Þjóðviljinn - 04.07.1962, Side 5
Tvð þúsund fulltrúar fró
Iðndum ó friðarþingi
MOSKVU — Á friðar- og afvopnunarþinginu sem
haldið verður í Moskvu dagana 9.—14. júlí verða
fulltrúar frá um 100 löndum. Þetta verður fjöl-
mennasta friðarþing. sem haldið hefur verið.
Það mun einnig setja svip sinn á þetta þing
hversu margar ólíkar stjórnmálaskoðanir munu
eiga þar fulltrúa.
Kaufmann
Karl Kaufmann, fyrrvcrandi'
heimsmethafi í 400 metra (
hlaupi og vinnandi tveggja (
silfurverðiauna é olympíu-
leikunum í Róm, er sagður1
söngvari góður. Hann kemur (
á næstunni fram sem tenór-1
söngvari í óperettunni i
,,Hawa.blómið“ eftir Paul 1
Abraham á hátíðarleikjunum (
í Koblenz.
Brezki vísindamaðurinn J. D.
Bernal, pem er formaður und-
búningsnefndar þingsins, sendi
.stjórnarleiðtogum allra þeirra
átján landa sem sæti eiga í af-
vopnunarnefnd Sameinuðu þjóð
ÉM feíSS;
Endurminnlngar
WASHINGTON — Hæsfiréttur Bandaríkjanna hefur kveðlð upp
þann úrskurð að dagleg bænagjörð sem tíðkazt liefur í skóium
í New York fylki brjóti í bága við stjórnarskrána, «n í bæn-
inni var m.a. sagt: ,.;Blessaðu okkur, foreldra okkar, kennara
og land okkar“. ,Hæstiréttur taldi að slíkt bænahald í opin-
berum skólum væri ósamræmanlegt því ákvæði stjórnarskrár-
innar sem segir að þinginu sé ólieimilt að setja lög sem geri
einhver trúarbrögð að ríkistrú.
Eitt þekktasta og vinsæl-
asta Ijóðskáld Bandaríkja-nna,
Robert Frost, varð 88 ára
fyrir skömmu. Gamli maður-
inn er ekki af baki dottinn
þrátt fyrir háan aldur. Á af-
mælisdaginn kom út ný ljóða-
bók eftir hann, og geymir hún
ljóð frá síðustu 15 árum*.
Kvæði Frosts voru komin á
þrykk áður en Faulkner-
Fitzgerald-Hemingway-kyn-
slóðin kom til sögunnar. Hann
hefur áunnið sér virðingu og
vinsældir fyrir kvæðin um
land sitt og þjóð. Hann hef-
ur fjórum sinnúm hlotið
Pulitzer-verðlaunin og tugi
annarra verðlauna og viður-
kenninga fyrir skáldskap sinn.
GALVESTON, Texas — Ungur
Bandaríkjamaður, sem stökk hér
út úr flugvél í 2.400 metra hæð,
féll til jarðar án þess að fall-
hlíf hans opnaðist, en komst
samt lífs af og meiddist aðeins
lítilsháttar.
Hann heitir John Rodney Gard
og er nemandi við Lamar tækni-
stofnunina í Beaumont. Hann er
mikill áhugamaður um fallhlífa-
stökk og hefur oft áður stokkið
til jarðar án nokkurra óhappa.
Hann hafði farið til Galvest'on
til að stunda æfingar í flug-
klúbbnum þar.
„Þegar flugvélin var komin
upp í 2.400 metra hæð, stökk ég
úr henni. Ég lét mig falla frjálsgt
falli fyrstu 1.700 metrana, eins
og gert hafði verið ráð fyrir í
ælingaskránni. Þá tók ég í snúr-
una sem fallhlífin er opnuð með.
En hún opnaðist ekki. Þá reyndi
ég varafallhlífina, en það fór á
sömu leið. Þá þóttist ég vita að
öllu væri lokið“.'
En svo var ekki. Card féll
niður í hrísgrjónaakur og mýr-
lendið dró svo úr högginu, að
hann hlaut aðeins minniháttar
meiðsl sem fljótlega var gert að
i sjúkrahúsi í nágrenninu.
anna tilmæli um að þeir kæmu
á þingið og gerðu því grein
fyrir sjónarmiðum ríikisstjórna
sinna í afvopnunarmálunum.
