Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 7
plðÐVH'JINN Stanfandl: Bamtimnearíloktnr alMía — SösíaUatar.okinrtnn. — Rltatíórail Maanðs BJartansson (4b.). Uaenús Torfl Ólalsson. SlcurSur OuSmundsson. — Brtttarltstlórar: frar H, Jónsson, Jón Blarnason. — Auglýslngastjárt: OuBgalr Maanússon. - Ritstjórn. afgrelSala. auglýslngar. DrentsmlSJa: StólavðrSust. 19. 1 17-500 (5 llnur). Askrlftarverð kr. 55.00 á mán. - LausasöluverS kr. 3.00. FrantamiBJa ÞJóSvllJana bX Kjarabótum stolið | umræðunum um gengislækkunina á Alþingi und- anfarið hefur því verið haldið fram af hálfu ráð- herra, að því fari fjarri að kauphækkir-^n sem verka- menn og aðrar launastéttir unnu sér í fyrrasumar, hafi verið aftur tekin með ráðstöfunum ríkisvaldsins og dýrtíðarflóðinu sem af þeim hefur leitt. í svari sínu benti Björn Jónsson á, eins og gert hefur verið hér í blaðinu, að frá því verkföll hófust, og raunar líka frá því samningar voru gerðir, í fyrrasumar hef- ur vísitalan hækkað um íóZ/ stig, úr 104 í 116, eða um 11.5%. en kaupið um 10—11%. Djörn vitnaði líka í aðrar tölur, sem sýna, svo ekki verður um villzt, hvernig ávinningi verkalýðs- samtakanna, í kauphækkun hefur verið rænt. Það voru útreikningar Torfa Ásgeirssonar, hagfræðings Framkvæmdabankans um breytingar á kaupmsetti tímakaups verkamanna frá mánuði til mánaðar síð- ustu árin, en hann hefur m. a. komizt að þessari niðurstöðu: 1. Að í maímánuði sl., þegar verkalýðsfélögin hófu kauphœkkunaraðgerðir sínar, var vísitala kaupmátt- ar 'tímakaups verkamanna 84 stig (miðað við 100 1945). 2. Að í júlímánuði 1961, eftir samningana en fyrir gengisfellinguna, hafði kaupmáttur tímakaupsins ekki aukizt um 10—11% eins og kaupið, lieldur var vísitata kaupmáttarins þá aðeins 91.5 stig, hafði hœkkað urn tœp 9%, en eins og kunnugt er verða umsamdar kauphœkkanir ekki hretin kjarábót, því nokkuö fer að jafnaði út í verðktgið. 3. Að 1. ágúst var vífitalan nxer óbreytt, 91.2 stig. 4. Að vísitala kanpmáttar tímakaupsins er nú 83 stig eða 1.2% lœgri en hún var áður en kaupsamn- ingarnir voru gerðir. En það segir, að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og afleiðingar þeirra, gengisfellingin og dýrtíðarflóðið, hafa svípt verkotfólk allri hinni raunverulegu kjarabót og meira en það. Og vísitala kaupmáttar tímakaupsins liefur aldrei verið lægri en nú í seytján ár. f^elta eru staðreyndir sem ekki verða véfengdar. En, áfram mun halda að síga á cgæfuhliðina ef ekk- ert er að gjört. Björn Jónsson minnti á að viðskipta- málaráöherra hefði fykr í vetur upplýst að fyrirsvá- anlegt væri að vísitalan mundi hækka um þrjú stig í viðbót frá því sem hún er nú, eða í 119 stig. Það liggi líka í loftinu að niðurgreiðlur á vöruverði veröi minnkaðar sem svarar tveimur stigum. Enn bætist það við, að 4% kauphækkunin hlyti að leiða af sér einhverjar verðlagáhækkanir. „Þannig má telja lík- legt að vísitalan færi talsvert yfiir 122 stig á þessu ári, og ætla ég þá að augljóst sé, að þrátt fyrir 4% hækkun sem gengi í gildi 1. júni yrði ekkert eða minna en ekkert eftir af launahæikkuninni, þótt ráð- herrann vi.’di halda því fram að eftir yrðu 7—8%. Þessir útíreikningar ráðherrans eru því áLíka hald- góðir og þeir sem hann fiíkaði fyrr .