Þjóðviljinn - 13.03.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.03.1962, Qupperneq 4
Jón Ivarsson: AMarverzlunin m lök’ Eftir því sem norska blaðið Fiskarcn upplýsir eru nú Rússar byrjaðir að fi-ska á kafbátum, bæði í Barentshafi og Norður-Atlanzhafi. Ennþá munu þó þessar veiðar vera á tilraunastigi. Blaðið upplýsir, að Rússarnir hafi þá aðferð að dæla fiskinum inn í kafbátana gegnum víðar gúmmíslöngur, af allt að 170 feta dýpi'. Slöng- urnar eru með Ijósaútbúnaði við neðra op. Fiskaren segir, að þessar rússn. tilraunir með fiskveiðar á kafbátum hafi gengið svo vel að undan- förnu, að nú sé farið að tala um að smíða fleiri slíka kaf- báta til fiskveiða. ^:iiðiBaL»i<iiaii»ii. VlSir III norsku blaSi Skip Guðmundar á Rafn- kelsstöðum Víðir II. undir stjórn hins landskunna afla- manns Eggerts Gíslasonar vekur athygli meðal erlendra þjóða fyrir frábært aflamagn. í blaðinu Fiskaren 14. febrúar sl. er frétt undir heitinu „Den islandske toppfisker“. í þess- ari frétt er sagt að Víðir II. sem fyrir tveimur árum var smíðaður í Skipasmíðastöð Gravdais á Sunda, hafi árið 1961 veitt hvorki meira né minna en 90.000 hektólítra af síld, auk 450 smálesta af öðr- um fiski. Blaðið segir að verð- mæti þessa afla í útflutningi sé fjórfalt verð bátsins þegar hann var smíðaður í Noregi. Ennfremur upplýsir Fiskaren að Víðir II. hafi kastað nót sinni 600 sinnum á árinu og að dagveiði til jafnaðar hafi verið 25 smálestir, alla 365 daga ársins. Fréttin af hinu íslenzka aflaskipi endar á því að segja að þetta frábæra aflaskip sé aðeins með 11 manna áhöfn. MóSurskipin hirSa pokann 1 febrúarmánuði var hópur austurþýzkra togara að veið- um undan strönd Noregs, á- samt móðurakipd. í>að vakti athygli norskra fiski- manna á þessum slóðum, að Austur-Þjóðverjarnir höfðu nú tekið upp alveg ný vinnu- brögð á sjónum. Þegar togararnir voru bún- ir að hala inn vörpuna, þá losuðu þeir pokann frá net- inu og skildu hann eftir á sjénum með fiskinum í. Að vörmu spori kom svo móður- skipið á vettvang og hirti pok- ann. Norðmönnunum virtist þetta allt ganga með mjög skj.tum hætti, þannig að auð- séð væri að festing pokans við vörpuna hlyti að vera með Eggert Gíslason um borð í skipi sínu. alveg sérstökum útbúnaði, sem fljótlegt væri að losa um. A. þessum togurum var sögð 25 manna skipshöfn. Semja af sér sildartoll Samkvæmt ákvörðun Efna- hagsbandalagsins gekk í gildi 6% tollur á nýrri síld sem flutt er á markaði í Vestur- Þýzkalandi. 1 samningunum við Vestur-Þ j óðver j a sem Svíar gerðu í febrúar er það skýrt fram tekið að Svíar skuli ekki greiða þennan toll. Þetta samkomulag gildir frá 15. febrúar til 15. júní n.k. Ennfremur telja Svíar sig hafa vilyrði fyrir að þetta samkomulag verði framlengt að samningstímanum loknum. Sagt er að þessi samningur hafi verið gerður vegna fyr- irsjáanlegs skorts á síld, handa þýzkum niðursuðuverk- smiðjum. Skuttogarinn Hans Egede Ég hef áður sagt frá tveim ur stórum skuttogurum, sem útgerðarfélag í Harstad í Nor- egi er að láta smíða í skipa- smíðastöð Biekmers í Brem- erhaven í Vestur-Þýzkalandi Nú hefur öðrum þessara tog- ara verið hleypt af stokkunum og hlaut hann í skírninni nafnið Hans Egede eftir hin- um norska heittrúarpresti sem á sínum tíma gerðist trúboði á Grænlandi. Það er gert ráð fyrir að þessi togari verði af- hentur útgerðarfélaginu í apríl mánuði n.k. Þessi togari ,.er smíðaður samkvæmt nýjum reglum Norske Veritas um fullkomnustu fiskiskip til veiða á öllum heimshöfum. Þessi skip eru