Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 4
f”"” Á togara á hafi úti. Hvaða rök hníga að því, að íslenzk fiskimannastétt þurfi og verði að vera betur laun- uð heldur en aðrar starfstétt- ir í landinu? Á meðan ís- lenzkur þjóðarbúskapur grundvallast að stóru.m hluta á sjósókn og fiskveiðum, þá er líka nauðsynlegt að vald- hafar ísiands á ölium tím- um séu færir um að svara þessari spurningu á raunhæf- an hátt, en á því þykir mér eft hafa orðið misbrestur, og því tel ég tímabært að reiía þetta mái. Sjósókn við veiðar á ís- iandsmiðum og yfirleitt í norðiægum höfum verður, ef hún að skila góðum árangri, að byggjast á traustum, vel- útbúnum veiðiskipum, ásamt úrvals f’.skimannastétt. Sé þetta ekki fyrir hendi hvort- tveggja á öllum tímum, þá veldur það þjóðfélaginu óhjá- kvæmilega skaða, og iþví stærri sem meira vantar á að þessu sé fullnægt. Fram á síðustu ár hafa ís- lenzikir fiskimenn verið tald- ir til duglegustu sjómanna heims, enda afköst þeirra við fiskveiðar svo frábær að En við skulum gera okkur það ijóst nógu snemma, að sú íslenzka fiskimannastétt sem hlotið hefur þessa viður- kenningu, hún var hreint úr- val ísienzkra æskumannna. Enda hefur orðið sjómaður verið virðingarheiti allt til þessa dags. Er hœffa-á hreyfingu? Er hætta þarna á breyt- ingu? Það er ekki á því minnsti vafi, að ef svo heldur fram sem nú horfir og hefur horft um nokku.rt skeið, þá mun efcki. slíkt mannval skipa ísienzka sjómannastétt sem áður, og orsakirnar sem til þess iiggja eru þessar: Sjósckn er eins og; ég sagði áðan hörð atvinna á íslands- miðum, og verður af þeim Siósókn þjóðar- bóskapur sökum að vera brrguð mik- ið betur en önnur atvinna, ef mannval á að vera fyrir hendi á öllum tímum til að manna íslenzk fiskiskip. í vaxandi. iðnaðarþjóðfélagi, þar sem margvíslegar starfsgrein- ar bjóða upp á þægilegri vinnu og betri vinnutíma, á- samt því að viðkomandi get- ur notið margs þess, sem fiski.mannninum er algjöriega fyrirmunað starfs hans vegna, er miki'l 'hætta á að fiskimanna- stéttinni hraki smám saman, ef ekki verða gerðar alveg sérstckar ráðstafanir til að fyrirbyggja það. Sumir tala jafnvel um, að nú þegar sé orðið vart þess- nrar þróunar. En sé svo, þá er mikil hætta á ferð fyrir íslenzkt þjóðfélag. Ekkert er áhr'.faríkara til að koma slíkri þróun af stað cg ýta undir að hann ber jafnvel minna úr hana, heldur en ef störf sjó- mannsins eru svo vanmetin fjárhagslega af þjóðfélaginu að hann ber jafnvel minna úr býtum fyrir störf sín, heldur en þeir sem léttari og á- hættuminni. störf vinna. T ogararnir Tckum t d. togaraflotann. Sé liti.ð á ár:kaup togarasjó- manna á s.l. ári, kemur ó- tvírætt í Ijós að meðaltekjurn- ar sem þar birtast eru ekk- ert eftirsóknarverðar, vegna þeirrar einfölldu staðreyndar, áð aðfar starfstéttir hafa borið hluffeiiisiega meira úr býtu.m fyrir áhættuminni og léttari störf. Hefur ekki líka verði kvart- að og kveinað yfir því á und- anförnum áru.m hve erfitt væri að manna togarana með ú.rvalsmönnum? Ég veit ekki betu.r. Og bað er rétt, þetta hefur stundum reynzt erfitt. En þó er eins og ráðamenn útgerðanna ásamt íslenzkum valdhöfum séu algjörlega blindir á hvað þarf að gera; um það er ólýgnast vitni verkfallið sem staðið hefur yf- ir á togaraflotanum nú bráð- um í fjóra mánuði. Nú á síð- ustu árum hafa sjómenn sótzt eftir skipsrúmum á vél- bátaflotanum, vegna þess að tekjurnar þar hafa stundum orðið lífvænlegri. Það verður engu bjargað með því að rýra kjörin á vélbátaflotanum, því væri aðeins þeirri hættu boð- ið heim, að ekki væri völ úrvalsmanna til þeirrar sjó- sóknar. Hvað sem afkomu togarút- gerðanna líður, þá er það orð- in nauðsyn að kjör togarasjó- manna séu bætt. Hér eru ekki taara í húfi hagsmunir þeirra manna sem vinna hin erfið- ustu störf á sjónum heldur eru þetta engu síður hagsmun- ir útgerðarinnar og þjóðfélags- ins í heild, þó ýmsum þyki það máske öíugmæli, ef hugs- un þeirra er lítt gunduð. Því. hvað verður um íslenzkan sjávarútveg, ef stéttinni sem taorið hefur uppi hróður hans hrakar söku.m þess að það er ekki lengur. eftirsókn- arvert að vera duglegur sjó- maður á íslandi? LokaorS Þegar ég var að ljúka þess- um þætti, sökum stuttrar ferð- ar úr bænum, þá kom fréttin um að samningar væru lík- lega að takast, þar sem búið var að skrifa undir samnings- uppkast, er leggjast skyldi fyr- ir fundi í félögunum. Þó hvíldi sá skuggi yfir þessari frétt, að togarútgerðarmenn klofnuðu í afstöðunni til þessarar lausnar, að úrslit þessa máls eru ennþá í nokk- urri