Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 7
I gMómnuiNN ffiBttfanðli BftEEt«mm*arfiottnr albfSv — BóslaHstafiokkBrtnn. - KJtotJómvi íAamúM Kjartanuon (áb.), Masnúa Torfl Olafsson. SlsurOur QuOmundjaon. — TPáttarltatJórara ívar H. JónBson, Jón BJarnason. — AuslýfllngaBtJóri: OuScalv facnúfiBon. — RltotJórn, afgrelBsla, auglýelngar. prantomlBJa: SkólavörBunt. 18. timi 17-500 (9 llnur). AakrlítarvBrB kr. 55.00 á mán. — LausasöluvarO kr. 1.0«. Góður gestur J^oma norska hagfræðingsins dr. Frisch hingað til lands er merkur viðburður. Dr. Frisoh er ekki einungis einn þekktasti og mest metni hagfræðingur Noregs, heldur hefur hann áunnið sér traust og virð- ingu á alþjóðavettvangi eins og sjá má á því, að hann var fyrsti formaður fjárbags- og félagsmála- nefndar Sameinuðu iþjóðanna. Hann hefur einnig ver- ið efnahagslegur ráðunautur indversku og egypzku ríkisstjórnarinnar. Öll þessi fjölþættu störf á sviði efnahagsmála gera það að verkum, að dr. Frisch gjörþekkir þróun efnahagslífsins á alþjóðavettvangi. Hann hefur því manna bezta aðstöðu til þess að meta þær ihœttur, sem smáþjóðum geta stafað af voldugum efnahagssamsteypum eins og Efnahags- bandalagi Evrópu. jyjálgögn ríkisstjórnarinnar, og þá einkum Vísir, hafa undanfarið Mtið svo sem þeim væri mjög umhug- að, að íslendingar fengju sem bezta aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir rökum og gagnrökum varð- andi aðild ísMnds að EfnahagsbandaMgmu. Því hefði mátt ætM, að þau fögnuðu komu dr. Frisch hingað til Mnds. En hafi einhver búizt við þannig undirtekt- um úr stjórnarherbúðunum, ihefur þeim hinum sama illa skjátMst. Ekki var fyrr kunnugt um komu dr. Frisch, en Vísir rauk upp með einhvern hlægilegasta skæting, sem sézt hefur á prenti í 'því bMði, og er þá Mngt til jafnað. TaMr bMðið um „innfluttan >á- róður“ og kalMr menn þá, sem að heimhoðinu standa „kommúnistasveit" og því um lákt. Málflutningur af Iþessu tagi dæmir sig sjálfur, en þessi ótti stjórnar- flokkanna við að íslendingar kynnist gagnrökum varöandi aðild að EBE, staðfestir grun manna um það, að ríkisstjórnin hafi ekki hreinan skjöld í þessu máli og vinni nú að því að tjóðra íslendinga við bandaMg- ið, áður en almennmgur geri sér ljósar hætturnar, sem Iþví eru samfara. /Jg það er fleira, sem bendir ótvírætt í þessa sömu útt. Stjórnarhlöðin hafa einnig skýrt svo frá. að öylfi Þ. Gíslason viðskiptamáMráðherra, væri þessa dagana á „yfirreið um álfuna“ ásamt, skósveini sínum Jónasi Haralz. Og það hefur komið í ljós, áð þeir kumpánar glíma einkum við það vandamál, hvernig öruggustu viðskiptasamhönd ckkar, — þ.e. viðskiptin við sósíalisku löndin, — verði auðveldlegast brotin nið- ur. Sjálfstæð viðskiptastefna íslenzku þióðaririnar er sem sagt mesti þyrnir í augum húshændanna í EBE. Húshóndavaldið er þegar farið að segja til sín. Og Vísir telur sig þess umkominn að hafa uppi hótanir í garð okkar, ef við ekki verðum nógu leiðitamir og segir, að „illa muni ganga um