Þjóðviljinn - 24.02.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.02.1962, Blaðsíða 7
- PIÖSVIUINN Útcttfendl: Samelnlnsarílokknr alþýffn — Sösíallstaflokkurlnn. — RitstJörari Uaenús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, ‘SlgurCur OuCmundsson. — VréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýsingustjórl: QuOgeir Magnússon. — RitstJórn, afgrelðsla. auglýsingar, prentsmlSJa: SkólavörSust. 10. Bimi 17-500 (5 línur). ÁskriftarverS kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmlðJa ÞjóðvilJana hJ. Kosningamar í Iðju jyjorgunblaðið hefur undanfarna daga verið að hafa ummæli eftir iðnverkafólki í ýmsum venksmiðjum í bænum. Þessi ummæli hafa öll verið steypt í sama móti; allir hinir aðspurðu hafa verið sammála um það að verkföll megi ekki gera undir neinum kringum- stæðum, og sumir bafa tekið fram að „kaupið væri gott“; einn segist meira að segja vera ,/andvígur kaup- hækikun á feauphækkun ofan“. Svo samhljóða eru svör- in og einskorðuð við þessi atriði að full ástæða er til að ætla að þau séu til orðin á ritstjómarskrifstofum Morgunblaðsins; en það skiptir raunar ekki öllu máli, þau eru höfð eftir nafngreindu fólki sem ekki hreyfir opinberum mótmælum. Og þetta eru þau viðhorf sem Morgunblaðið og atvinnurekendur reyna að irmræta verkafólki með dyggilegri aðstoð þeirra manna sem farið hafa með völd í Iðju að undanfömu. jþað má vera að til sé ungt fólk í verklýðsstétt sem ámyndi sér að kjarabarátta sé tilgangslaus og að atvinnurekendur séu englar sem komi ‘hlaupandi með kauphæbkun strax þegar þeir haf'a efni á því. En þetta unga fólk ætti að tala við feður sína og mæður, afa sína og ömmur. Það mundi þá fljótlega komast að raun um það að enginn ávinningur verkafólks á íslandi hefur fengizt án baráttu. Verkafólki hefur því aðeins tekizt að bæta kjör sín á undanförnum áratugum og auka réttindi sín að það hefur bundizt samtökum, ver- ið reiðubúið að nota samtak sín og beitt þeim í verki þegar á þurfti að halda. Allar kjarabætur eru afleið- ing af valdi verklýðssamtakanna, og þegar atvinnurek- endur hafa fallizt á kjarabætur án verkfalla stafáði það af því einu að þeir vissu um valdið. Yrði sú stefna ríkjandi í verklýðshreyfingunni á íslandi sem iðnverka- fólkið í Morgunblaðinu er látið túlka, að verkföll séu frá hinum illa, myndu atvinnurekendur láta sér nægja að hlæja þegar farið væri fram á bætt kjör. Canmingar þeir sem formaður Iðju hælir sér af að hafa gert á s.l. ári voru afleiðing af verkföllum — annarra. Og kjör þau sem iðnverkafólk býr við nú, og eru vissulega önnur og betri en þegar Iðja var stofnuð, eru afleiðing af baráttu þess félags á undan- förnum áratugum og sókn verklýðshreyfingarinnar í heild. Hefði þessi barátta ekki verið háð byggi unga fólkið í Iðju enn við sömu kjör og afar þeirra og ömmur, öryggisleysi og skort og væri háð geðþótta at- vinnurekenda í einu og öllu. Og afleiðing þessarar bar- áttu birtist ekki aðeins í ákvæðum kjarasamninga þeirra sem gerðir eru við verklýðsfélögin; sókn verk- lýðshreyfingarinnar er forsenda þeirrar atvinhubylt- ingar sem orðið hefur á Islandi síðustu áratugi og kem- ur hvað