Þjóðviljinn - 28.06.1962, Blaðsíða 10
Kortsnoj ,brennir af'
Vegna þrengsla í blaðinu
hefur skákþátturinn beðið birt-
ingar, og eru lesendur hans og
höfundur beðnir að virða það
til betri vegar.
Þinginu á Curacao er senn
lokið. Þegar þetta er ritað, er
ekkj öruggt hver sigrar, nema
fþað verður annarhvor eða báð-
ir Keres og Petrosjan. Vaeri
hvor sem er vel að sigrinum
kominn, að manni finnst.
Þeir sem hafa fengið lakari
útkomu en vonir stóðu til á
þinginu eru iþeir Fischer,
Kortsnoj, Tal og Filip. Petro-
sjan, Keres og Geller hafa hald
ið vel í horfinu með orðstír
sinn, en aðeins einn keppanda
hefur aukið hróður sinn að
miklum mun, og er það Benkö.
Þessi rólyndi meistari hef ur
látið allar hrakspár sem vind
um eyrun þjóta og „markað á"
alla hina meistarana nema
Keres. Hann hefur tapað öll-
um þremur skákunum sem
hann hefur teflt við hann
þarna. Á siðasta kandídatamóti
tapaði Benkö öllum skákun-
um, f jórum, fyrir Keres, og hef-
ur því þegar þetta er skrifað
tapað 7 skákum í röð fyrir
•honum. Kannski er það með
Keres eins og Helga Sæmunds-
son, að hann vilji fyrir öllum
fremur tapa en Benkö.
Að mörgu leyti væru það
skemmtileg úrslit, ef Keres og
Petrosjan yrðu jafnir að vinn-
ingum. Yrðu þeir þá að heyja
einvígi um áskorunarrétt-
inn, líklega tólf skákir;
yrði það vafalaust hrikaleg
viðureign, því þótt báðir séu
rólegir á yfirborðinu, þá munu
iþeir manna ólíklegastir til að
láta hlut sinn fyrr en í fulla
hnefana. Og ekki þýddi þá að
gera allar skákirnar jafntefli,
(því þótt Botvinnik sé fastur
íyrir, þá .yrði honum sjálfsagt
ofviða að fá þá báða gegn sér
samtímis!
Eftirfarandi skák er tefld í
12. umferð í Curacao:
Hvítt: Kortsnoj
Svart: Fischer
Kóngs-indversk vörn.
1. d4 Rf6, 2. c4 g6, 3. g3 Bg7,
4. Bg2 0—0, 5. Rc3 d6 6. Rf3
Rc6, 7. 0—0 e5, 8. d5 Re7, 9.
c5!
Þessi leikur er sennilega
„heimabakaður". A.m.k. minn-
ist ég þess ekki að hafa séð
hann fyrr. Eftir 9. — dxc5 10.
Rxe5, Rfxdð 11. Rxf7 er greini-
Jegt að hvítur hefur betur.
9. — Rf—d7.
10. cxd6 cxd6, 11. a i Rc5 12.
Rf—d2.
12000 vinningar á ári!
Hæsti vinningur í hverjum flokld
1/2 milljón krónur
Dregið 5 hvers mánaðar
n!7i1^»TtT7TTn
litstjóii
Sveinn
Kiistinsson
Ekki strax b4 vegna e4.
Kortsnoj stefnir kóngsriddara
sínum yfir á drottningararm,
en þar bíður hans mikið at-
hafnasvið, þökk sé því, að reit-
urinn c4 er laus til ábúðar.
12. — b6.
12. — a5 til að hindra b4
'hefði að vísu sínar skuggahlið-
ar, og þá dekksta, að það gefur
hvítum' reitinn b5, en sem
slæm nauðsyn kom sá leikur þó
•til athugunar.
13. b4 Rb7, 14. Db3 Bd7, 15.
Ba3 afí, 16. Rc4.
Hvitur þrengir æ meir að
andstæðingi sfnum á drottning-
ararmi.
16. — b5.
17. Rc4—d2 Dd8—b6 18. Ba3—
b2 f5,
Eina von Fischers um mót-
spil er á kóngsarmi.
19. Ha3 Bh6, 20. e3 Ha—c8
21. axb5 axb5, 22. Da2.
