Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1962, Blaðsíða 4
vatna, manni? j „Ég hef alltaf fundíð til þess að við sem alizt höfum upp í Reykjavík eigum cngar bernskustöðvar. Þegar maður í lítur yfir holtin eru þar kom- in hús — og öllu umturnað. Ég ; hef öfundað fólk sem getur í fundið bernskulautina sína aft- i ut . , Já, það var menning í ; sveitinni. Margt það bezta sem ég hef lært lærði ég í sveit- I inni; mest af gömlum kon- j um . . . j Valgerður Gísladóttir, Lauga- | vegi 93, er sextug í dag, fædd í Holti á Kjalarnesi 13. maí j .1902. Foreldrar hennar voru Gísli Halldórsson er var tré- I srrtíðameistari í Reykjavík frá 1905 og María Þorvarðardóttir, i sr. Þorvarðs er síðast var prest- j ur á Prestbakka. Afi hennar j var Þingeyingur en móður- amma frá Söndum í Dýra- j; fifði. Föðurættin af Kjalarnesi I: og úr Kjós, Og fyrir nokkru j toað ég hana að segja okkur I öflítið um lífið hér og í ná- j grenninu fyrir hálfri öld. • __ — Til Reykjavíkur kom ég ‘ Iþriggja ára. Þó man ég aðeins í eftir þegar við komum til ; Réykjavíkur — mér ofbauð svo ! IhVað hér var mikið af húsum! Við komum með róðrarbáti af i. Kjalarnesi og þá tók ég í pábba og sagði: Sjáðu pabbi, íþarna er hús, þarna er hús og t þárna er hús. I Ég var alltaf í sveit á sumr- in frá því að ég var 5 ára og þángað til ég gifti mig; ég undi 1 aldrei Reykjavíkurlífinu til ji. fúllnustu. : /> — Hvað vantaði þlg í það? : ’ — Ja — mér fannst ekkert * Valgerður Gísladótiir rœðir um Reykiavík og nógrannabyggðir fyrir hálfri öld sumar hér. Mig vantaði gras og skepnur aðallega: Vorið eftir að ég fermdist var ég látin í fisk- vinnu, í fiskbreiðslu á reitun- um, en mér ofbauð svo orð- bragðið £ kerlingunum að eftir 2 daga sagði ég við mömmu að ég gerði þetta ekki oftar. Þá var ég enn send í sveit; þá áttu Reykvíkingar svo mikið af vin- um og kunningjum í svéitinni að þeir gátu komið börnum sínum þangað til dvalar. — Þig vantaði gras, segir þú, en var ekki töluvert gras hér þá? — Það var lítið um gras en mikill fallegur holtagróður, sér- staklega í Skólavörðuholtinu. Ég sé mikið eftir að það var tekið undir hús. Að mínum dómi ætti Skólavarðan að standa enn í dag og óhreyfður ho.ltagróður umhverfis. Nýtízku útsýnisturn hefði átt að byggja skammt frá Skólavörðunni. Skólavörðuholtið var þá tví- mælalaust fegursti staður í Reykjavík. — Hverju manstu fyrst éft- ir frá bernskuárunum hér? — Fyrsti stórviðburðurinn sem ég man var þegar Ingvar fórst á Viðeyjarsundi 1906. Við áttum þá heima við Hverfis- götuna. Ég man afskaplega vel eftir þessu. þó ég væ'ri ekki nema 4 ára,. Ég horfði á það af húströppunum, stalst út og hélt mér í fullorðna fólkið til þess að ég fyki ekki. Ég hafði þá sáralítið vit á þessu nema ég sá að það var skip að fara í sjóinn — og að kona í næsta húsi átti þar sön sinn, og að mamma fór út til hennar um kvöldið og var hjá henni um nóttina. Annars komst ég fljótt að því að það voru margir ein- stæðingar I Reykjavík; kannski YFIRBYGGINGAR alls konar vegna þess að mamma var nokkuð tíður gestur hjá slíkum éinstæðingum . . , Já, þeir voru margir, og fáir sem að þeim hlynntu. Það var til ein- hver ekknasjóður sem styrkti einstæðingskonur með nokkr- um krónum, er presturinn fór með til þeirra, oftast fyrir jól- in. En slíkt náði ekki langt til lífsframfæris, þótt búið væri í myrkum kjallara eða uppi á hanabjálka. — Voru þetta ekki aðallega Sjómannsekkjur? — Það voru allskonar ein- stæðingaq. gamalmenni — alls- staðar að af landinu. Ég kann- aðist ósköp vel við söguna hans Vilhjálms í útvarpinu 1. maí, . . . Já, ég þekkti þá báða mætavel, Samúel og Jón. Jón átti heima á Laugavegi 69 og hafði þar fjós — og þá var allt tún hér inn með Lauga\reginum og hann hafði það á leigu, og fyrir kunningsskap fengum við krakkarnir að fara inn á túnið og hcrfa á þegar Hannes Haf- stein og Danakonungur