Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 10
Vesturveldin reisa sinn mur gegn i WASHINGTON 26/1 — Her- námsve'din í Vestur-Berlín hafa ókveðið að auka enn til muna hömlur á íerðafrelsi Austurþjóð- verja til NATO-landa, segir í upplýsingum bandaríska utanrík- ísráðuneytisins í dag. Talsmenn ráðuneytisins segja, að með þessu séu vesturveldin að byggja sinn múr til mótvæg- ís við múrinn, sem reistur var á mörkum borgarhlutanna í Ber- lín í haust. Vegna íþróttamanna Þessi ákvörðun var tekin eftir að landslið Austur-Þýzkalands í íshokkí hafði sótt um vegabréfs- áritun til USA. því liðið á að taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni í íshokkí, sem fram fer í Colorado Springs í marzmánuði. Talsmenn utanríkisráðuneytis- ins segja, að það sé mjög vafa- samt að íþróttamönnunum verði leyft að koma til Bandaríkjanna til keppni. Bandarísk yfirvöld leggja meiri áherzlu á það að fá önnur aðildarríki Atlanzhafs- bandalagsins til bess að taka upp sömu hömlur á ferðafrelsi Aust- urþjóðverja. íshokkí-samband V-Þýzka- lands hefur algerlega neitað að styðja mál landa sinna í Aust- ur-Þýzkalandi. Alþjóða íshokkí- sambandið hafði lagt til að vest- urþýzka sambandið neitaði þátt- töku nema Austurþjóðverjar fengju að keppa líka. Vestur- þjóðverjarnir neituðu að verða v-ið þessum tilmælum. Náms- og rsnnsóknastyrkir Framhald af 4. .síðu hlaut styrk til að halda áfram myndlistarnámi við Accademia di Belle Arti e Liceo Artistico í Flórens. Noíregur: Þór E. Jakobsson hlaut styrk til náms í veðurfrasði við Osló- arháskóla. Ráðst jórnarríkin: Á undanförnum árum hefur nokkrum íslenzkum nám-smönn- um verið veitt skólavist í rúss- neskum háskólum. Þarlendir námsstyrkir hafa tíðum fylgt skólavistinni. Síðastliðið haust hlaut Guðrún Finnbogadóttir, stúdent, þar skólavist og styrk til tungumálanáms. Spánn: Álfrún Gunnlaugsdóttir hlaut styrk til að nema spænsku og önnur rómönsk mál, svo og spænskar bókmenntir. Svíþjóð: Kjartani Jóhannssyni, stúdent, ' var veittur styrkur til náms í j LÁTIÐ OKKUR mynda barnið LAUGAVEGI 2. Sími 1-19-80. Heimasimi 34-890. Mínningarkort Krabbameinsfélags íslands fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu félagsins, Blóð- bankanum, Barónsstíg, öll- um apótekum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði; Verzl. Selás, Selási; Guð- ibjörg Bergmann, Háteigsv. 52; Afgr. TlMANS, Banka- stræti 7; Daníel verzl., 'Veltusundi 3; skrifst. Elli- heimilisins Grund og verzlr Steinnes, Selt j arnarnesi; Pósthúsinu í Rvík (áb.bréf) og öllum póstafgreiðslum á landinu — (Geymið aug- lýsinguna). Krabbameinsfél. fsiands. byggingarverkfræði við Tækni- háskólann í Stokkhólmi. Tékkóslóvakía: Gylfi Reykdal, stúdent, hlaut styrk til að nema skreytingar- list og graflist í Prag. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Guðmundur Ólafs Guðmunds- son, stúdent, hlaut styrk til náms í efnafræði, Guðjón Guð- mundsson, Gylfi fsaksson og Haraldur Sveinbjörnsson til náms í byggingaverkfræði, og Kristján Sæmundsson til náms í jarðfræði. Auk þess fengu á s.l. ári eftir- taldir námsmenn í Sambands- fýðveldinu Þýzkaland fram- lengda fyrri styrki: Sveinbjörn Björnsson í eðlis- fræði, Þórir Einarsson í hag- fræði. Haukur Kristinsson, Ósk- ar Maríusson og Bragi Árnason í efnafræði, Bjarni Kristmunds- son í 'byggingaverkfræði, Sigurð- ur Björnsson til söngnáms, Björn Emilsson og Ágúst Karls- son til iðnfræðináms, ögmund- ur Runólfsson til náms í fræð- um, er lúta að friðsamlegri nýt- ingu kjarnorku, Ólafur Sigurðs- son i húsagerðarlist og Helgi Sæmundsson í vélaverkfræði. Styrkur frá Alexander von Humbolt-stofnuninni fyrir há- skólaárið 1961/62 hlutu Ragnar Árnason, verkfræðingur, til framhaldsnáms og rannsókna í landmælingum, Sigurður H. Lín- dal, lögfræðingur, til náms og rannsókna í germanskri réttar- sögu og Hrafn Tuliníus, cand, dem., til framhaldsnáms og rannsókna í lífeðlisfræði. í síðustu viku fóro fram mestu herflutningar í lofti sem efnt hefur verið til. Bandaríkjaher sendi 6000 manna lið með flugvél frá herstöðvum í Kaliforníu til Vestur-Þýzka- lands