viðskipti okkar við beztu viðskiptaþjóðirnar, ef við stöndum utan bandalagsins“, Tfslendingar óska eftir vinsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir, jafnt á svíði viðskipta- og menniftgar- mála. En þau viðskipti verða að byggjast á - algerum ■ jafnréttisgrundvelli, og hvorki blíðmæli'mé ihótanir ' fá breytt þeirri grundvallarreglu. En eirimitt tíessir' ’ sjónarmið eru ósamrýmanleg inrigöngú, i Efnahags- handalagið, ög miá í því sambandi minna á ummæli Erlanders, forsætisjáðherra ;Syía: „RómarsáttnMlirín hefur að geyma ákvæði sem býða, að aðíldarlöridin áf- sala sér sjálfstæðinu til að móta stefnuna í efnahags- málum, félagsmálum, atvinnumálum, landbúnaðarmál- um, tollamálum o.fl.“ Tnnganga íslands í Efnahagsbandalag Evrópu er ekki spurning um viðskiptasambönd og viðskiptakjör. Það er spurning um sjálfstœði landsins og tilveru ís- lenzku þjóðarinnar. Þessu má aldrei fórna, jafnvel þótt Vísir hóti, að „illa muni ganga um viðskipti. . ., ef við stöndum utan bandalagsins“. Það hrœrast enn fleiri strengir í brjóstum Islendinga en „buddunnar lífœð“. — b. Þýzki kommúnistaleiðtoginn Ernst Thálmann. Nasistar héldu honum töngnum í einangrunar- kiefa frá 1933 til 1944 og myrtu hann í Buchen wald. iÞeir sem skutu Thalmann í Buchenwald AÐUR BOOUílL- NÚ BARNAKENNARI Þjóðviljinn hefur áður sagt frá því er vestur-þýzka lögreglan handtók sjónvarpsmenn er komið höfðu myndavélum fyrir gegnt húsi Wolfgangs Ottos, kennara í Geldern. — Áhugi sjónvarps- manna beindist að Otto þessum vegna þess að Rosa Thálmanrt, ekkja kommúnistaleiðtogans fræga, heldur því fram að Otto hafi skotið mann hennar í Buchenwald-fangabúðunum. Lögreglan tortryggir sérhvern ókunnugan er hún sér á ferli umhverfis hús Ottos í Geldern. Hver fer þar nema „útsendari kommúnista”? Hverjir aðrir hafa áhuga á fortíð hins virðu- lega og valinkunna skólakenn- ara, sem var á sínum tíma yfirmaður í Buchenwald-fanga- ibúðunum? Skólastjórinn í kaþólska ung- lingaskólanum hefur sagt: „Otto er fær kehnari, en ég veit ekki hvort hann er hollur uppalandi. Harm leikur mjög vel á slag- ihörpú:'’' 'O'é:1 „Otto ýiðurkennir að háiin hafi tekið þátt í a£- tökum " útléndinga. Þjóðverja héfur hann ekki myrt, Og gerið yðúr ‘grein' fyrir því að hann ságði ’ sig ekki úr kirkjunni enáa þótt hann gerðist SSTmað- ur.” Hinn du.glegi kennari ■ við káþólska skólann í Geldern hefur nú nýlega verið dreginn fram í dagsljósið á harkalegan hátt. Rosa Thálmann, ekkja kommúnistaforingjans fræga, sem nú býr í AusturnÞýzka- landi, hefur sakað hann — og annan fyrrverandi SS-mann, — um að hafa myrt mann hennar. Að vísu var hafin rannsókn á máli Ottos þegar árið 1959, en 1961 komust yfirvöldin að iþeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að fyrirskipa hand- töku. Rannsóknin var svo ekki hafin aftur fyrr en í vor er fregnir bárust af yfirlýsingu Rosu Thálmann. Um miðjan síðasta mánuð varð svo Otto að láta af starfi sínu. Otto hefur látið yfirvöldunum í té