Þjóðviljinn - 25.05.1962, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.05.1962, Blaðsíða 13
ípróttaskólinn í Reykjadal efnir til kennslu að Eiðum Námzkelö I Reykjadal slÖar I sumar msm keppir enn London 24/5 — Terry Down- es, enski meistarinn í millivigt, á að keppa við Sugar Rav Robinson 16. júní n.k. Sugar Ray er nú 42 ára gamall. I fyrra sumar var frá því skýrt hér, að þeir félagar Vil- hjálmur Einarsson og Höskuld- ur Gcði Karlsson hefðu fest kaup á eigninni Reykjadal í Mosfellssveit, með iþað fyrir augum, að efna til sumarbúða fyrir drengi, svo og námskeiða af ýmsu tagi fyrir fþrótta- hreyfinguna, eftir því sem til- efni gæfist. Hófst fyrsta nám- skeiðið síðla sumars í fyrra, og loíaði það góðu. Þeir félagar buðu til sín í- þróttafréttariturum sþ mánu- dag og skýrðu frá því hvað framundan væri hjá þeimvarð- andi íþróttaskóla þeirra í Reykjadal og fyrirhuguð nám- skeið, og var það á þessa leið í aðalatriðum: fþróttaskólinn í Reykjadal hefur gert samning við Ung- menna- og íþróttasamband Austurlands að l'ara með skól- ann austur að Eiðum og efna þar til fyrsta námskeiðsins á sumrinu. Er þar í framkvæmd það, sem hugsað var í upphafi, að þegar svo bæri undir, gæti verið gott að flytja námskeið- in heim í sjálf héruðini og skóli okkar stæði samt á bak við þau. Námskeiðið stendur 4.—10. júní fyrir drengi 10—16 ára. Er ætlunin að námskeiðið standi frá 4.—10. júní og ætlað drengjum á aldrinum 10—16 ára. Verður það Vilhjálmur sem stendur fyrir námskeiðinu, en farandkennari þeirra Aust- íirðinganna, hinn áhugasami Gunnar Guttormsson, verður þar til starfa og aðstoðar. Dvalarkostnaður ér ákveðinn 500 krónur fyrir dreng og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka á móti 4Ó—50 drengjum á námskeiðið og geta þeir sem ætla sér að taka þátt í nám- skeiðinu ti'lkynnt þátttöku í síma'no. 8 á Egilsstöðum. Þá höfum við boðið UlA að Rvík vann 2:0 í gærkvöld Milli 3—4 þúsund áhorfendur fylgdust með fyrsta leik sum- arsins á Laugardalsvelli milli úrvals Reykjavíkur og landsins. TJrval Reykjavíkur vann 2:0 Fyrra markið gerði' Jón Sig- urðsson KR og hið síðara Guð- mundur Óskarsson Pram úr vítaspyrnu. Sæmilega var leikið á köflum og markatalan segir ekki rétt til um gang leiksins því utanbæjarmenn áttu nokk- ur góð tækifæri. senda sex menn úr hópi þeirra eldri til þess að fá kennslu og tilsögn í því að leiðbeina um ýmislegt varðandi íþróttir. Þá hefur Iþróttafélag Reykja- víkur lofað að senda hinn snjalla íþróttakennara frá Ung- verjalandi — Gabor — sem hér hefur verið undanfarin ár, og er þá til þess ætlast að fi’jáls- íþróttamenn sem UlA tilnefnir komi og iæri hjá honum síðari 'hluta námskeiðsins. Vonumst við til að íþróttamenn þar eystra noti sér þetta einstæða tækifæri. Á Eiðum eru mjög góðar að- stæður fyrir svona námskeið: Bezti vö'llur á Austurlandi, og svo vill til að á þeim velli.tók Vilhjálmur þátt í sinni fyrstu keppni. Húsakcstur er þar og mjög góður og höfum við notið góðrar fyrirgreiðslu skólastjór- ans Þórarins Þórarinssonar. Fyrif hönd UlA hafði Krist- ján Ingólfsson alla fyrirgreiðslu bg samninga, en hann kom og sá sumarbúðir okkar í Reykja- vík í fyrra. Bjartsýnir með framtíðina Við erum bjartsýnir með framtíðina, hé'ldu þeir áfram. Við höfum notið skilnings bæði Reykjavíkurbæjar og ríkisins og fengið styrk til byrjunar- framkvæmda í Reykjadal. Það Knattspymumenn sem keppa á HM i Cfíile Seclcr Miðvikudaginn 30. maí hefst í Ghile heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Þegar eru uppi spádómar um hverjir muni sigra og er Brazilía og Sovétríkin oftast nefnd sem líklegustu liðin í úrslitunum. Margar stórar stjörnur munu birtast á leikvöllunum og munum við hér minnast lítillega á þrjá leikmenn, sem koma munu við sögu. Ron Springett verður í marki fyrir Englend- inga og binda þeir miklar vonir við hann. Springett gerðist atvinumaður 17 ára gamall og lék fyrst með Queens Park Rangers, en síð- an fór hann til