Þjóðviljinn - 31.03.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Síða 4
 ! ! ! ! ! : ! : : : ! ! ! ! : : : : : : ! 1 ! !> 1 1 : : útvarpsannáll Séra Jakob Jónsson emb- ættaði á sunnudaginn og lagði útaf guðspjalli dagsins, frásögn af því er Jesús lækn- aði blindan mann. Út frá því fór hann út í hugleiðingar um andlega blindu, þó með öðrum og skiljanlegri hætti væri en Einar Pálsson gerði, eða taldi sig hafa gert, fyrr á þessum vetri. En með því að mér finnst, það bera einhvern keim af hugmyndafátækt, að 'þurfa endilega að kenna sinnuleysi, deyfð, kæruleysi, forheimsk- an og aðra mannlega van- kanta til blindu, er víst hyggilegast, að láta allar orðræður um þessa predik- un niður falla. Ég vil þó að- eins geta þess, að mér fannst hún að mörgu leyti góð og hin hressilegasta, eins og vænta mátti frá sér Jakobi. Eftir hádegið kom Sverrir Kristjánsson með sitt erindi um lénsskipulagið, fróðlegt og svo rólega fiutt, að hlust- andinn beinlínis hreifst burt af öld hraðans og til þess tíma, er næstum stóð kyrn Um kvöldið var enn ein verðlaunaritgerð á ferðinni, sú hin þriðja í röðinni. Höf- undur hennar og flytjandi var Þórunn Elfa Magnúsdótt- ir. Þetta voru bernskuminn- ingar höfundar, nokkuð sundurlausar með köflum, kryddaðar helzt. til mikilli tilfinningasemi, en, án efa sönn og trúverðug lýsing á lífsbaráttu fólks þar syðra á þeim tima, er höfundur var að vaxa úr grasi. Vanþakkláft einkaframtak Enn var spurt og spjallað í útvarpssal. Fyrir skömmu gerði einka- framtakið hríð að Ríkisút- varpinu, og vildi fá það, eða eitthvað af því, í sínar hend- ur. Nú kom röðin að bóka- útgáfu ríkisins. Einkafram- takið vill fá hana alla og óskipta í sínar hendur. Að hvaða ríkisfyrirtæki skyldi vera snúizt næst, kannski Þjóðleikhúsinu, eða Áfengis- verzluninni? Sem sagt, þeir Ragnar Jónsson forstjóri og Tómas Guðmundsson skáld sóttu að Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Ríkisútgáfu námsbóka á sunnudags* kvöldið, en forstjóri annars fyrirtækisins, Gils Guð- mundsson, og Gufrón Guð- jónsson fyrrv. skólastjóri vörðu. Um það má eflaust deila, hvort ríkið eigi að gefa út bækur, eða hvort einka- framtakið skuli þar eitt um fjalla. En það má rifja upp ann- að dálítið skemmtilegt í þessu sambandi. Þegar Mál og menning hafði starfað hér nokkur ár að bókaútgáfu, fundu þá- verandi formælendur einka- framtaksins upp þá kenn- ingu, að áðurnefnt útgáfu- fyrirtæki væri að grafa und- an einkaframtakinu og stefndi téðu framtaki í bein- an voða, ef ekki yrði að gert. En einkaframtakið var þá svo vanburðugt í voru landi, að það treystist ekki til að leggja til orustu við Mál og menningu og ráða niðurlög- um þess. En þá var það. að ríkið kom einkaframtakinu til hjálpar, efldi Menningar- sjóð og hleypti af stað bóka- flóði, sem átti að færa óvin einkaframtaksins _ Mál og menningu í kaf. Áskrifend- um var safnað um land allt', bæði meðal læsra og ólæsra. Munu slíks engin dæmi á landi hér, hvorki fyrr né síðar. Svo fengu menn Vikt- oríu drottningu, sem þeir að vísu skáru aldrei upp úr, til viðréttingar