upplýsingar um fortíð sína. Þar segir að hann hafi gerzt SS-foringi í Buchenwald fanga- búðunum 28 ára að aldri. Hann kveðst hafa sótt um inngöngu í herskóla SS, en verið neiíað ■iþar sem hann vildi ekki segjá sig úr kirkjuhni. Um starfsémi sína í fangabúðunum segir Otío ,ekert í iþessari skýrslu sinni. Fjöldamorð í liesthúsi Ári,ð 1945 handtóku Banda- ríkjamenn hann og 1947 var hann dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í aftökum í Buchenwald. 1950 var dóm- urinn mildaður í 10 ára frelsis- skerðingu. Árið 1952 var hann svo látinn laus. íUm leið og Otto var laus úr ppsundinni ■ tók hann að sækja í sig veðrið. 1 maí 1954 hóf hann kennslustörf. Það var elcki fyrr en 1959 að menn fengu aftur áhuga á Buchen- wald-fortíð kennarans. Er yfirvöldin fpru að kanna málið sagði hann að skylda sín hefði verið að vera viðstaddur aftök- ur útlendinga í kjallara Þk- brennslustofunnar í Buchen- wald. ' Einnig kvað hann - það ekki útilokað að hann hefði komið éleiðis skipunum um að 'hafa- allt til reiðu í hesthúsinu þar sem skjóta skyldi þúsundir fanga. > Og svo koni ákæra ekkju Thalmanns. Otto þrætti fyrir að hafá verið viðstaddur rnorð- ið á kommúnistaforingjanum. Nazistar höfðu handtekið Thál- mann árið 1933, 1944 var hann fluttur í fangabúðirnar í Bueh- enwald og myrtur. Vitni til staðar Otto hefur kvatt til eitt vitni til að sanna sakleysi sitt og er það dr. Morgan, málafærslú- maður í Frankfurt an Main. Dr. Morgan sem rannsakað hef- ur málið kveðst hafa orð Pist- ers, síðasta fangabúðastjórans í Buchenwald fyri.r því að tveir Gestapómen hafi skotið Thal- mann nóttina milli 17. ög' 18. ágúst 1944. Líkið hafi svo Ver- ið brennt ásamt klæðunum'. Ef þetta væri rétt þyrfti Qttó-jbkki > að hafa frekari áhyggjui* 'áf þessu máli. . ' En eitt var það sem Ottö.var ekki kunnugt. Urri: 1 Véstúr- Þýzkalandi er vitni á. lífi sem reiðubúið er að sverja fyrir G) - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. júlí 1962 hvaða dómstóli sem er, að Otto hafi verið viðstaddur er Thal- mann var skotinn og að hon- um hafi verið vel kunnugt um það hver skotinn var. 1 Múnchen-Ramersdorf býr Marian Zgoda. Hann var fangi i Buchenwald frá 1939 til 1945 og var hafður við ýmis störf. Að síðustu fékkst hann við lík- burð í líkbrennslunni. Zgoda segir: „Ég hafði ekki mikil af- skipti af Otto. En ég þekkti hann vel og hann þekkti mig, þannig var það einnig með Berg- er. Báðir voru þeir viðstaddir er Thálmann var myrtur.” Berger óhræddur Werner Alfred Berger, sem ásakaður hefur verið fyrir að hafa tekið þátt í morði Thál- manns ásamt Otto, er 61 árs að aldri. Hann er bankastarfsmað- ur í Baden-Wúrttemberg. Eftir að hann hafði lesið um morð- ið í blöðum sagði hann: „Ég er ekki hræddur. Ég hef sambönd við nokkra nazistaforingja sem enn eru nú í áhrifamiklum em- bættum.” Berger tók til starfa f Buch- enwald árið 1941 og var þar til stríðsloka. Hann viðurkenn- ir umsvifalaust að hafa skotið Rússa, enda dæmdu