Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 12
átarnir eiga ekki að greiða togaratöp Vandi togaraútgerðarinn-^ ar verður ekki leystur með því einu að skattleggja stór- iega bátaflota landsmanna til að greiða togaratöpin. Það sem ríður á er að koma rekstri togaraflotans á heil- brigðan grundvöll til fram- búðar. Þetta eru þau meginsjónarmið sem móta afstöðu Alþýðubanda- iagsins og Framsóknarflokksins til ráðstafana ríkisstjórnarinnar til stuðnings við togaraútgerðina. eru hvattir til að tilkynna sjávarútvegsnefnd neðri deildar A’þingis út sameiginlegt nefnd- arálit og flytja saman margar breytingartillögur við frumvarp- ið, sem miða að því að togur- um verði veitt hin brýnasta fjárhagshjálp án þess að báta- flotinn sé skattlagður til þess að greiða töp togaraútgerðarinn- ar. Flutti Gísli Guðmundsson framsöguræðu af hálfu minni- hluta nefndarinnar, en Birgir Finnsson talaði fyrir meirihluta stjórnarflokkanna í nefndinni, er leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Lúðvík Jósepsson taldi eng- an efa á að frumvarpið væri eingöngu flutt vegna erfiðleika togaraútgerðarinnar að undan- förnu. Styrkurinn til togaranna væri aðallega tvenns konar: í fyrsta lagi væri ætlazt til að togaraútgerðin fái um 30 milljónir króna vegna reksturs- ins árið 1960, í formi skulda- bréfa til greiðslu á skuldum útgerðarinnar. í öðru lagi stuðningur vegna reksturs árið 1961, ,er einnig nemi um 30 milljónum. Undir þeirri fjárgreiðslu til togaraút- grerðarinnar er tekjum og eign- nm hlutatryggingasjóðs ætlað að standa. Lúðvík kvaðst algerlega and- Vígur þessari leið, og taldi að með henni væri farið inn á hættulega braut. Aðrar leiðir hefðu verið miklu heppilegri, og minnti hann á þessar: 1. Semja átti við þankana um skuldaskil togara á öðrum grundvelli en hér er lagt til, breyta skuldunum i 10—15 ára lán með lágum vöxtum. 2. Sérstakur fjárhagsstuðning- ur vegna ársins 1961 hefði átt að veilast eins og minnihluti sjáv- arútvegsnefndar leggur til, að togaraútgerðinni verði afhentar 50 milljónir króna af gengis- hagnaðinum sem til féllst við gengisbreytinguna sl. sumar af afurðabirgðunum í landinu. En aetla má að togaraútgerðin hafi Framhald á 3. síðu 'íy ’ rni I .A.-’ t plÓÐVILIINN Laugardagur 31. marz 1962 — 27. árgangur — 75. tölublað Málflutningur í olíumálinu 1. júní Olíumálið var þingfest í gær, og tilkynntu umboðsdómarar sælvjanda og verjendum að mál- ið yrði tekið til munnlegs mál- flutnings í sakadómi 1. júní í sumar. Umboðsdómararnir, Guðmund- ur Ingi Sigurðsson hrl. og Gunnar Helgason hdl,, afhentu lögmönnum málsgögnin í rétt- arsal sakadóms. Sækjandi í málinu er Ragnar Jónsson hrl. Verjandi Vilhjálms Þórs seðlabankastjóra er Svein- björn Jónsson hrl. Benedikt Sig- urjónsson hrl. annast vörn fyr- ir Hauk Hvannberg en vörn í kuldanum og sólskininu Norðannæðingurinn er napur þessa dagana, en sólin skín svo bjant að þrátt fyrir kuldann er freistandi að leggja leið sína niður að höfn að skoða skipin og mávana og allt sem þar er að sjá. Ráðið er bara að dúða sig vél, eins og þessar stöllur hafa gert. (Ljóm. Þj.). Guðlaugur Hjör- leifsson forstjóri Lendssmiðjunnar Guðlaugur Hjörieifsson verk- fræðingur hefur verið settúr forstjóri Landssmiðjunnar í stað Jóhannesar Zoega, sem meiri- hluti borgarstjórnar réð hita- veitustjóra án þess að leita um- sókna um stöðuna. Tilkynnti atvinnumálaráðu- neytið í gær að það hefði veitt Jóhannesi lausn frá forstjóra- starfinu við Landssmiðjuna frá 1. apríl samkvæmt ósk hans. Jafnframt skýrði ráðuneytið frá ráðningu Guðlaugs. stjórnarmanna Olíufélagsins h f. er í höndum Guðmundar As- mundssonar hrl. Guðmundur ver einnig Jóhann Gunnar Stefáris- son. OMumálið er eitt umfangs- mesta