Þjóðviljinn - 09.03.1962, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 09.03.1962, Qupperneq 12
Tveir dómkvaddir mcnn frá Atvinnudeild háskólans eru nú að rannsaka skcmmdirnar, -sem orðið hafa á saltfiski í verstöðv- um á Suðurnesjum. Þeir voru þar syðra í fyrradag að taka sýnishorn, sem þeir hafa vænt- anlega unnið úr í gær. Búizt var við að niðurstöður rannsóknar- innar lægju fyrir í dag. Fyrir um það bil 10 árum varð það upplýst að kopar veldur þeim skemmdum í salti að sá fiskur sem úr því er saltaður verður gulur eða brúnn. Fiskur. sem þannig er útlítandi er óseljan- leg vara á venjulegum markaði. en skaðlaus til neýzlu. Þegar -þetta varð Ijóst gerði fyrirtæk- ið Kol og Sa'lt ráðstafanir til þess að saltið væri skoðað og efna- •greint við afhendingu, þannig að v-tryggt veéri að það færi galla- iaust í skipið. Nú hefur það hins vegar komið á daginn. að þessi varnagli du.gði ekki. til. Um miðían s’ðasta mánuð. kom •ilam-kt skin til Keflavíkur með •saltfarm. sem dreift var í all- íir verstöðvar á Suðurnesjum. Skömmu eftir að farið var að motn þetta salt fór að bera á guluskemmdum í fiskinum og ■foárust böndin fljótlega að salt- inu. enda upplýstist að skipið. Áxel Sif. hafði túrinn á undan flutt kopar eða eír, og jlla ‘hreinsaðar lestar þess smitað saltfarminn. Nú er svo komið málum að fyrirsjáanlegt er millj- onatjón á fiski sem þetta salt •hefur verið notað í. Fiskimatsstjóri kvaðst í við- "tali við blaðið. ekki geta fullyrt um hve miklar endanlegar skemmdir yrðu. en gulan er ekki enn komin út á þeim fiski. sem nýsaltaðúr er. en hann sagði að það kærni sér ekki á ðvart þó 2—300 tonn skemmdust Fiskur sá sem hér um ræðir 18.000 tonn crf fiskflök- um til Sovét í gær var undirritaður hér í Reykjavík samningur um sölu á 18 þúsund lest- um . af hraðfrystum fisk- flökum til Sovétríkjanna. Gert er ráð fyrir að af- greidd verði 13 þús. tonn þorskflaka og 5 þús. tonn karfaflaka. Heimilt er að afgreiða 3000 lestir af ýsu- flökum, 1000 lestir af ufsa- flokutn, 1000 lestir af stein- bítsflökum og 1000 lestir af lönguflökum í stað þorsk- eða karfaflaka. Sölusamningur þessi er gerður á grundvelli við- skiptasamnings frá 1953 og bókunar frá 23. janúar 1960, sem gildir urn við- skipti milli landanna. var mikil gæðavara, línufiskur saltaður glænýr og verður tjónið enn tilfinnanlegra fyrir það. Birgitte Frelsen 24. febr. sl. landaði danska skipið Birgitte Frelsen saltfarmi hjá Kol og Salt hér í Reykjavík, en nú hefur komið í ljós að einnig það skip hafði túrinn áður eða þarnæst á undan flutt kopar- farm. 2000 lestir a-f salti, sem geymdar eru í geymsluhúsi fyr- irtækisins eru því einangraðar og ekki afgreidd af þeim ein lúka. Er u.nnið að rannsóknum á hvort það sé líka skemmt. Sé svo verð- ur að öllum líkindum að aka öllu.m haugnum í sjóinn. Trúlegt er að Kol og Sa'lt sé skaðabótaskylt til þeirra aðilaj sem hafa orðið fyrir barðinu á saltskemmdunum, en hinsvegar mun fyrirtækið hafa tryggingu í samningum sínum við flutn- ingsaðila fyrir því, að kopar komi hverai nærri farminum. Unnið hefur verið að því í gær og fvrradag, að henda því Salti | sem vissa er um, eða grunur leik- blandað samanvið eldri birgðir. ur á u.m að sé skemmt, en bar er trúleat að flevja verði mest- sem gaúaða saltið var víða öllum saltbirgðum Suðursnes.ia. Föstudagur 9. marz 1962 — 27. árgangur 20001 tonnum qf $q|ti Þióðviuink hent Psjoinn hjd Kol & Sölt Myndin er tekin 4. þ.m. er unn- ið var að uppskipun á salti úr danska skipinu Birgitte Freisen, en þetta salt er nú einangrað hjá Kol og Salt h.f. og verður ekki afhent kaupendum fyrr en vissa er fyrir að það sé galla- laust. STEFNT I OFÆRU HEÐ SKATTALOGGJOFINNI Efri deild lauk í gær 2. umr. um stjórnarfrumvarpið um tekju- skatt og cignaskatt, en atkvæða- greiðslu var frestað. Björn Jónsson fiutti nú síðari hluta ræðu sinnar en hann var í miðri ræðu þegar fundi var frestað sl. þriðjudag. Meginkafli fyrri hluta ræðu Björns er birt- ur í dag I oonu. í ræðukafla sínum í gær ræddi Björn einkum breytingarnar sem frumvarpið gerir á framkvæmda- köflum skattalaganna. . Sýndi Björn fram á að þeir beinist að þessu: 11 að því að stokka udd emb- ættismannakerfið og gefa fjár- málaráöherra tækifæri til að raða í það að nýju eftir geðþótta sín- um. 2) að setia fasta embættismenn í stað skattanefndanna, sem nú veita borgurunum nokkra lýð- ræðislega aðild að framkvæmd skattalaganna. 