Ekki vænkast hagur Fischers,
þar sem Kortsnoj hefur lagt
undir sig a-línuna. Frekari til-
raun til mótspils á kóngsarmi
mundi vera verri en gagnslaus,
og því er ekki annað að gera
en bíða átekta og treysta á guð
og lukkuna.
22. — Bg7. , í
23. Hf—al e4, 24. Bfl Rb—d8,
25. Ha6 Db8, 26. Ha7.
Nú fær Fischer ekki hindrað
peðstap lengur.
26. — Hc7.
27. Hxc7 Dxc7, 28. Rxb5 Bxb5,
29. Bxb5.
Nú ætti frípeð hvíts á b-lín-
unni og betri staða hans að
færa honum öruggan vinning.
En dag skal að kveldi lofa.
29. — Rf7. i
30. Bxg7 Kxg7, 31. Bc6 (?).
Hér var vafalaust betra að
leika biskupnum einfaldlega
til c4. Þótt síðasti leikur hvíts
sé ekki tapleikur út af fyrir
sig, þá gerir hann vinninginn
í öllu falli torveldari.
31. — Rxc6.
Svart: Fischer.
§4|fi
wmm :¦•!¦
ml -wm.
¥M i 1......
m m
m m m m
¦qk?'í
I S,
m
Hvítt: Kortsnoj.
32. Hcl ??
Guð og lukkan höfðu það af!
Þessi leikur leiðir til mann-
taps, og þar með er taflið auð-
vitað tapað fyrir hvítan. Eftir
32. Dc2 hefði hvítur hinsvegar
góða möguleika.
32. — Da7!
Einn af þessum frægu milli-
leikjum, sem oft eru svo ör-
lagaríkir. Kortsnoj, sem var í
miklu tímahraki, hefur alveg
sézt yfir þennan banvæna
leik. Olánið er, að 33. Db2t
væri högg í vatnið vegna 33 —
Rc—e5.
33. Dxa7.
Það gildir einu hverju hvítur
leikur héðan af, og hefði hann
þegar getað gefizt upp. En ef til
vill hefur hann ekki haft tíma
til þess!
33. — Rxa7. ! ; ;
34. Hc7 Ra—b5, 35 Hb7 Rc3,
36. Rc4 Kf6, 37. b5 Rf—e5 38.
Rxd6 Hd8, 39. Hb6 Kg5, 40 Ha6
Rxd5, 41. b6.
Skemmtileg tilraun. 41. —
Hxd6? 42. b7 Hd8, 43. Ha8.
41. — Rb4.
42. Ha4 Hxd6, 43. Hxb4 Hdlf,
44. Kg2 Rf3.
Og loks gafst Kortsnoj upp.
enda er mátið óverjandi. T.d.
45. b7 Kg4, 46. h3t Kg5, 47.
h4t Kg4 og síðan mát.
Sjaldan hefi ég séð Kortsnoj
brenna svona hryllilega af.
Sigur Brasilíu
Framhald af 9. síðu.
ingar í hinu fræga liði Bras-
ilíu hafa látið hafa eftir sér,
að þeir muni ekki taka þátt
í fleiri H M. keppnum, enda eru
þeir farnir að eldast: Nilton
Santos 37 ára, Djalma Santos
31, Didi 33, Gylmar 31 og Zag-
allo 30.
Þeir sem hafa séð þessa
menn í ¦leik munu aldrei
gleyma þeim. Og við þennan
hóp má bæta: Pélé Garrincha
og enda Vava. Undirritaður sá
þessa menn fyrir 4 árum og
leikur þeirra var sá hápunktur
sem maður getur hugsað sér
í knattspyrnu. Þar kemur þó
í fyrstu röð innherjinn Didi
sem gat allt sem hann vildi
í meðferð knattar — listamað-
urinn — maðurinn sem skildi
fullkomlega flokksleikinn, mað-
urinn sem átti naumast ranga
sendingu í leik. Liðið forðaðist
hörku en virtist skemmta sér
og leika sér í krafti listar og
leikni.
Sagt eftir leikinn:
Ef til vill hafa einhverjir
gaman af að heyra, hvað þeir
sögðu eftir leikinn við Tékkana
um daginn:
Þjálfarinn Aymore Moreira
sagði: Sigurinn má fyrst og
fremst þakka samleiknum og
anda liðsins og þeirri ró sem
hvildi yfir liðinu er við lékum
við Tékkana.