sakamál sem rekið hefur verið hér á landi, enda voru þeir vænir skjalabunkarnir sem umboðsdómararnir afhentu lög- mönnunum við þingfestinguna. Merinn beygir Guido undir valdboð sitt StöSugar viSsjár i Argentinu BUENOS AIRES 30/3 — í dag varð sá endir á 12 daga ringulreiö og óIru í ArRentínu, aö Jose Maria Guido, þing-forseti, vann embættiseiö sem forseti. í Rær varpaði herforingja- klíkan, sem hrifsaö hefur Fylklngarball í kvöld Fylkingardeildirnar í Rvík og Kópavogi efna til dansleiks í kvöld 31. marz, í Félags- heimili Kópavogs. Dansleik- urinn hefst kl. 21 og stendur fram eftir nóttu. Aðgöngu- miðar eru afhentir í skrif- stofu ÆFR, Tjarnargötu 20 og Þinghól|. félagsheimili ÆFK við Hafnarfjarðarveg. Félagar eru hvattir til að tilkynnal þátttöku sem allra fyrst. Allar| upplýsingar eru gefnar í skrif- stoíu ÆFR, Tjarnargötu 20, sími 17513. Fylkingin völd í landinu, Frondizi for- seta í fangelsi. 1 dag virðist hafa farið fram endurskipulagning á æðstu stjóm hersins, .vegna ótta herforingj- anna við þá andúð sem valda- taka þeirra hefur orsakað hjá al- menningi. Yfirmaður landhersins og nánustu samstarfsmenn hans munu hafa vikið úr stöðum sín- um. — Eftir að Guido hefur fallizt á að taka við embætti undir valds- hendi hersins, þykja minni horf- ur en áður á því að uppreisn varð gérð gegn valdaræningjun- um. Guido átti í morgun langan viðræðufund við herforingjaklík- una, og er fullyrt að hann hafi fallizt á mörg skilyrði hennar, m. a. að banna alla starfsemi Per- ónista, sem unnu mikinn sigur I þíngkosni ngunum. Allir ráðherrarnir úr stjórn Frondizis hafa lagt fram lausn- arbeiðni sína. Samkvæmt stjórn- lögum á þingforseti að taka við völdum í 30 daga eftir að forseti fellur frá, en síðan eiga að fara fram nýjar kosningar. Flestir fréttaritarar spá því að stjórnar- tíð Guidos verði mjög eríið og að viðsjár kunni að aukast í land- inu á næstunni. Hæstu Reykja- víkurbátarnir Sl. sunnudag voru þessir Reykjavíkurbátar hæstir á neta- vertíðinni: Rifsnes 240,9 tonn, Helga 234,8, Pétur Sigurðsson 216.6, Svanur 201,1. Aldís 184,2, Særún 169,8, Leifur Eiríksson 165.7, Kári Sölmundarson 158.8 Hafþór 158 og Haffari 156,9 tonn. Um 50 bátar munu nú vera gerðir út á net frá Reykjayík. Miðar ekkerf í átt til sam- komulags Fundur samninganefnda sjó- mannafélaganna og FÍB hófst í fyrrakvöld kl, 8,30 og stóð til kl. rúmlega 12. Ekkert miðaði í samkomuVag'sátt og enginn fundur hefur verið boðaður fyr- ir helgi. Það kom fram á fundinum, að útgerðarmenn eru ekki með öllu fallnir frá kröfum sínum um afnám vökulaganna og héldu þeir áfram að þvæla urn breyt- ingar á því fyrirkomulagi sem nú er í lögum. ERLENDAR FRÉTTIR 18 drepnir í Alsír ALGEIRSBORG 30/3 — OAS- menn héldu í dag áfram morðárásum í Alsír, og myrtu 18 Serki og særðu um 30. 1180 fangar játa KEY WEST — Allir fangarnir — 1180 að tölu — sem teknir voru höndum í hinni mis- heppnuðu innrás á Kúbu í fyrra, hafa játað sekt sína. Réttarhöldin hófust sl. mánu- dag. Einn af forsprökkum inn- rásarmanna, sem nú er fyrir réttinum, hefúr lýst yfir iðr- un vegna þátttöku sinnar. Jafnframt ásakaði hann Bandaríkjamenn fyrir að hafa ausið fé í innrásarliðið og æst menn til þátttöku í þessu von- lausa ævintýri. Kennedy prófsvikari BOSTON — Edward Kennedy, bróðir Bandaríkjaforseta, verð- ur í framboði í kjördæmi bróður síns. og ætlar sér að reyna að hreppa sæti hans. Edward slcýrir frá því í blaða- viðtali, að hann hafi verið -ekinn úr Harvardháskólan- um fyrir 11 árum, vegna próf- svifca. Hann kvaðst hafa stað- ið sig illa, og taldi kunningja sinn á að ganga til prófs und-r ir nafninu Edward Kennedy. Svikin komust upp, og báðir voru reknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.