skýrast í ljós 1 iðnaðinum. Það hefði eflaust verið hægt að reiikna það út með Morgunblaðsaðferð- um í upphafi Iðju að einhver verkföll „borguðu sig ekki“, en verkafólk nýtur nú allrar þeirrar baráttu sem áður hefur verið háð, og kjörin í framtíðinni fara eftir því hversu einarðlega verklýðsfélögin halda á hlut sínum nú. ¥jað er afar athyglisvert að Morgunblaðið reynir að láta Iðjukosnmgamar snúast um það hvort heimilt sé að gera verkföll eða ekki. Telji þáð úrslitin í Iðju hagstæð verða þau túlkuð sem sönnun þess að verka- fólk hafi engan áhuga á kjarabótum og vilji siízt af öllu beita samtökum sínum til að tryggja þær. At- vinnurekendur munu líta á það sem sönnun þess að ástæðulaust sé að veita kjarabætur án verkfalla því nú sé ekkert að óttast. Hvað hugsar það iðnverkafólk sem vill koma sér og félagi sínu í þá aðstöðu? — m. GUÐMUND VIGFÚSSON : við ráð ó samdrœtt ÍÍJÚðQ? Síðasta ár var fullgerð 541 íbúð í Reykjavík og fyrirsjíanlegt er að í ár verða l»ær enn færri. lbúðabyggingaír hafa hrapað niður á síðustu árum því 1951 voru fullgerðar 935 íbúðir og 805 árið eftir. Samdrátturinn í íbúðabygg- ingum iandsmanna er alvarlegt áhyggjuefni. Þessa samdráttar fór strax að gæta á fyrra ári „viðreisnarinnar“ 1960 en sagði þó enn alvarlegar til sín árið 1961 og augljóst að enn sígur á ógæfuhlið á yfirstandandi ári, nema sérstakar ráðstafan- ir verðj gerðar til úrbóta og þó ér vafasamt að þær komi að gágni að því er snertir íbúða- byggingar í ár. Ekki liggja enn fyrir endan- legar tölur úr öllum kaupstöð- um og kauptúnum um íbúða- byggingarnar á s.l. ári, en þó eru fyrir hendi nægar upplýs- ingar til að sanna alvarlegan og ískyggilegan samdrótt. Víða eru bókstaflega engar íbúða- byggjngar hafnar á árinu og annarsstaðar hrapa íbúðir sem byrjað er á verulega niður og á sumum stöðum uní helming eða meir fró fyrra ári. Þessi þróun er einn.g að gerast hér i Reykjavík og um hana höfum við óyggjandi tölur sem ekki verða vefengdar. Á sl. ári fækkaði íbúðum sem lokið var við í Reykjavík um 101 frá árjnu áður. Lokið var við 642 íbúðir árið 1960 en aðeins 541 árið 1961. Ár'.ö 1961 var aðeins hafin smiði 391 í- búðar en 1960 var byrjað á 497 íbúðum. Skráin um íbúða-- bi'ggingarnar árin 1956—1961 er lærdómsrík og athyglisverð en hún er á þessa leið: P 3 • • *o g £ <c U •r~i E •• 'CÖ £ • • w £ L .U X! k> í •a G .9 •P >-, H ‘CB cu % kO O '3 55 'cö W 'CU •j 1956 1808 532 705 1635 1957 1635 898 935 1598 1958 1598 510 865 1243 1959 1243 642 740 1145 1960 1145 497 642 1000 1961 1000 391 541 850 Þessar tölur tala sínu máli og bví ekki óskýru. Á tímabíli vinstri stjórnarinnar 1956 til 1958 færist fjörkippur í bygg- ingarstarfsemina, og þessi ár ein ná að skila mun fleiri full- gerðum íbúðum en taldar voru nauðsynlegar á ári bverju sam- kvæihit rannsókn sem íram, fór 1946 á íbúðabyggingaþörfinni. En rneð bví var aðeins verið að • vinna upp það sem tapaðist árin á undan allt frá 1947, þeg- ar fyrrj samdrátturinn hófst undir forustu ríkisstjórnar Steí- áns Jóhanns Stefánssonar, en hún lekk sem kunnugt er bandarísk fyrirmæli um stöðv- un íbúðabygginga og beiitt! til þess valdj Fjárhagsráðs