Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1962, Blaðsíða 3
Gamlar minjar fundusf við Húsbreytingar 1 gær var tjöldum svipt frá Skálaglugganuni í Kirkjustræti 10 en bar hefur S.Í.S. innréttað lítinn sýningarsal sem Samband- / ið mun jöfnum höndum nota til '* eigin sýmnga cg ieigja öðrum. Á fyrstu sýningunni þarna eru Pefkinsdísilvélar cg utanborðs- mótörar. Þegar unnið var við innrétt- í miðbœnum * o ingu sýningarsalarir.s í Kirkju- stræti 10 fundust gamiir munir: konsúlsbúningur Kristjáns Þor- grímssonar og tvær íjalir úr auglýsingaspjaldi -hans. Kristján var kaupmaður og einn. helzti leikarinn í Reykjavík á sinni tíð. Fékk hann leyfi til að reisa hús þarna á lóðinni árið 1907, en áð- ur hafði staðið þar hesthús. Fréttamenn ræddu í gær við Ernst Kuttner, ferðamálafulltrúa V-þýzk.í . í Danmörku, Noregi cg Islandi, en þann hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Ernst Kuttner er hér á snöggri ferð, en hann heíur einu sinni áður komið til ísiands. Ernst Kuttner sagði að starf sitt væri kostað aí vesturþýzku stjórninni. Vesturþýzka stjórnin rekur um 15 ferðaskrifstcfur víða um heim og er hlutverk þeirra að kynna Þýzkaland sem ferðamannaland og menningar- riki og með því móti. að hafa samvinnu við fréttastófnanir og svara ýmsum fyrirspurnum ein- staklinga og ferðaskrifstofa. Einnig er hlutverk þessara fei'ða- skrifstofa að eyða tortryggni ýrriissa þjóða í garð V-Þjóðverja og- síuðla að því að ifcrúa bilið milli þjóða. Árið 1961 eyddu ferðamenn sem komu til Þýzkaiands um 2 milljöröum marka, en. Þjóðverjar sem fóru til annarra landa eyddu um 3.5 milljörðum marka. ítalía og Austurriki voru vinsæl- ustu löndin í augum þýzkra ferðamannai en Emst Kuttner sagði að áhugi ferðamanna beihdist nú meir að Norðurlönd- um og þar með talið ísiand, sem er eitt af þeim fáu löndum sem hafa eitthvað nýtt upp á að bjóöa fyrir íerðamenn. í kvöld kl. 9 mun Et'.nst Kyttn- er tala í Þjóðleikhúskjallaranum um ferðamál og sýndar verða litmyndir. Öllum er heimill ó- keypis aðgangur, Háimn fram- kvœmdastj. Þórður Hjaitason; fyrrverandi stöðvar.stjóri í Bolungarvík, heí- ur . verið ráðinn framkvæmda- stjóri hjá Stýrktárfélagi vangef- inna frá 1. þ.m. að telja. (Frá Styrkt.arfélagi vangefinna). . Afli öisfsvíkur- bátð 5527 lesfir ÓLAFSVÍK 7/5. — Frá áramót- um hefur afli 13 Ólafsvíkurbáta verið samtals 5527 íonn 178 kg í 644 róðruTn. Á sania íímabili í fyrra öfluðu Ólafsvíkurbátar samtals 7918 íonn 683 kg í 997 sjóferðum. ^ i Áskoreiutaméiið Litlar fréttir berast er.n af 'áskorendamót.'nu. Þó er það nú vitað, að í 1. umíerð serðu þeir jafntefli Keres og Filip og Tal pg Fischer munu eiimig hafa gert jafntefli, líklega í 4. um- ferð. Ekki hefur frétzt um úr- slit biðskáka úr 1. umferð, en þar átti Ber,kö góðar vinnings- hor.fur gegn Fischer og Petrosj- an peð yfir á móti Tal, en þó var. talið líklegt, að sú skák yrði jafntefli. I apríl öfluðu bátarnir 1922 tonn 338 kg. í 210 róðrum. Þá var vb. Jón Jónsson aflahæstur með 230.428 kg. í 31 róðri. Afli Ólafsvíkurbáta í vetur er þessi: Jón Jónsson 629.858 kg. í 63 róðrum, Jón á Stapa 558.560 (59 róðrar), Jökull 533.690 (65), Hrönn 533.090 (53), Bárður Snæ- fellsás 413.430 (49), Freyr 404.420 (62), Þórður Ólafsson 396.420 (60), Valafell 368.080 (33), Stapafell 356.300 (38), Halldór Jónsson 353.930 (40), Sæfell 338.990 (29), Steinunn 316.940 (36), Bjarni Ólafsson 260.420 (49). Kjósendafundur Félags óháðra kjósenda í Kópavogi, H-Iistans, verður haldinn í félagsheimilinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Ræður og ávörp flytja efstu menn listans: Þormóður Pálsson, Svan- dís Skúladóttir, Ólafur Jónsson, Ólafur Jens Pétursson, Eyjólfur Kristj- ánsson, Sigurður Grétar Guðmundsson. Fundarstjóri verður Benedikt Davíðsson. Sprengjukapphlaup ógnun við mannkyn ÞAÐ SÆKIR AÐ EYK0N EFTIR NIÐURSKURÐINN Við framboð Sjálfstæðis- ílokksins til borgarstjómar í Reykjavík var gerð stórfelld- asta hreinsun sem átt hefur sér stað í íslenzkum stjórn- málum síðari áratuga. Rutt var út af listánum sex af tíu borgarstjórnarfullírúum flokksins. Þar með lét klíka Bjama Benediktssonar og Birgis Kjarans kné fylgja kviði i. valdabáráttunni. við kiíku Gunnars Thoroddsén. Eyjólfur Konráð Jónsson Morgunblaðsritstjóri, sem annaðist framkvaemd hreinsun- arinnar miklu ■ ásamt Birgi Kjaran o.g Baldri vallarstjóra, virðist hafa drauma þunga eftir sláturstörfin. Vofur sex- menninganna er hann framdi á pólitíska aftöku sækja svo fast að honum að nærri stapp- ar sturlun. í blaði, sípu yikur hann vart aukateknu orði að máluni Reykjavíkur, moldar- götunum, skólaöngþveitinu, hafnarvandræðunum, slóða- skapnunv í hitaveitufram- kvæmdun-:, þeim niálum sem Reykvikingar kjósa um eítir rúmar tvær vikur. í þess stað eru þandar yfir síður blaðsins méð rosafyrirsögn- um hugleiðingar og einka- bréf stúdenta. skri.fuð fyrlr nokkrum árum. Sálarástand Eyjólfs Kon- ráðs má marka af því hverja ályktun hann dregur af því einkabréffnu ,£enx.„bann. rgyn- ir að gera sér mat úr í gær. Hann fjölyrðir um að menn séu gerðir „höfðinu styttri'* og hugurinn snýst allur um pólitískar aftökur. Margur ætlar mi£ sig. segir hið forn- kveðna, og sannast það eftir- minnilega á slátraranum í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins þessa dagana. Sanitök hernámsandstæð- inga hafa mótmælt kjarn- orkusprenoingum Banda- í'ík.janna í gnfuhvolfinu o°' lýsa furðu yfir að íslenzka ríkisstjórnin skuii ekki mót- mæla iþeim jafnt og spreng- iíígum Sovétrík.janna síð- astlíðið haust. Álýktun miðnefndar Samtak-, anna, sem gerg var á fundi 28. apríl, er á þessa leið: ..Samtök hernámsandstæðinga hafa samþvkkt að birta opinber- lega mótmælaorðsendingar, þar sem meðal annars var mótmælt sérstaklega öll.um tilraunum með kjarnorkuvopn og framleiðslu á slíkum vopnum. -• •• tEtanfremttF"*- mótmælíu þau harðlega. tilraunum Sovétríkj- anna með risavetnissprengju á síðastliðnu haustí. Nú hefur það gerzt, að Banda- ríki Norður-Ameríku hafa á ný hafið . t-ilraunir með vetnis- sprengjur í gufuhvoifinu. Viil miðnefnd Samtaka hernámsand- stæð.nga mótmæla þeim til- raunum mjög harðlega og skora á bandariska ráðamenn að stöðva þær nú þegar. Miðnefndin lítur svo á, að það kapphlaup stórveldanna í vestril og austri, sem nú virðist í upp- siglingu, um tilraunir með vetnissprengjur og önnur gjör- eyðingarvopn, sé ógnun við lífi og öryggi alls mannkyns. Vill miðnefndin því enn einu: sinni skora á íslend:nga að sameinast um það að halda ís- landi utan allra hernaðarbanda- laga, en leggjast ó sveif með hlutlausu ríkjunum til þess að trvggja raunverulegan frið í heiminum. Miðnefndin minnir á, að ríkis- stjórn Xslands beitti sér fyrir því, að Alþingi mótmælti þeira tilraunum með kjarnorkuvopn. sem Rússar gerðu á síðastliðnu haustj, og hlýtur nefndin að lýsa yfir furðu sinni, ef þessi sama ríkisstjórn mótmælir ekki. jafn einarðlega hlnum banda- rísku tilraunum í nafni íslenzku þjóðarinnar sem áreiðanlega er að miklum meiri hluta andvíg kjarnorkutilraunum, hver sem í hlut á.“ Fimmtudagur 10. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.