sérstaklega styrkt miðað .við að þau stundi Veiðar í Norðurhöfum innan um ís. Stærð þessara togara er 720 lestir brúttó. Þeir eru búnir 1960 hestafla Deuts víselvél og er gang- hraði þeirra áætlaður að meðaltali 14,75 sjómílur. Fiskilest er ca 374 rúmmetr- ar að stærð, og til viðbótar er lest.fyrir frystitæki og frysti- geymslur að stærð 170 rúm- metrar. Sérstakur frystiút- búnaður er til að frysta fisk í heilu lagi með loftfrystiút- búnaði (frá Drammens Jern & Kværnerbruk). Fiskimjöls- verksmiðja togarans á að geta unnið úr 20 smálestum ■af hráefni á sólarhring og er smíðuð í vélaverksmiðjunní Stoi'd við Björgvin. Fisk- þvottavélin er þýzk, svo köll- uð Walker vél frá Losested skammt frá Bremerhaven. ISnsýning Fjórða alþjóða fiskiðnaðar- sýningin verður haldin í Kaupmannahöfn, dagana 14. til 23. apríl n.k. Fyrirtæki frá fjórtán löndum taka þátt í sýningunni, og nú þegar hafa tilkynnt komu sína á sýning- una hópar frá þrjátíu og þremur þjóðum, þar á meðal frá Suður-Ameríku og Japan. Hver verður hlutur Islend- inga 1 þessari sýningu? Vantar menn Mikill skortur hefur verið að undanförnu á togarasjó- sjómönnum í Vestur-Þýzka- landi. Til að bæta úr þessari vöntun voru 24 Spánverjar ný- lega ráðnir á togara fré Brem- erhaven. SildarverS Svíar hafa nýlega samið við Þjóðverja um fast síldarverð. Samningurinn gildir til mán- aðamóta júní og júlí n.k. og er verðið 17 pfenningar fyrir hvert -hálft kg. I ísl. kr. 3,65 hvert kg. Kvikmynd af fiskveiSum Esso hefur ákveðið að láta gera kviikmynd af veiðum Norðmanna. Kvikmyndatakan hófst með því að kvikmyndað- ar voru síldveiðar við Sunn- mæri í síðastliðnum mánuði. Þaðan ,var svo ákveðið að halda norður í Lófót til kvik- myndatöku þar. I vor og sum- ar á svo að kvikmynda veiðar Norðmanna við ísland og sel- veiðar í Norður-Ishafinu. Að síðustu er svo búizt við, að kvikmyndatökumennirnir haldi á Grænlandsmið og kvikmyndi þorskveiðar Norð- manna þar. ir Jóhcmn J. E. Kútd • Morgunblaðið hefur birt ræðu þá, er Ingólfur Jónsson ráðherra flutti við setningu búnaðarþings fyrir fáum dög- um. í ræðu þessari minnist hann á, að Áburðarverksmiðjunni hafi ver.'ð „falið að annast innflutning á eriendum áburði og sjá um dreiiingu hans og leysa áburðareinkasöluna af hólmi.“ Þetta sem ráðherrann segir þarna, er ekki í samræmi við það sem hann segir í bréfi til Áburðarverksmiðjunnar h.f. hinn 30. okt. fyrra árs. Þar seg'r ráðherrann, að hann vilji ,,fela verksmiðjunni, að reka Áburðarsölu ríkisins“. sem hlýtur að merkja það, að verk- smiðjan reki hana sem sjálf- stæða stofnun, gcri sérstök reikningsskil fyrir hana og blandi fjárreiðum *hennar ~ á engan hátt saman við fjárreið- ur verksmiðjunnar. Á meðan lög þau, sem gilt hafa um e'nkainnflutníng og verzlun með tilbúinn áburð eru ekki afnumin, getur ráðherra ekki leyst einkasöluna af hólmi né falið neinum hlut- verk hennar, og sem kunnugt er getur Alþingi eitt bæði sett lög og afnumið þau. Að vísu getur rikisstjómin gefið út bráðabirgðalög mjlli þinga, en það gerði ráðherrann ekki. Löggjöfin er enn óbreytt um þau atriði, sem hér um ræðir. Ráðherrann segir um breyt- ingu áburðarverzlunarinnar: „Þessi ráðstöfun var gerð vegna þess að verksvið áburðareinka- sölunnar er of lítið til þess að halda henni uppi sem sér- stöku fyr'rtæki.