í vetur til stuðn- ings gengisfellinaunni én staðreyndirriar hafa nú hrakið iið fyrir lið.“ Ag skyldu ekki flestir verkamenn taka^ undir þau ^ orð Bjöms Jónssonar, sem sjálfur er formað- ur í fjöimennu verkamannafélagi, að verkamönnum þyki þær kjarabætur sem hvefgi eru til nema i upp- diktuðum talnadálkum léttar í vasa, og þess verði ekki ýkjá langt að bíða, að Gylfi Þ. Gíslason og aðr- ir sem staðið hafa fremstir í flokki að ræna verka- menn umsömdum og réttmætum kjarabótum, verðl minntir óþægilega á þá staðreynd. — s. Leikfélog Reykjavíkur: TAUGASTRIÐ TENGDAMOMMU eftir Philip King og Falkland Cary Leiksfjórl: Jón Slgurbjörnsson Fyrst að Emma Hornett, sá alræmdi pilsvargur og heimil- isböðull er setzt að völdum í Iðpó í annað sinn, er ekki úr vegi að minnast á ævintýraleg- an feril hennar með örfáum orðum. Tengdamóðirin tann- hvassa sá fyrst ljós dagsins í Lundúnum fyrir sjö árum rétt- um og vann skjótan og fræki- legan sigur, gerði meðal ann- ars óþekkta miðaldra leikkonu utan af landi, Peggy Mount að nafni, þjóðfræga á einu kvöldi. Síðan barst leikurinn víðar og einnig hingað til lands, og allt fór á sömu leið: tengdamamma færði Emilíu Jónasdóttur annáls- verðan leiksigur, klaut metað- sókn og fágætar vinsældir. Sig- urganga þessi leiddi höfundana loks í freistni, þeir ákváðu að halda glensinu áfram, og vinna frá upphafi; vafamálið er það eitt hvort hjónaleysin verði pússuð saman nokkru.m klukku- stundum fyrr eða úíðar. Eins cg, allir muna lýkur ,„Tann- hvassri tengdamömmu" á heil- um sættum, Emma Hornett iðr- ast’ og lofar bót og betrun, allt virðist leika í lyndi og brúðkaupið á næsta leiti. „Taugastríð tengdamömmu" ihefst að vörmu spori og alveg formálalaust, hjónaefnin eru að leggja af stað til kirkjunnar, en að sjálfsögðu má alis ekki vígja þau á settum tíma, því þá væri öllu spillt og nýja leikritið andvana fætt; ein- hverja meinbugi, einhverja gjaldgenga hindrun verður að finna. Höfundarnir leggja sig í 'bleyti og viti menn: það kemur á daginn að sjóliðinn, sá ó- örófi alda. Og þó að sumum okkar þyki meira en nóg kom- ið af svo góðu og skemmtum • okkur ekki nema í meðallagi, er sjálfsagt að gera sér það aö góðu; enginn má við margn- um. i í>eim fjölmörgu leikgestum, ; sem áður hafa kynnzt málum iþessum ber harla fátt nýtt fyrir sjónir: söguþráðurinn, sögu- hetjurnar og sögulokin eru um flest söm og f-yrrum og ekki laust við að sum orðsvörin láti nokkuð kunnuglega í eyr- um. .En ný tengdamamma er . komin til skjalanna og lætur heldur en ekki að sér kveða, (það er engin önnur en Arn- dís Bjömsdóttir, hin mikilhæfa og virðulega leikkona sem gist- ir sitt forna svið eftir langa . fjarveru, fer í öllu sínar eig- Helgi Skúlason og Guðmundur Pálsson. hlægilega og langa sögu og geymast í föstu minni. Brúð- guminn verður sem áður að standa í ströngu, en svo eðlileg, þróttmikil og viðfeldin er túlk- un Guðmundar Pálssonar að mér reynist erfitt að hugsa mér annan leikara í hlutverki hins skapmikla og drengilega sjóliða. Og eins og vænta má sómir Þóra Friðriksdóttir sér prýð- isvel í