Þjóðviljinn - 20.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1962, Blaðsíða 4
Baráttusaga Hannesar Þegar loksins eftir mikiö staut og basl, eða gauf og hang’s slákra manna við slök- Viðfangsefni, bókahroða, blaða- hroða, kemur bók sem veigur er í og fengur að fá er það ekki ný bók eftir nýjan mann, nei ónei, það er gömul bók eftir gamlan mann, dáinn fyrir 27 árum, fœddan fyrir rúmum hundrað. Þetta er Sjálfs- ævisaga Hannesar Þorsteins- sonar þjóðskjalavarðar. (Ég bið þær nýlegu bækur, sem góðar eru að athuga. að þetta er ekki slílað til þeirra.) Hún sýnir sem í spegli hvernig kjör alþýðu voru hér á landi á þessum löngu liðna tíma, bág kjör voru það. En ævi þessa manns er líkari æv- intýri en flestar aðrar, svo ö- vænlega horfir oft fyrir hon- um, að það líkist engu nema kraftaverki, að hann kemst af. Og til þess kemst hann af, að vinna hin nytsömustu störf, og að því er virðist, betur en aðr- ir hefðu getað gert. Þessi ævi hefst á því að móðir hans el- ur hann fárveik, og milli heims og helju, svo hann fæð- Þorsteinssonar ist sjúkur, og nær sér aldrei að fullu, en þó furðanlega. Síð- an'steðja að honum ótai hætt- ur, mannýgt naut eltir hann lítinn, og það verður honum til lífs, hve lítill hann er, hann veður Tungufljót ófært og slampast yfir fyrir einskæra hundaheppni, stingur sig á ibroddstaf svo ofarlega í lær- ið, að við liggur að hann hol- stingi sig og iþar með helstingi sig, kemst í opinn dauðann í foráttuibrimi við Stokkseyrar- sund, og aftur á reið yfir á í ölfusi á tæpu i^aði í kola- myrkri, en áin floðmikil. Þá bjargar ihonum á síðasta andar- taki mennskur maður eða ó- mennskur, sem hann sér þeysa yfir ána á réttum stað, en sjálfur var hann kominn af- vega Svo er að sjá sem Hannes hafi trúað því að þetta hah ekki verið einleikið, þó hann vilji ekki við það kannast. Hann liggur tvær háskalegar stórlegur í taugaveiki, og segist hafa tapað við það minni, en svo traustlega hefur verið um þann hnút ibúið, að ætíð hafði hann betra minni en aðrir ■menn. Fantur slær hann, og nær hann sér aldrei eftir á- verkann til fulls. Hann kemst í hann krappan í svaðilför að norðan, fer yfir Hvítá ú hrip- lekum bát ásamt félaga sínum, og fleira mætti telja þar sem mjótt var á milli lífs og hels. En af allri neyð, sem yfir þennan mann gekk ungan, var ein átakanlegust; að Já ekki svalað hámfýsi sinni, að sjá sér enga leið opna til nolckurs frama, raunar mátti það heita handvömm, að úr því varð ekki fyrr en varð, að hann kæmist í skóla. Séra Þorkell á Reyni- völlum bauð föður hans að kenna honum undir skóla, en faðir hans, sem sjálfur hafði orðið að fara á mis við sárþráð nám, hafnaði þessu. Og svo gerðist undrið: Hann stendur nítján ára gamall á Skólablett- inum, og skólapiltar flykkjast að honum og finna að þessi tötraiegi piltur hefur undursamlegt næmi og minni, og nú vænkast honum hagur- inn, allir vilja hjálpa honum, en þó þykir fólkinu í sveit nans þetta vera firrur og jam- vel ganga glæpi næst. Gáf- aður unglingur umkomu- lítill getur átt heldur vant hjá almenningi. Taki menn eftir iþví hve nákvæmlega ber sam- an frásögn Árna Þórarinssonar í í sáiarháska (skráðri af Þór- bergi Þórðarsyni), og er þó frá- sögn Árna tekin upp 60 árum síðar, en frásögn Hannesar 46 eða 47 árum síðar. Af þessu má dæma hvort nokkurt sann- leikskom muni ekki felast í Árnasögu, þó sú lygasaga hafi spunnizt upp, að lygnasti mað- ur á landinu hafi sagt hana; hitt mun sönnu nær, að hún beri vott um óvenjulegt stál- minhi og hreinskilni. Eftir þetta verður Hannesi ævivegurinn fremur beinn og greiðfær, hann nær aðstöðu til að neyta hæfileika sinna, en þó var það undarlega gert, að hrekja hann frá húskólanum Braque í vinnustofu sinni í París. Lcreftstjöld skyggja á ljósið að utan. Um síðustu helgi varð franski málarinn Georges Braque áttræður. í fimmtíu ár hefur hann ásamt öðrum snillingum Parísar-skól- ans mótað og breytt öllum hugmyndum okk- ar um list. Á þeim tíma hefur Braque sífellt endurnýjað list sína og er enn 1 fullu fjöri. Nýjustu myndir hafts telja sumir jafnvel það bezta sem hann hefur gert. þjálfunar, og þær opna augu okkar spánýju útsýni. Braque var síðastur en ekki síztur „villidýranna“ (les Fauves) og ásamt Picasso brautryðjandi kúbismans og l’art décoratif. Augljós eru og merki hinnar írönsku hefðar í kyrrlífsmyndagerð í verkum hans Nýjustu myndir hans eru — eins