og skipulögðum lánsfjárhömlum með beim árangri að sum ár- in náði tala fullgerðra íbúða í Reykiavík ekk: helmingi þess sem talið var lágmark sam- kvæmt rannsókn hagíræðings bæjarins 1946. Núverandi ríkisstjórn er einn- ig að takast að vinná sitt verk. En hún fékk einnig erlend fyr- irmæli um að draga úr áræði og kjark; íslendínga og minnka fjárfestingu , og þá ‘ ekki- sízt í íbúðabyggingum. Áhrif hins bandaríska ,.patents“: „við- reisnarinnar“, eru farin að segja ískyggilega til sín ein- mitt í íbúðabyggingunum. Um allt land blasa þessar stað- reynd.'r við mönnum. Hér í Reykjayík er tala íbúða sem lokið er við á s.l. ari komin niður í 541 eða 59 íbúðum minna en talið var lágmark fyrir 15 árum. og aðeins byrj- að ó 391 íbúð á mótj 898 á fyrra heila starfsári vinstri stjórnarinnar. Og sú staðreynd að héi- eru nú i snv.ðum einar 850 íbúð;r sýnir alvöru þess- arar bróunar og hver útkoma þessa árs muni reynast. Það fer ekkert á milli mála. enda ekkj um deilt af þeim sem til þekkja, að samdrátturinn í íbúðabyggingunum stafar af stórversnandi afko.mu almenn- ings annars vegar og algerlega ófullnægjandi fyrirgreiðslu hins opinbera í lánamálum í- búðabygginga hins vegar ásamt óbærilegum okurvöxtum a þe m ^ takmörkuðu lánum sem fáanleg eru. Og þegar þetta hvort- tveggja fer saman er það ekk- ert undrunarefni bótt íbúða- byggingar dragist saman svo að til vandræða horfí eins og nú á sér stað. Hitt má segja að sé meira furðuefni hversu margir hafa þrátt fyrir alla erfiðie ka reynt að klóra í bakkann og ekki gefið þann draum upp að eignast íbúð fyr- ir sig °g sína. Samdrátturinn sem „við- reisnin“ hefur skapað í íbúða- byggingunum býður heim aukn- um húsnæðisskorti og hækk- andi húsnæð'skostnaði. Það er ófrávíkjanieg reynsia að þegar húsnæðisskortur vex hækkar húsaleigan. Húseigendur sem leigja frá sér íbúðir eða ein- stakrngsherbergi nota aukna eftirspurn til að hæikka leig. una. í, þessu efni er nú ný og aukin hætta ó ferðum af völdum samdráttarins. En er þá ástand ð svona al- varlegt? Hefur ekki það mik- ið verið b.yggt á undanförnum árum að óhætt sé að hægja á sér eins og íhaldið heldur fram og reynir að afsaka samdrátt- inn með? Nýlega gerð athugun á ibúða- bygg'ngaþörfinni í Reyltjavík, Halnarfirði og Kópavogi, þ.e. Reykjavík og næsta nágrenni sýnir að nú eru á þessu svæði 22 þús. íbúðir. Gert er ráð fyr- ir að fóiki á þessu svæði fjölgi um 80 þús. manns næstu 20 árin eða upp í 165 þús. manns. Miðað við líklega meðalfjöl- skyldustærð, sem sífellt fer minnkandi bæði hér og í ná- grannalöndunum, barf þetta fólk 47 húsund íbúð’r 1980 eða 25 þús. íbúðum„.geira eh nú eru til. á svæðipu. Er þá gert ráð íýrir. 3,2 Persónum á hverja íbúð. Sé þessari áætluðu íbúða- • Scmkvœmt útreikningum prófessors Bredsdorffs er byggingarþörfin í §§ j Reykjavík 937 íbúðir ó ári vegna fóiksfjöigunar einnar saman - • Þar að auki þarf svo að byggja til að útrýma lélegu og heilsuspillandi húsnœði * Síðan viðreisnin hófst hafa íbúða- byggingar aðeins numið um helmingi Kíl'SSf í' af þörfinni þannig reiknaðri llÉf# bygg'ngaþörf skipt jafnt nið- ur ó næstu 20 ár þarf Reykja- vík og umrætt nágrenni