandsmiðum vex
í skýrslu, sem samband
brezkra togaracigenda hefur
gcfid út, segir að verðmæti afla
af íslandsmiðum, hafi aukizt urn
500.000 sterlingspund, (um 60
Ný lesverk-
efni barna
Jónas Guðjónsson: —
ÉG LES OG LITA. Rík-
isútgáfa námsbóka.
Ríki.sútgáfa námsbóka hefur
nýlega sent frá sér 32 æfinga-
blöð í lestri fyrir byrjendur
eftir Jónas Guðjónsson. Á
hverju biaði er 6-10 lína texti
ásamt mynd, sem börnin eiga
að lita.
Textinn er byggður á sömu
stafaröð og „Gagn og gaman“,
enda munu æfingablöðin eink-
u.m ætluð sem aukaverkefni '
með þeirri bók. Jónas hefur hér
sneitt hjá samhljóðasambönd-
um, og er það mikill kostur.
Nokkur orð með tvöföldu sam-
hljóði koma fyrir í textanum
og er það sennilega óh.iá-
kvæmilegt. Þessi orð eru yfir-
leitt vel valin, en mannanöfnin
óþarflega mörg og ónefnið Lulla
blátt áfram óbolandi (þar var
völ á nafninu Lísa). Það er
ærið vandaverk að semja eðli-
legan texta handa byrjendum
í lestri, þar sem velja verður
eingöngu 1-6 stafa orð með
tilteknum hljóðasamböndum. —
Þetta hefur Jónasi tekizt mjög
vel, textinn er eins þjáll og
kostur er innan þessara tak-
marka. Hinar ágætu myndir
Haildórs Péturssonar auka gildi
æfingablaðanna, þó hefði ég
kosið að blöðin væru. í nokkru
stærra broti, svo hægt hefði
verið að gera ramma í kring.
Þá hefði líka verið gott að
hafa með tvö kartonspjöld í
þeim tilgangi að hefta blöðin
saman í bók að lestri loknum.
Það er bakkarvert framtak
af ríkisútgáfunni að au.ka bað
fátæklega safn kennslugagna
byrjunariestrarkennslu, sem við
eigum við að búa, og er ekki
að efa, að svona vel unnu
verki verður tekið tveim hönd-
um af iestrarkennurum. Mér
bvður í grun, að Jónas eigi
ýmislegt fleira efni í fórum
sínum, sem kæmi öðrum iestr-
arkennurum að góðum notum.
Ég vil því skora á ríkisútgáf-
una og Jónas að láta ekki hér
staðar numið.
Þorsteinn Sigurðsson.
millj. ísl króna) þrátt fyiir;
12 milna landhelgina árið 1961.
Veiðiferðum hinna 224 úthafs-
togara þeirra á íslandsmið, fjölg-
aði um 72 og heildarverðmæti ís-
laitdsaflans jókst í 10 milljón
sterlingspund.
Heildarútkoman á hrezkum
fiskiðnaði, var samt ekki eins
góð árið 1961 og árið áður,
en aflaverðmæti síðastliðins árs
fór niður í 20.8 milljón stpd
Þetta er kennt óhagstæðu veð-
urfari og togaraverkfallinu í
Grimsby.
Aulotar ft 9
MONTREAL 25/1 — Evrópska
flugsambandið, flutti á þriðja árs-
fjórðungi í fyrra, 31% meiri
varning og 9,1%( fleiri farþega.
en á sama tíma árið áður. Þetta
er samkvæmt upplýsingum Al-
þjóða flugmálastofnunarinnar.
Alls voru 3.786,600 :
fluttir á evrópskum flugleiðum
mánuðina júlí, ágúst og sept.
13 aðildarríki IATA voru þar að
verki, þeirra á meðal SAS. Magn
fluttrar vöru á þessum flugleið-
um jókst upp í 43,510 tonn, póst-
flutningar jukust upp í 6,619
tonn, eða um 8,2%,.
Þessar tölur ná ekki yfir inn-
anlandsflug í viðkomandi lönd-
um, en samkvæmt IATA, sýna
þær þróun flugsamgangna á
þessu svæði.
Forsœtisráð-
herraskipti
DAR-ES-SALAM 22/1 — Julius
Nyereri forsætisráðherra Tang-
anjika, yngsta sjálfstæða ríkisins
í Afríku, hefur látið af embætti.
Við embætti forsætisráðherra
tekur Rashidi Kawawa, sem
sagður er vinstri sinnaður og
mun ákveðnari í því að tryggja
óskorað fullveldi landsins. Ó-
óánægja með stefnu Nyereri hef-
ur farið vaxandi undanfarið, og
hefur hann þótt lítt framsækinn.
Ndolo 21/1 — Líkur eru fyrir því
að Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi
verið á lífi nokkra stund eftir að
flugvél hans hrapaði til jarðar
í grennd við Ndola í Norður-
Rhodesíu í september sl.