og síðustu verk Titi- ans, Rambrandts og Cézannes — ávöxtur heillar ævi list- rænnar vizku og tæknilegrar • Myndir og hár grána — Já, hár mitt hefur grán- að en menn geta þekkt mig. Myndir mínar hafa gránað en menn vita að þær eru mitt verk. Sannleik þessara orða Braques er hægt að staðfesta þegar bornar eru saman myndir öldungsins við verk hins unga byltingarsinnaða 'manns fyrir 50 árum. Hlið- stæðurnar eru augljósar og þá sérstaklega tilhneigingar Bra- ques til þess tvíræða og and- stæða. Og í rauninni ríkja and- stæðurnar í eðli Braques sjálfs. Sem unglingur var ihann þekktur fyrir hæfni sína í hnefaleik, dansi, harmóniku- leik og æðisgengnum bifreiða- akstri, einnig gat hann sér nokkurrar frægðar sem stríðs- hetja. „En það var alltaf eitt- hvað dularfullt við hann“, sagði Picasso einu sinni. „Braque hefur alltaf þjáðst af meðfæddum andlegheitum sem guðhræðsla konu hans hefur síður en svo dregið úr“ Þessi „andlegheit" munu ' vera það sem Braque sjálfur kallar poésie og sett hefur dulrænan svip á margar hans beztu myndir og þá' séi'stak- lega þær sem ihann hefur málað síðan hann hvarf inn í sinn einkaheim fyrir 15 ár- um. • „Flæðandi ástand‘‘ Nýjustu myndir Braques sýna gjarnan stóra fugla á flugi. Um þær segir listamað- urinn sjálfur að þær séu loka- niðurstaða allrar listar hans. Þetta á þó enn frekar við um meistaraverk hans, atelier- myndir hans frá 1948—’55. Myndir þessar eru hvorki beinlínis figúratívar né non- fígúratívar heldur hvoru- tveggja. Ekkert í þessurn myndum er í rauninni það sem það sýnist, hlutirnir eru málaðir í nokkurs konar „flæðandi ástandi". Eitt er víst. Braque vill auka á torræðuna, ekki vegna ónáttúrulegrar ljósfælni held- ur vegna þess að honum finnst að „hið eina sem er verðmætt í list er það sem ekki er unnt að útskýra". Þannig ver hann sig jafnvel gegn velviljuðustu listskýr- endum. Hannes Þorsteinsson nýstofnuðum, og prestsskap fær hann engan (góðu heilli), og meinlegt tel ég það, að hann skyldi ekki komast í Hafnar- háskóla, vel getur verið, að úr hæfileikum hans hafi, þrátt fyrir allt, orðið öllu minna en efni stóðu til. Þó að Hannes teljist ekki með höfuðskörungum stjórn- málanna hér á landi, tel ég engan vafa á því að enginn hafi verið honum fremri 1 blaðamennsku, og hefur farið þar saman ágæt framsetning, rökfimi og stilling, en þó á- hugi og ríkir skapsmunir. And- stæðingum sínum hefur hann hlaðið léttilega nema e.t.v. ein- um, Einari Hjörleifssyni Kvar- an, hann virðist hafa verið -honum full sleipur og háll og er lausf við að manni detti í hug að „líðilegt" muni hafa verið að fást við Einar, ef þessum skörungi (Hannesi) hef- ur orðið við það mjórra muna vant. (Þetta orð „líðilegt“ heyrði ég oft í æsku mirini í Borgarfirði, og var látið tákna nær óvinnandi verk, óg vií’ ég gjarna endurvekja þetta skemmtilega orð, þó að úr tíönsku sé það komið. og þangað úr þýzku, og hafi breytt einkennilega um merkingu). En ein var sú handvömm, sem ekki fékkst bætt, og aldrei fæst bætt, nema eilífðin fái það gert, það var orðið sem aldrei var talað milli hans og Höllu Björnsdóttur, en það bar þeim saman um, er þau hittust á gamals aldri, að þetla orð hefði betur verið talað; og mundi ekki vera eftirsjá að þeim ætt- boga sem enginn varð til sak- ir þessarar ótilhlýðilegu þagn- ar? Enn mætti drepa á ótal skemmtilega hluti, og raunar er varla farið að drepa á neitt, en ekki get ég stillt mig um að geta um geð hans við guðs- orðabókum, kverinu, sem hann var látinn læra nauðugur, og gleymdi jafnskjótt, víst hið eina sem hann hefur getað gleyrnt, guðfræðináminu, sem var drifið í hann nauðugan viljugan, þegar hugurinn stóð til alls annars fremur; ef þú hittir fyrir í bókinni orðið „leiðinlegur", þá máttu vita að það er haft um þessa hluti. Það vita allir hve miklu fremri kynslóð sú, sem nú er uppi, er hinum eldri, hve vel hún er að sér, hve prýði henn- ar og vegsemd er óumdeilan- leg. Samt gæti verið að blaða- mönnum nútímans væri það hollt, að skoða stíl þessa rit- stjóra, og bera hann saman við sjálfa sig, án hlutdrægni, at- huga hvort þeir muni þess um- komnir að læra svolítið af hon- um, í stað þess að velta út af dauðir, eins og sýnt er nú fyr- ir þessar kosningar, að þeir muni ætla að gera. Málfríður Einarsdóttlr. — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagurinn 20. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.