Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 3
Ríkisábyrgðinni
var skilað aftur
Sviðsmynd úr „Lénharði tógeta".
Lénharður fógeti fer sigurför um Suðurland
Sunnudaginn 21. jan. sýndi
TJ.M.F. Biskupstungna sjón-
leikinn Lénharð fógeta eftir
Einar Kvaran í samkomuhús-
inu í Hveragerði fyrir troð-
fuilu húsi. Það var 7. sýning-
in í Árnessýslu, og auk þess
hefur hann einu sinni verið
sýndur austan Þjórsár. Að þess-
um 8 sýningum hafa verið
seldir 2044 aðgöngumiðar eða
yfir hálft þriðja hundrað að
meðaltali að hverri sýningu, og
sýnir það, hve almenningur
hefur mikinn áhuga fyrir að
sjá þennan leik, sem gerður er
út af einum glæsilegasta þætti
í sjálfstæðisbaráttu íslenzkrar
þjóðar undanfarnar aldir.
Hér verður leikur þessi ekki
gagnrýndur í einstökum atrið-
um og allra sízt farið að benda
á einstaka galla í gerð verks-
ins, veik tök einstakra leik-
ara eða veilur sem maður þyk-
ist sjá í leikstjórn. Þess eins
ber að geta, þegar líða tekur
sjálfsagt að lokum þessara sýn-
inga, að með þeim hafa ung-
mennafélagar í Biskupstungum
unnið mikið afrek undir for-
ustu eins félagans, sem aflað
hefur sér nokkurs lærdóms í
viðkomandi fræðum. Það hef-
ur hvergi verið til sptarað að
leggja mikla vinnu og einbeitt-
an vilja að gera hvern hlut
sem bezt úr garði. Sumir hlutir
voru þar svo vel og eðlilega
gerðir sem bezt verður á kos-
ið. Undirritaður hefur oft áð-
ur séð Lénharð fógeta en hef-
ur aldrei fellt sig betur við
Eystein í Mörk en að þessu
sinni, en hann var leikinn af
Sigurði Erlendssyni á Vatns-
leysu Það var sannur íslenzk-
ur bóndasonur, þrunginn af ó-
stýrilátum krafti til líkama og
sálar. Það er gott til þess að
vita, hve héraðsbúar hafa
kunnað aö meta þet.ta verk og
mætti vera örvun fyrir ungu
mennina í Tungum að taka
annað verkefni þegar einu er
lokið.
Hveragerði 25 jan. 1962.
G. Ben.
Svarið lubbum B-listcns!
I svokölluðu „Verkamanna-
blaði“ 2. tbl., sem atvinnurek-
endur gefa út í nafni B-listans
í Dagsbrún birtust ein óþvera-
legustu skrif sem sést hafa hér
á prenti. Þar er tekinn fyrir
einn verkamaður við höfnina
og reynt að rægja hann við fé-
laga sína og rægja hann við
atvinnurekendur. Vesalingur sá
er greinina skrifar felur sig á
bak við dulnefni.
Verkamaðurinn hefur beðið
Þjóðviljann fyrir eftirfarandi:
,,f tilefni af grein í Verka-
mannablaðinu þar sem undirrit-
aður er áfelldur fyrir að hafa
unnið hjá Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga eftir hádegi á
laugardögum, eftir að laugar-
dagsdeilan hófst við höfnina 1.
okt. sl., vil ég biðja blaðið fyr-
ir eftirfarandi yfirlýsingu verk-
stjóra Skipadeildar SÍS:
„Að gefnu tilefni skal það
vottað að hr. Guðmundur Ás-
geirsson, Heiðargerði 29 vann
síðast hjá Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga 7. ágúst 1961.
Reykjavík 26/1 1962
Sigurgrímur Grímsson
verkstjóri.“
Eins og yfirlýsing þessi ber
með sér er tilefni greinarinnar
í Verkamannablaðinu rakin ó-
sannindi. Fyrst er búin til lýgi,
svo er hnoðað grein utan um
lygina, enda árangurinn eftir
IþVí. Það er .mikið og óverð-
skuldað lof að mér skuli í grein
þessari vera líkt við Lumumba,
þjóðhetju kongósku þjóðarinn-
ar, manninn sem lét líf sitt
fyrir skoðanir sínar og vonir.
Það mun aldrei henda þá sem
standa að B-listanum í Dags-
brún og „Verkamannablaðinu“ .
að hætta lífi sínu fyrir skoðan- |
ir, því þær eru þeim eins og
vara á sölutorgi, enda hafa
þeir aldrei komið fram öðj-u
vísi en sem ómerkilegir sann-!
færingarsjálfsalar. |
Við greinarhöfund vildi ég
segja þetta: skamma stund verð-
ur hönd höggi fegin. í grein-
inni kemur fram kviknakinn
atvinnurógur, þar sem einn
maður er tekinn út úr hópi fé-
laga sinna og rakkaður misk-
unnarlaust niður af upplognu
tilefni. Slíkt athæfi ber ekki
góðum málstað vitni og varðar
við lög.
