Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 11
« i'
gulleit birta varð sterkari og
sterkari. Það var búið að kveikja
á báðum stóru, sjöarma ljósa-
stikunúm.
Aldrei slíku vant hafði móðir
mín neyðzt til að vinna bug á
andúð sinni og hræðsju við
kertaljós.
Þá sleppti ég henni og reis
upp.
Hún var næstum óþekkjanleg.
Hún spratt upp af gólfinu
eins og köttur, — andartak hélt
ég að hún ætlaði að ráðast á
mig: f staðinn tók hún um stól-
bak, — hún lyfti honum til
hálfs eins og hún ætlaði að
íleygja honum.
En svo skellti hún honum
aftur niður með dynk, en hún
hélt enn svo fast um stólbakið,
að smágerðar hendurnar hvítn-
uðu. Fingurnir voru eins og
berar kjúkur. Hún beygði höf-
uðið niður að stólbakinu og
höndunum á sér, — og það var
grafarkyrrð í stóru stofunni í
gulleitum bjarmanum frá
kertáljósunum fjórtán.
Ég vissi að allt hitt fólkið var
í kringum okkur í herberginu,
—■ en allir voru sennilega svo
þrumulostnir ennþá að þeir
máttu ekki mæla.
Móðir mín varð fyrst til að
átta sig.
,,Þú ert blóðugur á gagnaug-
anu, Marteinn.“
Eins og í leiðslu tók ég vasa-
klútinn °g bar hann að gagn-
auganu. Ég gat ekki haft augun
af henni.
Hún beygði höfuðið ennþá nið-
ur að stólbakinu, en ljósa hárið
stóð strítt í allar áttir eins og
það væri orðið rafmagnað. Mér
datt Medúsa í hug. Svo rétti
hún úr sér með snöggu við-
bragði og Jeit á mig.
Augun í henni glóðu af því
ósviknasta hatri sem ég hef
nokkurn tíma séð.
,,Blóðugur!“ sagði hún. „Blóð-
ugur á gagnauganu ...!“ svo hló
hún. Og þessi hlátur var ó-
hugnanlegastur af öliu.
,,Þú hefðir átt að vera lemstr-
aður, Marteinn, — þú he.fðir
átt að liggja ... ég hélt að mér
tækist að kála þér. Marteinn, —
ef þú vissir hvað ég hata þig . . .“
Rödd hennar var lág og hás.
,,Þú hefur varla ástæðu til að
hata mig,“ sagði ég. Þetta lét
svo undarlega og aumingjalega
í eyrum.
I
,,Þú ætlaðir að eyðileggja
Preben, . . . þú . . . þú, vesæli. . .
þú, þessi skólakennari. ..“
Það v.'rtist vera versta skamm-
aryrði sem hún gat fundið upp
3. »
„Nei,“ sagði ég. „Ég hef aldrei
viljað eyðileggja Preben. En ég
vildi komast að því, hver eyði-
lagði Svein og Eirík, og það
varst þú sem gerðir það. Þú
myrtir Svein o.g Eirík.“
„Svein og E:rík!“ Hún spýtti
nöfnunum beinlínis útúr sér.
„Hvaða máli skiptu Sveinn og
Eiríkur? Þessir skelfilegu brodd-
borgarar sem óðu í peningum?
Ég vildi fúslega ganga af þeim
dauðum æ ofaní æ.. . — Og
þeir stóðu báðir í vegi fyrir
Preben .. .“
„Það er ekki rétt,“ sagði ég.
,,... þeir áttu peningana sem
til þurfti til að bjarga Preben,
— en þeir tímdu ekki að láta
þá af hendi. Peningar, pening-
ar . .. og þeir áttu nóg af þeim,
en Preben varð að lifa í stöð-
ugri skelfingu og ótta ... Preb-
en, sem er þúsund sinnum
meira virði en Sveinn og Eirík-
ur, en þið öll til samans, en allt
þetta...“
Hún baðaði út höndunum. Orð-
in streymdu af vörum henni.
„... þið eruð öil ein flatn-
eskja, hundflöt og skríðið um
jafnsléttuna — blind og heyrn-
arlaus .. . en Preben ...“
„Karen,“ sagði Preben. Rödd
hans varð stirðleg og dauf. Ég
sneri mér við og leit á hann.
Hann leit út eins og sál í hel-
vítiseldi.
„Ktren .... segðu ekki meira.