Sheffield Wednesday. Springett er ekki nema 1,79 á hæð. Það er skoðun hans að bezt sé fyrir markvörð að fylgjast með eins mörgum leikjum og hon- um sé unnt og þannig geti hann kynnt sér ta'ktík and- stæðinganna. Hann segir að D; Stefano sé einn bezti leik- maður sem hann hafi séð, og segir um hann: Hann er kannski kominn í vörn að hjálpa til þar, en augnabliki síðar er hann kominn í skot- stöðu við mark andstæðings- ins. Lev Yashin mmm Pardursdýrið hefur verið nefndur svarta pardusdýrið. Hann leikur með landsliði Sovétríkjanna, 33 ár.a, stór vexti, fimur og hug- rakkur. Hann segir að í stór- leikjum komist hann í baráttuskap. Hann segir enn- fremur, að eigi hann eitt - hvert leyndarmál, þá sé það helzt, að hann kynni sér leiksaðferð andstæðinganna Springett mjög nákvæmlega, ef hann eigi þess kost. Hann hefur þá venju að taka knött í hendur sér áður en leikur hefst, en neitar því að það sé vegna hjátrúar. Aftur á móti er húfan honum kær. hann hefur notað sömu húf- una i sjö ár og eina áttiihann áður, sem hann notaði í 10 ár. Uwe Seeler höfum við séð leika iistir sín- ar á Laugardalsvellinum, en hann leikur með V-Þjóðverj- um og verður helzt treyst á hann að skora mörkin fyrir þýzka liðið. Undanfarna 17 mánuði hefur V-Þýzkaland leikið 8 landsleiki, unnið 7 <og tapað einum fyrir Chile, 3:1. Svo Þýzkaland á ekki síð- uf sigurvonir, en Brazilía og Sovétríkin. er því í ráði að Höskuldur ann- ist um innréttingu á húsnæði í Reykjadal meðan námskeiðið stendur yíir fyrir austan, þann- ig að við getum síðar í sumar auglýst námskeiðin þar þegar. búið er að ganga frá húsnæð- J inu. Munum við þá gera nánari. grein fyrir því sem við höfum | frekar í huga, en víst er, að I möguleikarnir eru miklir, ef, okkur og hinum ýmsu aðilum tekst að nota þá. Hér skal enn einu' sinni tekið undir það, að starfsemi sú sem þeir félagar Vilhjálmur og Höskuldur hafa lagt grundvöll að er merkileg og fyrir hana er mikil þörf meðal æsku- manna. Og þó íþróttahreyfingin sé ekki formlega við hana tengd ættu forráðamenn félaga bondalaga cg sérráða, og þá ekki sízt forráðamanna sérsam- banda að hvetja til dvalar á þessum stað, þannig að þar verði aldrei tómt hús. Kemur þar til: ungir drengir, hópar íþróttamanna. forustumanna, dómara, leiðbeinenda, til lær- dóms, hvíldar og sameiningar fyrir sameiginleg átök. Þó það taki tíma að skapa slíka miðstöð, verður að vinna að því með árvekni. seiglu og ákafa. Slík miðstöð þarf að rísa upp hér ekki síður en ann- arstaðar ,í löndum. og víða er litið á þær sem fjöregg íþrótta útilífs. Frímann. Á laugardag færist líf í knattspyrnuna fyrir aivöru, því þanm dag hefst fslandsmótiö í 1. og 2. deild og einnig verða háðir marg- ir leikir í ýmsum flokkum Reykjavíkurmótsins. fA og Valur keppa á Akranesi kl. 17.30. Á Laugardalsveili keppa Fram og fBA kl. 16.00 og á ísafirði keppa ÍBf og KJS lsl. 17.00. •ff- í 2. deild keppa fBK og fBH í Keflavík kl. 16.00 og Reynir Víkingur i Sandgerði kl. 16.00. •Jf Þá fara fram að auki 11 leikir í ýmsum fiokkum Reykja- vikurmótsins. Listofl og Patterson Chicago 24/5 — Patterson sagði í blaðaviðtali f gær að allar líkur bentu til að keppn- in milli hans og Listons myndi far fram í Chicago um miðjan september. Hnefaleikasérfræð- ingar álíta að að þessi keppni verða sú m'esta í sösu hnefa- leikanna íþrótta- og fjármála- lega séð. Forráðamenn keppn- innar reikna með yfir 6 miilj- ón dollara inntekt vegna keppn- innar. Kvefast menn í Chile? Santiago 24/5 — Þeir sem annast undirbúning HM-keppn- innar í Chile eru nú kvíðnir því, að þátttakendur mun fyll- ast kvefi. Veðráttunni er þannig háttað í Chile, að heitt er á daginn, en kalt á nóttunni og í slíku veðr: er hætt við al- mennri ofkælingu. Þekktir efnafræðingar í Chile eru nú að brugga gott lyf handa knatt- spyrnumönnum til varnar of- kælingunni. Föstudagur 25. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — ( J3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.