Að endingu skora ég á Dags-
brúnarmenn að Ijá ekki þeim
mönnum atkvæði sitt í kosn-
ingunum í dag og á morgun,
sem berir verða að slíku at-
hæfi.
Guðmundur Ásgeirsson
Heiðargerði 29.“
Fjármálaráðuneytið hefur skýrt
svo frá að ríkissjóður bíði ekki
hnekki af ævintýri S.II. í Hol-
landi., vegna þess að Sölumiðstöð
Uraðfrystihúsanna hafi skilað aft-
ur ríkisábyrgð þeirri sem sam-
þykkt var á sínum tíma vegna
fyrirhugaðra framkvænrda í Hol-
Iandi. Tapið af þessum fram-
kvæmdum, sem nú er hætt við,
mun nema milljónum króna, og
þótt það Iendi ekki beint á rík-
issjóði mun almenningur í land-
inu auðvitað verða að borga það
eftir öðrum leiðum.
Yfirlýsing fjármálaráðuneytis-
ins um málið er á þessa leið:
„I grein í dagblaðinu Þjóðvilj-
anum í gær er gefið í skyn, að
! ríkissjóður „tapi milljónum“ • á
: ríkisábyrgð, sem veitt hafi verið
: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
samkvæmt .heimild í 22. gr. fjár-
laga 1960 til að reisa hraðfrysti-
stöð f Hollandi. Ot af þessu tek-
ur ráðuneytið fram, að þetta
hefur eigi við nein rök að styðj-
ast! Hinn 28. febrúar 1961 var
Sölumiðstöðinni veitt ríkisábyrgð
á láni að fjárhæð 250 þús. doll-
ara, sem fyrirhugað var að taka
hjá Export-Import bankanum í
Washington. Nam það í ísl. kr.
kr. 9'f, millj. með þáverandi
gengi. Fyrir þessari ábyrgð setti
Sölumiðstöðin að kröfu fjármála-
• Tóíiverk eítir Karl
0. Suaólfsson í
brezka sjónvð?pinu
Fyrir skömmu var sýnd í
brezka sjónvarpinu íslenzk
þjóðsaga „Áslaug í hörpunni“
með samnefndu kórverki eft-
ir Karl O. Runólfsson sem
uppistöðu i leiknum, en lesið
var kvæði um sama efni eftir
Jóhannes úr Kötlum. — (Frá
Tónlistarfélagi íslands).
B-listapiltar á hálum is
Þar sem kosningar í Dags-
brún eru að hefjast langar mig
til að biðja Þjóðviljann fyrir
þessar línur.
Ég hef jafnan fylgzt með
framboðum B-listapiltanna í fé-
laginu og þeim árlegu „kosn-
ingaloforðum“ sem þeir eru
látnir flytja frá húsbændum
sínum og oft undrazt hvað þeir
dirfast að bióða okkur Dags-
brúnarmönnum af því tagi,
þegar um 'það er að ræða að
níða niður forustu félagsins.
Ekki sízt rak mig í rogastanz
þegar farið var að gera að
umtalsefni ,.framkvæmdir“ í-
haldsins við byggingu verka-
mannahúss við höfnina, en þar
fóru beir út á hálan ís, því ég
hef fylgzt vel með beim íhalds-
framkvæmdum í mörg ár. Er
það í fáum orðum sagt, að
ef þeir herrar sem bænum
stjórna hefðu ekki verið reknir
áfram af Dagsbrúnarstjórninni
og fulltrúum okkar í bæjar-
stjórn fil þess að hefja bygg-
ingu á nýju húsi — auk þess
sem peningar eru sóttir til
verkamanna til að fuúgera
það —. 'þá væri gamla skýlið
með öllum þeim ,.þægindum“
er það hefur að bjóða enn tal-
ið fullboðlegt fyrir reykvíska
hafnarverkamenn, þó húsið sé
hátt á fimmtugsaldri.
Þetta er aðeins brot af þeirri
málefnafátækt sem þjáir ves-
lings B-listapiltana, að þeir
skyldu fara að gera þetta að
kosningamáli, en hæ.fir mjög
vel þeirri fylkingu sem saman-
stendur af pólitískum glæfra-
mönnum eða rykföllnum utan-
gáttamönnum sem enga hug-
mynd hafa um neitt málefni
verkamanna á hverjum tíma.
