Þjóðviljinn - 25.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1962, Blaðsíða 3
G-LISTINN Þeir stuöningsmcnn Al- ★ þýðubandalagsins sem ★ vilja lána bíla á kjördag sem Föstudasar 25. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ÚTHÝST ÚR .BLÁU BÓKINNI' Helztu breytingar sem verða á kaupi Dagsbrúnarmanna við nýju samningana eru þessir: Var áður Vcrður nú Hækkun 1. taxti (almenn dagvinna) kr. 22,74 kr. 24,80 9% 2. — — 23,22 — 25,20 8,53% 3. — — 23,58 — 25,50. 8,14% 4. — — 24,28 — 26,20 7,91% 5. , — — 24,72 — 26,60 7.« % 6. — 26,28 — 28,00 6,54°/* 7. — — 26,93 — 29,00 7,69% 8. — — 28,00 — 30,00 7,14% Þá verða nokkrar tilfærslur milli launaflokka. Hafnarverka- menn við flutningaskipin og í vörugeymslunum færast úr 1. taxta í 2. og er það hækkun um ll%j. Bifreiðastjórar sem voru í 4. taxtaflokki færast nú í 6. flokk. Vinna á smurstöðvum sem var á 2. taxta færist í 5. Stjórn á lyftum færist úr 3. taxta í 4. Hjá bæjarvinnumönnum verða þessar tilfærslur á milli taxta: Vinna við hellulagningu færist úr 2. taxta í 3. taxta. Vinna í pípugerð úr 3. taxta í 4. Löggiltir sprengingamenn færast úr 3. taxta í 5. Vinna við malbikun færist úr 3. taxta í 5. Gildistimi samningsins er frá 1. júní n.k. til 15. nóv. og er hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara, en verði honum ckki sagt upp framlengist hann um 6 mánuði. Hækki visitala um 5 stig á tímabilinu til 15. nóv. n.k., eða 7 stig á tímabilinu til 1. júní 1963 er Dagsbrún heimilt að segja kaupgjaldsákvæðum samningsins upp með eins mánað- ar fyrii"vara. Verði breyting á gengi krónunnar er samningurinn uppsegj- anlegur með eins mánaða fyrirvara. Hafnir yfir Morgunblaðið í hinni frægu Ská'ldsögu um dr. Jekyl og mr. Hyde er greint frá klofningi persóriu sem var virtur vísindamaður annað kastið en breyttist á stundum 1 úrhrak og afstyrmí. Sjálfstæðjsflokkurinn birtist nú daglega í samskonar gervum. Mr. Hyde kemur fram í Morg- unblaðinu dag hvern; þar er steypt yfir þjóðina hverskyns hroða, beitt ósannindum og fölsunum, persónuníði og -i-lU. mæli, hampað stolnum o.g föls- uðum plöggum. En í útvarps- umræðunum leika leiðtogar Sjálfstæðisflokksins dr. Jekyll; þeir þykjast vera virðulegir, háttvísir og heiðarlegir borgar- ar sem ekkj megi vamm sitt vita. Hver einasti Reykvikingur hlýtur áð hafa veitt því sér- staka athygli að ræðumenn Sjálfstæðisflokksins í útvarps- umræðunum minntust ekki einu orði á það mál sem Morg- unblaðið hefur gert að aðalat- riði í allri kosningabaráttu sinnj, einkabréfin sem stolið hefur verið frá islenzkum námsmönnum erlendis. Með algerri þögn sinni lýstu leið- togar Sjálfstæðisflokksins yfir því að málflutningur Morgun- blaðsins væri langt fyrir neð- an allt velsæmi, óþverri sem sómakærir menn gætu ekki komið náiægt. Dr. Jekyll þyk- ipt ekki þekkja mr. Hyde. Heið- ursgesturinn Áður en Ásgeir Ásgeirsson forseti fór til útlanda var hon- um haldið kveðjusamsæti. Frá því er skýrt í nýjasta tölu- blaði af White Falcon, mál- gagni hernámsliðsins á Kefla- víkurflugvelli, en þar segjr svo: „Þjóðsöngvar fslands og Bandaríkjanna boðuðu komu Ásgeirs Ásgeirssonar, stór- meistara íslands, og Paul W. Smith, úr Frímúrarastúku Norðurljósa, í Borgaraklúbb Keflavíkurflugvallar mánudag- inn 14. maí. Meira en 200 frí- múrarar og eiginkonur þeirra frá íslandi, Bandaríkjunum, Japan, Okinawa, Guam og Panamaskurði komu saman á fyrsta ársfund hins alþjóðlega bræðralags frímúrara sem gestir frímúrarastúkunnar á staðnum. Eftir glæsilegan mið- degisverð bauð forseti klúbbs- ins, bróðir Smith, sesti vel- komna, o,g Stórmeistari ís- lands, bróðir Ásgeirsson, svar- aði með snjaliri ræðu“. Enda þótt „forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, STK. F., LH'M, ALM. ETC., stórmeist- arj