Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 11
 ERICH KÁSTNER eða ÆYINTÝRI SLÁTRARANS „Hvað þá?” hrópaði Storm og virtist mjög undrandi. „En við erum búnir að fara gegnum tollinn,” sagði Kiilz. „Á ferjunni er framkvæmd önnur tollskoðun,” sagði hinn fróði farþegi. „Það skil ég ekki,” sagði Kúlz. i,Ekki var það á leiðinni hingað.” „Komuð þér með þýzku ferj- unni.” spurði annar samferða- maður. „Já, með þeirri þýzku!” „Þarna sjáið þér,” sagði sá margfróði.H' „En nú siglum við á þeirri dönsku. Þeir eru nákvæm- ari.” „Bannsett skriffinnska,” urraði Filip Achtel. „Tvöfalt bókhald,” sagði enn einn farþeginn hæðnislega. „Nú, jæja,” sagði Kulz og sett- ist mæddur á grænu buxurnar sínar. ,,Þá bíðum við og skoðum stjörnurnar.” Herra Achel tók tösku sína niður, lagði hana á bekkinn og opnaði hana. „Vonandi tekur þetta fljótt af. Eg er þyrstur.” Herra Karten leit útum glugg- ann og sagði svo: „Þarna kemur einn einkennisklæddur. Kannski er það hinn langþráði.” Klefadyrnar opnuðust. Maður gekk inn. Hann var með blátt sjómannskaskeiti með gullborð- um og í víðri hempu. Hann heils- aði að hermannasið og hélt langa ræðu á máli, sem Kúlz skildi ekki. Filip Achtel varð fyrir svörum, hristi höfuðið og benti á tösku sína. Tollvörðurinn rótaði í henni, setti upp alvörusvip og heilsaði aftur. Nú opnuðu aðrir farþegar töskur sínar og koffort. Hinn ein- kennisklæddi sinnti starfi sínu. „Eruð þér með sígarettur eða súkkulaði?” spurði Storm hvfsl- andi. „Nei, svaraði Kúlz og opnaði ferðatösku sína með hálfum huga. 13.00 Við vinnuna: — Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harrnonikulög. 20.00 Tónleiikar: Flautusónata í e-molj eftir Bach (Jean- Pierre Rampal leikur á flautu, Roþ.ert Veyron-La- croix á seinbál ög Jean Huchot á selló). 20.15 Erindi: Sendiherrá Ind- lands (Grétar Fells rithöf- undur). 20.40 Tónleikar: Sinfónía í C-dúr (Jenu-hljómkviðan) eftir Beethoven (Fílharmoníusv. í Leipzig leikur; Rolf Kleinert stjórnar). 21.05 íslenzkt tónlistarkvöld: — Baldur Andrésson talar um Inga T. Lárusson og fleiri austfirzk tónskáld og kynn- ir verk þeirra. 21.45 fþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 22.10 Lög unga fólksins (Ólafur Vignir Albertsson). 23.00 Dagskrárlok. Tollvörðurinn kom til hans og spurði um eitt og annað á sinni eigin tungu. Herra Achtel kom Kúlz til hjálpar og lét móðan mása við manninn. Um leið lagði hann handlegginn um herðarnar á Kulz. Tollvörðurinn þreif niður í ferðatöskuna, dró upp stóran, hvítan léreftsvöndul og spurði um eitthvað. „I-Iann vill fá að vita hvað þetta er,” þýddi Filip Achtel. Það er náttskyrtan mín, ef hann hefur ekkert við það að at- huga,” svaraði Kúlz gramur. Hinir hlógu. Achtel gerði grein fyrir flíkinni við tollvörðinn. Maðurinn stakk henni niður i töskuna aftur, skellti henni síðan aftur, leit illilega á farþegana, bar höndina stuttlega upp að kasteitinu og hvarf síðan út aft- ur. Kúlz varp öndinni léttar, læsti töskunni sinni og stakk lyklinum í pyngju sína. „Leiðindaskarfur,” sagði hann. „Eg þakka yður inni- lega fyrir hjálpina. Svei mér ef ég hélt ekki að hann ætlaði að leggja eignarhald á náttskyrtuna mína.” „Og nú getið þér farið upp í borðsalinn, kæri Kúlz,” sagði Storm litli. „Eg verð hér kyrr. f dag þoli ég ekki að sjá vatn. Hvað þá ákavíti.” „Við skulum passa sætið yðar,” lofaði Karsten. ..Kærar þakkir,” sagði