riðu til Þingvalla. Ég þrætti mikið við mömmu þá, ég vildi hafa"þsð að Hannes Hafstein væri kóng- urinn — hann var svo langtum myndarlegri. — Næstu stórviðburðir? — Næstu stórviðburðir hér í Reykjavík voru lagning vatns- veitu og skolpveitu — og þar- með útrýming taugaveikinnar, sem annars var landlæg hér á hverju ári . . Já, þá voru hér opin ræsi. Við áttum heima á Hverfisgötu 70) og niður hjá nr. 72 rann opið ræsi, grænt af slýi. Þá vann pabbi mest vestúr í Slipp og ég færði honum þangað tvisvar á dag því mat- artíminn var svo naiimur að hann komst ekki heim, én vinnutíminn var frá kl. 6—6. Nei, þá voru ekki til' neinir hitabrúsar! Þeim þætti það lík- lega snúningasamt krökkunum í dag. —■ Og svo hefurðu farið í skóla? — Já, ég gekk hér í Miðbæj- arskólann, en aðeins 4 vetur því þá voru börn ekki skóla- skyld fyrr en 10 ára, en ég held áð þá hafi börnin tekið skólann alvarlegar en nú, og sum lært á þessum stutta tíma ekki verr en á mörgum árum nú. Með þessu er ég ekki að hreyta ónotum að skólunum, því oft er sökin á því sem af- laga fer meira hjá heimilun- um. Það sem manni er bannað vill maður, — ég grét fögrum tárum yfir því að geta ekki lært meira, — nú gráta böm yfir því að þurfa að læra: þau eru ekki að læra fyrir sjálf sig, heldur fyrir pabba og mömmu! Eftir að ég var komin yfir fermingu vann ég fyrir mér á hverju sumri, sem kallað var, ævinlega í vorvinnu og kaupa- vinnu. Þá var það siður að bóndinn sem maður réðist hjá borgaði aðra ferðina, og þess vegna vildi ég aldrei vera á sama stað aftur, — ég vildi geta séð sem flest og farið sem víðast. Samt lenti ég undan- tekningarlítið hjá góðu fólki. Framhald á 10. síðu. Valgerður Gísladóttir sextug Pallasmíði Sturtu- ásetning ’.éi/. Jeppahús Núverandi stjórn Kvenfélags sósíalista, ásamt stórum hóp annarra félagskvenna sem ég hef haft samband1 við undan- farna daga, hafa komið mér í þann vanda að ávarpa þig á þesum heiðursdegi þínum — og vil ég því hérmeð færa þér árnaðaróskir okkar í tilefni af- mælis þíns. Við vonum að enn um Jangan aldjuxæigi félag ‘þitt eítir að njóta þjnnar ttíiklu starfsorku og umhyggju r sém þú jafnan hefur sýnt því: Ef ekki hefði staðið svo á að kosningar eru fyrir dyrum, hefðir þú áreiðanlega fengið langar ritsmíðar frá ýmsum þeim konum sem eru þér pers- ónulega kunnugar, — en þú veizt manna bezt hvað við höf- um allar í miklu að snúast þegar svo stendur á sem núna — þú hefur ekki svo .sjaldan skípulagt ýmiskqnar baráttu samstarfskvenna þinna, og þar sem mér er kunnugt um að þú ert sjálf svo störfum hlaðin að ég efast tim að þú gefír þér ‘ . tíma til að lesa þessar línur, þá slæ ég botninn í þetta með því að þakka þér í nafni Kven- félags sósíalista margra. ára formennsku og linnulaus störf fyrir félagið. Það er ósk mín, að eftir nokkra daga fáir þú góðar fréttir, til viðbótar- því öllu sem þér mun veitast í dag, ég veit að þsér fréttir myndu gleðja þig meira en flest ann- að og það er: Stórsigur Al- þýðubandalagsins f bæja- og sveitastjórnarkosningunum 27. maí, allstaðar á landinu. Með félagskveðju Birna Lárusdóttir. Kæra Valgerðþrl ( Ég veit, að þú ert eins og ég, kærir þig ekkert um ’að verið sé að tilkynna opinber- lega, að þú sért komin í þenn- an aldursflokk, en þú verður að láta þér lynda að á þ:g sé minnzt með örfáum crðum Áhugi þinn fyrir framgangi sósíalismans hefur ekki minnk- að með. aldrinum. Þótt unga fólkinu finnist við vefa hálf- gerðír forngripir, stendur þú því ekki að bakj í atorku og festu. Með þessum fáu orðum vildi ég aðeins koma á framfæri þakkiæti oldtar, sem störfum með þér í Carólínusjóðsnefnd. Við sendum þér okkar góðu, gömlu kveðju; „Öreigar allra landa, sameinist". M. Ottósdóttir. Valgerður Gísladóttir er fjar- verandi úr bænum í dag.,„., : (|$ Jm- />JÖDmJLKfN =r-c$unnudagut 13. tjoaí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.