Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 12
Víðtœk og öflug
verkfðll á Spóni
BARCELONA 12/5 — Verk-
föll breiöast út á Spáni, og
jafnframt veröur andstaö-
an gegn fasistastjórn
Francos stööugt víötækari.
Rúmlega 2000 verksmiðju-
verkamenn í Barcelona hóí'u
verkfall í gær eftir að lögregla
Francos hafði handtekið 15
vinnufélaga beirra. Verkamenn-
irnir gerðu skyndiverkfall í
gær til þess að lýsa yfir stuðn-
ingi sínum við verkamenn í
héruðunum Austur;a og Bilbao
en þar hafa víðtæk verkföll
staðið undaníarnar v.'kur.
Verkamenn þar, einkurn nómu-
menn, krefjast hærri launa og
mannsæmandi lífskjara.
Seint í gærkvöldi réðist lög-
reglan með mikilli heift á kröfu-
göngu stúdenta í Barcelona, sem
íóru í fjöldagöngu til að lýsa
yfir stuðningi við baráttu verka-
manna. Gengu stúdentarnir frá
háskólanum og báru áletruð
spjöld þar sem einræðisstjórn
Francos voru ekki vandaðar
kveðjurnar. M.a. stóð: „1962
verður gert út af við einræðið“!
„Háskólastúdentar standa með
verkamönnum"! Þá sungu stúd-
entar verkalýðs- og byltingar-
söngva. Margir hrópuðu ókvæð-
isorð í garð Francos.
Lögreglan réðst með gúmmí-
kylfum á stúdentana og dreifði
fjöldanum.
Samkvæmt Reuters-frétt urðu
verkföllin á Spáni ennþá öfl-
ugri í gær en áður. 20.000 námu-
verkamenn í Austurias, sem
höfðu hafið vinnu, byrjuðu verk-
fall að nýju í gær. Ne!ta þeir
að hefja vinnu aftur fyrr en at-
vinnurekendur hafa staðfest
launahækkun til þeirra. Yfir-
völdin neita hinsvegar að viður-
kenna nokkra kauphækkun fyrr
en öllum verkföllum er hætt.
Samtals eru 35000 verkamenn i
verkfalli í Asturias. Þúsundir
landbúnaðarverkamanna hafa
einnig byrjað verkfall.
Nokkur hundruð manns héldu
mótmælafund fyrir utan spænska
sendiráðið í París í gærkvöld.
Lögreglan handtók 15 manns.
Laxctseiði
í eldisstöS
Seiðin í fatinu cru upprenn
andi laxar, sem aidir eru uppi
i i eldisstöðinni í Kollafirði.'
l>Þegar krílin cru komin á
l þann aldur að þau fá heitið
gönguseiði er þeim sleppt í
þeirri von að sém flest vaxi
og dafni í sjónum og skili sér
aftur svo laxveiðimenn hafi
nóg við að fást. \
Lokaviðtal við Þór Guðjóns-a
son veiðimálastjóra um laxa-i
rælctina er á opnu blaðsins íi
dag. ^
Ikranas á mið-
víkudag
Á föstudagskvöldið léku KR-
Valur í Reykjavíkurmótinu og
vann KR 3:0. Umsögn um leik-
inn verður í þriðjudagsblaðinu.
Fram — Víkingur keppa í kvöld
og KR — Þróttur annað kvöld.
Á miðv.kudaginn er fyrirhuguð
bæjarkeppni milli Reykjavikur
og Akraness.
Síðustu forvöð
að gera skil
Á þriðjudaginn kemur birt-
im við súluna okkar aftur.
Hér í borginni eru cnn nokkr-
r, sem hafa ekki komið því
,ið að skila og nokkrir um-
joðsmcnn úti á landi cru
íinnig eftir. Þessvegna cr því
niður ekki hægt að birta
dnningsnúmerin strax, en
verður gert við fyrstu mögu-
Ieika. Öllum sem eiga ólokið
innheimtu fyrir happdrættið
er bent á að ljúka því scm
fyrst og cr skrifstofa happ-
drættisins opin í dag frá kl.
13.00—17.00.
Framvegis verður skrifstof-
an aðeins opin frá kl. 18.00—
19.00, en á almcnnum skrif-
stofutíma tckur afgrciðsla
Þjóðviljans við skilum.
Afmælishappdrætti Þjóðvilj-
ans Þórsgötu 1, sími 2-23-96.
Aðalfundir Samvinnutrygg-
inga og Líftryggingaféiagsins
Andvöku voru haldnir á Húsa-
vík 9. þ.m. Fluttu þar atjórnar-
formaðurinn, Erlendur Einars-
son, og framkvæmdastjórinn,
Ásgeir Magnússon, skýrslur um
starfsemina á árinu 1961.
Heildartekjur Samvinnutrygg-
inga námu. 90.6 milljónum og
höfðu aukizt um tæpar 6 millj.
en tjónagreiðslur námu 59,7
millj. eða svipaðri upphæð og
árið óður.
Samþykkt var að endurgreiða
þeim, sem tryggt höfðu hjá fé-
laginu 7.931.348,00 kr., er skipt-
ast milli h nna ýmsu trygging-
argreina. Hafa Samvinnutrygg-
ingar þá alls endurgreitt til
tryggingartaka kr. 37 millj. 302
þús. kr. frá því endurgreiðslur
hófust árið 1949.
