Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 9
Gangur leiksins Framhald af 12. síðu. ar, en er dæmdur réttilega rangstæður. Steifigrímur skapar hættu á 24. mínútu með sendingu inn á miðjuna til Ríkharðs, en hann hikaði ögn og var það nóg til þess, að Per Martin* * sen komst á hlið við hann og sér hvert stefnir, hugsar ekk- ert um iboltann, heldur hindrar Ríkharð gróílega, en dómarinn leiddi brotið hjá sér og dæmdi ekkert. Helgi Dan. bjargaði meist- aralega á 27. mín., þegar Arne Petersen komst í opið færi, en fjórum mínútum síð- ar gat hann enga björgun veitt, þegar Arne komst i dauðafæri, og skoraði óverj- uðu hættu á 5. mín. en mark- vörður kom út á móti og bjargaði. Litlu síðar átti Þór- ólfur skot á mark, en mark- vörður varði léttilega. Norð- menn komust tvívegis í færi, en misstu marks í bæði skipt- in- íslendingar sækja síðan fast að marki Norðmanna og pressa oft skemmtilega og litlu munaði á 18. mín., þegar Kári reyndi að skalla yfir markvörðinn, sem kom út á móti, en honum tókst að góma knöttinn og klófesta. Mínútu síðar voru Norð- menn nærri búnir að setja sj álfsm.ark, er varnarmaður hugðist senda til markvarð- arins, en knötturinn hafnaði andi, 2:1. Eftir þetta mark dró úr dugnaði íslenzka liðsins og tóku áhorfendur að hvetja landann, en hann tók ekki við sér. Norðmenn réðu yfir miðjunni fram að leikhléi og áttu oft hættuleg tækifæri og úr einu þeirra tókst þeim að setja 3. markið, en þar var að verki Arne Petersen með skallaskot eftir fyrirgjöf ut- an af kanti. • Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri og áttum við áhorfendur alltaf von á öðru marki íslendinga, en ;það kQm ekki þrátt fyrir góð- ar tilraunir. Sigurþór og Þórólfur sköp- DJAKARTA 8/7 — Inlónesískir hermenn hafa tekið bæina At- injo og Aifat á vesturhluta Nýju Gíneu, segir fréttastofan Antara. Bæirnir eru um 40 km. frá Terminabuan sem Indónesar höfðu áður náð á sitt vald. Samkvæmt fréttum í indónes- Drœm þ á 111 a k a togarasjó- manna Atkvæðagreiðsla um togara- samningana hófst í Sjómanna- félagi Reykjavíkur að fundi loknum á föstudagskvöldið var, og greiddu þá þrír atkvæði. Á mánudag 'höfðu um 20 greitt at- kvæði í Reykjavik. Á Akureyri greiddu 14 eða 15 atkvæði að fundi loknum ,á. sunnudag. Ekki 'bjóst starfsmaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur við mikiili þátttöku í atkvæðagreiðslunni enda mikill hluti togaramanna fjarstaddur, bæði á síld og í annarri atvinnu. Atkvæða- greiðsla fer fram klukkan 3—6 e.h. í dag og á mo.rgun í Sjó- mannafélaginu og lýkur á mið- vikudag. Atkvæði verða talin .sameiginlega fyrir aHt landið og ræður einfaldur meirihluti úr- sfitum. Sú. tglning hefst k\. 9 á miðvikudagskvöld i viðurvist sáttasemjara ríkjsins, Torfa Hjartarsonar. í stönginm. Þórólfur átti gott sko.t á 24. mín., sem markvörður varði í horn. Nokkrum mín- útum siðar spyrnti Sigurþór framhjá eftir góða sóknar- lotu og nokkrum mínútum isíðar er hann aftur á ferð- inni eftir mikinn einleik og spyrnir á markið úr slæmri stöðu í stað þess að leggja knöttinn til samherja. Steingrímur skapaði hættu á 37. rnínútu, er hann fylgdi sendingu inn að markinu, en markvörður bjargaði í horn. En þrátt fyrir mikla pressu oft, tókst íslendingunum ekki að setja annað markið. Kom þar oft til ónákvæmni, en dugnaðurinn var fyrir hendi, en hann dugði ekki til. H. ískum blöðum Lafa þrettán hol- lenzkir hermenn fallið í bardög- um við Merauke, skammt frá áströlsku landamærunum á suð- urströnd eyjunnar. Þessir bar- dagar