Þjóðviljinn - 06.05.1962, Blaðsíða 4
Hnefar á lofti
Bíll sem gengur fyrir
porskalýsi eða ilmvatni
\
\
t
\
\
<'
\
\
«'
l
'c
\
Q Konur fá ekki Icngur að vcra cinar um að draga að
scr athygli með ilmvötnum. Sömu ilmvötn og tízkumeyjar
sækjast mcst eftir eru nú notuð til að velija eftirtekt á
nýstárlegum bílhreyfli á Alþjóðlegu bílasýningunni í New York.
„Eg er nýkominn úr öku-
ferð með bíl sem gengur ekki
aðeins fyrir benzíni, heldur
hvaða eldsneyti sem vera
skal, allt frá síldar- eða hval-
lýsr til ilmvatns," segir öku-
tækjafréttarritari Kaup-
mannahafnarblaðsins Informa-
tion í frétt frá New York. „Og
það þarf ekkert umstang að
hafa, bara að hella lýsi —
nú eða þá ilmvatni, beint á
eldsneytisgeyminn.
í ferðinni sem ég fór gekk
bíllinn fyrir ilmvatni — nán-
ar tiltekið Arpége frá Lanvin
— viðstöddu kvenfólki til
mikillar hneykslunar. Þær
dauðsjá eftir Arpége í bílvél-
ina, og svo er það allt ann-
að en skemmtileg tilhugsun
að útblástursloft frá einni bíl-
tík kæfi ilmvatnsþefinn frá
heilum herskara tilhalds-
kvenna.
En það er ástæðulaust að
óttast að sá siður að láta
bíl ganga fyrir ilmvatni breið-
ist út. Kostnaðurinn sér fyr-
ir því. En Chrysler, þriðji
mesti bílaframleiðandi Banda-
ríkjanna, hefur vel efni á að
skvetta Arpége fyrir 500 doll-
ara í eldsneytigeymi túrbínu-
bílsitlS til að sýna að hann
getur gengið fyrir ilmvatni.
Eða koníaki, ákavíti, sjálf-
runnu hákarlslýsi eða hverju
öðru sprútti eða lýsi sem
vera skal.
Eftir ferðalagið spurði ég
George Hueþner, forstjóra
rannsóknardeildarinnar hjá
Chrysler, hvort þessi nýstár-
legi bíll gæti líka gengið fyr-
ir síldar- eða hvallýsi. Mér
fannst að fróðlegt gæti verið
fyrir þjóðir eins og Islend-
inga og Norðmenn að fá að
vita það.
Huebner þurfti ekki að
hugsa sig um eitt einasta
andartak.
„Á því er enginn vafi,“
svaraði hann, en bætti við að
þeir hefðu ekki enn reynt slíkt
eldsneyti í Detroit. Síldveiði
á Erievatni er nú líka talc-
mörkuð.
★
Huebner var með í reynslu-
ferðinni sem tilraunabíllinn
fór þvert yfir Bandaríkin. Ek-
ið var frá New York til Los
Angeles og viljandi var sú
leið valin sem bauð upp á
mestan mun hita og kulda og
misjafnast veður. Ferðin tókst
með ágætum, hún stóð ekki
nema fimm sólarhringa eins
og ráð var fyrir gert. Fjórir
verkfræðingar óku til skiptis
þessa 4800 kílómetra. Hvað
mikill sem hitamunurinn var
reyndist óþarfi að skipta um
olíu. Ekki þurfti heldur að
hafa áhyggjur af kælinum því
hreyfillinn er loftkældur. Vél-
in vann jafn vel í 15 stiga
frosti og.54 stiga hita á sels-
íus.“
Túrbínubílhrey.fillinn er
smíðaður eftir flugvélarhreyfli
sem Chrysler hefur haft í
smíðum árum saman. Lofti
er þrýst inn í hólf þar sem
það hitnar og síðan er bland-
að i það eldsneytinu. Neisti
frá einu kerti kveikir í blönd-
unni, og þegar gasið sem
myndast við brunann þenst
út knýr það tvær túrbínur.
önnur snýr loftbrýstinum en
hin snýr drifskaftinu til aft-
urhjóla bílsins. Útblástursgas-
ið er leitt inn f afrennslis-
hólf og látið hita loftið áður
en því er blásið inn í bruna-
hólfíð, (Sjá teikningu).
