Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1962, Blaðsíða 5
 Danir ofhjúpa nazista í vestur-þýzku Eegreglunni 40 til 50 milljónir Bandaríkjamanna lifa í „efnahagslegum undirheimum". Bezt klœdda í veraldarsöaunni Ungur bandarískur þjóðfélagsgagnrýnandi, Mic- liael Hairington, ,hefur nýlega gefið út bók sem hann nefnir „The Other America11. Bregður hann þar upp mynd af hinum „efnahagslegu undirheim- um" sem byggðir ,eru ekki færri en 40 til 50 milljónum manna. I útreikninguím sínum miðar Harrington við iþá niðurstöðu hag- fitofu Bandarítkjanna að 6.100 dollara þunfi árlega til að fram- íleyta fjögurra manna fjÖlskyldu. Samt sem óður segir hann að Grænlendinga vtntar hnsnæði Grænland er stærsta og strjálbyggðasta eyja í heimi. Það er 2.175 ferkm að stærð cn íbúarnir eru um 30.000 að tölu. Grænlendingar cru næst frjósamasta þjóð í heimi og ef fólksfjölgunin verður eins ör og verið hefur mun íbúafjöldinn tvöfaldast á næstu 20 ár- um. Þótt einkennilegt megi virðast er þetta offjölgun samkvæmt skiiningi Dana. Matvælabirgðir eru nógar í . sjónum svo að ekki þarf að kvíða hungursneyð ef rétt er á málum haldið. Hinsvegar eru húsnæðis- skóla- og iðnaðarmál í al- gjöru kaldakoli undtr stjórn Dana. Húsnæðisskorturinn er til dæmis jafn mikill nú eins og fyrir tíu árum. Hið eina sem dönsku ný- lenduyfirvöldunum hefur hugkvæmzt að gej-a til úr- bóta er að reyna að koma á getnaðarvörnum meðal Gjrænlendinga, en allt útlit er fyrir að þeim ætli ekki cinu sinni að hcppnast það, enda má kirkjan ekki heyra slíka ósvinnu nefnda á nafn. ekki sé unnt að fjalla um „hina nýju fétækt“ með einföldum hag- skýrslutölum. Han'n leitast því við að lýsa henni einnig á ann- an hátt: % „Örbirgðin er ekki alltaf í þjóðbraut. Venjulegur ferðamað- ur fer ekki inn í daii Pensyl- vaníu þar sem borgirnar eru eins og klipptar út dr kvikmynd um VVales á fjórða tug aldarinnar.“ „Fötin gcra fátæklingana ósýnljlega. Bandaríkin geta hrós- að sér af bczt klæddu fátækt sögumiar. 1 Bandaríkjunum er miklu auðveldara að vera sæmi- lega klæddur en búa í viðun- andi húsnæði og vera sæmi- lega nærður og upplýstur. Jafn- vel fólk sem hefifr sáralitlar tekjur getur Iitið út fyrir að vera þokkalega efnum búið.“ 9 „Þegar örbirgðin hcfur einu sinni haldið innreið sína > eitthvert svæði virðist líf þess gufa upp. Og keðjuverkunin heldur áfram. Vegna þess að staðurinn úr fátæklegur og aum- ur vilja iðnrekendurnir ekki staðsetja verksmiðjur sínar þar, og fyrir bragðið vérður svæði þetta enn fátælcara“. • „Dauðinn gegnir mikil- vægu hlutvotrki í lífiinu í Harl- em. Grafarar eru meðal þcirra millistéttarnegra sem hvað mest virðing er borin »fyrir. Dauða- stundin er viðhafnarstund, að minnsta kosti meðal hinna hröktu olnbogabarna kynþátta- misréttisins.“ 0 „Samkvæmt skilningi flestra millistéttarbandaríkja- manna er aðstoðin við „bændur" geysiicg peningahít, tæknileg að- ferð til að ræna borgarbúa og gefa sveitunum ránsfenginn.. Samt sem áður hafa fátækir bændur yfirleitt ekki fengið gtrænan túskilding fyrir tilstilli þessara laga.“ iHarrington segir að vegna þjóðskipulagsins í Bandaríkjunum sé engum nema ríkisstjóminni kleift að berjast gegn fátæktinni. En hann hefur ekki mikla trú á að slíkt verði gert. Upplýsing- ar eru nægar fyrir hendi, en Harrington segir að viljann vanti. Vikublaðið iNewsweek seglr í umsögn um bókina að lýsing Harringtons á vandamálinu sé mjög áhrifarík. Það er skömm, gegir blaðið, að „The Other Ame- rica^ mun að öllum líkindum ekki seljast vel. Hinn makráði meirihluti hefur engann. áhuga á þessu máli en það fóik sem áhugasamt er hefur ekki efni á að eyða fjórum dollurum fyrir 191 síðu