Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 1
 í. ; Guðmundur Vigfússon Guðmundur J. Guðmundsson MH&ant Guðrím Gfsladóttir Sigurjón Pétursson Haraldur Steinþórsson Fimmtudag'ur 10. maí 1962 27. árgangur — 103. tölublað KOSNINGAFUNDUR í Austur bœjarbíói í Reykvíkingar! Ingi R. Helgason Ragnar Arnalds Alþýðubandalagið efnir í kvöld til fyrsta kosn- ingafundar síns í tilefni borgarsjórnarkosning- anna 27. maí n.k. Fundurinn verður í Aust- urbæjarbíói og hefst kl. níu. Ræðumenn á fundinum: Guð- mundur Vigfússon borgarráðs- njaður, Ragnar Arnalds stud. jur., Haraldur Steinþórsson kennari. Sigurjón Pétursson iðn- nemi, Ingi R. Helgason lögfræð- ingur, Guðrún Gísladóttir hús- freyja og Guðmundur J. Guð- mundsson varaformaður Dags- brúnar. Ilannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambandsins verð- ur fundarstjóri og flytur ávarp í fundarlok. Berlínarvíðrœðum verður haldið ðfram Ræðumenn munu fjalla um borgarmálin, svo og hin stjórn- málalegu viðhorf almennt og e-nkum þá kjarabaráttu, sem stendur yfir og framundan er. i kjarabaráttunni eru komandi kosningar nú mikilvægasti áfanginn. Kosningabaráttan er hafin. Flokksvél auðmannanna sækir þessar kosningar af ofurkappi - og eftir kosningar er fyrir- hugað að seilast enn dýpra í vasa almennings — svo fremi að vinnandi fólk tali ekkj við þessa ,,viðreisnarherra“ á kjör- dag á því má!i sem þeir sk'lja WASHINGTON 9/5 Á blaSamannafundi sínum í kvöld sagði Kennedy Bandaríkjaforseti að Bandaríkjamenn væru staöráðnir í aö halda áfram viöræðum sínum viö Sovétríkin um lausn Berlínarmáisins. Er þar með ljóst að Bandaríkjamenn hyggjast hafa aö engu vilja Adenauers, en hann hefur látið 1 ijós að réttast væri að viðræðurnar féllu niður. Kennedy sagði að Bandaríkja- stjórn hefði aldrei borizt yfir- lýsing frá Vestur-Þjóðverjum um að viðræðunum yrði að hætta. Sagðist hann vart geta trúað að rétt væru höfð eftir Adenauer þau ummæli sem hann hefur látið sér um munn fara við blaðamenn um þessi efni. Ihaldið tapar í Bretlandi — máli atkvæðaseðilsins. XG Alþýðubandalagsf ólk! Hefjum þessa kosninga- baráttu nú með því að tryggja glæsilegan fund - og fylgjum sókninni eftir, hver á sínum stað, til loka kosningabarátt- Hannibal Valdiniarsson unnar! LONDON 9/5. Bæjarstjórnar- kosningar eru nú hafnar í Bretlandi. Frjálslyndi flokkur- inn hefur unnið nokkuð á það sem af er, sömuleiðis Verka- mannaflokkurinn, en Ihaldsmenn og óháðir tapað. Forsetinn kvaðst vel skilja að Vestur-Þjóðverjar hefðu áhuga á viðræðum Rusks, utanríkisráð- herra Bandaríkjannai og Dobrin- in, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, um lausn Berlínar- deilunnar. Gerði hann ráð fyrir að vestur-þýzku stjórnarvöldin hefðu einkum áhyggjur vegna hinnar alþjóðlegu nefndar sem ráðgert er að hafi eftirlit með samgönguleiðum vesturveldanna til Vestur-Berlínar. Bandaríkja- menn hafa tjáð sig samþykka að Austur-Þjóðverjar eigi sæti í þeirri nefnd. Lincoln White, fulltrúi banda- ríska utanríkisráðuneytisins, boð« aði. einnig. til. blaðamannafundat í dag. Sa'gði hánn að Banda« ríkjamenn hefðu í engu breytfc tillögum sínum um hina alþjóð- legu eftirlitsnefnd og myndi Rusk utanríkisráðherra leggja? þær fyrir Dobrinin þegar þeit hittast næst. Opinberar heimildir í Banda* ríkjunum herma að mál þessl séu í rauninni enn flóknari etv hingað til hefur verið álitið, þafe sem verulegur ágreiningur sé unj> þau innan vestur-þýzku stjórn- arinnar. Bent er á að ummæl* Adenauers á blaðamannafundin- um í Berlín í gær, er hann sagð- ist telja rétt að Berlínarviðræð- unum yrði hætt, stingi mjög i stúf við það er vestur-þýzki ut« anríkisráöherran. Schröder, léts L Ijós í samtölum sínum vii Dean Rusk, utanríkisráðherraé Bandaríkjanna í Aþenu í vik- unni sem leið. Stjórnarkjör Starfsmannafélags ríkisstofnana? Frjálslyndir hafa unnið 46 fulltrúa en Verkamannaflokk- urinn 26. Ihaldsmenn hafa tap- að 16 en óháðir 15. Atómsprenging í dag og í gær Washington 9/5. — Bandaríkja- menn sprengdu í dag sjöundu kjarnorkusprengingu sína í nánd við Jólaey á Kyrrahafi. Sprengjunni var varpað úr flugvél og var styrkur hennar um það bil ein megalest. Sjöttu sprengjuna sprengdu Banda- ríkjamenn í gær. Páll Hafstað var endur- kjörinn með yfirburðum Páll Hafstað var endurkjiirinn formaður Starfsmannafélags rík- isstofnana með tveim þriðju at- kvæða á aðalfundi félagsins í Lídó í fyrrakvöM. Páll hlaut 202 atkvæði, en Guðjón B. Baldvinsson sem var í framboði gegn honum fékk 101. Á aðalfundinum í fyrra munaði um 30 atkvæðum á sömu mönnum við formanns- kjör. Stjórn Starfsmannafélagsins er nú þannig sk:puð: Formaður Páli Hafstað (Roíorkumálaskrifstof- an). Einar Ólafsson (Áfengis- og tóbaksverzlunin), Ásta Karls- dóttir (Skattstofan), Sigurður Ó, Helgason (Tollstjóraskrifstofan). Sverrjr Júlíusson (Raforkumála. skrifsfofan), Páll Bergþórsso® (Veðurstofan), Hermann Jóns- son (Verðgæzluskrifstofan)^ Varastjórn: Baldvin Sigurðssoijj (Lyfjaverzlunin), Erlingur Dags« son (Vegagerðin), Heigi Eiríks- son (Skipaútgerðin). Auk stjórnar voru kjörnir 1S fulltrúar á þing BSRB sem hald- ið verður í haust. AtkvæðaseðU ar við þá kosníngu voru settip undir inhsigli og verða taldir S næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.