Keppinautar Chryslers láta
í ljós vantrú á túrbínuhreyfl-
inum nýja, og vitna til þess
að verkfræðingar þeirra hafa
athugað smíði slíkra véla en
ráðið frá framkvæmdum.
Verkfræðingar Chryslers
segja að þeirra vél hafi fjölda
kosta framyfir venjulegar bíl-
vélar og sé laus við helztu
ókostina sem hingað til hafa
hrætt bílaframieiðendur frá að
reyna smíði túrbínuvélar.
Túrbínuhreyfillinn er þriðj-
urigi léttari en venjulegur
strokkahreyfill, vélarhlutar
sem hreyfast eru fjórum
fimmtu færri svo titringur og
slit er að sama skapi minná.
Túrbínuhreyfillinn er svo ein-
faldur að viðgerðarkostnaður
á að vera hverfandi lftill og
hann mun endast lengur en
grind og yfirbygging bíla eins
og þeir gerast nú. Aldrei þarf
að skipta um smurolíu og
frostlögur er óþarfur. Túr-
bínuhreyfillinn getur gengið
fyrir hverju því eld-sneyti sem
ruhnið getur eftir leiðslu og
★ * ★
Teikning sem sýnir afstöðu aðalhlutanna i túrbínuhrcyfli
Chryslers. Til vinstri oru rafall sem ræsir vélina cldsneytis-
dæla og loftþjappa, til hægri brcnnsluhólfið og túrbínurnar.
Sú minni knýr þjöppunina en hin drifskaftið.
brennur í lofti. Auk lýsisteg- <•
unda, ilmvatna og áfengis <'
sem áður eru nefnd, gengur
vélin fyrir díselolíu, benzfn’,
steinolíu, jurtaolíu, gasolíu
og þannig mætti lengi telja.
í reynsluferðinni þvert yfir
Bandaríkin vai' notuð díselolía
á túrbínubílinn. Tilrauna-
hreyfillinn vai' settur í venju-
legan Chryslerbíl af gerðinni
Dodge Dart.
Verkfræðingar Chrysler
segjast enn eiga eftir að gera
ýmsar endurbætur á túrbínu-
hreyflinum, en þeir fullyrða
að nú þegar sé ljóst að fram-
leiðsla hans muni borga sig.
Hingað til hefur það verið
álit bílasmiða að túrbínu-
hreyflar yrðu alltof dýrir fyr-
ir bíla, en Chryslermenn telja
að þeir geti hafið framleiðslu
á túrbínuknúðum bílum í
stórum stíl næsta ár eða
þarnæsta fyrir svipað verð og
hliðstæðir bílar með venju-
legum hreyflum seljast á.
Þeir gera sér vonir um mikla
sölu. því túrbínubíllinn yrði
afar ódýr í rekstri. Hann
gengur fyrir því eldsneyli
sem ódýrast er á hverjum
stað, viðgerðarkostnaður yrði
hverfandi miðað við venjuleg-
ar bílvélar og ending mikil.
Chrysler veitir heldur ekki
af að koma með eitthvað nýtt
til að bæta hag sinn. Á síð-
ustu ái'um hefur hlutur fyrir-
tækisins af bílaframleiðslu
Bandaríkjanna minnkað úr
17% í 9% og síðasta ár var
það rekið með halla.
CHRYSLER'S GAS TURBINE
(Schematic Diagrant)
Göarjs rotpte regettftotor.
tv Cooled
ý'íovY-presst/rc
'exh'aoft gases
CÖMPRgSSOR
; ' Uf STAGE tURBtbJfc /
■ {Drívés campressor) . / 2nd STAG&
.. . . , *. TURBINE
Vanable nozzle (D^ wr j -
1 mecnanisni
ÓWER
•TC-
1ÍS
Móðgun við verkfrœðinga og vanmaf á hœfni þeirra
Framhald áf 3. síðu.
3) Tímágjáldskafli gjaldskrár-
innar — bæði hinnar gömlu og
hinnar nýju — er ætlaður til
notkunar í þeim tilvikum einum,
þar sem ákvæðiskafla hennar
verður ekki við komið. Flest verk
ráðgefandi verkfræðinga, bæði
fyrir ríkið og aðra, hafa verið
unnin eftir ákvæðiskaflanum.