brúðarskartinu, fram- Brynjólfur Jóhannesson, Steindór Hjörleifsson, Áróra Halldórsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Þóra Friðriksdóttir jog Helgi Skúlason. meira fé cg frama — þeir sömdu blátt áfram nýtt leikrit iim ofríki og harðstjóm Emmu Hornett, og er í senn beint ■..framliald og endurtekning hins fyrra, eða með miður kurteisleg- ura orðuan: sami gráutnr í sömu skál. Tengdamamma hin nýja var frumsýnd'í Lundúnum fyr- ir tveimur árum og kappsam- lega kynn-t þakklátum íslenzk- um áhorfendum utan Reykj-a- víkur á síðastliðnu sumri; og 'nú er hún komin inn um borg- arhliðin. Ég hef áður lítillega lýst annmörkum og . ýmsum kostum þessa hversdagslega gamans, og verð að láta það hjá líða að þessu sinni. En það verður að kalla vel af sér vikið að sjóða saman tvö leikrit heil um eins lítilvægt og mjóslegið efni — ungur sjóliði ætlar að kvæn— ast unnustu sinni og tekst það auðvitað hvað sem: terrgdamóð- irin segir, það vitum við allt Skilgetni munaðarleysingi má ekki kvænast fyrr en hann hef- ur skipt um ættarnafn! Sve vel lánast bragð þetta að £ leikslok eru elskendurnir ógift sem fyrr og nákvæmlega jafn- nærri markinu: brúðkaupið á næstu grösum. Sá tymski grun- ur hlýtur að læðast að manni að höfu-ndarnir haldi dyrunum enn opnum og ætli sér að semjá þriðja tengdamömmuleikinn e£ guð lofar, enda allt þegar iþrennt er; vona má að það verk verði ekki flutt hér á landi. Gamanmái þessi eru af þeim toga sem vandfýsnir leikhús- menn hafa barizt gegn öldum saman cg fagurkerar og unn- endur bókmennta óskað norður og niðuri en til eihskis. Það á vísa hylli almennings, enda er fólk, og umhverfi góðkun-nugt hverjum manni og spaugið um harðráðar húsmæður og - þraut- kúgaða konuþræla vinsælt fná in leiðir og vinnur ótvíræðan sigur. Hún er ekki eins flug- mælsk og hvergi nærri eins hávær og þeir ágætu fyrir- rennarar hennar sem ég hef séö á sviði og kvikmynd. Emil- ía Jónasdóttir og Peggy Mount, en engu að síður öllú; válegri og njeiri harðstjóri — . fyrir- mannleg, ' þykkjuþung og hörð á brúnina og öMega ísrfieigi- 'lega eitruð í svörum: og hinni fáséðu mannlegu hlið hennar reynist Arndísi auðvelt að Jýsa. Eins og' að Ííkum lætur fær 'hinn þrælkúgaði eiginmaður Emmu Hornett sjaldan að . láta ljós sitt ■ skína og að þessu sinni ekki einu sinni að drekka sig kenndan,- cg er' að því ær- inn skaði: - Brynjóífur Jóhann- esson- er, blátt- áfram óborgan- legur - í sporum þessa marg- .hrjáða,- góðgjarna og launfyndna manns.. Betur .verða tækifætin ekki notuð, hvert orð hans, svip- . brigði-og hreyfjng'segja grát- ganga og tilsvör öruggari en áður og auðugri að blæbrigð- um. Helgi Skúlason er sjóliðinn skozki cg hefur ekki áður tek- ið þótt í þessum dansi. Túlk- un hans er markviss og hnitti- leg' og skapgerðarlýsingin sann- færandi, hann er ósvikinn Skoti og andsnúinn hinu brezka umhverfi, siðavandur, uppstökk- ur og ósveigjanlegur og lætur þó að lokum bugast fyrir ynd- isþokka og óstleitni bniðar- meyjarinnar sem Sigríður Haga- lín leikur skemmtilega og fjör- lega' sem fyrrurri þótt tækifær- in séu raunar fá og s'má. Þá er Edie frænka. nákvæmlega jafnskoþleg sem áður í meðför- um