og var flogið án viðkomu, en leiðin er yíir 12.000 kílómetra löng. Voru loftflutningarnir liður í bandarískum heræfingum í Vestur-Þýzkalandi. Myndin var tekin þegar hermenn komnir beint frá Kalifomíu vfirgái'u flugvél sína á flugvellinum við í'rankfurt. oevmaar - A-A 7! i Vestmannaeyjum, 24/1 — Laug- ardaginn 20. janúar fór fram af- hjúpun brjóstlíkneskis af Einari Guttormssyni sjúkrahússlækni í sjúkrahúsinu. Einar hefur ný- lega átt 25 ára starfsafmæli við stofnunina og í tilefni þess tók nefnd skipuð eftirtöldum mönn- um: Gísla Gíslasyni, Magnúsi Bergssyni og Ólafi Kristjáns- syni sér fyrir hendur að heiðra Einar með því að láta gera af honum mynd, er standa skyldi í sjúkrahúsinu. Nefndin efndi til fjáröflunar af þessu tilefni og fól Ríkharði Jónssyni myndhöggvara gerð myndarinnar. Á laugardaginn var svo bæjar- ráði, blaðamönnum bæjarblað- anna og nokkrum mönnum fleiri boðið að vera viðstöddum af- aci ls \2i 6 hendingu styttunnar og hlusta á skilagrein neíndarinnar. Gísli Gíslason afhenti sjúkrahúsinu j myndina og gerði grein fyrir því, ' að alls hefði söfnunin nu.mið kr. 60.487.26. sem ekki einungis hefði nægt fyrir kostnaði við myndina heldur hefðu pftirstöðvamar á- samt vöxtum numið kr. 25.699.19. Sú upphæð hefur verið afhent Einari Guttormssyni ásamt söfn- unarlistunum. Ólafur Kristjáns- son afhjúpaði myndina en Guð- laugim Gíslason þakkaði fyrir hönd s.iúkrahússins, Einar Gutt- ormsson þakkaði sérstaklega þann heiður, sem sér væri sýndur. Myndin ber greinilega svipmót Einars og virðist hið ágætasta verk. Hún stendur á neðra gangi sjúkrahússins. V3 WuMrt/ÍMtutföt Mðgiarar Framhald af 12. síðu. farandi brölts. Líka fara sumir beint til Kefla- víkur með feng sinn og er það óátalið af lögreglunni, bæði þeirri íslenzku og þeirri amerísku. • Fellur niður vegna ófærðar Miðvikudaginn 17. þ. m. var rífandi markaður á þessum sama veitingastað, mun meiri en mið- vikudaginn næsta á undan. En sl. miðvikudag brá svo við, að framboð og eftirspurn var hvor- tveggja í lágmarki. Það liggur að vísu ekki ljóst fyrir hvað olli, en líklega má telja, ófærðin og óveðrið hafi átt sinn þátt í því. Ekki treystir blaðamaðurinn sér til að upplýsa prísa og prósent- ur, né heldur hvort framboðið nægi eftirspurninm en allar þær upplýsingar verða að bíða sín-s tíma. Það skal tekið fram, að við- komandi veitingamaður, hefur gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að hindra framgang þessara mála allra. iéffarhöy í Scm Domingo SANTO DOMINGO 20/1 — Joa- quin Balaguer fyrrv. forseta og Rafael Eehavarria hershöfðingja, sem var aðalforsprakkinn í valdaráni herforingjaklíkunnar fyrr í vikunni, verður báðum stefnt f.yrir rétt, seffir nýi for- setinn, Rafael Bonnellv. Bonnelly lét þess hinsvegar ekki getið fyrir hvaða sakir þess- ir menn yrðu ákærðir. Aílétt hefur verið útgöngu- banni, ritskoðun og fleiri höft- um, sem valdaránSklíkan inn- leiddi er hún hrifsaði til sín völdin s.l. þriðjudagskvöld. Sjálf var klíkan rekin frá völdum í gær. „fltómbyrgi" fyrir 50 milljón mznns WASHINGTON 20/1. Bandaríska hermálaráðuneytið tilkynnir að nú verði byggð varnarbyrgi fyr- ir almenning í 14 borgum í USA. I stærstu borgunum verða byggð byrgi þannig að iþau verða sam- tals 141. Hvert ibyrgi á að rúma 92.000 manns. Það fylgir frétt- inni að bandarísk hernaðaryfir- völd hyggist byggja skýli, sem sagt er að eigi að vernda gegn kjarnorkuárás, fyrir samtals 50 milljónir manna. Ibúar Banda- ríkjanna eru um 190 milljónir. Bæjarbókasafn Reykjavikur. Sfml 1-23-08. Aðalsafnlð, Þingholtsstæti 29 A: Útlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1—4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—4. Lokað á sunnudögum. f'tibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laug- ardaga Minningarsjóður Landspítalans. Minningarspjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. öcúlus, Austurstræti 7. Verzl. Vík, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann forstöðukonu, Landakotsspítalan- VIÐTÆK JASAL A Klapparstíg 26. QJ — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.