Banda- rílkjamenn hann i ævilangt fangelsi. Árið 1954 var hann þó náðaður. Fyrir frelsissvipt- inguna greiddi vestur-iþýzka ríkið honum 4000 mörk í skaða- bætur. Hann segir: „Thálmann var aldrei í fangabúðunum. Spyrjið Otto. Hann var yfir- maðurinn og vissi miklu meira en ég.” Fjögur skot um nótt garðinn. Tveir menn í borgara- klæðum yfirgáfu vagninn og leiddu hinn þriðja á milli sín.” Ur fylgsni sínu gat líkburðar- maðurinn aðeins séð fangann að aftan. Hann var hávaxinn, herðabreiður og sköllóttur. SS- mennirnir í líkbrennslugarðin- um munduðu skammbyssur og stóðu í tveim röðum og var mjór gangur á milli þeirra. Hinir tveir borgaraklæddu varð- menn létu fangann ganga á undan sér. Er hann var kominn í gegnum raðir SS-mannanna og inn í fordyri líkbrennslu- stofunnar, var þrem skotum hleypt af. SS-mennirnir og þeir borgaraklæddu gengu nú inn í líkbrennsluna og lokuðu dyrunum á eftir sér. Um það bil þrem mínútum síðar var fjórða skotinu hleypt af inni í húsinu. Líkbrennslugarðurinn var lýstur upp með ljóskastara svo að Zgoda gat fylgzt með því sem fram fór. Hann segir: „Ég get ekki staðhæft að Otto og Berger hafi skotið. Hitt get ég svarið að þeir voru viðstadd- ir og vissu að um Thálmann var að ræða.” Um það bil 20 mínútum eftir aftökuna — eftir þvi sem Zgoda segir — yfirgáfu SS-mennirnir líkbrennsluna. Einn þeirra spurði Otto að því hver hefði verið tekinn af lífi, og hann svaraði: „Það var Thálmann kommúnistaforingi”. Á þessi orðaskipti hlýddi Berger. Við næstu morgunhreingern- ingu fann Zgoda leifar líks ásamt sviðnu vasaúri í einum brennsluofnanna. Eftir lit ösk- unnar að dæma hafði líkið ver- ið brennt í öllum k'æðum. Samkvæmt skipun var askan geymd. Samt sem áður er hinn fyrr- verandi Buchenwald-fangi og líkburðarmaður Marian Zgoda reiðubúinn að sverja: „ Síð- degis ,17. ágúst 1944 kom skipun um að hafa ofnana tilbúna. Klukkan 18 hafði enn ekkert gerzt. Síðan ræddi Otto við yf- irmann herstjórnarinnar. Um klukkan 20 höfðum við lokið starfi okkar í líkbrennslunni. Ég fþr þá til félaga minna og hugðist dveljast þar um kvöld- ið. Þegar ég hélt til baka varð ég var við ys og þys við fanga- búðahliðið. Síðan sá ég nokkra SS-foringja halda til líkbrennsl- unnar.” Zgoda faldi sig bak við mold- arbing í líkbrennslugarðinum. Hann segir: „Brátt birtist hóp- ur SS-foringja, þar á meðal Otto og Berger. Um miðnætti kom stór fólksbifreið inn í Loftárás kennt um Sama dag sagði Zgoda einum samfanga sínum, þýzka komm- únistanum Busse, frá því er gerzt hafði. Busse vildi ekki trúa því að um Thálmann hefði verið að ræða. Nokkrum dögum síðar gerðu bandarískar flugvé'ar Wt'írás á Buchenwald. Yfirvöldin til- kynntu að kommú^istnleiðtog- inn hefði farrít í beirri árás. Eftir það efuðust menn ekki lengur um það að Thálmann hefði verið tekinn af lífi. Þannig hljóðar framburður Marians Zgoda. Nú er það und- ir vestur-þýzkum yfirvöldum komið hvort mál verður höfðað gegn Otto og Berger — eða fangabúðaböðlinum verður leyft