Auróru Halldórsdóttur, góð- viljuð og, geggjuð og blaðrár í stfellu um sína miklu sorg; ein- læg og mannleg túlkun. Ná- grannakonan kemur enn all- mikið við sögu. slúðurskjóða og slettireka sem' hellir óspart olíu í eldinn; ég fæ ekki betur séð en Nína Sveinsdóttir hafi náð fuUkomnum tökum á hlut- verki sínu, sé sannfærandi í sjón og raun. Steindór Hjör- leifsson var áður prestur, en er nú sjóliðsforingi með svart alskegg sý'nilega drengur góð- ur. Steindóri tekst að gera ótrú- lega mikið úr veigalitlum efni- viði, viðskipti hans og tengda- mömmu eru kannski skopleg- ast atriði £ leiknum og hvoru- ‘tveggja jafnhnittilega lýst: taumlausri frekju og dónaskap hinriar vígskáu húsmóður og orðlausri undrun og átakan- legri uppgjöf gestsins, hins góð- viljaða skipherra. Svo gagnkunnugir eru flest- ir leikendanna viðfangsefnum sínum að ékki er um frumsýn- ingu að ræða nema að litlu leyti, enda er sýningin snurðu- laus fyrir mínum sjónum. og hið smáborgaralega. gáðlátlega og alkunna spaug sízt ofvaxið getu þess samvalda cg hæfa leikf.lokks sem félagið hefur yf- ir að ráða. Vandaðri og smekk- vísri lei.lístjórn Jóns Sigur- björnssonar íná auðvitað ekki gleyma. hann leggur réttilega megináherzlu á það mannlega skoD sem í leiknum er falið,- heiT.bri.gt fjör og hæfilegan gáska. Híbýli tengdamömmu hefur Steinþór Sigurðsson skapað og mjög í anda leiksin;) natúralísk í ríkum mæli. falleg og þægileg á að líta, ekki sízt útsýnið úr glugganum yfir garð og götu; stofa Emrriu Hornett ber brifnaði hennar og ’ röggsemi ljós't '• vitni. Þýðing Ragnars Jóhannessonar er sméllin í bezta lagi. Mikið var hlegið og óspart kL.poað og Arndísi Björnsdótt- ur sérstaklega fagnað; vóná má að ,Tengdamamma‘ reynist hinu vanstyrkta félagi enn nokkur féþúfa, en til þess munu refim- ir skornir. — „Taugastríð tengdamömmu11 er síðasta verk- efni Leikfélags Reykjavíkur á þessu leikári, cg verður ekki anrjað sagt en i'erkefnaval fé- lagsins hafi ' valdið unnendum þess mrklum vonbrigðum. Við erum því vön að vænta stórra- átaka úr þeirri átt og nýstár- legra og . hugtækra viðfangs- efna; vona má að þeirra verði ekki langt að bíöa, Á. Hj. Lögin um verkamanna- bústaði verða að koma verkamðnnum að notum í nefndaráliti Alfreðs Gísla- sonar læknis um stjórnarfrum- varpið til breytinga á löggjöf- inni um verkamannabústaði, sem hér er birt, ræðir hann tillögur ríkisstjórnarinnar og vandamálin í sambandi við not áf lögunum. — Nefndarálitið er þannig: I. Megnitilgangurinn . með. lög- um um yerkamannábústaði er og b.efur frá . öndverðu. verið sá að. hjálpa efnaminnstu. bjóð- féiagsbegnunum til að eignast þak yfir höfuð sér, o.g er að þeim tilgangi stefnt eftir ýms- um leiðum. Áherzla er t.d. á bað lögð að haga byggingu í- búða þannig í framkvæmd, að þær verði sem ódýrastar cg um leið hollar og hentugar þeim, er þeirra eiga að njóta. Eru í lögunum mörg ákvæði sem miða í þessa átt. Eitt iþeirra er það, að bygging þess- ara íbúða skuli j-afnan boðin út( og er það að sjálfsögðu sett í því skj-ni að draga úr bygging- arkostnaði. í stjórnarfrum- yarprnu, sem hér liggur fyrir, er þetta ákvæði um útboð fellt niður viljandi, og má það und- arlegt heita, enda engin skýr- ing á því gefin. Það er þó víst, að fyrir væntanlega fbúða- byggjendur er þetta ekki gert. Erlendis mun slíkt ákvæði talið sjálfsagt í lögum sem þessu.m, og mundi það sennilega valda hneykslun að ætla að nema það burt. II. í frumvarpmu er. eins og f lögurjum, svo ráð fyrir gert, að ekki. nióti aðrir lária úr bygg- ingaráióði verkamanna ; en þeir sem tekjulægstir ei'u og eigna- mimistir í •þjó.