trú sinni á framtak einstaklingsins. En með stofnun Almenna bókafélagsins skilst mér að einstaklingsframtakið sjálft hafi tekið baráttuna fyrir hagsmunum sínum í eigin hendur, og þurfi ekki lengur á aðstoð rikisins að halda. Þó einstaklingsframtakinu kunni nú að finnast fátt um þá aðstoð, sem ríkið vildi á sínum tima láta því í té, verður ekki annað sagt en að vanþakklætið sé komið á fullhátt stig, þegar það nú vill þennan forna bjargvætt sinn feigan. Að þeim var tílbreyfing Friðjón Stefánsson rithöf- undur ræddi um daginn og veginn á mánudagskvöldið. Gagnstætt mörgum sem þetta viðfangsefni fá til meðferðar, var hann í góðu skapi og ekki vitund hátíð- legur. í samræmi við það snerist ræða hans um hvers- dagslega hluti, svo sem eins og tannskemmdir skólabarnai verndun höfundarréttar, end- urtekningar á góðu útvarps- efni og sitt hvað fleira. Það er út af fyrir sig þakkar- VIKAN 18. TIT. 24. MARZ vert, að fá endrum og eins menn til að flytja þessa þætti, sem hafa ekki uppi til- burði í þá átt að skapa héim- inn í sinni mynd. Þá flutti Guðm. Einarsson frá Miðdal ferðaþátt. Gagn- stætt venju fjallaði hann ekki um borgir í útlandinu, gamlar kirkjur, gamla eða nýja menningu, og yfirleitt ekki neitt af því sem mað- ur er löngu orðinn leiður á í venrulegum ferðasögum. Frásögn hans fjallaði ein- göngu urti næsta nábúa okk- ar í vestri, Grænland, um fjöll þess, jökla, ár, læki, bleikju, sauðnaut og annað það sem lifir í þessu landi. Og eins og það hefir eflaust reynzt Guðmundi andleg heilsubót, að lifa nokkra sumardaga í þessu ónumda landi, þannig tókst honum einnig að gefa hlustandanum hluta af þessu landi með frásögn sinni. Þá var lesin smásaga eftir Hannes Pétursson, leiðinleg og nánar tiltekið ljót, um bóndadurg, sem var svo gras- sár, að hann rak hross úr högum sinum upp til heiða og fram af hamrabrún, hvar þau týndust með hryllileg- um hætti. En vel má vera að þetta sé list sem verðskuldi verðlaun frá Almenna bóka- félaginu. Á þriðjudagskvöld flutti Halldór Halldórsson prófess- or framhald af erindi sínu, um háskólabæinn Lund, fróð- legt en langt frá því eins hressandi og frásagnir af eyðihéruðum Grænlands. Vel frá sagt í kvöldvöku miðvikudags- ins vantaði Eyrbyggju sök- um forfalla Helga Hjörvars. Símon Jóhannes Ágústsson flutti erindi um Þórðarhelli á Ströndum, rakti sagnir, skráðar og óskráðar, um Þórð þann, sem þar á að hafa dvalizt, og eignazt barn með heimasætunni í Litlu Ávík. Ekki tókst honum þó að færa fullar sönnur á hvort útilegumaður þessi hafi í raun og veru verið til, né hvenær, eða hver hefðu orðið afdrif hans. Vísnaþáttur var fluttur af Sigurbirni Stefánssyni og Jónas Guðmundsson stýri- maður flutti mjög athyglis- verða frásögu um björgun belgiskra togarasjómanna á aðfangadag fyrir nálega þrjá- tíu árum. Frásögn þessi er ekki eingöngu athyglisverð sökum þess að hún f jallar um eftirminnilegan atburð, held- ur einnig sökum þess, að hún er einstaklegá vel gerð, lát- laus og leynir á sér, þannig að hlustandinn finnur að meira liggur á bakvið en orðin sjálf gefa til