Tékkarnir voru betri en bú-
izt vor við, og stundum sýndu
iþeir mjög góðan leik.
Amarildo, sem skoraði mark-
ið sem jafnaði fyrir Brasilíu,
sagði: „Þetta var stórkostlegt.
Ég grét. Tékkarnir voru
skemmtilegir mótstöðumenn.
Pélé, hinn frægi innherji,
sem varð að horfa á f élaga
sína verja títilinn, sagði: Við
lékum frábærlega. Tékkarnir
léku eins og meistarar gegn
svo sterkum mótherjum. Ég er
ekkert leiður yfir því að hafa
ekki verið með vegna þess hve
Amarildo var framúrskarandi
góður.
Garricha sagði: Leikurinn var
mjög góður, og það sama má
segjá um Tékkana, en ég held
að við höfum ieikið betur en
þeir.
Frimann.
Píslárvottar
Framhald af 4. síðu.
„Já, þeir drepa menn", sagði
sá 13 ára.
„Hvar drepa þeir menn?"
Stundarþögn. Þá sagði fyrir-
liðinn: Þeir eru alls staðar að
drepa. í Berlín og í Kúbu".
„Og svo eru þeir að búa til
múr og gaddavír", sagði annar.
„Cg skrifa leynibréf", sagði
sá þriðji.
,.Já, nú skil ég, hvers vegna
þið eruð á móti kommunum"
sagið ég hrifinn.
„Vlð skyldum hafa drepið
alla kommana, ef löggan hefði
ekki verið svona vitlaus", sagði
fyrirliðinn.
„En haldið þið, að þetta hafi
allt verið kommar, sem þið
köstuðuð í?"
„Já, auðvitað maður. Þeir eru
á móti hernum".
„Eru.ð þið allir með hernum?"
„Já,!" hrópuðu þeir allir í einu.
Og álkulegur strákur bætti við:
„Á spjöldunum stóð: Eflið
herinn. Og kommarnir urðu al-
veg vitlausir þegar þeir sáu
það".
„Hvers vegna viljið þið efla
herinn?"
Stundarþögn. Þá sagði sá
rauðhærði:
„Því annars kæmu . auðvitað
Rússarnir maður".
Nú var hópurinn farinn að
ókyrrast. Ég ákvað að brjóta
upp á „skemmtilegu umræðu-
efni.
„Hlustið þið oft á Keflavík-
urútvarpið?"
„Kommarnir vilja banna
það". sagði fyrirliðinn.
„Hlustið þið oft á Kefla-
víkurútvarpið?, endurtók ég.
„Já, það er ekkert varið í
það íslenzka", svaraði strákur
með sígarettustubb í munnin-
um, á að gizka 14 ára.
„Kommarnir vilja banna
það", sagði sá rauðhærði.
,,Og þeir vilja heldur ekki fá
sjónvarp", sagði fyrirliðinn.
„Það er sjónvarp heima hjá
mér", sagði sá 13 ára.
„Kommarnir eru á móti öllu
skemmtilegu", sagði sá frekn-
ótti. i
Andartak ríkti þögn sam-^
þykkisins yfir þessum óstýriláta
hóp. Sérstæð þögn.
„Segið þið mér, strákar", sagði
ég". Er nokkur ykkar í Heim-
dalli?"
„Ég er í Heimdalli", sagði
fyrirliðinn.
„En þið?"
„Ekki enn þá". Kenna mátti
hryggð í rödd þeirra.
En nú voru þeir farnir að
ókyrrast verulega. Ég spurði,
hvort við ættum ekki samleið.
Ég væri á leið niður í Tjarn-
argötu.
„Nei, við þurfum að gera
dálítið áður", sagði sá rauð-
hærði.
„Þú mátt vera með", sagði
fyrirliðinn.
Við þessi ummæli rak hóp-
urinn upp slíkan hrossahlátur
að mér fór ekki að verða um
sel. Ég flýtti mér þess vegna
að kveðja og bakkaði kærlega
fyrir samtalið. Síðan gekk ég
hratt niður Kirkjugarðsstíginn
pg staðnæmdist við hornið á
Suðurgötunni. Grunur minn
reyndist réttur. Kínverji kom
fljúgandi frá strákahópnum
yfir í húsagarð, þar sem hann
sprakk með imiklum hávaða.
