Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 1
Munið hlufa- ] fjársöfnun ! Þjoðviljans Karlsefni lýst í bann -Svaraði kalli í gœr Þjóðviljinn pantaði í gær- kvöld símtal við skipstjórann á Karlseíni og gerði Loítskeyta- stöðin tilraun til að ná í skipið. Karlseíni svaraði strax á morsi og kvað lofskeytamaðurinn tal- stöðina bilaða, þannig að ekki væri hægt að afgreiða samtalið. Vitað er því nú að skipið er hér við land og vafalaust á veiðum<, Blaðið hefur heimildir fyrir þv| að mönnunum voru meinuð af* not af stöðinni og getur biluniit því verið fyrirsláttur einn. <$> VILHJALMUR ÞOR HÆKKADUR I TIGN Vilhiálmur Þór, sakborningur í olíumálinu, tekur í dag við völdum sem aðalbankastjóri Seðlabankans. Frá þessu er sagt í skýrslu frá Seðlabankanum sjálfum, en þar greinir frá því aö „núverandi bankastjórar skiptast á að vera formenn bankastjórnarinnar hver á fætur öörum í aldursröð og eitt ár í senn. Jón G. Maríasson er formaöur til 31. marz 1962, en þá tekur Vilhjálmur Þór við sem formaður bankastjórnarinnar Þessi tilkynning Seölabankans um valdatöku Vilhjálms Þórs mun vera svar við þeim marg- ítrekuðu fyrirspurnum Þjóðvilj- ans og alls almennings, hvort Vilhjálmur Þór eigi að halda áfram að gegna trúnaðarstörfum eftir að saksóknari ríkisins hef- ur ákaert hann opinberlega fyr- ir einhver stói-felldustu gjald- eyrissvik í sögu þjóðarinnar. Vilhjálmur Þór á ekki aðeins að halda störfum sínum, hann er í dag hækkaður upp í æðsta embáettið í fjármálakerfi ís- lendinga. Hefur þetta væntan- lega þótt þeim mun sjálfsagðara sem hann hreppti æðstu orðu íslenzka lýðveldisins þegar hann var síðast dæmdur fyrir olíu- svik, þannig að þangað var 'ekki meiri sóma að sækja. Verðleikarnir Vilhjálmur Þór er sem kunn- ugt er ákærður fyrir að hafa ráðbtafað ólöglega á sjöundu milljón króna í dollurum árið 1954. í olíumálinu er einnig sannað óveíengjanlega að Viíhjálmur Þór bar ábyrgð á hinu stór- fellda smygli • og gj'aldeyrissyik- um olíufélaganna og byggði upp það kerfi á árunum 1952—1954. Því valda aðeins formlegar á- stæður að hann er eklci ákærð- ur fyrir þær sakir; þær eru taldar vera fyrndar! í rannsókn olíumálsins bentu rannsóknardómararnir sérstak- lega á það að Vilhjálmur Þór hetfði verið æðsti fyrix-maður gjaldeyriseftirlitsins síðan í ársbyrjun 1955, án þess að hann hefði gefið upp fyrri svik sín og oliufélaganna eða stuðlað að því að upp kæmist um hin síðari. Af cfnhvQrjum, óskiljanlegirm ástæðum hefur saksóknaiá rík- isins samt látið undir höfuð léggjast að höfða mál á Vil- hjálm fyrir embættisbrot. í lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins eru ná- kvæm ákvæði um það að hegð- un þeirra skuli í öllu vera til fyrii-myndar. Opinber starfs- maður ,,skal foi-ðást að að'haf- ast nokkuð það í starfi sínu. eða utan þess, sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis og varpað getur rýrð á það starf eða stai-fsgrein sem hann vinn- ur við“. Tekið er fram að starfsmanni skuli veitt lausn ef hann brýtur af sér í „starfi eða framkoma hans eða athafn- ir í því eða utan þess þvkir að öðru leyti ósæmileg eða ósam- rýmanleg því starfi". Hækkun Vilhjálms í tign sýn- ir að stjórnarvöldin telja þessi ákvæði ekki eiga við hann, heldur hafi framkoma hans í olíumálinu aflað honum virð- ingar og álits og vai’pað ljóma á Seðlabankann; gjaldeyrissvik hans eru sæmileg, hæfileg og sami’ýmanleg því að vera æðsti yfirmaður gjaldieyriseftirlitsins. Sjóm.annafélagimi hefur .nú borízt staðfesting á því að tog- arinn Karlsefni hafi gerzt verk- íallsbrjótur að lokinni söluferð í Þýzkalandi. Skeyti barst í gær frá alþjóðasambandi flutninga- vdrkamanna, ITP, þess efnis að skipið hafi stoppað tvo daga í líremerhaven, siglt þaðan 22. eða 23. þessa mánaðar. Skipið gæti því liafa verið komið á nxiðin fyrir Suðurlandi 26.