ðfélaginu. í því efni er markið sett svo lágt, að aðeins'einn tíundi hlúti laivn- þega í kauptúnum og kaupstöð- um getur gert sér vonir um að fá lán úr þessum sjóði. Þannig eru það einungis þelr allra fátækustu| sem rétt eiga til lána. E£ aðstoð á að koma þessu fólki að nokkru haldi, verða byggingarlánin að vera mjög há. Þau verða að vera næri-i því eins há og byggingarkcstnaður- inn. Þetta hefur löggjafinn við- urkennt í orði, og sama viður- kenning kemur fram í frum- várpinu og greinargerð þess. Þar er gert ráð fyrir, að láns- fjárhæðin megi vera al.lt að 90% af kostnaðarvei'ði íbúðar og þó aldrei yfir 300 þúsund krónum. Þetta er gott, svo langt sem það hær. Galiinn er hins vegar, að ákvæðið dugir lítt, ef ekki er samtífnis séð fyrir nægu f járimagni til ‘útláná. Þar kreppir skórinn að og mun gera áfram, þótt þetta frum- varp vérði að lögum. Fyrir 20 árum jiámu lán bygg- ingarsjóðs; 85% af byggingar- kostnaði, en síðan hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina, svo að síðustu árin eru lánin komin niður fyrir 50% kostn- aðarverðs. Með þeirri þróun er byggingarsjóður verkamanna raunverulega hættur að gegna því meginhlutverki sínu að hjálpa þeim, sem efnahagslega eru verst settir. Meinið liggur í því, að bygg- ingarsjóðinn vantar tilfinnan- lega fjármagn til starfsemi sinnar. Úr þeim skorti er bráð nauðsyn að bætaj. og er raun- ar í frumvarpinu sýnd lítils háttar viðleitni í þá átt. Sam- kvæmt því eiga skyldufram- lög þeirra sveitarsjóða, sem hlu.t eiga að máli, svo og rík- issjóðs að hæk-ka úr 24 kr. fyr- ir hvern íbúa í 40 kr. Fyrir þetta ákvæði munu árlegar tekjur byggingarsjóðsins aukast nokkuð. ef til vill um 4—5 millj. króna, en þær verða þó eftir sem áður allsendis ófull- nægjandi. Sveitarfélög hafa mjög . tak- markaða möguleika til fjáröfl- unar, og auk þess eru þeim lögð maygs koriar útgjöld á iherðar af hálfu .ríkisvaldsins. Þess- vegna sýnist ekki sann- gjarnt að heimta af þeim meira fé'til byggingarsjóðsins en 'gert er í frumvarpmu. Um ríkis- sjóð gegnir nokkuð öðru máli. Þar hefði hækkunin mátt vera ríflegri en í frumvai'pinu er ráðgert, og er þá höfð í huga hin biýna þörf byggingarsjóðs- ins. Virðist ekki óréttmætt, að ríkissjóður greiði tvöfalda þá upphæð, sem sveitarfélögin leggja fram. Þrátt fyrir þá tekjuaukningu, sem hér er minnzt á, verður ó- hjákvæmilegt, að byggingarsjóð- urinn taki stór lán til starf- seminnar. í því samband kem- ur mjög til greina að leita til atvinnuleysistryggingasjóðs um lán með góðum kjörum. Það virðist ekki .