að halda áfram að kenna börn- um. Alfrcd Berger, SS-maður í Buchenwald og núverandi banka- starfsmaður í Vestur-Þýzkalandi. Vitni hefur borið að hann hafi verið viðstaddur morð Thiilmanns. Berger er hvergi hrædd- ur: „Ég þckki nasista á hæstu stöðum“. HJÁLMAR R. BÁRÐARSON, skipaskoðunarstjóri: Hvers vegna farast skip? I greinum í nokkrum Reykja- víkur-dagblaðanna í dag undir fyrirsögninni „Hvers vegna far- ast skip „án áfalla“, beinir greinarhöfundur Baldvin Þ. Kristjánsson, nokkrum fyrir- spurnum til mín, sem ég vil leitast við að svara eftir því sem mér er það fært. Tilefni greinarinnnar er fyrst og fremst nýskeð sjóslys það, er m s. Hamar fórst í Faxaflóa nú nýverið, en að sjálfsögðu einnig með það í huga, að und- anfarið hafa orðið tíðir skips- tapar íslenzkra fiskskipa, reynd- ar við nokkuð misjafnar að- stæður. Að sjálfsögðu er það ekki síður mér en öðrum mikið ánægjuefni, hversu vel tókst til um björgun 11 mannna áhafn- ar m.s. Hamars í gúmmíbjörg- unarbáti skipsins, en ég er fylli- lega sammála Baldvini Þ. Krist- jánssyni í því, að þótt þetta sé þakkarvert, þá sé einnig rétt 'að athuga hvað valdið 'hefur slysi sem þessu. Rannsókn þessa máls er enn ekki fyllilega lokið, en skipa- skoðun ríkisins fylgist að sjálf- sögðu með þeim málum. Greinarhöfunduur krefst nán- ari skýringa og nokkurra að- gerða og spyr fyrst: 1. Hvað er yfirleitt gert til þess að prófa sjóhæfni íslenzkra fiskiskipa: a) Þeirra, sem byggð eru erlendis? b) Þeirra, sem byggð eru innanlands. Fyrst vil ég svara því til, að íslenzk lög og reglur krefjast eikki neinna stöðugleikaútreikn- inga á öðrum skipum en far- þegaskípum. Skipaskoðun ríkis- ins fær því yfirleitt ekki í hendur stöðugleikaútreikninga yfir fiskiskip, hvorki þau, sem smíðuð eru innanlands né er- lendis. Skipaskcðun ríkisins fær heldur ekki þau gögn í hendur, að hægt sé að reikna út stöð- ugleika skipanna hér. Þetta mun mörgum finnast vöntun í íslenzkum lögum og reglum, og að hér sé au.ðvelt úr að bæta með lagabreytingu. Málið er hinsvegar ekki svo einfalt í reynd. Stöðugleikaút- reikningar eru geysimikið verk, og au.k þess það vandasamt, að t. d. engar íslenzku tréskipa- smíðastöðvanna munu nú vera færar um að skila slíkum út- reikningum. .Sama máli gildir um langflestar tréskipasmíða- stöðvar er'endis. Mikill meiri- hluti þeirra stálskipasmíða- stöðva í Noregi, sem byggt hafa f'.skiskip fyrir Islendinga und- anfarin ár. Káfa heldur ekki í þjóhu.stú sinfií menn, sem fær- ir eru u.m sb’ka útréikninga- Á u. ndanföörrium árum hefi ég þó íarið fram á bað við nokkr- ar skipasmíðastöðvar, sem ég tfidi færar u.m að framkvæma stöðuglfe'kaútreikniriga, að þær gerðu 'þá og sendu til skipa- skoðu.nar ríkisins. Hafa þessir útreikningar verið mjög mis- mu.nandi fullkomnir, en þó feng- ist þann:g athugun á nokkr- um skipum. Þannig eru t.d. mícg góðir útréikiningar með öllu.m skipunum sem byggð voru í Austur-Þýzkalandi ,sömu- leiðis með flestum togaranna. En, er þá