“ Út af þessari staðhæfingu ráðherrans, er á- stæða til að gera þess nokkra grein, hvert hefur verið verk- svið Áburðarsölu riks'nsins. Hún hefur á fjórða tug ára annazt kaup og innflutning alls þess áburðar, sem flutt- ur hefur verið til landsins. Hún hefur á sama tima haft á hendj alla heildsölu hans og einnig á öllum þe'm áburði, sem unninn er í Áburðarverk- smiðjunni síðan hún tók til starfa, að undanskildum tveim síðustu árunum. Áburðarmagn- ið, sem flutt liefur verið til landsins og sá áburður sem unninn hefur verið í Gufunesi, hefur numið samtals 30—40 þúsund smálestuúi og að verð- mæti 80—90 millj. króna alls. Þá hefur Áburðarsalan orð- ið að fylgjast vel , með og kynna sér gaumgæfilega hve mikinn áburð þyrfti til not- kunar á hverju vori og sjá um að hann sé kominn nógu snemma um allt land. Þarf oft' fyrirhyggju til að hvergi verði mistök. Er ekki þetta, sem hér hef- ur verið nefiit, nægt verkefni fyrir sérstaka stofnun? Senni- lega munu fáir, sem kynna sér þcssi mál ólilutdrægt, svara þeirri spurningu neitandi. Ráðherrann segjr ennfremur: „Ráðstöfunin, var einnig og ekki síður gerð vegna þess að með þessum hætt; er unnt að spara talsverða fjárhæð, sem getur komið bændunum til góða“. í hverju er sparnaðurinn fólginn? Það nefnir ráðherr- ann ekki á nafn. Þess er held- hr ekki að vænta, því sparn- aðurinn er enginn og verður enginn. Breytingin með áburðar- verzlunina mun valda stór- hækkuðum kostnaði í verzlun- arrekstrinum, sem kemur fran* í hækkuðu áburðarverði. Vit- anlega stendur þó Áburðar- verksmiðjan við sitt tilboð, en það gildir aðeins fyrir inn- fluttan áburð á þessu ári. Kjarnaáburðurinn var ekkl ncfndur í tilboðinu. Mönnum er kunnugt, að reist hefur verið núna í haust og í svartasta skammdeginu stórhýsi í Gufunesi vegna þess að ráðherrann fól verksmiðj- unni að reka Áburðarsölu rik- isins og vegna þess, að þeir sem hana tóku til reksturs (meirihluti verksmiðjustjórn- arinnar) létu þá firru henda sig, að ákveða að flýtja _nær allan útlenda áburðinn tií Guíuness í vetur og vor, laus- an og til sekkjunar þar. Vegna þess varð að reisa hið stóra hús á þeim tima er verst gegndi og með þvi ofurkappi, Framhald á 10. síöu. Ófær leið að láta___ Framhald af 1. sfðu. ir til þess að hægt væri að frysta aflann fyrri hluta veiði- ferðar og reikna með að geta verið um mánaðartíma í veið:- för en ekki 10—12 daga. Hefðu ýmsir gert það með allgóðum árangri. ★ Hjálp til sjálfshjálpar Hjálpin við togaraútgerðina hefði fyrst og fremst átt að m;ð- ast við að koma bar á heilbrigð- um rekstri. Rétt væri að að- stoða togaraútgerð.na við að fá réttlátara verð fyrir aflann inn- anlands en verið hefur. íslend- ingar gætu borgað sambærilegt fiskverð og Norðmenn, en á það skorti mik;ð að bað sé gert. Auðvelt væri að létta af vinnu- stöðvunutn álögum, sem hvergi ættu sinn líka meðal fiskveiða- þjóða heims, svo sem háu út- flutnngsgjaldi og okurvöxtum. Það væri skammvinnt að grípa til fjárfúlgu og afhenda togara- útgerðinni, hitt yrði að gera að koma rekstri togaranna á hag- kvæmari grundvöll. ★ Bátarnir eiga ekki að kosta togaraútgerð Lúðvík lýsti því hvernig rík- isstjórnjn hygðist nú taka hlutatryggingasjóð bátaflotans traustataki í því skyni að styrkja togaraútgerðina. Hluta- tryggingasjóðurinn hefði verið engöngu fyrir bátaflotann, og haldið aðskildum almennisdeild og síldvelðideild. Nú ætti að bæta við togurunum og auk þess taka helming af öllu sem inn kæmi af útflutningsgjöld- um í jöfnunardeild, sem eins og nú stæð; yrði notuð til að styrkja togaraútgerðina. Áherzla hefði verið lögð á það hingað til að reka hluta- tryggingasjóðinn þannig að ekki Framhald á 5. síðu, Jj) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.