Kulz. „Þið eruð allir svo einstaklega alúðlegir við mig. Mér finnst ég hálfgerður afi ykkar allra.” Hann tók tösku sína og fór og opnaði dyrnar. Áður en hann fór fram fyrir, stakk hann hendinni í jakkavasann. dró upp pakka og brosti glaðklakkalega. „Þarna ge ið þér séð,” sagði hann við Storm sem hafði gengið með honum til dddyra. „Eg hef nú samt sem áð- ur smyglað sígarettum.” „Þér eruð svei mér karl í krapinu,” hrópaði Storm hrifinn. Og Kúlz gamli stikaði hreykinn eftir þiljunum. FARÞEGAR á fyrsta og öðru farrými höfðu tekið sér sæti í giæsilega. bjarta borðsalnum, eða stóðu í athafnasamri aðdáun um- hverfis langborðið, þar sem finna mátti allt frá humar til ávaxta með rjóma. allt sem hjarta og magi. girnast. Þeir hlóðu dásemd- unum á postulínsdiska sína og sneru til borðanna aftur með á- kefðarsvip. Margir fóru þessa ferð býsna oft. Ýmist sást himinninn í glugganum eða hafið. Sérlega viðkvæmir farþegar lögðu þreytu- lega frá sér hníf og gaffal og klemmdu saman varirnar. Ólukk- ans vandræði! En yfirleitt gekk allt fyrir sig stórslysalaust. Struve hafði fengið sér sæti við borðið hjá írenu Trubner, þótt hún væri ekki beinlínis að- gengileg á svipinn, þegar hann nálgaðist. Nú borðaði hann með beztu lyst. Hún potaði með gafflimjm i. hin-ýmsu salqt. „Hrædd um að tapa línunni?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði hún. „Eg er yfirleitt alls ekkert hrædd.‘ „Það er mikils virði,“ sagði hann. Þau horfðu rannsakandi hvort á annað, þögðu og héldu áfram að borða. Þá birtist Kulz slátr- arameistari á sviðinu með kvist- prik og koffort og' horfði allt í kringum sig. Þegar hann kom ouga á ungfrú Triibner, birti yfir svip hans. Hann gekk var- lega yfir spegilgljáandi parket- gó’fið þar til hann kom að borð- inu hennar. Hann hneigði sig og spurði, hvort hann mætti fé sér sæti. Hún brosti ögn og kinkaði kolli. ,,Kúlz“, sagði gamli týrólbúinn til kynningar og lyfti ögn hatt- inum. „Struve,“ sagði ungi maður- inn. Slátrarameistarinn fékk sér sæti og svipaðist um. „Aha! Hér cr sjálfsafgreiðsla, rétt eins og í almenningsmötuneytinu.“ Hann reis aftur á fætur. „Mætti ég biðja yður að líta vel eftir tösk- unni minni,“ sagði hann við ungu stúlkuna og deplaði aug- unum þýðingarmikill á svip. Svo fór hann. „Þekkið þér þennan mann?“ spurði Stcúve. „Kynntist'Jýorn.im rgær. Mtkflh gæðamaður." „Þér eruð tortryggnari gagn- vart mér.“ Hún rétti úr sér og sagði með virðuleik: „Allt bíður sins tima.“ Hann þagði og sneri sér að hænsnasalatinu sínu. Svo kom Kúlz gamli aftur. Hann hélt á matarlegum diski. , Þetta er bara eins og í' mat- vöruverzlun,“ sagði hann. „Eg var dauðhræddur um að mér gefist ekki tími til að fá mér að borða, út af þessu bannsetta seina tolleftirliti.“ „Út af hverju?“ spurði ungi maðurinn. „Út af seinna tolleftirliti,“ endurtók Kúlz, það er alls ekki á þýzku ferjunum. Bara þeim dönsku. Æjá, svona er þessi skriffinnska. Og þetta tvöfalda bókhald." Hann hló ánægjulega og fór að gera matnum skil. „Seinna tollef tir.litið? ‘ spurði Struve. ,Hvenær var það?“ Kúlz tuggði. „Fyrir tíu mín- litum. Það var maður með frá- hrindandi andlit. Hann var í víiðri hempu. Er hann ekki bú- inn að koma til ykkar?“ „Nei,“ hvíslaði ungfrú Trúbn- er. „Hann hefur ekki komið til okkar, herra Kúlz.“ „Það litur útfyrir að hér sé gert upp á milli fólks,“ sagði Rudi Struve. „Eg er farinn að halda að þetta seinna tolleftirlit hafi aðeins verið framkvæmt í einum einasta klefa.