Mér verður illt af að hlusta á
þig... ég er einskis virði,
einskis virði . . .“
Það var eins og andlitið á
henni leystist upp og mildað-
jst. En augun voru alltof stór.
„Jú, Preben, — þú ert allt,
þú ert mér allt...“
„Segðu ekki meira, Karen, ég
sárbæni þig, — segðu ekki
meira. Ég hef liðið sálarkvaJIr í
allt haust, =— mig fór að gruna
hvað þú hefðir gert. En ég gat
ekki trúað því... ég vildi ekki
trúa því, ég vonaði og vonaði
að mig væri að dreyma ... ég
þorði einskis að spyrja. En svo,
— þegar ég fékk myndirnar
tvær heim í fyrradag, skildi ég
hvað þú hefðir 'gert. Ég risti
málverkin í sundur, og það var
eins og ég væri að rista í sjálf-
an mig... ég óskaði þess eins
að ég hefði getað skorið sjálf
an mjg í tætlur . . .“ ,
Það var eins og við hin vær-
um ekki til. Þau voru bara tvö
í öllum heiminum, tvær vesl-
ings glataðar og fordæmdar sál-
ir.
„ .. .það var ekki ástæða til
að gera neitt mín vegna, — ég
sagði það við þig strax í ágúst,
þegar þú vildir endilega kaupa
málverkin. Ég er ekki annað en
falsari. Það hefði ekkert gert
til, þótt fólk hefði komizt að
því hvers konar falsari ég er ..
„Hefði það ekki gert neitt
til? Að fólk fengi að vita að
þú .. . að þú Preben, þú sem ert
meira virði en,.,.“
„Hættu þessu,“ sagði hann
allt í einu og rödd hans var
hörkuleg. „Ég er að segja þér
að það heíði ekki gert .oaeitt til.
Ég er ekki neitt, ekki neitt,
heyrirðu það. Ég hef aldrei ver-
ið neitt. Ég er ekki annað en mis-
heppnaður málari, ég get ekkert
nema til hálfs, — o.g ég hef
reynt að leyna því eins og ég
hef getað, alla mina ævi hef ég
verið að reyna að levna getu-
leysi mínu. Ég hef ekki verið
maður til að viðurkenna það, —
ég hef bara verið þessi mis-
sk.ildi listampður, sá sem var
stærri og betri, — með reisn
eins og þú segir. Það er ekki
til reisn í mér, það hefur ekki
verið annað en lítdmótleg til-
raun til að öðlast viðurkenningu
sem — sem ýmislegt sem ég var
alls ekki. Ég er ekki neitt, heyr-
irðu það, — ekki neitt ...“
í hjarta mínu tók ég o.fan
fyrir Preben Ringstad.
,,. . . ég er ekki neitt. Og það
hef ég alltaf vitað. Allt mitt
líf hefur verið blekking, — og
hvað hefur leitt af þeirri blekk-
ingu? Ég má ekki til þess hugsa.
Ef þú hefðir þara látið mig vera
í friði.. .“
„Preben,“ sagði hún. Það vak,-
eius og kveinstafir.
„Ef þú hefðir bara getað
ið mig vera í friði. Þessi dýrkje i
un þin hefur gert mig sturtað*
an ... Þessi dýrkun og t;lbeiðslS8
úr fjarska. Ef þú hefðir veri8
eins og annað kvenfólk, — e%
þú hefðir getað. — eða viljafl
... ég veit ekki hvað er at»
hugavert við þig. En þú vildif
bara sitja í fílabeinsturninum of
hafa mig hangandi upp á veg®
eins og íkon, — íkon sem aðeini’,
átti að tilbiðja .. .“
Hann strauk höndunum yfif
augun.
„ ... Heldurðu að það hefðjj
sakað mig, þótt allur heimurinni
hefði fengið að vita hvað ég
héfði gert? Ég hefði þó aS
minnsta kosti orðið að hrista a|
mér þá ímyndun að ég væri
misskilið séní. Það hefð ekkl
sakað mig að sitja í fangelsí
nokkur ár. Þvert á móti. Éþ
hefði kannski getað orðið mað>.
ur upp úr því. Og síðan ..