Fyrir tímaþóknun hefir einungis
verið unnið að ýmiskonar frum-
athugunum og ránnsóknum.
f>á er í forsendum laganna iull-
yrt, að „slík hækkun á kauþi
vérkfræðinga myndi óhjákvæmí-
Hégá' valda stórkostlegri röskun
á launamálum, bæði hjá ríki
ög öðrum aðilum, og auk þeSs
óeðlilegum kostháðarauka við
róárgvísleg.. . rapnsóknarstörf og
framkvænj<^r.“.f,f Hér er aftur
ruglað saman launum og þókn-
un. Að sjálfsögðu myridu laun
Vr^iÍAfpÓR ÓOPMUHPSSON
VoHunúdÍO' /7!Í:o $ími Th97o
ráðgefandi verkfræðinga hækka
nokkuð. En þegar þess er gætt
að ráðgefandi verkfræðingar eru
aðeins lítill hluti starfandi verk-
fræðinga í landinu, þá verður
augljóst, að fjarstæða er að tala
um stórkostlega röskun í launa-
málum hjá ríki eða öðrum að-
ilum af þessum sökum.
Erlendir verkfræðingar
starfandi á íslandi.
Varðandi „óeðlilégan" kostn-
aðarauka við rannsóknárstörf og
framkvæmdir vegna gjaldskrár-
breytingarinnar, er ékki úr vegi
að benda á, að íslenzka ríkið
hefur sem stendur í þjónustu
sinni erlenda verikfræðinga starf-
andi hér á landi að rannsóknar-
störfum. Miðað við verðlag á
verkfraeðiþjónustu í ' heimdlandi
þeirra, mun ríkið þurfa að
greiða fyrir þessa þjónustu tvö-
falda til þrefalda þá upphaéð,
sém hún hefði kostað samkvæmt
nýju gjaldskránni, ef íslenzkir
verkfræðingar hefðu annazt
haria.
^iNNHEtMTA
* L ÖOFJ?/Et)/STÖ2F
Villandi skýrt frá
hækkunum.
í forsendum laganna er hækk-
un gjaldskrárinnar talin nema
allt að 320%, sem er rangt.
Tala þes-si er fundin með því
að bera allra hæsta tímagjalds-
taxta nýju gjaldskrárinnar að
aukakostnaði viðbættum sam-
an við almennan tímagjalds-
taxta þeirrár gömlu eins og hann
var 1960. Þessi hæsti taxti er
samkv. ákvæðum gjaldskrár-
innar einungis ætlaður efna-
verkfræðingum, sem reka eigin
efnarannsóknarstofu. Hækkun
gjaldskrárinnar almennt er því
miklu minni en þetta, og er það
þvi rangt, að nefna þessa tölu
í forsendum laganna.
Nýja gjaldskráin er byggð
upp á riýjan hátt.
Gjaldskrárbreyting sú Sem hér
um raeðir er ekki éinurigis fólg-
in í breytingum á þóknun. Hin
nýja gjaldskrá er öll byggð upp
á annan hátt en sú gamla, að
nýjustu fyrirmyndum frá ná-
grannalöndunum. Þessi form-
breyting var tvímælalaúst til
stórbóta fyrir verkfræðinga, en
ekki síður fyrir viðskiptavini
þeirra. Með þessari formbreyt-
ingu á gjaldskránni var stefnt
að því að leiðrétta misfellur sem
finna mætti í þeirri eldri, og
voru tilkomnar vegna tækni-
þróunar síðari ára.
1 bráðabirgðalögunum er ekki
einungis hróflað við sjálfri
þóknuninni, heldur er og þetta
nýja gjaldskrárform þar ógilt
með valdboði.
Fullyrða rná, að ráðuneytið hafi
ekki getað gert raunhæfan sam-
anburð á nýju gjaldskránni og
hinni eldri á þeim tíma, sem
það hafði þá nýju undir hönd-
um. Ráðuneytinu var af hálfu fé-
lagsins, að gefnu tilefni boðið
upp é viðrséðrir um hina nýjú
gjaldskrá, en ekkert svar barst
við því boði.
Breytingar samkvæmt nýju
gjaldskránni.