Krústjcff, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, hefur nú svarað
þeim tilmælum og kveðst reiðu-
búinn að verða við þeim. Próf-
essor Bernal munu einnig hafa
borizt svör frá Nehru, forisætis-
ráðherra Indlands, og Macmill-
an, forsætisráðherra Bretlands,
en ókunnugt er enn um inni-
hald þeirra.
Margvíslegar skcðanir
Enda þótt líklegt megi telja
að fæstir þeirra þjóðarleiðtoga
sem boðið hefur verið á þingið
muni þiggja það boð. er víst að
umræður munu verða þar fjör-
i'.gar og jafnvel deilt af kappi,
þar eð fulltrúar á þingið hafa
valizt þannig, að mörg og ólík
sjónarmið munu koma þar
fram. Um meginatriðið munu
þeir þó flestir verða sammála:
Nauðsyn þess að hafizt sé
handa um allsherjarafvopnun
og þct:s að alþýða manna um
allan heim sameinist um að
fylgja eftir þeirri kröfu.
150 fulltrúar frá Banda-
ríkjunum
Fulltrúar munu verða á
þriðja þúsund. til dæmis má
nefna að frá Bandaríkjunum
munu koma 150 fu.lltrúar, um
hundrað íulltrúar frá Bretlandi,
jafnstórir hópar frá Frakk-
landi og Japan. Meðal 'fúllfrúa
verða margir heimskunnir
menn, svo sem Jean-Paul Sar-
tre frá Frakklandi og Linus
Pauling frá Bandaríkjunum.
Brezki heimspekingurinn Bert-
rand Russell hefur lýst stuðn-
ingi sínum við þingið og mun
senda þangað ræðu, sem hann
hefur talað á segúlband. Sjálf-
ur kemst hann ekki að heiman
sökum helsuleysis.
Fimm fulltrúar munu sitja
þingið frá Islandi, þau Sig-
ríður Eiríksdóttir, Ása Ottesen,
Þóra Vigfúsdóttir, Kristinn E.
Andrésson og Guðni Jónss'on
prófessor.
ekki birtsr
TEL AVIV 16/6 — Ríkisstjórn
Israels mun ekki afhenda til birt
ingar skráðar endurminningar
Adolfs Eichmanns í hendur erf-
ingja hans eða nokkurs annars
aðila.
Eichmann mun hafa skráð all-
langt mál um endurminningar
sinar meðan hann sat í fang-
elsi í Israel. Framvegis mun
fangelsisstjórnin varðveita hand-
rit hans.
Verjandi Eichmanns, Servatius,
krafðist þess að handritið yrði
afhent, þannig að hann gæti not-
að ágóðann af útgáfu endurminn-
lnganna til að fá greidd laun
sín við vörn Eichmanns.
18 dögum eftir aftöku fjölda-
morðingjans Adolfs Eichmanns,
hófust réttarhöld í máli sam-
starfsmanns hans, Otto Hunsche,
í Frankfurt.
Hunsohe var skrifstofustjóri í
hinni svpkölluðu ríkisöryggis-
stofnun stormsveita nazista á
valdatímum Hitlers. Hann er
tsakaður um morð á 1200 ung-
verskum gyðingum í Kistarcsa-
fangabúðunum.
Hunsche hefur verið í gæzlu-
varðhaldi síðan í nóvember 1960,
en iþá var hánn handtekinn í
Datteln í Westfalen. Hann hafði
starfað sem logfræðingur þar
síðan stríði lauk.
!e aeB B
y sfjorn i
ANKARA 26,'6 — I gærkveldi
var birt formleg tilkynning um
myndun nýrrar samsteypustjórn-
a Tyrklandi. Þrír stjórnmála-
flokkar standa að stjórninni:
Repúblikanaflokkurinn. Nýi
tyrkneski flokkurinn og Bænda-
flokkurinn. Hinn svokallaði Rétt-
lætisflokkur (fylgismenn Mend-
<eres) er nú í stjórnarandstöðu.
Harður dómur um brezka
auglýsingasjónvarpi
LONDON — Tólf manna nelnd
sem í tvö ár hefur kynnt sér
sjónvarp og útvarp í Brct-
landi og þó sérílagi auglýs-
ingasjónvarpið sem stofnsett
var til samkeppni við brezka
ríkisúívarpið (BBC) og - sjón-
varpsdeild þess hefur kveðið
upp harðan dóm yfir auglýs-
ingasjónvarpinu.
