Þjóðviljinn - 27.05.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.05.1962, Síða 1
Sunnudagur 27. maí 1962 — 27. árgangur — 117. tölublað • í dag er kosið um lífskjörin, það viðfangsefni sem yfir gnæfir öll önnur á alþýðuheimilunum. Hver launþegi á við það vandamál að etja hvernig hann geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni á óhæfilega lágu kaupi og hvernig hann geti tryggt sér aukinn kaupmátt launanna. — Járniðnaðar- menn og togarasjómenn hafa háð kjarabaráttu vikurn og mánuðum saman. Önnur félög búa sig undir að rétta hlut 'félagsmanna sinna. Nú síðustu dagana hafa stjórnarflokk- arnir fallizí á kjarabætur hjá nokkrum félögum — fyrir kosningar. En málgögn þeirra hafa opinskátt hótað því að öllum kjarabótum skuli rænt aftur með bráðabirgðalögum, • í dag geta launþegar með atkvæði sínu ákveðið hver þróun verði í kjaramálunum á næstunni. Því aðeins dirfast stjórnarflokkarnir að framkvæma hótanir sínar að þeir telji siq hafa fengið traustsyfirlýsingu frá kjósendum. En hverf atkvæði sem Alþýðubandalaginu er greitt er stuðningur við alþýðusamtökm, krafa um kjarahætur, verklýðsbarátta. • í þessum átökum um lífskjörin birtast andstæðurnar í Reykjavík. í öllum borgarstjórnarmálefnum, stórum sem smáum, er tekizt á um það hvort alþýðan eigi að stjórna höíuðborg sinni eða gróðamenn eigi að hafa hana að fébúfu. Borgarstjórnarkosning- arnar eru kjarabarátta. ® í allri kjarabaráttu er eining launþega þao afl sem ræður úrslitum. Allur árangur alþýðu- samtakanna hefur unnizt með sameiginlegri baráttu, þar sem menn hafa látið smærri ágrein- ingsmál víkja fvrir meainatriðunum, og reynsl- an sýnir að þeir sem hlaupast undan merkjum skerða iafnan kiör og réttindi sín og félaga sinna í þeirri stjórnmálabaráttu sem nú er háð um lífskiörin er Alþýðubandalagið eini flokkur launþega, það vald sem ræður úrslitum. ® Um öll þessi stórmál taka launþegar ákvörðun í dag Það er kosið um afkömu og framtíð íslonzkrar alþýðu — oí kjörscðiIJinn ákveður kjörin. KOMt AÐ nj BÓT | MEÐl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.