Þetta bið ég félaga mína í
Ðagsbrún að hafa hugfast og
þjappa sér fast saman um A-
listann í þessum kosningum.
Da gsbrúnarmaður.
Það
vilja þeir
„Dagsbrún á að halda sig
utan við pólitísk átök“ segir
ein stærsta fyrirsögnin í
Morgunblaðinu í gær. Þann-
ig er aðalmálgagn Sjálfstæðis-
flokksins nú orðið ópólitískt,
og frambjóðendur þess hafa
eúgan áhuga á stjórnmálum.
Ekki virðist matið á gengi
Sjálfstæðisflokksins vera efni-
legt fyrst pólitískt hlutleysi á
nú að vera helzta haldreipið.
En raunar felst miklu meira
í þessari kenningu. Það voru
pólitisk átök þegar gengið var
lækkað tvívegis á einu ári,
og því mega Dagsbrúnarmenn
ekki skipta sér af afleiðingum
þess. Það voru pólitisk átök
þegar kaupið var lækkað með
valdboði af núverandi stjórn-
arflokkum snemma árs 1959,
og því mega verklýðsfélögin
ekki beita sér fyrir hækkuðu
kaupi. Það var pólitísk ráð-
stöfun þegar Alþingi bannaði
það að verðlagsuppbót væri
ráðuneytisins sem tryggingu 1,-
veðrétt í fasteignum, sem metnar
voru á rúmlega 20 rnillj. króna.
Úr framangreindri lántöku varð
I ekkert og hefur ábyrgðaryfirlýs-
| ingu ríkissjóðs nú verið skilað
aftur til ráðuneytisins, ásamt yf-
^ irlý’singu frá bankanum um að
^ engar skuldbindingar hafi stofn-
azt samkvæmt lánssamningnum.
26. janúar 1962“
Bæjarstjórnar- I
meirihlutinn í
Eyjum flosnar upp
Vestmannaeyjum, 24/1 — Á bæj-
arstjórnarfundi 19. þ.m. var sam-
þykkt með atkvæðum íhaldsins
og krata að veita bæjarstjóra
heimild til að selja Daníel Guð-
mundssyni bílstjóra og Magnúsr
Magnússyni Helgafellsbraut 15
kúabú bæjarins að Dölum með
öllu sem búinu fylgir þar með
afnot af Dalajörðinni og þeim
löndum, sem kaupstaðurinn hef-
ur keypt búinu til handa. Sölu-
verð er tvær milljónir króna er
greiðast með skuldabréfi til 25
ára. Vextir eru 6%. Afhending
búsins fer fram 1. maí n.k. Þar.
með hefur bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn flosnað upp frá búskap
vegna viðreisnaraðgerðanna fyrst-
ur allra bænda hér í Eyjum.
16 bílstjércr hlutu
viðurkenningu
Scmvinnutr.
fSAFJÖRÐUR 23/1 — Sl. sunnu-'
dag efndu Samvinnutryggingar
til kvikmyndasýningar hér á
ísafirði. Sýnd var sænsk mynd
með íslenzku tali um akstur á
hálku og teiknimynd um Sam-
vinnutryggingar. Baldvin Þ.
Kristjánsson flutti erindi um-
fyrirtækið, en síðan voru verð-
laun afhent þeim ísfirzkum bif-
reiðastjórum sem ekki hefur
hlekkzt á sl. 5—10 ár. 11 bíi-
stjórar hlutu viðurkenningu fyr-
ir 5 ára slysalausan akstur og 5<
þar af tveir bræður, hlutu 10
ára viðurkenningu. Fjölmenni
var við athöfn þessa, sem Jó-
hann P. Bjarnason kaupfélags-
stjóri setti, en verðlaun afhenti
Hörður Jakobsson gjaldkeri.
greidd á kaup hversu mjög
■sem dýrtíðin magnaðist, og
því eiga verkamenn nú mögl-
unarlaust að sætta sig við j
það að vörur og þjónustá j
hafa hækkað um nær þriðj-
ung á tveimur árum. Það er
einnig pólitísk aðgerð þegar
verklýðsfélögin hafa nú snú-
ið sér til ríkisstjórnarinnar
og farið fram á verðlækkan-
ir og aðrar kjarabætur með
opinberum aðgerðum, og þvt
eiga alþýðusamtökin þegar í
stað að hætta þvílikri
ósvinnu.
Samtök atviniiurekenda
hafa nú um langt skeið látið
flokka sína annast fyrir sig
allar aðgerðir í kjaramálum,
og síðan segir aðalmálgagn
þeirra að verkamenn megi
ekki skipta sér af pólitík.
Slíkt er auðsjáanlega krafa
um að Dagsbrún segi sig úr
þjóðfélaginu. — Austri.
Laugardagur 27. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN —
X