hafa staðið í viku. Hollendingar halda því hins vegar fram að þeim hafi vegn- að betur í þessum bardögum og hafi þeir tekið mikið herfang. Ekki geta þeir um mannfall Indónesa. í Hollandíu, höfuðborginni á vesturhluta Nýju Gineu, er sagt að hollenzkar hersveitir hafi haft upp á fjölda indónes- ískra fallhlífahermanna sem varpað var yfir eyna úr flug- vélum 24. júní. © Getraun um blóma- nöfn í sambandi við Skólasýn- inguna í Miðbæjarskólanum, var efnt til getraunar af hálfu Skólagarða Reykjavíkur, meðal barna, sem sóttu sýn- inguna. Spurt var um heiti á 10 tegundum sumarblóma af 20 tegundum, sem á sýning- unni voru. All mikil þátttaka varð í þessari getraun og var dregið úr réttum svörum. Hlutu eft- irtalin börn blómaverðlaun fyrir að vita öll nöfn blóm- anna rétt: Anna Kr. Jónsdóttir, Lang- holtsvegi 92 (10 ára). Ásgerður Haraldsdóttir, Tunguvegi 60 (12 ára). Árni Thorlacius, Kvisthaga 21 (14 ára). Verðskuld- aður sigur Framhald af 12. síðu. um. En þar gleymdu Isl. sér furðulega oft. Norðmenn kunnu betur listina að finna næsta mann og þeir höfðu greinilega meira öryggi í sendingum. Beztu menn Nor- egs voru útherjinn Erik Jo- hansen og innherjarnir Arne Petersen og Olaf Nielsen; í vörninni voru þeir Erik Vangen og Per Martinsen góðir. Á Andersen í markinu reyndi ekki svo mikið, en hann virtist góður. 1 heild var liðið fast fyrir og voru þeir nokkuð harðir í hindrunum, en þó var leikur- inn skemmtilega leikinn og léttur fyrir hinn skozka dóm- ara, Mr. Brittle, sem þó • leyfði um of hindranir. • Vörnin lakari helmingur ís- lenzka liðsins Eins og fyrr segir var það vörnin í ísl. liðinu sem ekki réði við hraða Norðmanna. Undantekningar voru þó Helgi í markinu, sem varði mjög vel og sýndi enn einu sinni, að þegar mikið við liggur stendur Helgi sig bezt. Fyrstu 2 mörkin voru óverj- andi, en segja má að það síðasta hefði með heppni mátt verja. Árni átti mjög góðan leik gegn svo erfiðum manni. Sveinn barðist, en hann náði ekki eins góðum tökum í þetta sinn og oft áður f sum- ar. I heild má segja, að leik- urinn hafi ekki verið lakari af hálfu Islands en búizt var við. Við erum því miður ekki betri en þetta í augnablikinu og þetta norska lið benti okk- ur á hvar skórinn kreppir að, en spumingin er, hvort við notfærum okkur þá vísbend- ingu. Frímann. © Þjóðverja vantar gistingu gegn borgun í sama Átján ára vestur-þýzkur menntaskólanemi hefur hug á að komast í samband við ís- lenzka fjölskyldu til að gista hjá henni í heimsókn hér gegn sams konar fyrirgreiðslu í Þýzkalandi. Sumarleyfi hans í sumar er 21. júlí til 30. ágúst. Auk annarra mála skrifar hann esperanto. Árit- un hans er: S-ro Kurt Kost- inec, bei Bad Oeynhausen, (4971) Lohe Nr. 435, Deutsch- land. REYKT0 EKKI í RÓMlNO! HÚSEIGENDAFÉLAG Indónesar taka tvo bæi á vesturhluta N-Gíneu Fer upp í 1. deild Þróttur og Keflavík léku síð- ari ieik sinn í 2. deild á sunnu- daginn o.g fóru leikurinn fram í Keflavík. Það var auðséð strax í upphafi, hver bera myndi sig- ur úr býtum, því Keflvíkingar gengu ákveðnir til leiks og ætl- uðu sér ekki að lát.a Þrótt sigra sig öðru sinni. Þeir léku fast og áttu að mestu fyrri hálfleikinn en Þróttarar hertu sig í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að ná völdunum, sem voru í hönd- um Keflvíkinga til leiksloka. Eftir þennan sigur stendur Keflavík aftur jafnt að vígi við Þrótt með að komast í 1. deild, en tíklegast þurfa þessi lið að lei'ka aukaleik, því reikna verð- ur með, að þau vinni leiki þá sem þau eiga