bók. KAUPMANNAIIÖFN 293 — Danski gestapó-maðurinn Christian Mekkelsen, sem dæmdur var í ævilangt fang- eisi í Viborg 1948, er nú lög- reglufulltrúi og yfirmaður spjaldskrárdeildar lögreglunn- ar í Kiel, segir dagblaðið Information. Mekkelsen var einn alræmd- asti gestapó-maður Danmerkur á stríðsárunum og nafn hans stóð efst á hinum svarta lista andspyrnuhreyfingarinnar. Atti hann þátt í að útrýma mörg- um andspyrnuflokkum og var talinn algjörlega miskunnar- laus. Hann var látinn laus eftir að hafa afplánað eitt ár af fang- elsisdómnum í dönsku fang- elsi og rekinn úr landi. Nú er hann meðal annars dansk- þýzkiir túlkur fyrir lögregluna í Kiel. ★ BERLfN 293 — Wilhélm Graurock lögregluforingi í Vestur-Berlín var í dag sýkn- aður fyrir rétti þar í borg af ákærunni um að hann hefði á stríðsárunum skipulagt morð á lögregluþjóni í Kaupmanna- höfn. Ákærendur áfrýjuðu dómnum. Graurock hefur um skeið verið næst æðsti maður í lög- reglueftirliti Vestur-Berlínar og var honum að sjálfsögðu vikið ur þeiirri stöðu er hann var handtekinn 12. marz sl. Þjóðverjar hafa tvívegis lagt út í heimsstyrjöld til að leggja undir sig Evrópu og raunar ailan heiminn. Þeim misheppnaðist sú fyrirætlun í bæði skiptin. Nú hafa þeir; breytt um aðferð, nú ætla þeir að vinna Evrópu með' samningum. Ekki er öll nótti úti enn, en ekki er ólíklegt. að bráðlega rísi upp nýtt „stórþýzkt“-ríiki undir nafninu „Efnahagsbandalag Evrópu". Þá hafa þýzku yfirráðasegg- imir, í krafti auðs síns, loksins náð á sitt vald þeim þjóð- um sem ráku þá t>f höndum sér í síðari heimsstyrjöldinni., Danir hafa nú undanfariið afhjúpað Wo vestur-þýzka lögreglufor- ingja sem voru nazistaböðlar í Danmörku á slríðsárunum, þá Graurock og Mekltelsen. Mekkelsen: Danirnir ættu nú áð gæta að sér, Graurock, hver veit nema við verðum þar lögrcgiuforingjar bráðum aftur. — (Ny Dag, Stokkhólmi) Sígaunar ofsóttir í Bretlandi LONDON — Yfirvöldin í Kent í Englandi hafa rekið 300 sí- gauna úr vetrarbúðum þeirra í Darenth-skógi og hrakið þá í skurðina meðfram þjóðveginum frá London til Dover. Þessar að- farir sveitastjórnarinnar hafa að vonum vakið athygli um gjörv- allt England og orðið til þess, að vandamál sígaunanna hafa verið rædd á opinberum vett- vangi. Þrír þingmenn hafa látið þetta mál til sín taka. Verka- mannaflolcksmaðurinn Norman Dodds fékk sér hand,vagn að láni og settist að í Darenth-skógi. Þar hafðist hann síðan við þar til hann var einnig rekinn burtu samkvæmt dómsúrskurði. Flokks- félagi Dodds, R. Rogers og í- haldsþingmaðurinn J. Arbuthnot fullyrða báðir að þeir séu að nokkru leyti komnir af sígaun- um og styðja Dodds í baráttunni. Sektað fyrir að fara, sektað fyrir að vera Ríkisstjórnin hefur hingað til vísað sígaunavandamálinu til greifadæmanna og, þau aftur til sveitastjórnanna, sem ainema hefðbundin búðastæði sígaun- anna eitt eftir annað. Ef ein- hver einstakingur leyfir sígaun- unum að búa á lóð sinni, þá; koma ævinlega framhleypnir ná- grannar til skjalanna og mót- mæla. Sveitastjórnirnar hrekja sí- gaunana .stað m- stað en skóla- yfirvöldin krefjast þess að sí- gaunabömin sæki einhvern á- kveðinn skóla til fimmtán ára aldurs. Ef sígaunarnir halda kyrru fyrir eiga þeir að borga sektir og flytji þeir verða þeir einnig að borga sektir. Um það bil 80.000 manns í Bretlandi draga fram lífið á þjóðvegunum en aðeins helming- ur þeirra er sígaunar sem halda sjálfir uppi lögum og reglum inn- an sinna raða. Afgangurinn er venjulegir flækingar sem yfir- völdin rugla því miður oft sam-i an við sígauna. , Laugardagur 31. marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (Jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.