kynna. Að lokum las svo Jóhann- es upp úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, að þessu sinni um. snakka. skollabræiiur og flæðarmús. HefSi mátf fakast betur Á fimmtudagskvöld kom svo önnur kvöldvaka, kennd við Bændaviku Búnaðarfé- lagsins. Það sem öðru frem- ur setti svip á 'vöku þessa, voru þýzkar húsfrey.jur, bú- settar á íslandi, og auk þeirra refir og refaskyttur, mink- ar, minkahundar og minka- banar* og svo að sjálfsögðu sjálfur formaður Búnaðarfé- lagsins, Þorsteinn bóndi í Vatnsleysu, sem flutti loka- orð dálítið rogginn og dá- lítið ánægður með sjálfan sig, eins og hann á vánda til. Reyndar hljóp hann dálítið útundan sér, í þessum kveðju orðum, því hann fór eitthvað að jagast við einhverja, sem höfðu talað illa um m.enn- ingaráhrifin frá félagsheim- ilum sveitarma og hefði slík ádrepa verið betur komin einhvérs staðar á öðrum vettvangi. Auk þess, er nú var talið, voi*u á vöku þess- ari karlakór norðan úr Skagafirði og þættir af þorrablóti í Biskupstungum, og má segja að það hafi ver- ið hið skársta, er upp á var boðið. Verður ekki annað sagt en að vaka þessi hefði gjarna mátt takast betur en raun varð á. Aukning fœst með aukningu Á föstudag eftir hádegi var svo rekinn rembihnútuvinn á Bændaviku Búnaðarféiags- ins. með því að efnt var til umræðufundar um viðfangs- efnið hvernig hægt væri að auka afköst búanna. Fund- armenn voru fjórir auk fund- arstjóra, einn bóndi, einn beitarfi'æðingur, einn jarð- vegsfræðingur og einn kúa- fræðingur. Og niðurstaða þessa fundar skildist mér að væri sú, að afköst skyldi auka með auknum afköst- um. Beitarfræðingurinn vildi auka afköst beitilandsins, jarðvegsfræðingurinn vildi auka afköst hins ræktaða lands, kúafræðingurinn vildi auka afköst búsmalans og þegar öll þessi afkastaaukn- ing var lögð saman hlutu af- köst búanna að aukast. Bóndinn féllst svo á allt þetta fyrir sitt leyti og þar með var málið leyst. En með- al annarra orða, er ekki af- kastaaukning eitt þeirra orða sem þjökuð eru af of mikilli notkun? Og eitthvað finnst mér bogið við það, að tala um aukin afköst beitilands. Og er ekki einnig eitthvað bogið við það, að tala um að beitilönd séu ofsetin eins og beitarfræðingurinn gerði, og fleiri búvísindamenn munu hafa gert? Eins og bæði guð og menn vita situr sauð- kindin aldrei á rassinum, svo framarlega hún hafi mátt í aftari endanum. Því er með öllu útilokað, að hún bíti sitjandi. Skáldskapur og veruleiki Um föstudagskvöldið er fátt að segja. Þátturinn Efst á baugi var frekar leiðinleg- ur, eins og oftast, þegar ekk- ert er minnzt á Rússa. Þór- arinn Guðnason læknir gerði ljóðum Matthiasar ágæt skil. Ný útvarpssaga hófst, Sag- an um Ólaf, árið 1914, eftir Ey- vind Johnsson, hið nýbakaða lárviðarskáld Norðurlanda- ráðs, lesin af Árna Gunnars- syni, og ekki vel enn sem komið er. Á- laugardagskvöldið var flutt leikritið Mýs og menn, eftir Steinbeck. Maður sat sem bergnuminn undir leik þeirra Þöi'steins Ö. í hlut- verki Lenna og Lárusar Páls- sonar í hlutverki Georgs, og ieikslokin fundust manni dramatisk, óumflýjanleg og