Friðsamur garðyrkjumaður birt-
ist við garðvegginn og spurði
nokkuð höstum rómi hver væri
meiningin.
Mér til mikillar furðu hlupu
strákarnir ekki burtu. Þeir
hrópuðu aðeins ókvæðisorð á
móti og gengu síðan hægum
skrefum vestur eftir. Þeir voru
sem sagt Ihafnir yfir lög og
rétt. Bara ef lögreglan hefði
ekki verið svona vitlaus að
berja þá í staðinn fyrir komm-
ana!
Rousseau
Ríki og flokkur
Framhald af 4. síðu.
uppeldi Sjálfstæðisflokksins á
börnum sínum? Eða hefur
skoðun hans ávalt verið sú, að
sterkt ríkisvald eigi að vera
•ríkisvald Flokks.'ns? Þá verð-
ur uppeldið og ríkisvaldið ekki
andstæður heidur greinar á
sama meiði. Slíkt ér velþekkt
fyrirbæri. Það heitir FASISMI.
G.
Framhald af 7. síðu
Þrátt fyrir þetta hafði Rcuss-
eau gífurleg áhrif. Ritsnilld
hans er af kunnugum sögð ó-
viðjafnanleg og hefur það ef-
laust ráðið nokkru. Hitt er þó
meir um vert, að kröfur hans
um lýðræði og frelsi voru sem
talaðar út úr hjarta þeirrar
borgarastéttar, sem innan
skamms átti eftir að kollvarpa
lénsskipulaginu franska. Ekki
var þó Rousseau lengi spámað-
ur í eigin föðurlandi. Hann var
að eðlisfari trúhneigður mað-
ur, en hafði megnustu andúð
jafnt á kristinni kirkju og efn-
ishyggju alfræðinganna. I , Era-
ile" gerir hann harða hríð að
báðum og hlaut að vonum litlar
þakkir fyrir; mótmælendur og
katólskir kepptust um að lýsa
Rousseau í bann og fyrr en
varði var hann orðinn land-
flótta. 1770 kom hann aftur til
Parísar og lifði þar fábreyttu
lífi unz hann dó saddur líf-
daga 1778. Skömmu áður kcm
til hans í heimsókn ungur mað-
ur, er lengi hafði litið á hann
sem meistara sinn og leiðtoga.
Hann hét Maximilian Rbbes-
pierre og honum féll í hlut að
láta rætast ýmsar af hugsjón-
um Rousseau.
Samtímamenn litu Rousseau
misjöfnum augum, meðan aðr-
ir hófu hann til skýja þráðu
aðrir það heitast að hrinda
honum út í yztu myrkur. Mme.
de Stael lét svo um mælt, að
hann hefði ekkert fundið upp
en allt sett í bál og brand.
Voltaire lét það eftir sér að
skrifa um hann níðrit — undir
dulnefni — og um „Heloise"
kvað hann upp þann dóm, að
svo virtist sem fyrri hlutinn
væri skrifaður í pútnahúsi en
hinn á Kleppi. „Emile" áleit
hann mundu gleymdan eftir
mánuð að 30 síðum undantekn-
um, en þær væru líka svo
gullfallegar, að hörmulegt væri
til þess að vita, að annar eins
þrjótur skyldi hafa slampazt á
að skrifa þær!
I frönsku byltingunni sóttu
Jakobínar hald cg traust í
kenningar Rousseau og því rót-
tækari sem byltingin varð því
meiri var vegur hans. Allt frá
þeim tímum hafa róttækir
menn haldið minningu hans í
heiðri. Heimspekirit hans munu
nú lítið lesin nema af fræði-
mönnum, enda þótt nafn hans
sé öllum kunnugt. En eftir lif-
ir minningin um mannvininn
og uppreisnarmanninn Rouss-
eau. Samúð hans með smæl-
ingjanum er einhver geðþekk-
asti eiginleiki þessa einkenni-
lega manns. Þess skulum við
minnast í dag um leið og. við
þökkum brautryðjandastarf
hans á fjölmörgum sviðum.
J. Th. H.
XXX
ANKIN
va \S(rvauuir&t wz?
*** ¦ i
KHflKI 1
ÍIO)
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. júní 1962