Iðgjalda- og tjónasjóðir fé-
lagsins námu í árslo.k kr. 124,1
millj. kr. og höfðu aukizt um
14,2 millj. Útlán félagsins námu
í árslok kr. 65.8 milljónum.
Líftryggingafélagið Andvaka
gaf út á árinu 103 ný líftrygg-
ingaskírteini að upphæð sam-
tals 4.661.000 kr. Voru 8689
skírteini í gildi í ársiok 1961
samtals að upphæð 95,2 millj.
kr. Iðgjaldatekjur félagsins
námu 2,6 millj. kr.
Á fimmtudagsnóttina var
framið innbrot í kjallaraherbergi
að Skeiðarvogi 135. Stolið var
útvarpi, orðabók Sigfúsar Blön-
dal og fatnaði. Lögreglan hafði
upp á manninum, sem framdi
innbrotið, í fyrradag. Hann
kom drukkinn af dansleik og var
á heimleið er hann brauzt inn.
Lögreglan hefur upplýst tvö
innbrot, í Steypustöðina 11. .f.m.
og í Opal 2. í páskum. Ungling-
ar voru að verki í bæði skiptin.
í fyrrinótt var stolið verk-
færatösku rafvirkja úr ólæstum
bíl er stóð við Sjafnargötu 10.
I töskunni var margt verðmætra
verkfæra.
í fyrrinótt voru framin inn-
brot í Vinnufatabúðina Lauga-
vegi 76 og verzlunina Vík,
Framhald á 10. síðu.
Lögreglan hefur haft hendur
í liári tveggja ungra nianna, sem
haía gerzt sckir uni ávísanafals-
anir er nema um 10 þúsund
krónum.
8. þ.m. urðu niennirnir sér úti
um skyndilán að upphæð 2500
krónur. Samdægu.rs lögðu þeir
þessa peninga inn hjá miöbæj-
arútibúi Búnaðarbankans, íengu
tékkhefti og skrifuðu strax tékk
fyrir upphæðinni sem þeir lögðu
inn. Sá sern hafði tékkheftið á
sínu nafni afhenti það og spari-
sjóðsbókina kunningja sínum,
en geynidi eitt eyðublað. Urn
kvöldið hafði lögreglan upp á
honum og var hann þá með
þetta eyðublað, stílað upp á 2164
krónur. Kunningi hans gekk aft-
ur á móti laus fram á miðjan
dag 10. maí og hafði verið at-
hafnasamur við að gefa út á-
vísanir. Hann hafði skrifað undir
ýmsum nöfnum og reiknings-
númerum og selt flestar ávísan-
irnar í verzlunu.m| og keypt lít-
ilræði og fengið peninga í skipt-
um. Þegar hann var tekinn átti
hann eitt blað eftir í heftinu,
stílað upp á 1400 krónur. Sum
eyöublöðin höfðu ónýtzt því
hann var drukkinn er hann
skrifaði þau. Gat hann ekki sagt
með vissu hve mikla peninga
hann hefði komizt yfir með þessu
móti, enda naut hann aðstoðar
svallbræðra við að selja ávísan-
Irnar.. Ennfremur hafði hann
lagað til sparisjóðsbókina, þann-
ig að hún sýndi 12.500 krónu
innistæðu í -stað 2.500 krónur.
Ekki eru ailar ávísanirnár
komnar fram enn, en líklega
nema ávísánafalsanirnar um tíu
þúsund krónum,. Sá sem haíði
ávísanaheftið undir höndum
heitir ■ Stefán Guðmundsson, og
var einn þeirra sem falsaði á-
vísanir á Akureyri fyrir skömmu.
Varð fyrir vörubíl
Um klukkan hálf tólf í gær-
morgun varð 7 ára drengur, Guð-
mundur Heimisson Bergþórugötu
23 fyrir vörubifreið á gatnamót-
um Bergþórugötu og Vitastígs.
Var hann fluttur í slysavarð-
stofuna og var óttazt að hann
hefði beinbrotnað, en meiðsli
hans voru ekki fullrannsökuð,
er blaðið hafði tal við umferða-
lögregluna eftir hádegið í gær.
MOSKVA 11/5 — Blaðafull-
trúi Kennedys, Pierre Salinger,
kom til Moskvu á föstudags-
kvöld'ð. Það var Alexey Adsju-
bei ritstjóri Isvestíu og tengda-
sonur Krústjoffs, sem bauð Sal-
inger í ferðalagið, en hann mun
hafa vikudvöl í Moskvu.
NY PRENTSMIÐJA
Enn viljum við minna stuðningsmenn Þjóðviljans og velunnara
á hlutafjársöfnunina i Prentsmiðju Þjóðviljans. Hafið samband
við skrifstofu söfnunavinnar að Þórsgötu 1, sem tekur á mótj
íramlögum og hlutafjárloforðum, sími 14457.
Niðursetning véla og breytingar á húsnæðinu að Skólavörðustíg
19 heldur stöðugt áfram og var myndin, sem hér fylgir tekin
fyrir skömmu, er verið var að hífa þunga vél inn um glugga á
annarri hæð. Vél þessi er í sambandi við nýju prentvélina og
tekur hún mót af síðum blaðsins (sátrinu, þegar það hefur verið
brotið um í síðu) í pyppa Síðan eru steyptir sívalningar eítir
pappamótunum, þeir settir í prentvélina og þrykkja þeir síðurn-
ar á pappírinn um leið og þeir velta yfir hann — (Ljósm. Þjóðv.)'
V