vandinn leystur með bví að fá stöðugleikaút- reikninga og gögn er hann varðar um borð í íslenzk fiski- skip? Því miður er því ekki svo háttað. Stöðugleiki skips gerbreytist við mismunandi hleðslu, bæði vegna farms, olíu cg vista. Stöðugleikabogar og útreikningar eru þannig gerðir fyrir nokkur hleðslu-til-felli, en síðan eru þessi gögn þannig búin, að skipstjóri getur um- reiknað ástand skipsins í hverju einstö.ku hleðsluástandi. Þetta þarf að gera að staðaldri ef gagn á að vera að þessum útreikningum.. Nú er það hins- vegar svo, að varla nokkur ís- lenzkur fiskiskipstjóri hefur lært nokkurn hlut um stöðug- leika slcipa, og því síður um það, hvernig nota skuli slíka útreikninga, því til þess þarf hann að skilja þessi mál öli mjög vel. Næstu tvær spurningar grein- ar Baldvins Þ. Kristjánssonar, eru 2. Hvað er gert til þess að fylgjast með og prófa áhrif allskonar breytingá á fiskiskip- um á sjóhæfni þeirra? 3. Hefur Skipaskiðun ríkisins samþykkt allar breytingar á ís- lenzkum fiskiskipum og ef svo er hvað gerir þá embættið til þess að fylgjast méð fram- kvæmd samþykktra verkteikn- inga og prófa verkanir þeirra á sjóhæfni viðkomandi skipa, sem ætlað er að þola ósköpin? Er nóg, að „útgerðarmenn" út- tali sig um slíkt? Breytingar á sjóhæfni vegna umsmíða á skjpi er því aðeins hægt að prófa, að fyrir hendi séu stöðugleikaútre-'kningar á skipinu fyrir breytinguna. Ef skip reynist sérlega og óéðli- lega „mjúkt“ í hreyfingum bend- ir það til þess að skipið sé ekki sérlega stöðugt.. Skip sem þannig er ástatt um tekur lang- ar og hægar veltúr. Þessi skip eru oft góð sjóskip cg ágæt vinnuskip, en séu þau fram úr hófi „mjúk“ í' veltu geta þau verið hættuleg. Skip sem eru mjéíg stöðug, eru stíf ,í hreyfingúiri, þau velta snöggt, og eru óþægileg sem vinnuskip. Á þessum skipum vill off brjóta sjór, því þau fylgja ekki ölduhreyfingum nógu vel. Margir vanir sjómenn kunn>a góð skil á þessum hreyf- ingum skipanna, og geta út frá þeim dæmt töluvert um hvernig ástatt er um stöðugleika skips, án þess að hafa útreikinga hjá sér né jafnvel að skilja þá. Hinsvegar er þessi tilfinning vanra s.iósöknara enginn hé- gómi, því æfður maður getur- frrið allnærri, um ástand .skiþsins í þessu efni, án þess ■i-au.nveru.lega að skllja ástæð- U.na. Þessar sveiflu-periódur. eða veltu.-tími skipsins á sér hins-> Vegar stoð í útreikningum á stöðugléika skindns. Götriul, regla er sú. að stöðúgleiki skips sé varhugaverður ef veltings- perióða eða velti-tími' fram og aftu.r er fleiri sekúndur held- u.r en einu.m og hálfu.m sinn- u.m breidd skipsins í metrum. Þe-sa prófu.n þarf að gera í kyrru.m sjó, með því að koma á veltu, t.d með bví að nokkr- ir menn ganga frá einni hlið i aðra og standi síðan kyrrir. Famkvæmt íslenzkum lögum jnó engar meiriháttar breyting- ar gera á gömlum skinum, án þes= nð sérstakt levfi sk.:”a«koð- Oftast er þesSu ðkvæði fram- fylet, og svo var um endur- sfníðina á m.s. Hamar að því er varðar styrkleika og annað