Þjóðviljinn - 27.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.05.1962, Blaðsíða 3
Vaxandi þjóðfélagslegt vandamál og mannú ðarmál: Viðfcal við AifreS Gísfason lœkni H Alfreð Gíslason læknir. Fáir inunu hafa meiri reynslu <í því að hlynna að þeim, sem minnst mega sín í iþjóðfélaginu, eink- um þeim, sem orðið hafa ill- urn örlögum að toráð, fórnar- lömbum áfengisins. Hann var frumkvöðull að stofnun félags til toaráttu gegn skæðasta sjúk- dómi nútímans, krabbameininu. Nú síðast hefur hann. einbeitt sér að þvi að leggja á ráðin um það, hvernig þjóðfélagið geti búið gamla fólkinu sem fegurst og bezt ævikvöld, þeg- ar kraftarriir þrjóta. Aliþýðu- bandalagið vandar val þeirra, sem það býður fram til starfa í borgarstjórn. Þess' vegna er það engin tilviljun, a'ð Alfreð Gíslason er annar maður á hsta þess, í borgarstjórnarkosn- ingunum í dag. Hefur þú alltaf verið Reyk- víkingur Alfreð? Já, ég er fæddur hér 12. des. 1905 og ólst hér upp hjá kjör- foreldrum mínum, Gísla Gísla- syni sjómanni og konu hans Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Og þau hafa látið þig ganga' menntaveginn? Já, stúdentsprófi lauk ég héð- an úr Menntskólanum 1926 og síðan embættisprófi í læknis- fræði 1932. Síðan dvaldist ég f fjögur ár í Danmörku við sér- nám í geð- og taugasjúkdómum, og í þeirri grein hef ég síðan starfað, auk almennra heimilis- læknisstarfa. Við sitjum á kyrrlátu heim- ili Alfreðs í Barmahlíðinni. Tvö elztu börnin eru ekki heima, Jón, sem er í læknadeild Há- skólans, og Ragnhildur, sem er d Verzlunarskólanum. Guðrún, sem er nýlega fermd er heima ásamt móður sinni, Sigríði Þorsteinsdóttur, en hún er bor- inn og barnfæddur Reykvíking- ur eins og maður hennar. Ég spyr Alfreð, hvert sé helzta áhugamál hans. Ég hef alltaf haft áhuga fyr- ir geðverndarmálum. Um tíma vann ég talsvert að samstarfi presta og lækna um þau mál, og einn af stofnendum Geð- verndarfélags íslands var ég fyrir um það bil áratug. Þú varst frumkvöðull að stofnun Krabbameinsfélagsins, var ekki svo? Jú, ég hreyfði því máli fyrst í Læknafélagi Reykjavíkur, og um alllangt skeið var ég for- maður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Það félag hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Hvað hefur annars verið helzta viðfangsefni þitt í lækn- isstarfinu? Mest hef ég fengizt við lækn- ingu drykkjumanna, var eftir- litslæknir við drykkjumanna- hælið í Kumbaravogi á Stokks eyri meðan það starfaði þar, en síðan 1953 hef ég starfað í Áfengisvarnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. nýlega skilað áliti. Þetta er sívaxandi þjóðfélagslegt vanda- mál og mannúðarmál. Sá hundraðshluti þjóðarinnar, sem er eldri en 65 ára, verur sífellt stærri og stærri. Það er neyðarbrauð að senda gamalt fólk á stofnanir, það hlýtur hver að skilja, sem lít- ur í eiginn barm. Ráðin til þess að hindra það eru þau helzt að útbúa íbúðir sérstaklega við hæfi gamalmenna, svo að þau geti sem lengst haldið eigið heimili; stofnsetja vinnumiðlun til þess að útvega- gamalrhenn- u.m störf. y-ið..áha5f|, hvers' og eins; en ' e1níu%\.íp£.