Þjóðviljinn - 04.02.1962, Page 5

Þjóðviljinn - 04.02.1962, Page 5
Franska stjórnin tekur aftur tilslakanir PARÍS — Ríkin í Efnahags- bandalaginu eru ekki búin að bíta úr nálinni þótt bráðabirgðaisamkomulag næðist um landbúnaðarvör- ur. Nú er komið á daginn að algert ósamkomulag rík- ir um stjórnmálasáttmála bandalagsins. Ágreiningur þessi löom í ljós þegar fulltrúi Frakklands lagði fram nýtt uppkast stjómar sinn- ar að samningi um stjórnartengsl aðildarríkjanna. Félagar Frakk- lands í bandalaginu höfnuðu all- ir tillögunum. Furðu lostnir Fréttamenn d París segja að fulltrúar hinna bandaiagsríkj- anna, V-Þýzkalands, Italíu, Hol- lands, Belgíu og Luxemburg, hafi verið furðu lostnir yfir frönsku tillögunum. Franska stjórnin hafði áður lagt fram annað uppkast sem búið var að l’æða á mörgum fundum, Full- trúar Beneluxlandanna, Þýzka- lands og Italíu líta svo á að með nýja uppkastinu taki Frakk- ar aftur ílestar þær tilslakanir sem þeir höfðu gert í þeim við- ræðum. Haft er fyrir satt að nýja samningauppkastið hafi verið gert samkvæmt persónulegum fyrirmælum de Gaulle Frakk- landsforseta. Tortryggni ríkir Plaggið sem Frakkar leggja nú fyrir bandamenn sína í Efnahags- bandalaginu fylgir að mestu hug- tnyndum um stjórnarsamstari innan bandalagsins semdeGaulle setti fyrst fram á miðju ári 1960 Fyrirætlun hans um ríkjabanda- lag var illa tekið í hinum banda- lagsríkjunum, og þau þrjú miss- eri sem síðan eru liðin hefur þeim tekizt að fá frönsku samn- ingamennina til að fallast á ýms- ar þýðingarmiklar breytingar. Nú hefu.r de Gaulle í einu vet- fangi gert allt það starf að engu, og því ríkir nú ringulreið og tor- tryggni í hópi samningamanna og ríkisstjórnanna sem hlut eiga að máli. Snýst um grund- vallaratriði Innan Efnahagsbandalagsins rekast á algerlega andstæðar hugmyndir um grundvallaratriði, bæði það hvernig haga skuli samstarfi bandalagsríkjanna inn- byrðis og hver afstaða þeirra eigi að vera til bandamanna sinna í A-bandalaginu. Þrjú megin- atriðin í tillögum de Gaulle mæta ákafri mótspyrnu hinna banda- lagsríkjanna fimm. Eitt er það að franski forset- ínn vill með engu móti að í stjórnmálasamningnum verði snef ill af hugmyndum þeirra sem Vinna að því að Efnahagsbanda- lagið renni með tímanum sam- an í eitt ríki. Að áliti de Gaulle é stjórnmálabandalag ríkjanna að miðast við það eitt að sam- ræma stefnu fullvalda ríkja í utanríkismálum og öðrum efnum. Hann vill að hvert ríki hafi neit- unarvald. Stjórnir hinna bandalagsríkj-' bandalagsríkjanna geti tekið á- anna hafa getað fallizt á að ekki kvarðanir um efnahagsmál, en verði gert ráð fyrir afsali full- áður var aðeins gert ráð fyrir að undir það heyrðu utanríkis- mál, hermál og menningarmál. veldis þegar í stað, en þær vilja fyrir hvem mun að í sáttmálan- um verði opin leið til að setja Elur þessi breyting á grunsemd- á stofn með tímanum bandalags- stofnanir hafnar yfir hin einstöku ríki. Vill ekki útiloka breytingar 1 nýja uppkastinu er gert ráð fyrir því að ráð æðstu manna um bandamanna Frakka um að fyrir de Gaulle vaki að rýra valdsvið þeirra bandalágsstofn- ana sem um efnahagsmálin fjalla nú þegar og eiga samkvæmt stofnskrá Efnahagsbandalagsins að verða hafnar yfir hinar ein- stöku ríkisstjórnir. Það bendir í þessa átt að í nýja samninga- textanum hafa Frakkar numið burt ákvæði um að efnahagssátt- málarnir sem gerðir hafa verið skuli í engu skertir né rýrðir. NATO ekki nefnt Loks er bandamönnum Frakka umhugað um að þannig sé búið um hnútana að hernaðarsamstarf Efnahagsbandalagsríkjanna inn- byrðis, rekist í engu á skuldbind- ingar þeirra við A-bandalagið. Þeir vilja ekki að ríkin í Efna- hagsbandalaginu myndi að- greinda blökk innan A-banda- lagsins. I viðræðunum sem fram hafa farið var ákveðið að tekið skyldi fram í samningnum að A-banda- lagið skuli vera æðsta vald í her- málum sem öll bandalagsríkih varða. I uppkasti de Gaulle er hvergi minnzt einu orði á NATO. Eitt af því sem bandalagsríki Frakklands fetta fingur úti í er það að hvergi í nýja uppkastinu er tekið fram að Efnahagsbanda- lagið sé óuppleysanlegt. Eins og nú standa sakir eru samningaviðræðurnar um stjórn- málasáttmála Efnahagsbandalags- ins í sjálfheldu. Fullvíst má telja að de Gaulle sitji við sinn keip, og hin ríkin fimm eru staðráðin í að láta hann ekki hafa sitt mál fram. Er því