er íslenzkar reglur ná til. Teikningar voru sendar inn til athu.gunar, þær leiðréttar og samþykktar og eftirlitsmaður frá Skipaskcðun ríkisins, fylgd- ist með breytingunni. Hinsveg- ar var uppsetning á kraftblokk ekki sérstaklega borin undir skipasikoðun ríkisins. Það hefur komið fyrir, og kemu.r fyrir enn, að menn hefja stórbreytingar á skipum án þess að leita fyrst samþykkis skipaskoðunarstjóra. Fyrr eða síðar fréttist þó um slíkar breyt- ingar, og er þá gripið inn í málið og þá látið lagfæra eftir því sem með þarf. Oftast verð- ur reyslan sú, að lagabrót sem þessi reynast dýrari, en ef leit- að er strax til skipaskoðunar ríkisins, áður en breyting er hafin, því ekki er hikað við að láta rífa niður aftur eða stöðva hafið verk, ef það ekki getur tálizt nothæft án breytinga. Síðasta spurning greinar Baldvins Þ. Kristjánssonar er: 4. Eru gefin nokkur fyrirmæli um hleðslutilhögun við tútekið ásigkomulag skipsins, t.d. hversu mikla dekklest má taka, ef ekkert er í lestum — og varað við flutningi sem þyng- ist mikið við að blotna? Engin fyrirmæli eru gefin út af skipaskoðun ríksins né nein- um öðrum cpinberum aðila um það, hvernig hlaða beri fiski- skip, nema hleðslumerki sem í gildi eru við fiskflutninga til erlendra hafna. Hleðsla skips er algjörlega á ábyrgð skipstjóra. Ég vil að lckum þakka Bald- vin Þ. Kristjánssyni, fyrir grein hans. Hún er án efa réttmæt hu.gvekja um þessi alvörumál. Því miður er mál þetta svo vandasamt og flókið úrlausnár- efni, og á því svo margar hlið- ar er krefjast íhugúnar, «og gau.mgæfilegrar athugúnar, að því verða trauðla gerð full skil á þessum vættvangi. Islenzk fiskiskip eru eflaust misjöfn að sjóhæfni eins og hver önnur skip, en vandinn er bara sá, að skipstjórriar- maður ræður raunveru.lega mi.klu meiru um sjóhæfni skips- ins, heldur en sá er teiknaði og hyggði skipið. Með mismuriáridi hleðslu og beitingu skips í sjó og vindi vályndra veðra, þá er það fyrst og fremst á ábyrgð skipstjórnarmanns hvernig til tekst. Ef honum finnst skip sitt ótryggt vegna vöntunar á stöðugle'.ka í einhverju ástandi, þá ber hverjum athugulu.m skipstjóra að bæta úr .því með breyttri hleðslu, a,u.kinn ballest eða öðrum þeim ráðum, spm að gagni méga koma. Námskeið fyr-ir fiskisk'ostióra eru, í dag mjög stutt, og tími mu.n því nav.miy, nemá. til. að kenna það allra-nauðsvnlegasta til daglegrar notkunar.' Það ! mu.n því'.afsckanieót eihs o:g nú ° er ástatt, að ekki áé kennt neitt u.m stöðugle’ká' skina.. Þó finnst mér betta atriði vera mjög svo afkallandi vanda- mál, bví ekki fer hjá bví, að^ hafi skinstjóri fengið einhveria gru.ndvallarþekkingu. á e.ðli hióhæfnis skina, þá er ekki ó- senn.llegt að hann verði á ’éft- ir færari um að meta þessi nríl á anncn hátt cn áðnr. og geri sér betur Ijóst ástand, skips síns hverju sinni. Gcmlu mennirnir báru grjót á botn opnu bátanna. begar nauðsvn Framhald á 10. siðu. Þfciðjudagur 10. júli 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.