eftir í deildinni. Eitt var það, sem Keflvíkingar grseddu mikið á í þessum leik, en það var hinn lausi malarvöll- ur þeirra. Minnti hann á stóran sandkassa, ien knötturinn tók á rás í öfuga átt hvað eftir annað, er hann lenti á ójöfnum og stöðvaðist skyndilega eftir háa spyrnu. Þessu vöruðu Þróttar- arnir sig ekki á, enda óvanir slikum velli, þar sem þeir æfa á hinum barða Melavelli. En sigur Keflvikinga var engu að síður réttlátur þrátt fyrir að sum mörkin hefðu þeir fengið mjög ódýrt. MÖRKIN 4 iA Einar Magnússon skorar *w úr þvögu af stuttu færi á 20. mí'n. eftir mistök hjá vörn- inni. ^,A Hólmbert Friðjónsson 1 kemst á milli tveggja varnarleikmanna Þróttar, sem eru með knöttinn, og nær af þeim knettinum á markteig og skorar óverjandi. Einnig þetta mark var herfileg mistök varn- arinnar. Í.A Högni Gunnlaugsson tók aukaspyrnu á vítateig, sem lenti hjá Páli, hægri út- herja, sem skal'laði ydir til vinstri útherja, Karls Hermanns- sonar, sem óvaldaður spyrnti föstu óverjandi skoti af stuttu færi. ^•Q Hólmbert Friðjónsson * spyrnti úr þvögu. J£.Q Högni Gunnlaugsson komst * innfyrir og Þórður kom út á móti og varði en hélt ekki knettinum, sem hrökk aftur til Plögn, sem skoraði. ^■Q Einar Magnússon spyrnti ‘ af vítateig fremur lausum knetti, sem hafnaði í n'etinu. Keflvíkingar unnu þennan leik fyrst og fremst á því, að þeir voru sivinnandi. ákveðnir og fljótari á knöttinn. Baráttuþrek þeirra er mikið og viljinn að gera sitt bezta er fyrir hendi Hins vegar leikur liðið ekki fallega knattspyrnu, en það er , hægt að laga með tekniskum æfingum. Lið Þróttar olli Úhangendum sínum miklum vonbaigðum í þessum leik. Allan baráttuvilja vantaði íl liðið svo og kraftinn til að stöðva sókn Keflvíking- anna. Vörnin virtist annars hug- ar oft á tíðum og framlínan fékk lítið til að vinna úr. Nokkur tækifæri fékk hún þó, m. a. áttu þeir stangarskot svo o.g vítaspyrnu. sem dómaran- um sást yfir, og eitt mark settu þeir, en það var dæmt af vegna rangstöðu! Knötturinn hrökk af Keflvíking til þróttara, sem skoraði, en dómarinn sagði, að það væri ekki nóg að knötturinn hrykki af mótherja, það myndi ekki gera Þróttarann réttstæð- an!! Sfcm sag(t Þróttarar, ef ykkur langar í 1. deild, þá verð- ið þið að taka á öllu, sem þið eigið til. Dómari var Einar IJjartarson. H. ■Je Milanó 6/7. — Á íþrótta- móti í Milanó hljóp Frakk- inn Michel Jazy 800 m á 1:48,4. Á sama móti vann Anato frá Kenya 100 metr- ana á 10,3, en ítalinn Otto- lina vann 200 metrana á 20,7. Svíinn Oye Jonsson varð þriðji með 20,8. 'Jf Kouvola 8/7 — Á al- þjóðamóti í Kouvola í Finn- landi, hljóp Vestur-Þjóðverj- inn Jurgen Kalfelder 400 m á 47,6. önnur úrslit voru: 100 m Börje Strand 10,6; 800 m Oavi Salonen 1.50,6; Lang- stökk Jorma Valkama 7,50. Stangarstökk Pentti Nikula 4,70. 'if Á norsku úrtökumóti fyrir Evrópumeistaramótið í Leipzig, voru sett tvö norsk met. Reidar Halvorsen synti 200 m bringusund á 2:49,9, og Ingér Johanes Alstad synti 100 m flugsund kvenna á 1:21,8. önnur úrslit: 100 m skriðsund, Erik Bagle 1:01,0; 100 m flugsund, Thore Holm Oluen 1:07,8; 100 m baksund, Hákon Nilsen 1:12,9; , 400 m skriðsund Rolf Bagle 4:43,1; 100 m bringusund, Reidar Holvorsen 1:17,9. Konur: 100 m skriðsund, Runa Holm 1:10,4; 200 m bringusund, Leni Kristjansen 3:09,3; 100 m baksund, Reidun Dalh 1:26,0; 400 m skriðsund, Tone Britt Korsvald 5:30,3; 100 m bringusund, Leni Krist- jansen 1:28,8. sitt af hvérju í>riðjudagur 10. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.