«Jkki sízt iþarf .hið opinbera *að hiynna að þessu fólki méö heimilishjálD og . hjúkrun. Min-na "má ekki yera -fyrir þá, sem lengst hafa þjónað. þjóðfélaginu. En þetta er ekki nóg, heldur er einnig brýn nauðsyn að koma á fót sérstakri heilsuvernd gamal- menna, t.d. með sérstakri deild við Heilsuverndarstöðina. Rétt mataræði er til dæmis oft mjög þýðingarmikið til þess að tefja ýmsa hrörnunarsjúkdóma. Þessar. tillögur. eru engin van- hugsuð kosningaslagorð. Þessi breyttu viðl'.orf gagnvart gam- almennum eru þegar farin að hafa óhrif á- framkvæmdir í nágrannalöndum okkar, þar sem heilbrigðisþjónusta er bezt. Og við þurfum að fylgjast með- því, semhezt gerist annars stað- ar, segir Alfreð Gíslason að .lokúm, . Við kveðjum Alfreð Gíslason, hinn trausta og nýta málsvara smælingjanna í þjóðfélaginu, og þökkum honum fyrir viðtalið. ining krefs' karlekaups Verkakvennafé'.agið. Ein- ing á Akureyri hefur nú lagt fram kröfur sínar um breytingar á kvennakaup- Inu, 02 eru helztu kröf- urnar þessar; Karlakaup verði greitt fyrir hreingerningar —- fyr- ir alla vinnu i hraðfrysti- "húsum, nema við snyrtingu og pökkun — fyrir alla vinnu við skreið og salt fisk — fyrir ¦ alla -vinnu í sláturhúsum — fyrir hvers- konar síldarvinnu, nema unnin sé. í .ákvæðisvinnu — fyrir ajla vinnu við niður- suðu fiskafurða, nem'a nið- i urlagningu á sardínum og ¦ l' smjörsíld. Einnig verði ' greitt karimannskaup við upptöku á kartöf!um. Að öðru leyti er almenna kvennakaupið- -á Akureyri nú 21,75 á klukkustund í dagvinnu. Karlakaupið á Akureyri er ná kr. 24.80 í almennri vinnu, en kr. ¦ 25 í skipa- vinnu. i Alfreð Gíslason Ráðunautur ' Elliheimilisins Grundar hef ég. verið síðan 1947. Eins og kunnugt er hefur Alfreð Gíslason verið bæjarful!- trúi í Reykjavík síðan 1954, og jþingmaður Reykjavíkur hefur hann verið síðan 1956. A þingi og í borgarstjórn hefur hann mest sinnt heilbrigðis- og fé- lagsmálum. Hann hefur upp á síðkastið beitt sér einna mest fyrir aðhlynningu gamalmenna. öll vonumst við til þess að f;i að kemba hærurnar, njóia langra lífsdaga. Og þótt aðrir séu nú á því skeiði, þá er að- stoðin við gamla fólkið mól, sem öllum kemur við fyrr eða seinna. Við biðjum hann að lok- um að segja nokkur orð um það mál. Já, ég átti sæti í millþinga- nefnd, sem fjallaði um vanda- mál gamalmenna, og hefur hún *ím DIBRE Einar Ágústsson, frambjóð- andi Framsóknar, var með bollaleggingar um það í út- varpsumræðunum að Fram- sókn væri eini flokkurinn sem hefði aðstöðu til að láta að sér kveða og hamla gegn ofurvaldi íhaldsins. — Og svo hóf hann að ræða um sam- spil íhaldsins og Alþýðu- bandalagsins við kosningu í Sogsvirkjunarstjórn! En hvert var samspilið? Framsókn var sjálf að reyna að hjálpa íhafdinu til að hrifsa alla fulltrúa Reykja- víkur í stjórn Sogsvirkjunar- innar með því að stilla séi'- lista sem var algerlega von- laus. Frftnsókn var að svíkja gerða samninga við Alþýðu- bandalagið um samkosningu í nefndir á kjörtímabilinu, aðeins til að aðstoða íhaldið og votta því hollustu sína. Þegar hjálp Framsóknar bregst íhaldinu af því að Einar Olgeirsson fær eigi að síður 4 atkvæði við leynilega kosningu, æpir Framsókn um samspil og leyniþræði milli íhaldsins og Alþýðubandalags- ins, og það jafnt þótt for- ingjar íhaldsins í borgar- stjórn yrðu ruglaðir og lam- aðir