Vegna formbreytinganna á
gjaldskránni er beinn heildar-
samanburður á nýju og gömlu
gjaldskránni ekki mögulegur. I
ýmsum algengum verkefnum,
sem unnin eru eftir ákvæðis-
kaflanum hefði orðið um 25%
hækkun að ræða. I einstökum
tilvikum hefði ekki orðið urri
Framhald á 5. síðu
Framhald af 7. síðu. »
kynnum við ýmsa skáldbræður
fyrr og síðar og.hefur það ver-
ið m;'kilvæg fylling og andans
driffjöður, og tel ég þar menn
eins og Kristján frá Djúpalæk,
Heiðrek Guðmupdsson frá
Sandi/Guðmund Frímann, Ein-
ar Kristjánsson, Jóhann Frí-
mann og Davið Stefánsson.
(Innan sv.’ga má minna á að
það er furðu drjúgt sem frá
Rósberg Snædal hefur komið,
þegar maður fer að skoða aft-
ur bækurnar hans; Á annarra'
grjóti 1949, Nú er hlátur ný-
vakinn 1954, Þú o.g ég 1954,
Vísnakver 1956. í Tjarnarskarðí
1957, Fjöll og fólk 1959 og'
Fótgangandi um fjöil og dal
1961. — Með bók sinni Fólk og
fjöll fer hann inn á sv:ð þar
sem líklegt er að hann eigt
eftir að gera góða hluti. Aðr-
ir hafa ekki næmari f:ngrumi
né nærfærnari skilningi flett
blöðum nýliðinnar sögu en hann
gerir í þeirri bók. Næsta bók
hans fjallar einnig um eyði-
byggðir. En íerskeytlan er dá-
lætið hans).
— Þú munt ungur hafa
byrjað á ferskeytlum, Rós-
berg?
— Já. ég byrjaðj kornunguí
á vísum, sennilega áður en ég
lærði að skrifa.
—• Er ferskeytlan mönnum
meðfædd eða áunnin list?
— Enginn verður vísnasmið-
ur góður nema með langri æf-
ingu og þjálfun — og naumasfi
verður hann það heldur nema
hann hafi „neistann11 í sér.
— Aðhyllist þú einhverjá
sérstaka „stefnu“?
— Stefnur aðhyllist ég eng-
ar ( skáldskap, aðra en þá að
reyna að segia eitthvað með
öðrum orðum og öðrum hætti
en allir aðrír hafa gert. Hef
mest gaman af stuttu formi í
Ijóðum og sagnagerð. Ég halla
mér mest að smásögum, treysti
mér ekki í skáldsöguna.
Ég er leiður á stefnum og
ismum í skáldskap. Öfgarnar
til beggja hliða hafa skemmfi
skáldskapjnn m.iög; annarsveg-
ar algert formlevsi, stundum
óskapnaður, hinsvegar staðnað
form og bergmál eldri skáld-
anna. þótt undantekningar séu
frá þessu sem betur fer, t.d.
formfegurð og listræn fram-
setning Guðmundar Frímanns.
— Þú hefur tekið sérstöku
ástfóstri við eyðibyggðir?
— Já, ég kann töluvert orðið
um heimabyggð mína. Gæti
ekki hugsað mér ánægjulegra
starf en rannsóknir og skrif um
eyðibýlj, fólkið er þar bjó. sögu
þess og baráttu. — og mér
þykir ákaflega vænt um sveita-
fólkið allt.
— Ferð þu ekki á einhvern
stað á hveriu sumri til að
'grafa upp gleymda sögu?
— Jú, eft:r atvikum. Ég hef
alltaf augastað á einhvérjum
stað á hverju ári. Ætlaði upp
á heiðar i sumar. en lenti í
hrakviðri. Mér finnst nauð-
synlegt að vera gangandi. Að
'kóma á slika staði í bíl er
sama og engin koma; að verri
við bílstýri sjálfur er gersam-
lega þýðingarlaust á slíkri
ferð, auk þess takmarkað sem
komast má í bíl i slíku' aúgriá-
miði.
—• Megum v.ð ekki eiga von
á fleiru frá þér um gamlar
byggðir?
— Eitthvað mun ég vafalaust
skrifa enn um eyddar byggðir,
— annarg_er ég orðinn hrædd-
ur við að sökkva mér niður í
sögu, hún gleypir allan manns
tima. J.B.
jJJ — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagui’ 6. maí 1962