—27. marz. Sjómannafélag Reykjavíkur heíur nú þegar gert ráðstafanir til þess að skipið fái ekki fyr- irgreiðslu neinstaðar þar sem Samlband flutningaverkamanna getur beitt áhrifum sínum. Einn- ig. hefur félagið óskað þess af stjórn ASÍ að skipinu verði hvarvetna hér við land mein- uð löndun og fyrirgi’eiðsla. Jón Sigurðsson sagði svo í stuttu samtali við blaðið í gær að tiltæki Karlsefnismanna væri bæði stói’vítavert og heimsku- legt og bæri að fordæma fram- komu þeirra mjög. Blaðið hefur heyrt því fleygt, að þegar skipið var úti, hafi foi’stjóri útgerðarinnar verið þar samtím'is og beitt bæði blíð- mælum og hótunum við me*in- ina til að fá þá til að fremja vei’kfallsbi’otíð. Það fylgir sög- unni, að nokkrir menn af áhöf.i- inni hafi neitað að fara út, en þeir fluttir nauðugir um borð. Skipstjóri á Kai'lsefni í þess- ari ferð er Einar Jónsson, ung- ur maður úr Reykjavík og er þetta fyi’sta ferð hans sem skipé stjóri, en hann hefur áður vei'^ ið stýrimaðui’ á sama skipi. ij Útgerðarstjóri Karlsefnis e® Ragna'r Thoi’steinsson, en ÚW gerðarfélagið Geir Thorsteins* son h.f. j{ Togarasölur ] Togai’inn Júpíter seldi afl® sinn í Hull í. gærmorgun 170,® tonn fyi’ir 8842 stpd. A mánudaginn selja 3 íslenzk* ir togarar í Bi'etlandi, 1 á mið^ vikudaginn og einn í næsti® viku. Þegar þessir togarar hafa lok-i ið sölum sinum, verða ekki fleirl um sinn a.m.k. ekki fyrr ea vei'kfallið er leyst. ú Teflir í Rúmeníu ? Freysteinn Þorbergsson hefu® þegið boð um að taka þátt B alþjóðlegu skákmóti sem haldiðS verður í Rúmeníu 7.—27. apríl^ Munu taka þátt í því 6 Rúmen» ar og 10 erlendir skákmen* fi'á 10 löndum, þeirra á meðali ýmsir stórmeistarar og alþjóð«« legir méistarar. Rdðstefna Alþýðubanda- lagsins hófst í gœrkvold Uáðstel'na Alþýðubífixdalagsiiis var sett í félagshcimili Kópavogs í gærkvöld. Sækja hana fulltrúar úr öllum landshlutum, jafnmarg- ir og þingmcnn eru í hvcrju kjördæmi, en auk þess nokkrir gestir. Hannibal • Valdimarsson flutti framsöguerindi, þar sem hann rakti tildrög.in að stofnun Al- þýðubandalagsins og það sem síðan hefur gei’zt. Upphaf að stofnun þess voru samþykktir og kröfur fjölmargra verkalýðs- íélaga á ái’inu 1954 um að Al- þýðusambandið „beitti sér íyrir samstarfi verkalýðsílokkanna . . og vinni ötuilcga að stjórnmála- legri einingu alþýðunnar gegn gengislækkun og kjaraskcrðingu en fyrir myndun ríkisstjórnar, sem starfi að hagsbótum fyrir al- þýðuna og vcrkalýðurinn því gæti stutt". í lok ræðu sinnar sagði Hanni- bal m.a.: „Alþýðubandalagið hefur gegnt veglegu hlutverki í íslenzkum stjórnmálum . . . En það cr bjargföst sannfæring mín að þess bíði í framtíðinni enn mikilvægara hlutverk". Að lokinni íi’amsögui’æðu Hannibals var kosið í eftírtaldar nefndir. Nefnd um utanríkis- og þjóðfrelsismál: Finnbogi R. Valdimarsson, Einar Olgeirsson, Sigúrður Blöndal, Allreð Gísla- son;, Guðrún Hai’aldsdóttii’. Sjáv- Fi’amhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.