óeðlileglj að sá sjóð- ur láni fé til byggingar verka- mannabústaða, enda' auðvelt að koma því svo fyrir, að þess lánsfjár njóti fyrst og fremst þeir félagsménn, sem innan verkalýðssamtakanna eru. Hjá stórum lántökum verður ekki komizt nú, eigi lög um verkamannabústaði að ná til- gangi sínum. Þess vegna hefði ekki verið úr vegi, að aðstand- andi þessa, frumvarps, ríkis- stjórnin, hefði þegar kannað möguleika á lántökum og helzt boðað þær samtímis því, að um frumvarpið ér fjallað á Al- þingi. Þetta hefur verið van- rækt, og ber að harma það, ,þv£ að á fjáröfluninni veltur, hvernig til tekst um fram- íkvæmd þeirra meginatriða, sem í frumvarpin.u felast. m. i há, heldur verða þau einnig að veitast með góðum kjörum að öðru leyti, og skipta vaxta- kjörin þar miklu máli. Stór lán verða tekjulitlum mönnum of- viða, ef vextir af þeim eru háir. Þessum vanda hafa frum- varpshöfundar smeygt fram af sér með öllu. Vaxtahæð lána hefur alltaf verið ákveðin £ lögum um verkamannabústaði. Á árunum 1946—1955 voru ársýextir 2%, en hækkuðu siðan upp í 3%%. Stóð svo þar til viðreisnar- stjórnin' tók við völdum árið 1960, en þá. voru þéir hækk- aðir' upp í 6%. I frumvarþinu er ekki gert ráð fyrir neinni lækkun þessara háu viðreisnár- vaxta, heldur er svo ákveðið, að Seðlabanki og rikisstjórn skuli haga þeim að eigin geð- þótta. Þetta á.kvæði mun jafn- gilda því, að vaxtalækkun sé ekki fyrirhuguð. Þetta er einn af megingöllum frumvarpsins. Fjögurra herbergja íbúð, byggð á vegum byggingarsjóðs vei'kamanna, raun vart kosta minna nú en 500 þús. kr. Ef byggjandi hennar fær hámarks- lán (300 þús. kr.) úr bygging- arsjóðy nema ársvextir af því 18 þús. kr.. en ómakslaun og afborganir bætast þar við. Eitt- hvert viðbótarlán yrði slíkur byggjandi að fá annars staðar, því að eign hans sjáífs má ekki vera yfir 150 þús. kr. Þannig er augljóst, að árlegar vaxta- greiðslur þessa manns o,g af- borganir a£ lánum geta tæpast orðið minni en um 30 þús. kr., og segir það sig sjálft. að slík fjárhagsbyrði vegna húsnæðis er alltof þung fjölskyldumanni, sem hefur aðeins um 70 þús. kr. árstekjur. Vextina þarf að lækka um helming að minnsta toosti frá því, sem nú er. og trvggilegast er að gera það með beinu ákvæði £ lögum. IV. I Það. sem helzt’ er áfátt þessu fmmvaL-pi, hefur nú verið rak- ið nokkuð, og verða fluttar breytingartillögur í því skyni að fá úr bætt. í þvf felast að auki allmargar breytingar, sem kunna að orka 'tvfmælis, en eru ekki stórvægilegar. Þannig er t.d. lagt tiV að 150 þús. kr. fast árlegt framlag ríkissjóðs verði fellt niður. Enn fremur skulu afnumin ákvæði um, að byggingarfélög verkamanna standi á samvinnugrundvelli. að hefrnilt. sé að stofna innláns- deildir i sambandi við bygg- ingarsjóðinn og að lánaflokk- ar séu þrír. Sum þessara á- kvæða eru talin að fenginni remslu hafa litla raunhæfa þýðingu, en þar fyrir táknar afnám þeirra í sj-álfu sér engar umbætur. Hér-héfur verið berit á þann stóra ágalla frumvarpsjnri ekki er nægilega séð fyrir fé til útlána, en fjárvana íbúða- hyggjendum gagnar ekkert minna en hæstu lán. Raunar er það ekki nóg, að: lánin séu Breytingartillögur þær er Ál- freð flutti til lagfæringar á frumvarpinu, felldi stjórnarlið- ið. g) — ÞJÓÐ VILJINN — Laugardagur 31. marz 1962 Laugardagur 31. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.