3) að því að fjölga mjög emb- ættismönnum í kerfinu og gera það kostnaðarsamara en áður. Björn tók fram að hann teldi þó sumar breytingarnar á fram- kvæmdaköflunum engan veginn fráleitar, og nefndi þar einkum til skiptingu landsins í skatta- umdæmi, en afnám skattanefnd- anna væri varhugavert bæði vegna kostnaðarhliðarinnar og einnig af öðrum ástæðum. Fárviðri veldur stórtjóni báðummegin Atlanzhafs NEW YORK, LONDON 8/3 — Ægilegt fárviðri geysar nú á Atlanzhafi. Fjöldi skipa hefur Ient í erfiðleikum og tjón hefur orðið á mönnum og mannvirkj- um á ströndunum beggja megin hafsins. Einna harðast hefur austprströnd Bandaríkjanna <>rð- ið úti, en þar hafa 35 menn látið lífið og 6.000 misst heimili sín. Tjón á mannvirkjum er metið á meir en 100 milljónir dala. Raflínur og hafnarmannvirki meðfram ströndinni hafa orðið •fyrir miklu tjóni og í smábæj- unum hafa hús rifnað af grunni. Yfirvöld bæja á ströndinni frá Carolinu til Nýja Englands. hafa snúið sér til Hvíta hússins og beðið um aðstoð. Kennedy for- seti tilkynnti að hann myndi vinda bráðan bug að því að út- vega nauðsynlega hjálp. Liberíska tankskipið Gem í brotnaði í tvennt úti fyrir strörid Norður-Carolínu. Danska skipið Jytte Skou heyrði neyð- armerki frá Gem og er nú reiðu- búið að hjálpa þegar tækifæri gefst. Mörgum öðrum skipum hefur hlekkst á. Timburfarmur banda- risks flutningaskips haggaðist svo að.skipið var í þann veginn að velta. Tiu metra háar öldur brutu kinnung annars skips. Fregnir frá Lo.ndon herma að ofviðrið hafi rofið stiflugarða á j ströndum Cornwalls og að sjór hefði flætt yfir smábæina Penz- ance og Newlyn. Hundruð manna hafa orðið að flýja hejmili sín. Flóðið velti ljósastaurum urn og fylltj kjallara húsanna af sandi, Járnbrautarstöðin í Penz- ance er undir vatn; og jám- brautasamband við borgina r°f- ið. Fréttir frá París segja >að fimmtán metra háar öldur hafi brotið niður vatns- og rafmagns- leiðslur á Quiberon-skaga í Bret- agne. Veðrið er tal’ið hið versta sem orðið hefur í 40 ár. Vind- hraðinn náði 150 km á klukku- stund. Frá Belgrad hafa borizt þær fréttir að Elva Juzna Morava í Serbíu sé undir vatni og að hermenn hafi orðið að aðstoða í fleirj þorpum. Flætt hefur yf- ir hundruð húsa og mikið af ræktarlandi hefur algjörlega orð- ið flóðinu að bráð . Nýrrar endurskoðunar þörf Björn gagnrýndi, að ekki væri reynt í þessurn nýju skattalögum að bæta úr höfuðmeinsemd Framhald á 10. síðu. Æskulýðs- kvöld í Skálanum Það er ungt fólk sem annast dagskrá Menning- arviku Samtaka her- námsandstæðinga í Lista- mannaskálanum í kvöld Fjögur ung skáld, þau Ari Jósefsson, Dagur Sigurðarson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Reynir Þórarinsson flytja frumsaminn skáldskap. Ingi- björg og Jón eru ennþá nem- endur í Menntaskólanum. Strokkvartett ungs tónlist- arfólks flytur þátt úr kvartett eftir Mozart. Hljóðfæraleikar- arnir eru Hafliði Hallgríms- son, Helga Hauksdóttir, Jakob Hallgrímsson og Sturla Tryggvason. Dagskránni lýkur með er- I indi Þorsteins Jónssonar frá Hamri: Að trúa stáli. Kynnir verður Ragnar Arn- alds. Á fimmtu og síðustu dag- skrá Menningarvikunnar ann að kvöld flytur dr. Jakob Benediktsson erindi um ís- lenzk handrit og flutt verður sónata eftir Mozart. Aðgöngumiðar að dagskrán- um eru seldir fyrirfram í skrifstofunni Mjóstræti 3, símar 23647 og 24701, og á sýningunni í Listamannaskál- anum, sem er opnuð klukkan tvö. Verð aðgöngumiða er 25 krónur. ★ Frá dagskrá menningarvik- unnar á þriðjudagskvöld. 'Á e?ri myndinni sjást Jórunn Viðar (t.h.) sem þar lék á píanó, og Björn Th. Björnsson (annar frá vinstri) sem talaði ’ um íslenzka málaralist. A ’ neðri myndinni sér yfir á- heyrendahópinn. (Ljósm. AK).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.