Trúlofunarhringir, steinhriuír
ir, hálsmen, 14 og 18 karata*
8.30 Létt morgunlög.
9.10 Morguntónleikar: a) And-
rés Ségovia leikur á gítar
tónverk eftir Rameauv
Castelnuovo-Tedesco, Tans-
man og Albeniz. b) Gérard
Souzay syngur lög eftir
Chausson; Jacqueline
Bonneau leikur undir á
píanó. c) Gæsamamma,
svíta eftir Ravel. d) Fiðlu-
konsert í d-dúr op. 35 eftir
Tjaikovsky.
11.00 Messa í Dómkirkjunni: —
Séra Öskar J. Þorláksson.
13.05 Erindi. Brezki fornfræðing-
urinn og listfræðingurinn
William Gershon Colling-
wood og fslandsför hans
sumarið 1897 (Haraldur
Hannesson hagfræðingur).
14.00 Miðdegistónleikar: Útdrátt-
ur úr óperunni Ævintýri
Hoffmanns eftir Offenbach
Þorsteinn Hannesson
kynnir.
15(.30 Kaffitíminn: a) Carl Billich
leikur á píanó, b) Sumar-
leyfi i Alpafjöllum; Söng-
ur og hljóðfæraleikur.
16.30 Endurtekið efni: Árni
Kristjánsson flytur þýddan
bókarkafla um Mozart eftir
Carl Nielsen og bregður
upp tóndæmum.
17.30 Barnatími (Skeggi Ás-
bjarnarson): a) Sólveig
Guðmundsdóttir les sögu:
Níels eftir Falk Rönne. b)
Síðari hluti leikritsins
Strokubörnin eftir Hugrúnu
— Leikstjóri Ævar Kvaran.
18.30 Til himins klukkur hljóma:
Gömlu lögin sungin og
leikin.
20.00 Sonur keisarans, óperettu-
lög eftir Lehár.
20.15 Því gleyrhi ég aldrei: Á '
vorferðalagi um Hólsfjöll
frásaga Stefán Ásbjarnar-
son á Guðmundarstöðum
í Vopnafirði (Andrés
Björnsson flytur).
20.40 fslenzkir kvöldtónleikar:
a) Píanólög eftir Pál ísólfs-
son (Gísli Magnússon leik-
ur). b) Formannavísur eftir
Sigurð Þórðarson (Sigurveig
Hjaltested, Guðmundur
Guðjónsson, Guðmundur
Jónsson og Karlakór Rvík-
ur syngja; liöf. stjórnar.
c) Svíta í rímnastíl nr. 1
fyrir fiðlu og hljómsveit
eftir Sigursvein D. Krist-
insson (fngvar Jónasson og
Sinfóníuhljómsveit íslands
flýtja. Jindrich Rohan
stjórnar).
21.20 Skáldið á Tjörn. — dagskr’
um ögmund Sívertsen,
saman tekin af Aðalgeir
Kristjánssyni bókaverði. ’
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgunn:
13.15 Búnaðarþáttur: Agnar
Guðnason ráðunautur tal-
ar um illgresiseyðingu.
13.30 Við vinnuna: — Tónleikaf
15.00 Síðdégisútvarp.
18.30 Lög úr kvikmyndum.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Um daginn og veginn (Sv„
Hermannsson viðskiptafr.).
20.25 Einsöngur: Nanna Egils-
dóttir Björnsson syngur;
Fritz Weisshappel við
hljóðfærið.
20.45 Leikhúspistill: Jean Vilar
og Alþýðuleikhúsið franskí*
(Sveinn Einarsson).
21.05 Tónléikar: Píanókonsert nr
2 í A-dúr eftir Liszt.
21.30 Útvarþssagan: Þeir eftir
Thor Vilhjálmsson; 1. (ÞoiV
steinn ö. Stephensen).
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Dagskrárlok.
■<M
Sveinsófar — skriíhorð — skatihol — kommóður — saumaborð
12 gcrðir sófasctt
Veljið ur dönskum eða íslcnzkum áklæðum.
Ótal gerðir af vönduöum svefnherbergissettum.
Neskaupstað: Þiljuvöllum 14.
B-deildin
Selur staka húsmuni og notuð húsgögn í miklu
úrvali og á lágu verði.
SKEIFAN
KJÖRGARÐI — SÍMI 16975
7 gcrðir borðstofuborða
8 gerðir borðstofuskápa j
9 gerðir borðstofustóla . i (
í mörgum viðartegundum.
Hornaíirði: Þorgeir Kristjánsson.
Sunnudagur 13. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — .(111