henn- •ar að byggja a.m.k. 1250 íbúð- ir á óri. Sé gert ráð fyrir því, sem ekki ætti að vera fjarri lagi með tilliti til reynslunnar á undanförnum áratugum, að 3/4 íbúafjölgunarinnar á þessu svæðj verði í Reykjavík, fjölg- ar íbúum borgarinnar um 60 þús. á næstu 20 árum. íbúða- byggingaþörfin í Reykjavk vegna fjölgunarinnar verður þá 18.750 íbúðir, eða 937 íbúðir á ári að meðaltali. í þessu efni er stuðzt við athugun og álitsgerð próf. Pet- er Bredsdorffs, er hann samdi vegna athugana sinna og starfs að svæðaskjpulagi Reykjavík- ur og nágrennis. Virðast mér athuganir og ályktanir prófess- orsins vel unnar og skynsam- legar og hygg að nokkuð megi á þeim byggja um raunveru- lega ibúðabyggjngaþörf á um- ræddu svæði og' þar með í Reykjavík. Þess ber þó að gæta að þess- ar áætlanir byggjast fyrst og fremst á sennilegri íbúafjölg- un. Auk þess þarf svo auðvitað að byggja miikinn fjölda íbúða til að útrýma lélegu og heiisu- spillandi húsnæði sem í notk- un er,’ og , þó einkanlega i Reykjavík. Koma hér bæði til greina þær 188 herskálaíbúð- ir, sem enp er búið í 17 árum eftir ófriðarlok, um eða yfir 1000' kjallaraíbúðir, sem eru lélegar. mjög lélegar eða óhæf- ar og þurfa þvi að tæmast og takast úr notkun, svo og ann- að lélegt eða heilsuspillandi íbúðarhúsnæði, þar á meðal og ekk: sízt langt á annað hundrað heilsuspillandi íbúðir sem eru í eigu Reykjavíkur- borgar s, s. Höfðaborg, Bjarna- borg, Pólarnir o.fi. sem bærinn leigir barnafól'ki og öðrum sem ekki eiga í önnur hús að venda. Mér er ljóst að til þess að leysa þetta verkefní allt þarf annað og me'ra en að byggja. Það er einnig nauðsynlegt að bvggt sé með þeim kjörum sem almenningi eru aðgengileg og Prófessor Bredsdorff telur að íbúatala Reykjavíkur og ná- grennis verði komin upp í 165.000 árið 1980. viðráðanleg. Það þarf að losa byggingarstafsemina undan baslinu og braskinu og koma henni á grundvöll samhjálpar og samvinnu og ganga þann- ig frá lánsfjármálum t:l íbúða- bygginga að húsnæðiskostnað- ur stórlækki frá því sem nú er. Við þurfum að koma hús- næðismálunum í svipað horf og bezt hefur verið gert í ná- grannalöndunum. Þrældómnum í sambandi við íbúðabyggingar verður að linna og þe'm þungu byrðum sem fylgja litlum og óhagkvæmum lánum o,g okur- vöxtum verður að létta af al- menningi. En ég ætla eigi að síður að öllum sé það ljóst. hve alvar- legir hlut'r eru að gerast í þess- um efnum þegar íbúðabygging- arnar dragast svo iskyggilega saman sem ráun ber vitni og sýnt hefur verið fram á hér að framan. Það er sannarlega ekki efnilegt að svo skulj kom- ið að fullgerðar íbúðir í höf- uðborginni svari ef t:l vill til rúmlega hálfrar þeirrar íbúða- fjölgunar sem nauðsynlegt er vegna fólksfjölgunarinnar einn- ar. Þá þróun verður að stöðva og snúa henni við eig! , við- reisnar“-stefnunni og =>nnu- lausri ríkisst.iórn ekki að tak- ast að skapa neyðarástand í húsnæðismálum Reykvíkinga. Leikfélag Kópavogs: eftir Robert Biirckner Leikstjóri: Gunnvör Braga Sigurðardóttir ,,Rauðhetta“ er eina barna- leikrit'ð sem sýnt er í Reykja- vík og nágrenni á þessum vetri, og þótt ýmislegt megi að flutn- ingnum finna á Leikfélag