‘“ Kúlz svelgdist á gæsalifrinni. Hann hafði mikið . fyrir því. að kyngja og spurði: „Hvað ; eigið þér við með því?“ ,Að einhverjir hafa haft meiri áhuga á farangrinum í yð- ar klefa en farangri annarra," sagði ungi maðurinn. „Eg veit auðvifað ekki hvers vegna. En einlhver ástæða hlýtur að vera fyrir því. Kúlz starði á ungfrú Trúbner og bærði varirnar án þess að mæla orð. Grátt og úfið yfir- skegg hans titraði eins og lauf í vindi. Hann þreif í skyndi tösku sína, lagði hana á hnén, dró fram pyngjuna og fann lyk- ilinn. „Ekki hérna," sagði ungfrú Trúbner. Það var eins og skip- un. Herra Struve leit á þau á víxl. vEg yarð brjálafiur,":- tautaði Bróðir okkar \ ALTÝR GUÐMUNDSSON Bárugötu 4 Reykjavík, andaðist í Landsspítalar.um 8. 'júlí s.l. Jarðarförin fer fram frá kapellunni í Fossvogi föstu- daginn 13. júlí kl. 1,30. Systur hins látna. Síldarsöltunarstúlkur vanfar strax ti1 Sunnuvers, Seyðisfirði. Fríar flugferðir. 1. fl. húsnæði og kauptrygging. Uppl. í skrifstofu ís- bjamarins h.f. 03 Hafnarhvoli. Sími 11574 og eftir kl. 6 í síma 36313 Sunnuver Höfrnn til sölu : Felgúá:Jbg dekki hjölkoppa, dinamóa, startara, hurðir, bretfii vélar, gú'kassa, drif, öxla, hásingar o.fl. í ýmsa ameriska og evrópska bíla. Bílamarkaðurinn Brautarliolti 22 Tilkynning um endurnýjun lánsumsókna o.fl. frá Húsnæðismálastofnun ríkisins. 1. Húsnæðismáiastjóm hefur ákveðið að allar fyrirliggj- andi lánsumsóknir hjá stofnuninni skuli endurnýjaðar á sérstök og þ.nr til gerð endurnýjunareyðublöð fyrir 20. ágúst n.k. Áhersla er á það lögð að endumýja þarf allar jmsóknir, hvort sem um er að ræða viðbótarumsóknir, eða nýjar umsóknir sem enga fyrirgreiðslu hafa hlotið. Þær lánsumsóknir, sem ekki hafa verið endurnýjaðar lyrir ððurgreindan tíma, teljast þá ekki lengur meðal lánshæfra umsókna 2. Fvrir alla þá sem réct eiga og hafa í huga að sækja um ibúðalán hjá stofnuninni, hafa verið gerð ný umsóknar- eyðublöð. Áhersla er á það lögð, að nýir umsækjendur sendi umsóknir sínai ásamt teikningum, áður en bygg- iTigarframkvæmdir eru hafnar. 3. Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi og ákvörðun Fé- lagsmálaráðupeytisins frá ’2. júlf s.l. elga þeir er sanp- anlega hófu bygglíigfiíLamkvæmdir við Ibúðir slriar cft- tr 1. ágúst 1961, rétt til að sækja um lán allt að 150.000,00 — eitt hundrgð og fimmtíu þúsund krónur — hámarkslán. Þeir sem. .'áðUr höfðti ýgfíð' ffaojkva)tri<5it;. skulu nú setr áður e!ga rétt til allt að kr. 100.000 00 — eitt hundrað þús'.tnd krónur — hámarkslán, hvort- tveggja með ’Sömu skilyrðum. - .....- 4. Þeir umsækjendur sem samkv. framangreindu- telja sig eiga rétt til hærra lánsins, skulu auk venjulegra gagna, láta ttmsóknum sínum fylgja vottorð bygginga- fuiltrúa (bygginganefnda) um hvenær grunngólf (botn- plata) var tf-kin út, 5. Fyirgreind eyðublööð ásamt tilskyldum gögnum hafa verið póstlögð til bæiarstjóra og odddvita um land allt og ber umsækjendum að snúa sér til þeirra en í Reykia vík til skriístofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins að Laugavegi 24. III. hæð. Reykjavík, 9. júlí 1962. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS -r Þriðjudagur 10. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (ÍTJJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.