Nefndin gagnrýnir mjög
harðlega rekstur iþess og
leggur til að gagngerar breyt-
ingar verði gerðar á slkipu-
lagningu þess. Nefndinni,
sem bæði var ,skip-
uð embættismönnum og fé-
sýslumönnum, var falið að at-
huga hver reyriúan hefði orð-
ið ef auglýsingasjónvarpinu
(ITV) cg hvernig það heíði
staðið við þau fyrirheit sem
gefin voru við stofnun þess,
að samkeppni þess við BBC
myndi bæta dagskrárefnið.
Niðurstaðan hefur orðið önn-
ur:
— Yfirleitt hefur samkeppn-
in ekki reynzt eins vel og
ætlað var. Það varð ekki
keppni um að semja góðar
dagskrár, heldur um að ná
í flesta áhorfendur, og marg-
ir áhorfendur eru hvorki eini
né bczti mælikvarðinn á að
vel hafi tekizt. Þá er hægt
að ná í þó þverbrotnar séu
allar góðar reglur um hvernig
vanda skuli sjónvarpsefnið.
•
Nefndin gagnrýnir einnig
ýms atriði varðandi rekstur
BBC, en dómur hennar um
ríkissjónvarpið er þó jákvæð-
ur. ITV er gagnrýnt fyrir
glæpafilmur sínar, getraunir
og annað lélegt efni og enn-
fremur fyrir áð ofhlaða ‘dag-
s|krána með auglýsin^um. Um
stjórn auglýsingasjónvarpsins
segir nefndin að hún „geri
bæði of lítið úr hlutverki sjón-
varpsins og eigin ábyrgð og
áhrifavaldi, og miklu minna
en við hefði mátt búast. Hún
virðist telja það hlutverk isitt
að endurspegla smekk alls
þorra fólks. Þýðingarlaust
væri að spyrja hana að hvaða
gagni auglýsingasjónvarpið
gæti kcmið samfélaginu".
Nefndin leggur því til að
aðstaða BBC í samkeppninni
verði styrkt, þannig að ríkis-
sjónvarpið fái að sjónvarpa
nýrri dagskrá þegar á næsta
ári, en auglýsmgasjónvarpinu
verði ekki leyft að færa út
kvíamar fyrr en í fyrsta lagi
eftir fimm ár og þá því að-
eins að stjórn þess bæti ráð
sitt.
Álitsgerð nefndarinnar hef-
ur vakið miklar deilur og í-
haldsblöðin hella óhróðri yfir
hana, saka hana um fjand-
skap við hið frjálsa framtak.
Það verður næsta skiljanlegt
af þeim ikafla álitsgerðarinnar
sem fjállar um þá miklu pen-
ingahagsmuni, sem í húfi eru.
I fyrra voru hreinar tekjur
auglýsingaþjónvarpsins sextíu
og fjórar milljónir sterlings-
punda, eða hátt í 7. milljarð
króna. Haft er eftir einum
stjórnanda auglýsíngasjón-
varpsins að heimild til að
reka slíkt sjónvarp „jafngildi
leyfi til að prenta peninga-
seðla“.
Strax þegar álitsgerð nefnd-
arinnar hafði verið birt, féllu
hlutabréf í auglýsingasjón-
varpsfélögum mjög í verði á
kauphöllinni í London.
Nikula sigrcSi
í Osló í gær
iFinninn Pennti var „maður
dagsins" á Oslóarleikjunum í
frjálsum íþróttum sem hófust
þar í gær. Leikandi létt stökk
hann yfir 4,85 m í stangarstökki.
Landi hans Timo Koskela varð í
í öðru sæti, stökk 4,60 m. Norð-
maðurinn Hovik stökk 4,50 m
sem ernýtt norskt met. Valbjöm
Þorláksson mun hafa tekið þátt
í keppninni, en ekki var þess
getið í fréttastofufregnum í gær-
kvöld hvar hann hefði orðið í
röðinni né hversu hátt hann
hefði stokkið.
Anafnaði Ealióm-
svslt 2,5 mif!
Bruno Walter, hljómsveitar-
stjórinn heimskunni sem lézt
í marzmánuði í Los Angele.í
ánafnaði fílharmoníuhljóm-
sveitinni í Vín fjárupphæð
er nemur um 2,5 milljónum
'króna. Bruno Walter var
A u sturrí’k i s ma ðu r að ætt.
Hann ílúði heimaland sitt, er
þýzkir nazistar lögðu það und
ir sig 1938. Bann sleit aldrei
tengsl sín við ihljómsveitina
í Vín log sýndi hug sinn i
verki með þessari rausnar-
legu gjöf.
Miðvikudagur 4 júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5