við úrslitin og gripu að lokum til lagabrota og ofbeld- is til að reyna að eyðilegggja lögmæta leynilega kosningu. Það er ekki að furða, eða hitt þó heldur, þótt Einar Ágústsson þykist geta talað af yfirlæti um að- efla þurfi Framsókn gegn íhaldinu. V0! URSKOTTII Sannleikurinn er sá, að Fram- sókn er yfirleitt haltrandi ogf ráðvillt í öllum meiriháttar þjóðmálum og borgarmálefn- um. Og þegar íhaldið hefur hátt eða reiðir vöndinn, legg- ur maddama Framsókn niður skottið og biðst auðmjúklega griða. • Atvinna - • HýsnœSi- • Hagsœld - • Menning - •-XG ¦l^fll -Q©€|S til ííiiíSWiiííííSÍÍ iSSiSSiiíiíSiiliÍiSi Wm SiSSsiiifiiiS^ mýflugumynd Einhver skringilegasti at- burður sem gerzt hefur í ís- lenzkum stiórnmálum er það tiltæki Mýneshreyfingarinnar að afhenda ræðutíma sinn t útvarpsumræðunum Einari Braga sem alls ekki er í framboði o.g hefur af skiljan- legum ástæðum alltaf þver- neitað að ganga í Þjóðvarn- arflokk;nn. Þeim mun kyn- legra var þetta sem Einar Bragi hafði þann einn boð- skap að flytja að sú væri brýnust nauðsyn í íslenzkum þjóðmálum að leggja Þjóð- varnarflokkinn niður — og það þegar í þessari viku. Ekki er að efa að kjósendur vilji verða ræðumanni hjálplegir við að framkvæma þá " hug- sjón; hitt eiga menn erfitt með að skilja hverjum til- gangi það ætti að þjóna sað flokkurinn gengi síðan aftur í nýjum fötum og undir nýju naf ni. Islenzkir vinstrimenn hafa nú af því sex ára reynslu að eina hlutverk Þjóðvarnarflokksins hefur verið að eyðileggja þúsundir atkvæða í hverjum kosning- um. BæjarfuIItrúi Þjóðvarn- arflokksins á síðasta kjör- tímabílí var ' Gróa Péturs- dóttir; alþingismenn hans eru Pétur Sigurðsson og Birgir Kjaran. Tillagan um það að menn eigi að kjósa Þjóðvamarflokk- inn vegna þess að hann muni birtast í nýjum fötum í þess- ari viku minnir á ævintýrið um nýju fötin keisarans. Það skal að vísu ekki full- yrt að Gils og félagar hans birtist þjóðinni berstrípaðir — en klæðnaður þeirra verður allavegana í mýflugumynd. Hættu- leg braut Sigurður Ólafsson flug- maður tilkynnir í Vísi í gær að hann muni kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, vegna þess að allir fslenzkir sósíalistar séu samherjar erlendra njósnara. Getsakimar halda þannig á- fram af mikilli atorkusemi, og eigi að greiða fulla upp- hæð fyrir hverja þeirra, geta reikningarnir til utanríkis- ráðuneytisins komizt upp í býsna háar upphæðir. Annars er það alvarlegasti þáttur þessa ískyggilega máls, að svo virðist sem hér eigi að taka upp þann hátt að menn geti borið hver annan hinum alvarlegustu sökum með tilvísunum í óskilgreind einkaviðtöl. Verði haldið á- fram á þeirri braut er eng- inn Islendingur óhultur framar, hvorki þú né nokkur annar. Allir geta þá átt von á því að einhver náungi brígsli þeim um að hafa mælzt til njósna í einkavið- ræðum og sýni til sanninda- merkja blýanta eða sigarettu- kveikjara eða annað það so~i menn bera á sér að staðair1'-;, Eigi slíkur framburður e'1- irleiðis að nægja til þe<;; -^ sakfella menn og br^^ij- merkja er fsland efckí ;féttar- ríki framar. — Ausfri. ALÞYBUBANDALAGSFOLK! GERIÐ SSCIL I KOSNINGASJOí U'j . fyi Sunnudagur 27. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.