Kópavogs þakkir skildar fyrir að glevma ekki börnunum. yngstu leikgesitunum, en þakk- látari, hrifnari og ánægjulegri áhorfendur getur hvergi. Eft- ir nafni höfundarins að dæma er leiikurinn þýzkrar ættar eins og Rauðhetta sjálf, einfaldur í sniðum, mátulega stuttur, ljós og liðlega saminn og mjög við hæfi lLtilla barna. Söguna um Ráuðhettu l'tlu bg' ömmuna læra öll -börn fyrst ævintýra. og þá sögu þræðir höfundur- inn af mikilli kostgæfni, slepp- ir engu atviki eða orði, en bæt- ir að sjálfsögðu miklu við: fólki, söngvum, ærslum og margvíslegu gamni og reyndar heilu ævintýri, það er móðirin sem segir stúlkunni sinni sögu. Gunnvör Braga Sigurðardótt- ir seitur „Rauðhettu" fremur laglega á svið. en tekst leik- stjórn'n miður, leikendurnir eru hvorki nægilega samtaka né nógu vel æfðir, og fara þannig mörg atriði forgörðum sem gera mætti úr góða skemmtun; hins ber að geta að flestir munu leikendumir al- gerir nýliðar eða rnjög litt van- ir sv'ðinu. Mesta ánægju og athygli vekur Sigrún Ingólfs- dóttir í ágætu gervi Rauðhettu. kornung, fríð stúlka, skýr og viðfeldin í mál; og í'rjálsmann- leg og örugg í framgöngu; túlk- un orðsvara og söngva gædd æskuþokka. Úlfinum er líka vel bqrgið í höndum Sigurðar Grétars Guðmundssonar, hins revnda áhugaleikara, þó að gervinu megi finna. röddin mátulega hrjúf og dimm, fram- sögnin skýr og leikurinn fjör- ugur og broslegur í senn. Sig- urði tekst furðuvel að rata meðalhófið. hann gerir úlfinn nógu vargalegan, slóttugan og óseðjandi til að vekia lifandi áhuga og eftirvæntingu barn- anna, og bó ekki grimman eða hræð'legan um skör fram. Tveir nágrannar Rauðliettu koma talsvert við sögu: Sigurð- ur Jóhannesson er feitur og svefndrukkinn malari og leik’- ur mjög þokkalega, og Björn Einarsson skartbúinn skradd- ari, óskaplega hugdeigur og gi'Obb.'nn að sama skapi. Björn er einarður og skemmtinn og allur hinn hressilegasti, en tal- ið víða siitrótt og kunnáttan bágborin í meira lagi. Móðir Rauðhettu litlu er Hólmfríður Þórhallsdóttir, geðfeld í sjón og raun. en ber flest merki Rauðhetta (Sigrún Ingólfsdóttir). byrjandans; enn v.'ðvan.ngs- legri er skógarvörðurinn Gunn- ar Harðarson og lætur lítið að sór kveða. Jóhanna Bjarnfreðs- dóttir er góðleg og þokkaleg amma, en þyrfti að læra hlut- verkið áður en lengra er hald- ið. Þá bregður tveimur kisum fyrir öðru hverju, Huldu 'Harð- ardóttur og Rakel Guðmúnds- dóttur, þær syngia snoturlega, en hai'a ekki lært að dansa; og loks er Sigurbiörg Magnús- dóttir sögumaður, lagleg og' mjög geðþekk stúlka, en of hik- andi í máli og uppburðarlítil til að ná verulegum tökum á leik- gestunum litlu í salnum. Leikstjórinn teiknaði bún- inga og tjöld ásamt Hildi B.iörnsdóttur; sviðsmyndjrnar þrjár eru einfaldar að allri gerð og ekk> ósnotrar. Mikið er sungið í leiknum og yfirleitt skemmtilega og fjörlega, en textarnir af miklum vanefnum gerðir; tónlist Jóhanns Mora- veks vaktj almenna án'ægju. Ég' þakka góðá skemmtun og óska sýningunni skjótra fram- a og langra lífdaga. Á. Hj. 6) ÞJÓÐVILJINN — iLaugarciagur 24. febrúar 1962 Laugai'dagur 24. febrúai' 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.