Þjóðviljinn - 09.03.1962, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 09.03.1962, Qupperneq 1
'1 Árangursiaus sáttafundur í gærkvöld var haldinn samn- ingafundur í togaradeilunni og lauk honum um kl. 23. Náðist ekkert samkomulag á fundin- um. Næsti fundur er boðaður í kvöld kl. 20.30. SÖFNUN AUKINS HLUTAFJÁR I PRENTSMIÐJUNA HAFIN | VÉLINKOMIN Undir þessari yfirbreiðslu eru kassar með hlutum úr nýju nrentvélinni. Vonandi tefur hún sem styzt þarna í portinu við Skúlaskála, en það fer eftir undirtektum undir hlutafjársöfnun- ina hve fljótt verður hægt að taka vélina til sinna nota. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Stjórn Prentsmiðju Þjóðviljans efnir hér með til almenns hlutafjárútboðs, til aukn- ingar á hlutafé prentsmiðjunnar. Hefur verið aflað heimildar til að auka hlutaféð um X — eina — milljón króna. Hlutabréfin cru 500 krónur að fjárhæð hvert, og samkvæmt ákvæðum félagssam- þykkta skulu þau hljóða á nafn. Menn geta slflráö sig fyrir hlutum með því að snúa sér pcrsónulega, bréflega eða símleiðis til: skrifstofu hlutafjársöfnunarinn- ar, Þórsgötu 1, 2. hæð, sími 14457. Opið kl. 10 til 12 og 5 til 7, Iaugardaga kl. 10 til 12. Þeim, sem búsetu hafa úti á landi, skal á það bent, að þeir geta einnig, ef þeir kjósa hcldur, snúið sér til næsta umboðsmanns eða útsölumanns Þjóðviljans, sem mun þá koma beiðni þcirra um sl^rásetningu á framfæri. Ætlazt er til, að jnenn greiði hlutaf járfram- Iög sín að fullu gegn móttöku hlutabréfanna. Reykjavik, 8. marz 1962. Stjóm Prentsmiðju Þjóðviljans TÍU ÞÚSUND PUNDA MYND ■ ,Eg kre^st af þér 10.000 stcrlingspunda skaðabóta cf þú birtir af mér mynd“, æpti : Alfrcd Hilldreth skipstjóri að fréttaWtara Þjóðviljans á Siglufirði, Hanncsi Baldvins- • syni um leið og hann smcllti á hann í varðstofu lögreglunnar. — Fleiri myndir af ■ brezku föngunum á Siglufirði eru inni í blaðinu. 3. síða Til allra velunnara Þjóðviljans I 25 ár hefur Þjóðviljinn verið eitt sterkasta vopn íslenzkrar alþýðu í stéttabaráttu hennar. Með Þjóðviljann að vopni hefur íslenzk alþýða sótt fram frá fátæktar- og krepputím- um fyrirstríðsáranna til þeirrar Mfsafkomu, sem hún býr nú við. Með Þjóðviljann að vopni sigraði alþýðan i skæruhernaðinum, þegar verklýðssamtökunum að viðlögðum fangelsunum og upptöku sjóða var bannað að berjast fyrir bættum kjörum. og gerðardómsfjötur fhalds og Framsóknar var þá höggvinn af alþýðu. f 25 ár hefur Þjóðviljinn verið það málgagn íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, sem aldrei hefur brugðizt. Hvað sem við hefur legið: bann og brottflutningur ritstjóra, kylfur og tára- gas, — rödd Þjóðviljans hefur náð út til fólksins, til þess að boða barátluna gegn hernámi og spillingu, gegn uppgjöf og afsali fullveldis. En aldrei hefur slík hætta vofað yfir þjóð vdrri og alþýðu- stéttunum sérstaklega sem nú: Innganga í Efnahagsbandalagið sem ofstæk- ismenn auðvaldsins berjast fyrir, táknar enda- lok íslenzks sjálfstæðis. Afturhaldið innanlands hefur með gengislækkuninni í ágúst 1961 beitt ósvífnari og ábyrgðarlausari kúgun gegn almenn- lingi en nokkru sinni fyrr. Það er stolið af alþýðu manna því, sem samið hefur vorið um í frjálsum samningum og þjóðinni um Ieið bakað stórtjón. Það verður í senn að sameina alþýðuna gegn slíkri ránsherferð — og sameina þjóð- ina um varðveizlu frelsis síns. Til þess þarf að stórefla og bæta ÞJÓÐ- VILJANN, eina dagblað alþýðu og þjóð- frelsissinna. En Þjóðviljinn hefur undanfarin ár dregizt aftur úr öðrum dagblöðum, hvað tækni snertir. Auðvaldið á íslandi hefur magnazt að gróða og tækjum — og það veitir óspart fé til að efla áróðursmálgögn sín, til þess að' reyna þannig að véla almenning til fylgis við kaupkúgun og landsafsal og villa Islendingum sýn. Því er óhjákvæmilegt fyrir alla, sem vilja knýja fram betri lifskjör alþýðu og fylkja sér um frelsi þjóðar vorrar að leggjast á citt um að efla Þjóðviljann og bæta hann, — gera hann að því volduga vopni, sem hann þarf að vera í hönd- um íslenzkrar alþýðu, íslenzks þjóðfrelsis. Sósíalistaflokkurinn hefur þegar gert ráðstafanir, til þess að kaupa hverfiprentvél handa Þjóðviljanum, eins og Morg- unblaðið og Tíminn þegar hafa, og sétjaravélar til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Þessar vélar eru komnar til landsins og liggja á hafnarbakkanum, en fé vantar til að leysa þær út úr tolli og setja þær ni&ur. Breytingar eru hafnar á Skóla- vörðustíg 19 og verður lokið við þær á næstu vikum, ef fjárskortur ekki hamlar. Vér hcitum nú á alla velunnara Þjóðviljans að samcinast um eins voldugt átak og gert var þcgalr Prcntsmiðja Þjóðvilj- ans h.f. var stofnuð og Skólavörðustígur 19 keyptur. Kaupið hlutabréf í Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. eða Iegg- ið fram fé á annan hátt, til þcss að lyfta því grettistaki að endurnýja vélakost prentsmiðju Þjóðviljans og skapa þannig grundvöll að gerhreytingu hans sem dagblaðs. Ef þúsundir alþýðufólks leggjast á eitt með þeirri sam- heldni og fórnfýsi, sem einkennt hefur ísienzka verklýðs- og þjóðfrelsisbaráttu frá upphafi vega, þá er hægt að vinna stórvirki, þó smátt komi frá hverjum um sig. Nú má enginn liggja á liði sínu. Gerum Þjóðviljann að því volduga vopni fyrir málstað alþýðunnar og íslands sem hæf- ir þeim góða málstað og er í samræmi við alvöru þeirrar örlagastundar, sem þjóð vor nú lifir. Fyrir hönd Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins EINAR OLGEIRSSON. i - . f ; ;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.