rætt um að frekari viðleitni til að koma skipan á stjórnmálasamstarf Éfnahags- bandalagsríkjanna sé úr sögunni eins lengi pg de Gaulle stjórnar Frakklandi. STOKKHÓLMI — Tveir tugir hjartaveilla Svía ganga nú með lítil tæki í brjóstholinu. Þessi tæki örva hjartastarfsemina með veikum rafstraum. Læknar Kar- olinska sjúkrahússins telja árs reynslu af þessum tækjum góða. Fara þeir þess á leit að ríkið eða sjúkrasamlög greiði fyrir tækin, ,sem kosta um 100 krón- ur sænskar <8300 ísl kr.). NEW YORK — Vísindaaka- demía New York hefur á- kveöið aö losa sig viö einn af nýkjörnum akademíufé- lögum. Náungi þessi reynd- ist vera svissneskur loddari og tukthússlimur. Hneykslið kom á daginn þegar svissnesk blöð birtu frétt um að Robert McKinney, sendiherra Bandaríkjanna í Bern, hefði fyrir hönd Vísindaakademíu New York afhent ,,prófessor doktor Freder- ick Wichtermann" heiðursskjal hans sem félaga þessarar virðu- legu vísindastofnunar. Dómurum leizt ekki á Þegar þessi frétt barst dómur- WoHgang Amadeus Mozart 150 ára safn í Vínarborg opnað fræðimönnum VÍNARBORG — Á þessu ári verður eitt mesta tónlistarskjala- safn heims opnað tónlistarfræð- ingum og tónlistarmönnum til afnota í fyrsta skipti. Félag tón- listarvina í Vínarborg hefur á- kveðið að minnast 150 ára af- rnælis síns með þessu móti. I handritasafni félagsins einu saman eru 50.000 númer, en þar að auki á það frábært safn af prentuðum tónverkum. Kjarni safnsins eru handrit Beethovens, 1199 nótnasíður. Þar á meðal er 96 síðna rissbók sem hann bar í vasanum ög krotaði í hugdettur sinar hvar sem hann var staddur. Fræðimenn telja að rissbók þessi hafi aldrei verið athuguð að gagni. Þá er í safninu handrit Hetju- sinfóníunnar með leiðréttingum Beethovens. Þar er líka rissbók- in sem hann notaði meðan hann samdi óperuna Fidelio. Einnig á safnið mörg handrit af kammer- músikverkum tónskáldsins. Tónlistarfélagið á handrit allra sinfónía Franz Schuberts nema einnar. I safni þess eru einnig ^ handrit eftir Mozart, Mahler, iLiszt og Johann Strauss. Einstætt plagg í eigu safnsins er handrit Beethovens að píanó- laginu við ljóðið „Ich liebe dich“. Hinumegin á sama blað skráði Schubert Adagio fyrir píanó í d- moll. Þriðja séreinkenni þessa handrits er að Johannes Brahms staðfesti með undirskrift sinni að það sé ekta. I safninu eru mörg sönglagahandrit eftir Brahms. I lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari féll sprengja á safn Tónlist- arvinafél. og olli töluverðu tjóni. Safnið verður opnað með hátíð- legri athöfn í júní, og verður það einn þáttur í tónlistarhátíð- inni í Vínarborg. um kantónudómstólsins í Grisbns til kynna, tóku þeir sig til og sendu bandaríska sendiráðinu í Bem upplýsingar um nýja heið- ursfélagann í akademíunni. Sann- leikurinn er sá að Wichtermann er hvorki prófessor né doktor, og dómararnir létu fylgja til sendi- ráðsins afrit af fangelsisdómi sem þeir kváðu upp yfir honum árið 1958 fyrir skottulækningar og fyrir að hafa fé út úr fávís- um fjallabændum með því að pranga upp á þá „töfralyfjum“. Bréffélagi frá 1955 I heiðursskjali Vísindaakademíu New York er Wichtermann titlað- ur forstjóri Líffræðistofnunarinn- ar í Herisau, en só staður er lít- ið sveitaþorp sem aldrei hefur verið orðað við nein vísindi. Þegar farið var að glu.gga í skjöl akademíunnar í New York, kom á daginn að Wichtermann hefur verið bréffélagi síðan 1955. I ellefu blaðsíðna skýrslu um lærdómsirama sinn kveðst hann vera sautjánfaldur prófessor og dokttor. Við nánari athugun reyndust stofnanirnar sem hann þóttist hafa dærdómstitlana frá ekkert annað en gervidoktora- verksmiðjur, þar sem skírteini um hina og þessa titla fást póst- send án nokkurrar verðskuldunar en fyrir hæfilega greiðslu. i Bakaranemi Framkvæmdastjóri akademíunn- ar í New York var í öngum sínu.m þegar vitnaðist hvernig loddarinn hafði leikið á stofnun- ina. Kvaðst hann ekki skilja,- hvernig nafn Wichter-manns hefði sloppið framhjá vísindamönnum þeim sem fjölluðu um félagakjör akademíunnar. Við dómsrannsóknina í Sviss kom á daginn að áður en Wicht- ermann tók að leggja sér til lær- dómstitla fékkst hann við sendi- sveinsstörf og blaðasölu. Það hæsta sem hann hefur komizt í raunverulegum lærdómi var að hann stundaði um tíma bakara- nám. i Sunnudagur 4. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.