næstum eðlileg. En hefði, í hópi hlustenda, einhvers staðar leynzt ein- hver Georg, sem áfallalítið hefði komizt með sinn Lenna í slagtogi gegnum lífið, myndi sá Georg áreiðanlega hafa sagt: Þetta er vandræða- lausn. Þetta er flótti frá veruleikanum. Veruleikinn finnur oft leið, þar sem skáldin sjá enga. eftir SKÚLA GUÐJÓNSSON frá Ljótunnarstöðum Mál! Ilse Koch vísaS frá Mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins sat á fundum í Strass- bourg fyrrl hluta þessa mánaðar og fjallaði um 60 kærumál. Það mál, sem mesta athygli ■vakti að þessu sinni, var kæra frá 'Ilse Koch, ekkju fangabúðastjóra í Buohenwald. Maður hennar, sem stjórnaði fangabúðunum 1937—1942, var dæmdur til dauða 1944, en Ilse Koch, sem þá var ákærð fyrir hylminguj. var sýkttuð vegna sannanaskorts. Ár- J •ið 1947 dæmdi hins vegar banda- | rískur herréttur hana í ævilangt ^ íangelsi fyrir stríðsglæpi, en' -íangavistin var síðar stytt í fjög- ur ár. Meðan Ilse Koch sat í fangelsi, setti öldungadeild Bandaríkjaþings á fót rannsókn- arnefndj sem komst að þeirri niðurstöðu, að herrétturinn hefði ekki fjallað um brot hennar gegn þýzkum borgurum. Þegar henni var sleppt úr fangelsi 1949, hand- tók þýzka lögreglan hana á ný. Árið 1951 var fjallað um mál hennar fyrir rétti í Augsburg. Stóðu réttarhöldin í 7 vikur og komu 250 vitni fyrir dóm. Ilse Koeh var fundin sek um ýmis afbrot, svo serh hlutdeild í manndrápum og líkamsmeiðing- um. Var hún dæmd í ævilangt fangelsi. Hún var ekki við rétt- arhöldin og bar við sjúkleika, en dómstólli.nn leit svo á, að um uppgerð væri að ræða. Fangelsis- dómurinn var staðfestur í æðra rétti, og situr I-lse Koch enn í fangelsi. Hefur hún nokkrum sinnum sótt um náðun án árang- urs. Kærði hún síðan mál silt til Mannréttindanefndar Evrópu og studdi kæru sína þeim rök- um, að hún hefði verið ranglega sakfelld og að sjúkleiki héfði komið í veg fyrir, að hún gæti haldið .-uppi -vöFnum fyrir dómi í Augsburg. Mannréttindanefndin vísaði kröfunni frá með þessum rökum: 1) Kæran varðar að nokkru at- riði, sem gerðust, áður en Mannréttindasáttmáli Evrópu- ráðsins gekk í gildi. 2) Synjanir á náðunarbeiðnum eru ekki bfot á sáttmálanum. 3) Ekki er sjáanlegt að sáttmál- inn hafi verið brotinn að því er önnur kaeruatriði varðar. Nefndin tók fram, að hún teldi, að sáttmálinn heíði í engu verið brotinn varðandi Ilse Koch og að tilgangur hennar væri sá einn að kömast undan refsingu. Væri hér um að ræða bersýnilega misnotkun á kærurétti einstak- linga. Si.gi:rgeí.r Sigurjónsson hrl", sem nýlega hefur verið kjörinn í nefndina í stað Friðjón Skarp- héðinssönar Aiþingisforseta, tók nú þátt í störfum hennar í lyrsta skipti. Formaður nefndar- innar) sænski sendihen'ann Sture Petrén, flutti ávarp í upphafi fundanna. Sagði hann m.a., að íslenzki nefndarmaðurinn væri fuiltrúi einhverrar elztu og göf- ugústu réttarmenningar á Vest- ur-löndum. Væru verk íslenzkra manna á sviðum bókmennta og lcga yerulegur skerfur til sam- eigtniegs menningararfs þessara landa. 4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.