Sjjáifsmorð í '
V.-Berlín
BERLÍN — Sjálfsmorð eru
hvergi tíðari í heiminum en* í
Vestur-Berlín. Árið 1959 voru
þar framin 35,5 sjálfsmorð mið-
að við hverja 100.000 íbúa. sam-
kvæmt opinberum skýrslum. Ár-
ið 1960 hækkaði þessi tala upp
í 38,5.
Samkvæmt skýrslu Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) er Austur-Þýzkaland
með næsthæstu sjálfsmorðstöl-
una, eða 28,4. Þar næst koma
Japan og Ungverjaland með 25,7
og Austurríki með 24,8.
■K H J
LAGOS 25/1 •— Fundur æðstu
manna Afríkuríkja, en hann sitja
ríkisleiðtogar frá 21 Afríkuríki,
hófst í Lagos, höfuðborg Nígeríu,
í dag.
I setningarræðu sinni sagði
dr. Nhamid Azikiwe, einn at-
kvæð'amesti stjórnmálamaður
Nigeríu, að íbúar Afríku geti,
með því að sýna umburðarlyndi
og samstöðu, orðið leiðarljós fyr-
ir nýfrjálsar þjóðir annarra
heimsálfa.
ALGEIRSBORG 26/1 — Síðustu
dagana hafa hermenn og lög-
regluþjónar kannað persónuskil-
riki 21.000 manna, og síðustu tvo
dagana hafa 30.000 mantns verið
yfirheyrðir í Alsír. í dag voru
11 menn teknir höndum, en 14
í gær. Þá voru framkvæmdar 31
húsrannsókn og 4584 bílar rann-
sakaðir.
í dag lauk verkfalli strætis-
vagnastjóra með sigri þeirra. Yf-
irvöldin urðu við kröfu um að
veita þeim vopnaða vernd. Eru
nú 160 hermenn á verði í stræt-
isvögnunum á 13 leiðum í Al-
geirsborg.
En samtímis hófust önnur
verkföll í Algeirsbo.rg og annars-
staðar í Alsír. M.a. hófu fanga-
verðir verkfall til þess að leggja
áherzlu á bá kröfu sina að fá
að bera vopn bæði í vinnutíma
og utan hans. Einnig' krefjast
þeir þess, að pólitískir fangar
verði settir í sérstakar fangabúð-
ir.
S. 1. nótt snrungu siö plast-
sprengjur í Algeirsborg. Tveir
Evrópumenn stálu fjórum byss-
um í vopnageymslu í Algeirs-
borg. Skólastjóri við múhameðs-
trúarskóla í Algeirsborg var
myrtur í morgun.
í dag skutu Evrópumenn, sem
sátu í tveim bílum, úr vélbyss-
um á hóp Serkja. Fjórir Serkir
biðu bana og átta særðust. Evr-
ópsk kona var myrt í Oran og
önnur slasaðist.
maður var skotinn til bana í
Constantin og Serki myrtur og
rændur í grennd við Algeirsborg.
í Paris er tilkynnt, að komið
verði upp herdómstólum. þannig
að hægt sé að dæma i máli hand-
tekinna fasista úr OAS-samtök-
unum innan 30 daga frá hand-
töku.
Ferð til HolmenkolEen og til
skíðaiðkana í Noregi
Hið fræga Holmenkollenmót
verður haldið dagana 3.—4. marz
og í tilefni af því efnir Ferða-
skrifstofan Lönd og leiðir h.f.
til skíðaferðar til Noregs í næsta
mánuði. Haldið verður héðan 24.
febrúar með flugvél FÍ og dval-
ið á skíðahóteli í nágrenni Osló-
borgar þá vikuna og er þátttak-
endum gefinn frjáls tími til æf-
| inga við góð skilyrðí, en um
helgina verður dvalið' við Holm-
enkollen. Á mánudag verðúr far-
ið til Oslóar og dvalið Þar til
miðvikudagsins 7. marz, en þá
verður flogið aftur heim.
rv
Skrifstofumaður
Loftleiðir óska a‘ö ráða til sín ungan skrifstofu-
mann frá næstu mánaðamótum til starfa í end-
urskoðunardeild félagsins í Reykjavík.
Bókhalds- og málakunnátta áskilin.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins,
Lækjargötu 2 og aðalskrifstofunni, Reykjanes-
braut 6,
Tom Mboya, formaður hinnar afrísku þjóðfylkingar í Kenya, kvæntist 20. þ.m. ungfrú Pamelu Odete,
þarlcnzkn þingmannsdóttur. Athöfnin fór fram í rómversk-kaþólskri kirkju í Nairobi. Myndin er
af brúðhjónunum skömmu eftír vígsluna.
OFTIEIDIR
Laugardagur 27. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN —