Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 10
| Viðtgl við Valgerði Gísladóttur Framhald af bls. 4. —■ Lýstu íyrir mér vorverk- um í sveit fyrir hálfri öld. — Það var náttúrulega að vinna á túnunum. Það var oft- ast búið að bera á völlinn) en það var gerl í skítakláfum sem svo voru kallaðir, en sumstað- ar, þar sem tœknin var meiri, var það gert í hjólbörum. Svo var slóðadregið, það er áburð- urinn mulinn, það var aðallega gert með gaddavírsdrassum. Svo var að raka af túninu, á- burðinn sem ekki gekk niður í jörðina. Það var verk okkar kvennanna að raka saman í smáhrúgur og láta upp í kláfa eða hjólbörur. Austanfjalls var oft farið út á kvöldin til að tína hrossa- tað í eldinn og seinni hluta sumars var oft dásamlegt að fara út í haga til að tína hrossatað og fylgjast með fuglalífinu. Svo komu fráfærur, og þá jukust inniverkin, þá var skyr- gerð og smjörgerð. Svo rembd- ist maður við að vera búinn með ■ ullarþvottinn fyrir slátt. Þá var ullin venjulega þvegin úr keitu, nei, engin sápa notuð, en síðan skolað úr rennandi vatni. Svo kom slátturinn, og það var engin kaupakona sem lékkst í sveit nema hún fengi loforð fyrir 8 vikna vinnu, venjulegi tíminn var 8—10 vik- ur. Það þótti mikill kostur á kaupakonu ef hún gat bæði mjólkað og brugðið fyrir sig að slá, því þá vár allt slegið með orfi og Ijá. — Vinnutíminn? — Það var alltaf staðið úti, hvemig sem viðraði) frá kl. sjö til hálftíu, að frádregnum mat- ar- og kaffitímum. Það var ailtaf frúkostur á morgnana og matur aftur seinna um dag- inn; matartímar voru venju- lega 1 klst. en kaffitímar stutt- ir. — Var frúkostur venjulegt mál austanfjalls? — Já, það var alltaf taiað um frúkost austanfjalls og hér í Reykjavík. Dönskuslettur voru yfirleitt notaðar í Reykja- vík þá. Það var t.d. aldrei talað um gangstéttir heldur fortov, ekki um skóhlífar heldur galo- síur, regn'hlíf hét þá paraplý — og hér í Reykjavík þótti ekki fínt að nota orðið eldhús h.eldur kokkhús! En ég hef samt ekki fengið betri lummur bakaðar í kokkhúsi en ég bak- aði á hellu í hlóðaeldhúsum, — en það hefur kannski verið eins og hjá Káinn að sulturinn hafi gert þær sætar. — Voru hlóðaeldhús í Rvík þá? — Ég man ekki eftir neinu hér í Reykjavík, en þau voru algeng austanfjalls. Þar voru þó víða komnar eldavélar og hlóðaeldhúsin þá notuð til slát- ursuðu, reykinga o.þ.h. — Hvernig var að vera kaupakona? — Ef við gengum eingöngu út, einsog það var kallað. þurftum við ekki að þjóna nema okkur sjálfum — það gerðum við á sunnudögum. Hér á Suð- u.rland.i mun ekki hafa verið siður að fá kaupakonum fólk til að þjóna, en það mun hafa verið gert í Borgarfirði. Þar var mér bæði ætlað að þjóna smalanum og vinnumanninum — en ég skilaði því af mér eft- ir viku; þar sem ég hafði ekki nema næturnar til að þjóna sjálfri mér sagðist ég ekki þjóna fleirum. — Á þeim bæ held ég að ég hafi orðið þreytt- ust um ævina. Réði maður sig til að vera heima á málum þá fór sú kaupakona ekki út í heyskap fyrr en farið var með morg- unmatinn út á engjar, hún fór þá með sinn mat líka, því að sitja bæði heima og úti á engj- um náði vitanlega engri átt! — Ég réði mig alltaf til að vera heima á málum svo ég gæti mjólkað . . . Já, mér þótti gam- an að mjólka, sérstaklega. ær, það átti vel við mig að elta tvævetlur um allar kvíar og sjá hvað þær voru brellnar. Heim til að mjólka var oftast farið kl. að ganga 9, til þess að hafa lokið mjöltum og matargerð þegar fólkið kom heim. Svo var að ganga frá öllu á eftir, ef ekki var mikið af börnum á heimilinu hjálpaði húsmóð- irin við það, eftir því sera hún hafði tíma, annars gat verið seint háttað. Kaupavinnunni á ég það að þakka hve mikið ég kann af ljóðum, því ég stytti ' mér stundir við raksturinn við það að fara með öll ljóð sem ég kunni. Þeir sem voru eins settir og ég, að eiga sæmilega efnaða og góða foreldra, fengu að vera heima á vetrum, en þá vann maður kauplaust heima. Það þótti mjög góð meðferð að láta mig halda sumarkaupinu cg vinna fyrir mat á vetrum. Fyrsta sumarið sem ég fór í kaupavinnu var kaupið 16 kr. á viku, en síðasta sumarið 60 kr. Það hækkaði allt á stríðsárunum og eftir stríðið. Þá gekk ég á íslenzkum bún- ingi, og þegar kaupið var orð- ið svona hátt fannst mér ég vera rík, en það varð býsna A SKOFATNAÐI stendur yfir nœstu Mikið úrval af skófatnaði karla, kvenna og barna selst á mjög hagstæðu verði. daga ALLT FYRSTA FLOKKS VARA. V0 Ws^rt/mm4fét éeZt, » f* tk- lítið úr því þegar ég fór út að kaupa föt, því þá þurftu kaúpmennirnir að hækka vörú "áíha ríflega, ekki síður en nú, — auðvitað sögðust þeir alltaf vera-. „að tapa“4 eins og þeir segja enn í dag. En samt hefur mér alltaf fundizt það svo að sá sem hefur eitíhvað að selja, annað en vinnu sína, hann stendur uppúr í okkar rotna þjóðfélagh — Þótti þér gott að vera í sveit? — Mér finnst ég hafa grætt mjög mikið. á því að vera í sveit á sumrin öll mín upp- vaxtarár. Það voru vitanlega þar ekki siður en hér, gerðar mir.ni kröfur til lífsins þá en nú. Sem kaupakona svaf ég alltaf í baðstofu ásamt öðru heimilisfólki; þá sváfu allir í baðstofu. Seinna kom svo það sem kallað var „hjónakames". Ég varð svo fræg að sandskúra skarsúðarbaðstofu. Ég minnist þess ekki að hafa verið ánægð- ari með hreina uppmubleraða stofu, eins og það er kallað nú til dags, en súðarbaðstofuna þegar ég hafði sandþvegið hana — og átti ég þó ekkert í henni. 1 þá daga þótti ungu fólki gaman að skemmta sér, engu síður, en nú. En ég held. að unga fólkið hafi vitað það þá, að til að skemmta sér þarf maður að vinna fyrir því. Maður vann með glöðu geði alla vikuna til að fá að fara í útreiðartúr á sunnudegi ef þá varð ekki að vera í þurr- heyi. Fátt hefur mér þótt skemmtilegra um dagana en þeysa á góðum hesti. — Já, þú hefur vanizt hest- um í sveitinni. — Ég vandist þeim snemma. því þegar bændurnir komu hingað í lestarferðum á haust- in fór ég niður að Sláturfélagi og sagði: Þarftu ekki að láta vatna; manni? Ég ætlaði nú að láta strák gera það, svaraði einn. En ég get verið strákur, sagði ég. Þekkirðu ekki einhvern strák sem ég get fengið í sveit næsta sumar? Nei, en ég get komið til þín í staðinn fyrir strák. Þegar ég var unglingur í sveit vildi ég aldrei vera inni hjá húsmóðurinni og passa börn, en að reka kýr og sækja hesta og fara á milli var mitt eftirlæti. — Það hafa enn verið farnar lestarferðir hingað á þeim ár- um, — hvar vötnuðuð við svo hestunum? — Við gerðum það í vatns- þrónni á Hlemmtorgi, steyptri þró með rennandi vatni. Kæmi maðu.r sér reglulega vel fékk maður að fara með bændunum með hestaná á hága. Það var farið í Norðurmýri cg Kringlu- mýri. Þá lærði ég af einum toóndanu.m að hefta hest. — Þótti ekki langt inn í mýr- arnar? — Jú. Berjaland okkar Reyk- víkinga var þarna innfrá. Þeg- ar farl.ð var ákaflega langt og verið allan daginn var farið inn að Lækjarhvammi og þar þvert yfir í öskjuhlíð. Ég hef ailtaf ..fundið ákaflega mikið til þess að við sem erum alin upp í Reykjavík eigum .engar bernskustöðvar. Þegar við lít- um yfir hcltin eru komin þar hús og öllu umturnað. Ég hef öfundað það fólk sem getur fundið bernsku.lautina sína aft- ur. Ég fór eitt sinn með manni mínum austur fyrir fjall og hann skoðaði mannvirki sem hann gerði með félaga sínum þegar hann var drengur. Ég man hvað hann ljómaði, þegar hann var að skoða gamla stífiuhausinn sem þeir höfðu hlaðið. Enn eigum við Valgerður eftir margt að spjalla, og gef- um það líka síðar, en að síð- ustu spurði ég hvernig henni líkaði þjóðfélagið sextugri. — Frá mínum bæjardyrum séð, svaraði hún, hefur þjóð- félagið fyrst og fremst gengið fram á við fyrir baráttu undir- stéttanna. Þau kjör sem við bú- um við hafa sannarlega ekki dottið niður í höfuðið á okkur eidra fólkinu, við uilum að vinna fyrir þeim hörðum hönd- um með mikiili baráttu. En ég hef mikla trú á 5>ví að það fólk sem nú er að vaxa upp verði nýtir og góðir þjóð- féiagsþegnar, svo framarlega sem auðvaldið skellir ekki á okkur einni heimsstyrjöidinni enn. En frjálsir verðum við fslendingar aldrei fyrr en her- inn er farinn úr landinu og sú smán þurrkuð burt. Valgerður hefur verið full- trúi Kvenfélags sósíalista í stjórn Kvenréttindafélags ís- lands, átt sæti í Barnavernd- arnefnd o.g verið formaður Kvenféiags sósíalista, svo nefnd séú nokkur af trúnað- arstörfum þeim sem hún hefur gegnt. Þjóðviljinn þakkar Valgerði baráttu. hennar fyrir betra mannlífi og óskar henni til hamingju með sextugsafmælið. J.B. Iþrótfir Framhald af 4. síðu. vetrarskáli) sem standi við dá- samlegt skíöaland, þar sem yf- irleitt er öruggt með snjó. Þeir gera ráð fyrir, að þangað muni flestir ferðamenn koma, sem eru á skemmtiferðalagi um Ak- ureyri. Þeir gera því ráð fyrir að hann verði notaður sem gististaður á sumrum, og að að hann verði starfræktur allt árið, nema þá sízt desember og janúar. Það er því gert ráð fyrir að ferðamenn gisti þarna, og að þarna komi til aukið gistihús- næði, sem stundum hefur vant- að á Akureyri. Eftir er að ganga frá bæði kjallara og eins á lofti, og vinnst þar mikið húsnæð þegar það er tilbúið. Þess má geta, að í námunda við húsið á að koma stór skíða- lyfta og gefur það staðnum mjög aukið gildi sem vetrar- dvalarstað fyrir skíðafólk og keppnismenn. Hnupl og slys Framhald af 12. síðu. Laugavegi 52. Stolið var all- miklu magni af ýmiskonar klæðnaði úr báðum verzlunun- um. í fyrradag voru börn að leika sér að því að lyfta bílflaki á móts við Bústaðablett 12. Bíi- flakið datt ofan á 6 ára dreng og er talið að hann ha£i lær- brotnað. . HÚSEIGENDAFÉLAG EEYKJAVÍKUR |]QJ — ÞJÓÐVILJINN -- Sunnudagur 13. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.