og æðsti stjórnandi Frí- múrarareglunnar á íslandi“ — eins og hann er titlaður í fé- lagatali Frímúrarareglunnar — væri þarna viðstaddur, var heiðursgesturinn annar. Frétt- inni í White Falcon lýkur svo: „Vilhjálmur Þór var heiðurs- gestur frímúrara við háborð- Tð, ásamt heiðursgestunum Ro- bert B. Moore aðmíráli og konu hans“ Vísað á leyniplagg Morgunblaðið birti í gær glefsur sem það segir vera teknar úr stolnu einkabréfi frá ungum íslenzkum manni gem stundaði um ske:ð nám í Kína. En er þetta ekki að leita langt yfir skammt? Einn þeirra ís- lendinga sem" *' ferðaðist um Kína í boði þarlendra stjórn- arvalda var Magnús heitinn Jónsson prófessor, sem um langan aldur var eir.n helzti leiðtogi Sj álf stæðisf lokksins. Það er kunnugt að Magnús skrifaði mjög ýtarlega dagbók um allt það sem fyrir augu og eyru bar í Kínaveldi. Vill ekki Morgunblaðið fá þessa dagbók til birtingar; þar v. ’ri þó vitnað í mann sem e' ir Sj álf stæðisflokksmenn i ■' vf u að taka sérstakt mark á. Eða voru niðurstöður Magnú?ar prófessors ef til vil! bvsna f-ó- brugðnar því sem Mr’ ’ ib'að- ið telur henta? >— Ausí?1. £ Á milli Mcðalholts og Hátcigsvegar er leikvöllur sem ekki er mynd af í bláu bókinni. Leikvöll- urinn er þannig í sveit settur að lítil hætta er á að hann sjáist þegar tignir gestir eru leiddir um borgina ihaldsins. 0 Myndirnar tala ljósar en langt mál. Leikvöllurinn er í fjölmennu íbúðarhvcrfi og athyglis- vert er hve fá börn eru að leik á honum enda leiktækin flest öll ónýt. % Þetta er enn citl dæmið um sleifarlag og slóðaskap íhaldsins, þegar um er að ræða mál yngstu kynslóðarinnar.' (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Einn liöur í hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis samfelldrar barnafræðslu 1 Reykjavík verða sameigin- leg skólaslit allra barna og unglingaskóla 1 Reykjavík í Laugardal á uppstigningadag, n.k. fimmtudag 31. maí. t Skólaslit fara fram með þeim hætti, að nemendur skólanna, skólastjórar og kennarar ganga fylktu liði inn á leikvanginn og mun merkisberi, sem ber spjald með nafni skólans, ganga fyrir hverjum skóla. Flckkarnir raða sér síðan eftir ákveðnum reglum á völlinn og síðan fer fram dag- skrá, sem stendur yfir í u.þ.b. 30 mín. Ávörp flytja, Dr Gylfi Þ. Gíslason og Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup, dr. Páll Isólfsson stjórnar fjöldasöng, Guðmund- ur Jónsson syngur einsöng og Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðra- sveit skólanna leika. Að lokum verða svo skólaslit sem Jónas B. Jónsson sér um. Samkoman hefst kl. 2.45 með því að lúðrasveitir leika. Þá verður leikfimissýning, piltar úr Laugarnesskólanum sýna, stjórn- andi er Skúli Magnússon. Síð- an ganga skólarnir inn á leik- vanginn. Fara lúðrasveitir skól- ans fyrstar, síöan fánaborg skáta, þá Miðbæjarskólinn, sem er elzti barnaskólinn og síðan barna og gagnfræðaslcólarnir í aldursröð. Verður sú fylking ailt að 2 km á lengd þó gengið sé í fjórum röðum, því þátttakendur verða líklega 7—8 þúsund. Þó eru 7, 8 og 9 ára börn ekki með í göngunni. Ekki eru tök á að flytja þau öll inn í Laugardal, en of mikil áhætta að stefna þeim þangað án fylgdar. Það er hins vegar ósk fræðsluyfirvald- .anna, að sem flestir foreldrar 7, 8 og 9 ára barna komi með börn sín, svo að þau geti einnig verið viðstödd skólaslitin. Það skal tekið fram, að 10 og 11 ára börn úr þeim skólum, sem fjarri eru Laugardalsvellinum, verða sótt að viðkomandi skólum og þeim skilað þangað aftur. Eldri nemendur verða að sjá um sig sjálfir inn eftir og verða að vera kemnir jiangað í síðasta lagi kl. 2.30. öll athöfnin verður kvikmynd- uö. • •'X ir ¥io

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.