óvissu, þó vcnandi rætist úr til betri vegar. En þó togararnir haldi nú til veiöa sem vonandi verður þá hefur aðeins annar þátt- ur þessa máls verið leystur, sá þátturinn sem snýr að skipverjunum. Eítir er hinn þátturinn sem ríkisstjórnin hefur verið að kuðla í greip sinni, um langt skeið og sem hefur orðið því óásjálegri se m'hann hefur verið meira þuklaður af þeim vísdómsmönnum. Það er bezt að tala engri tæpitungu hér á ég við grundvöll sjálfrar útgerðarinnar, en hann verð- ur að laga, ef hér á að starfa togaraútgerð til frambúðar. Það lifir engin togaraútgerð á þeirri sjálfsblekkingu vald- hafanna, að það hafi einungis verið aflaleysi skipanna sem valdið hefur hinni slæmu af- komu og taprekstri. Að stærsta hluta hafa valdið því, of lágt fiskverð, óhóflegir vextir af rekstrarlánum á- samt alltof háum útflutnings- tollum. Fleira væri einnig hægt að tína til, þó það sem talið var hér að framan hafi valdið mestu um afkomuna. Það er enginn annar grund- völlur til lagður af viti, held- ur en sá að meðalafli sé fær um að standa undir rekstr- inum, og svo lengi sem ís- lenzkir valdhafar og hagfræði- legir ráðunautar þeirra skilja ekki þennan einfalda sann- leika, þá er ekki von á neinni lausn í þessu máli. Grundvöllur togaraútgerð- arinnar verður að miðast við, að megin afli skipanna sé lagður hér á land til vinnslu, því það er enginn grundvöllur þó hægt sé að gera út skip- in, yfir þann tíma ársins sem mestur skcrtur er á fiski til neyzlu í Bretlandi og Þýzka- landi. Togaraútgerð á íslandi lifir ekki til langframa á þeim mörkuðum einu.m saman, það þarf meira til. Erfiðleikar tog- araútgerðarinnar eru ekki til- komnir nema að litlu leyti vegna aflatregðu, úr þeirri aflatregðu sem gætt hefur heíði að líkindum, mátt bæta að stórum hluta með skipu- legri fiskileit fyrir flotann. En það hefur algjörlega verið vanrækt í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Það ber því allt að sama brunni frá hvaða hlið sem þetta mál er reifað, niðurstað- an verður æfinlega hin sama, sú að hér sé aðallega um heimatilbúna kreppu að ræða í þessum útvegi. En meðan slíkt ástand ríkir hjá afkasta- mestu framleiðslutækjum þjóðarinnar, verður það að kallast miðlungi góðlátlegt grín, að tala um alhliða við- reisn í íslenzkum þjóðarbú- skap. Mikil síld til Noregs héðan ÁLASUNDI 9/7. — VeruleguF síldarafli hefur borizt til Norl' egs um helgina frá miðunum við ísland. Samtals munu hafa bor» izt um 70.000 hektóllítrar, sem var skipt á milli verksmiðj- anna. í viðtali við Sunnmörpost-: en segir einn af síldarskipstjór- unum að afli norsku bátanná hafi verið mjög góður. í skeyti frá norska aðstoðar-: skipinu Draug á mánudagsmorg-’ un var sagt að norsku skipin hefðu fengið 100—600 hektólítrá afla á sunnudag, sum þeirra þð 1.000—2.100 hl. Lítils háttaij ihefði veiðzt aðfaranótt mánu- dagsins, en veður væri gott á miðunum fyrir austan. Enn eitt forsætis- ráðherraefni í Brasilíu RIO DE JANEIRO 9/7. — Goul-’ art, forseti Brasilíu, hfur falið sósíaldemókratanum FranciscO Broéhada da Rocha að myndá stjórn, en stjórnarkreppa hefui} nú verið í landinu í hálfan mán-í uð. Da Rocha sem er innanríkis- ráðherra í fylklinu Rio Granda del Sul er fjórði maðurinn sem reynir að mynda stjórn á þess- um hálfa mánuði. Umsóknarfrestur nra ftyrk fram- lengdur 1 Menntamálaráðuneytið birti fyrir nokkru tilkynningu um styrki frá Atlanzhafsbandalaginuj sem ætlaðir eru raunvísinda- mönnum til rannsóknarstarfa eða framhaldsnáms erlendis. Um- sóknarfrestur var settur til 25. júní s.l., en ákveðið hefur verið að framlengja hann til 25. júlí n.k. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg. FISKÍMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kuld Stefán Jánsson fréttamaður fær heiðursverðiaun Stefán Jónsson, fréttamaðufl útvarpsins, hefur hlotið heiðurs- verðlaun, silfurpening, úr Heið- ursverðlaunasjóði Daða Hjörvar. Stefáni Jónssyni eru veitt þessi verðlaun með einróma samþykkii dómnefndar. „fyrir viðtöl við sjómenn og alla aiþýðu um atvinnu og dag- leg störf, fyrir að laða fram af fáorðri íþrótt og með yfirburðum það málfar fólksins og tungu- tak, sem geymdist um aldir með íslenzkum kynslóðum.“ Eldur kus í Brunasteypunni —) Kl. 5.35 var slökkviliðið kvatt að Brunasteypunni við Suður- landsbraut, hafði kviknað þar í út frá rafmagni og var tals- verður eldur í þaki húsSins. Fljótlega tókst að Mða niður- lögum hans en dálitlar skemmd- ir urðu á þakinu. 4) — ÞJÓDVILJINN -- Þriðjudagur 10. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.